Morgunblaðið - 07.07.2005, Blaðsíða 29
Afi Nilli var aldrei bara afi Heið-
veigar, hann var afi Nilli. Þegar ég
var að vinna í bakaríinu þá kíkti ég
oft eftir vinnu í heimsókn til hans
og töluðum við um allt og ekkert.
Vikuna eftir að Nilli litli fæddist
vorum við uppi í sumarbústað með
afa Nilla og ömmu Lillu og áttum
við þar skemmtilegar stundir.
Afi Nilli var mjög hjálpfús og
var alltaf tilbúinn til að hjálpa mér
með hvað sem var. Ég vil þakka
fyrir allar góðu stundirnar sem ég
átti með honum.
Ágúst Örn.
Elsku afi. Orðin hljóma enn í
höfði mínu sem ég fékk að heyra
þegar ég steig inn á Líknardeildina
í Kópavogi. ,,Þetta er búið hjá afa.“
Ég eins og hver annar maður,
brast í grát og bæði þá og enn
þann dag í dag á ég erfitt með að
trúa þessum orðum.
En ég hugga mig við þá tilhugs-
un að nú sértu kominn á betri stað
og þar munum við öll hittast ein-
hvern daginn.
En þar sem ég er ennþá hér er
gaman að minnast allra góðu
stundanna sem við og fjölskyldan
áttum saman. Það má t.d. nefna
allar stundirnar uppi í Sumó í
Borgarfirðinum þar sem margt
ógleymanlegt hefur átt sér stað í
gegnum árin. Við öll eigum eflaust
einhverjar minningar þaðan frá
okkar bernskuárum og er mjög
skemmtilegt að rifja þær upp. Og
ertu hissa á því?
Í lokin vil ég segja að ég er stolt
fyrir að vera í þessari fjölskyldu og
fyrir að vera afkomandi þinn. Þó
að ég eigi eftir að kveðja líkama
þinn mun ég ekki kveðja sál þína
því ég veit að þú vakir yfir okkur
og átt eftir að hjálpa okkur að
velja réttu leiðina í lífinu, elsku afi
minn.
Þitt barnabarn,
Ragnheiður Smáradóttir.
Elsku afi Nilli. Elsku afi, þú ert
besti afi sem hægt er að hugsa sér.
Ég veit þér líður vel núna.
Ég man alltaf hvað þú sagðir við
okkur barnabörnin þegar við ætl-
uðum út í skóg uppi í Sumó. Þú
sagðir: ,,Passið ykkur bara á úlf-
inum!“ Því gleymi ég aldrei.
Takk fyrir öll árin sem við gát-
um verið saman.
Ég sakna þín.
Barnabarn þitt,
Eygló Smáradóttir.
Elsku afi. Það er skrýtið að
koma heim til ömmu núna þegar
þú ert ekki þar. Ég hef bara ekk-
ert hugsað út í hvernig það væri að
hafa þig ekki þar.
Þó þú hafir alltaf verið afi minn
þá voru það samt meiri tengsl sem
náðu að myndast á meðan ég bjó
hjá þér síðustu tvö árin. Það var al-
veg sama hvað bjátaði á, það var
alltaf hægt að leita til þín. Meira
að segja til að skutla mér í skólann
svo ég þyrfti ekki að taka strætó.
Það var ekkert vit í að læra á
strætókerfið þegar maður var að
koma í skóla í bænum alla leið frá
Akranesi.
Afi minn, takk kærlega fyrir öll
árin sem við áttum saman. Þeim
fylgja margar góðar minningar
sem aldrei gleymast.
Þitt barnabarn,
Kristbjörg Smáradóttir.
Elsku Nilli. Það er með trega
sem ég kveð þig í hinsta sinn. Þú
barðist hetjulegri baráttu við þinn
sjúkdóm en hann sigraði að lokum.
Þú gerðir okkur lífið léttbærara á
þessum tíma með því að stríða og
gantast, eins og þín var von og
vísa, alveg fram á síðustu stundu.
