Morgunblaðið - 07.07.2005, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2005 33
DAGBÓK
Dísilolía dýrari en bensín!
HVERNIG geta olíufélögin haft
dísilolíu dýrari en bensín? Þegar
þetta er skrifað var dísilolían orðin
dýrari en bensín og veltir maður því
fyrir sér hvað sé í gangi. Þar sem ég
hef ferðast erlendis hef ég aldrei séð
hærra verð á dísilolíu og skora ég á
olíufélögin að athuga sinn gang og
lækka olíuna.
Ég hef heyrt að dísilbílar mengi
minna en bensínbílar fyrir utan að
dísilbílar hafa verið dýrari í inn-
kaupum. Ekki verður þetta til að
hvetja fólk til að kaupa bíla með
dísilvél.
Ökumaður.
Engan ruslpóst
ÉG vil koma á framfæri kvörtun
vegna allra þeirra blaða, Frétta-
blaðsins, Blaðsins, Birtu o.fl. ókeypis
blaða, sem sett eru í póstkassann hjá
mér. Samt er ég með miða frá Ís-
landspósti um að ruslpóstur sé af-
þakkaður. Mest er ég hissa á að Ís-
landspóstur, sem ég fékk gulan miða
hjá til að afþakka ruslpóst, skuli
setja Blaðið í póstkassann hjá mér,
þrátt fyrir miðann, sem virðist
gagnslaus því enginn fer eftir hon-
um.
Svo komst ég að því að póstberinn
hjá Íslandspósti var útlendingur
sem skildi ekki það sem stóð á mið-
anum á póstkassanum.
Engan ruslpóst, takk fyrir, því
það er ekki lengur pláss fyrir póst-
inn fyrir þessu blaðarusli.
Gyða Jóhannsdóttir.
Hvernig er lífið hjá okkur
Íslendingum?
SKATTAR allt of háir, launin lág,
lánin há o.s.frv. Hvernig væri hægt
að hafa það betra? Það væri allt í
lagi að láta stóru fyrirtækin, sem
eiga nóg af aurum, borga hærri
skatta svo að við fátæklingarnir
gætum haft salt í grautinn.
Ef við borguðum minni skatta þá
væri þetta kannski allt í lagi. Af
hverju þurfum við að borga meira en
þeir ríku? Það er hægt að gera Ís-
land að góðu landi með mönnum sem
kunna að stjórna rétt.
L.Ó.
Lyklakippa týndist
BRÚN lyklakippa með WV lyklum
og merkt Heklu týndist, líklega í
miðbænum eða í leigubíl 11. júní sl.
Þeir sem vita um lyklana eru beðnir
að hafa samband við Ragnhildi í
síma 561 7757.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Ísumar er boðið upp á skemmtilegar ogfræðandi gönguferðir á vegum menning-arstofnana Reykjavíkurborgar. Fyrstaganga sumarsins var farin í síðustu viku
en þá voru útilistarverk í Kvosinni skoðuð.
Næsta ganga verður farin í kvöld og þá er ætl-
unin að skoða byggingar Guðjóns Samúelssonar
í miðbæ Reykjavíkur. Guðjón fæddist árið 1887
en hann var fyrstur Íslendinga til að ljúka námi
í byggingarlist árið 1919. Guðjón gegndi emb-
ætti húsameistara ríkisins um nokkurt skeið og
hafði mikil áhrif á byggingarlist á Íslandi.
Að þessu sinni leiðir Pétur H. Ármannsson,
deildarstjóri byggingarlistardeildar Listasafns
Reykjavíkur, gönguhópinn og segir frá þekktum
og minna þekktum byggingum Guðjóns Sam-
úelssonar í Kvosinni og nágrenni.
Þá mun Pétur einnig segja frá byggingum
sem ætlað var að reisa en urðu ekki að veru-
leika.
Gangan tekur um klukkustund, lagt verður af
stað frá Vesturgötu 2 og lýkur við Iðu í Lækj-
argötu. „Þetta er frásögn og hún spinnst út frá
því í hvaða röð húsin eru skoðuð. Það er ekki al-
veg hægt að skoða þau í tímaröð.“ Í gönguferð-
inni mun Pétur að auki segja frá þeim hug-
myndum sem að baki húsunum bjuggu en sumar
voru ekki útfærðar eins og átti að verða. „Þann-
ig að ég fjalla líka um það sem ekki varð,“ segir
Pétur um fyrirlesturinn. „Guðjón teiknaði nátt-
úrlega mörg helstu stórhýsi Reykjavíkur frá
fyrri hluta 20. aldar eins og Háskólabygginguna,
Landspítalann, Hallgrímskirkju og Kristskirkju
í Landakoti.“ Þessar byggingar ættu flestir að
þekkja en þær eru ekki inni á því svæði sem
skoðað verður í kvöld. „Áherslan er að fjalla um
ákveðið svæði og leita uppi það sem þar er,“ seg-
ir Pétur.
Dagskráin sem boðið verður upp á í sumar er
fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt
hæfi. Að sögn Péturs eru allir velkomnir og
markmiðið er að fræða fólk um miðbæinn. Allir
ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í sumar en í
boði verða til dæmis bókmenntagöngur, göngur
þar sem byggð og saga ákveðinna bæjarhluta
verður skoðuð nánar.
Gangan í kvöld ber yfirskriftina Byggingar-
listarganga og lagt verður af stað frá gamla
Geysishúsinu í Aðalstræti Vesturgötumegin kl.
20 í kvöld.
Arkitektúr | Byggingar Guðjóns Samúelssonar í Kvosinni skoðaðar
Kvöldganga í Kvosinni
Pétur H. Ármanns-
son lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1980,
B.Arch. Hons-prófi í
arkitektúr frá Háskól-
anum í Toronto, Kan-
ada, 1986, og meist-
araprófi frá Cornell
háskólanum í New York,
1991. Hann hefur gegnt
starfi deildarstjóra
byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur
frá árinu 1993, en starfaði áður við ýmsar
teiknistofur í Reykjavík. Pétur hefur verið af-
kastamikill á sviði rannsókna í arkitektúr og
skipulagi og skrifað fjölda greina um þau mál í
bækur og virt tímarit.
F A S T E I G N A S A L A
ATVINNUHÚSNÆÐI ÓSKAST
Höfum ákveðinn kaupanda (leiga möguleg) að 5-700 fm atvinnu-
húsnæði á svæði 101, 103-105 og 108 fyrir léttan iðnað. Húsnæð-
ið má vera eitthvað niðurgrafið, en verður að hafa innkeyrsludyr.
Afhendingartími samkomulag.
Allar nánari upplýsingar veitir Steinar S. Jónsson.
í síma 588 9496 og 898 5254.
Síðumúla 33 