Ég man það eins og það hafi
gerst í gær er ég hitti þig í fyrsta
sinn. Glettnin og stríðnin sem þér
var svo töm kom fram í fyrstu
setningunni sem þú sagðir við mig.
Mér er efst í huga söknuður og
þakklæti fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir mig og allar góðu stund-
irnar sem við höfum átt saman. Þú
varst mér svo miklu meira en bara
tengdapabbi. Þú tókst mér opnum
örmum inn í fjölskylduna, ég fékk
jú bæði peysu og trefil, og þú
treystir mér fyrir henni Trippalínu
þinni og því trausti mun ég ekki
bregðast. Ég passa hana áfram
fyrir þig.
Það var gott að leita til þín. Þú
varst ráðagóður og hafðir þínar
skoðanir á öllu og lást ekkert á
þeim. Þú kenndir mér margt og þá
sérstaklega í smíðunum. Þær eru
ófáar stundirnar sem við höfum átt
saman með ýmist sög eða hamar í
hendi uppi í Sumó, í Dvergholtinu
og á Presthúsabrautinni.
Þú varst mikill matmaður og fátt
var skemmtilegra en að færa þér
eitthvað í soðið. Þegar ég var á sjó
var eitt af tilhlökkunarefnunum að
koma í land og rétta þér alls kyns
sjávarfang í poka. Þú ljómaðir eins
og ég væri að gefa þér gull. Í hvert
skipti sem við fjölskyldan fórum í
silungsveiði voru alltaf bestu fisk-
arnir valdir handa afa Nilla.
Elsku Nilli, ég trúi því að þú
sért kominn á góðan stað og að þér
líði vel.
Guð geymi þig.
Þinn tengdasonur,
Smári.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2005 29
MINNINGAR
Atvinnuauglýsingar
Söluturninn Rebbi, Hamraborg 20
Afgreiðslustarf
Starfskraft vantar aðra hverja helgi. Reyklaus.
Ekki yngri en 18 ára. Umsóknareyðublöð á
staðnum. Tilvalið með skóla.
Sparisjóðsstjóri
Sparisjóður Skagafjarðar auglýsir starf
sparisjóðsstjóra laust til umsóknar
Sparisjóður Skagafjarðar er fjármálafyrirtæki að stærstum hluta
í eigu Skagfirðinga. Sjóðurinn sinnir allri almennri fjármálaþjónustu
bæði við fyrirtæki og einstaklinga ásamt því að sinna stærri þjónustu-
verkefnum t.d. á sviði innheimtuþjónustu. Áætlanir eru uppi um
að efla og stækka sjóðinn m.a. með nýju stofnfé.
Umsækjandi þarf að uppfylla eftirfarandi
menntunar- og hæfniskröfur:
Menntun á sviði viðskipta eða sambærileg
menntun
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
Skipulags- og leiðtogahæfileikar
Hæfni í mannlegum samskiptum
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem
fyrst.
Upplýsingar um starfið veitir Vilhjálmur Baldurs-
son, sparisjóðsstjóri, í síma 455 5555.
Umsóknum skal skila í afgreiðslu sparisjóðsins
að Faxatorgi 1, 550 Sauðárkróki, fyrir föstu-
daginn 15. júlí nk.
á Grenivík.
Verður að hafa
bíl til umráða
Upplýsingar gefur
Ólöf Engilberts-
dóttir í síma
569 1376.
í afleysingar
í Flatir
í Garðabæ
Upplýsingar í
síma 569 1122
Raðauglýsingar 569 1100
Húsnæði óskast
Íbúðir óskast
Reykjavikurborg hefur samið við félagsmála-
ráðuneytið um að taka á móti flóttamönnum
frá Kólumbíu og fyrrum lýðveldum Júgóslavíu.
Vegna komu flóttamannana til Reykjavíkur
óskar Velferðarsvið Reykjavíkurborgar eftir
að taka á leigu 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðir
á svæði 101, 105 og 108. Leigutími er til a.m.k.
1 árs frá 1sta ágúst næstkomandi.
Áhugasamir sendi tilboð, merkt: „leiguíbúðir”,
til Velferðarsviðs Reykjavíkur, Tryggvagötu
17 (Hafnarhúsið, 3ja hæð), fyrir 15. júlí nk.
Nánari upplýsingar veitir Drífa Kristjánsdóttir,
verkefnisstjóri, í síma 411 9000, netfang:
drifa.kristjansdottir@rvk.is .
3ja-4ra herb. íbúð óskast.
Óskum eftir 3ja-4ra herb. íbúð á Reykjavíkur-
svæðinu fyrir fjölskyldu sem er að koma
erlendis frá. Traustur leigutaki.
Uppl. veitir Bárður Tryggvason í síma 896 5221.
Kennsla
Eru nógu margir klukkutímar í
þínum sólarhring?
...næsta námskeið hefst 12. júlí
Skráning á sumarnámskeið
Hraðlestrarskólans er hafin
á www.h.is og í síma 586 9400.
Nauðungarsala
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á skrif-
stofu embættisins að Hafnarstræti 1, Ísafirði, sem hér segir:
Selma ÍS-200, sk.skr.nr. 2355, þingl. eig. Haraldur Árni Haraldsson,
gerðarbeiðendur Landsbanki Íslands Höfuðstöðvar og Þrymur hf.,
vélsmiðja, mánudaginn 11. júlí 2005 kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á Ísafirði,
6. júlí 2005.
Una Þóra Magnúsdóttir, fulltrúi.
Félagslíf
Fimmtudagur 7. júlí 2005
Almenn samkoma í Þríbúðum,
Hverfisgötu 42, kl. 20:00.
Predikun G. Theodor Birgisson.
Mikill söngur og vitnisburðir.
Allir velkomnir.
www.samhjalp.is.
Fréttir
á SMSFréttir á SMS
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
Elsku Hjörtur
minn, frændi og æsku-
vinur. Ég kveð þig að
sinni. Minningarnar
koma upp í hugann.
Allar skemmtilegu stundirnar þegar
við áttum heima á Hverfisgötunni.
Þú varst alltaf svo duglegur, ég
reyndi að fylgja þér eftir, klifra upp í
staura, selja dagblöðin, hjóla og
margt annað. Hjóluðum stundum í
Kópavoginn að heimsækja Sigga
frænda sem dó langt fyrir aldur
fram, og það stóð ekki á að gera við
hjólið mitt þegar það bilaði. Aldrei
máttir þú neitt aumt sjá, varst svo
blíður og góður við alla og man ég að
við tókum upp á að fylgja gömlu fólki
yfir götuna og bera heim vörurnar
fyrir það. Ég kenndi þér meira að
segja að prjóna svo þú gætir verið
hjá mér þegar ég var að gera handa-
HJÖRTUR
BENEDIKTSSON
✝ Hjörtur Bene-diktsson fæddist
í Reykjavík 14. des-
ember 1944. Hann
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
29. júní síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Bústaða-
kirkju 6. júlí.
vinnu fyrir skólann og
skipti engu máli þó
það væru nokkur
lykkjuföll hér og þar.
Þú lagðir á þig að leika
við mig með dúkkulís-
ur sem þér fannst ann-
ars frekar leiðinlegt.
Ég man þegar við
fengum að fara vestur
í Dali til Kalla frænda,
fengum að fara með
rútu alein. Það var
ótrúlegt ævintýri og
tilhlökkunin var mikil.
Þá var nú ekki svo
stutt að fara og leiðin ekki svo greið
eins og nú.
Kæru bræður, Brynjólfur, Bene-
dikt og fjölskyldur, megi góður Guð
styrkja ykkur og leiða um ókomin ár.
Guð blessi minningu Hjartar Bene-
diktssonar. Megi algóður guð taka
hann í sinn kærleiksríka faðm.
Þú ljós sem ávallt lýsa vildir mér,
þú logar enn.
Í gegnum bárur, brim og voðasker,
nú birtir senn.
Og ég finn aftur andans fögru dyr,
og engla þá sem barn ég þekkti fyr.
(Þýð. M. Joch.)
Sigurlín Ellý.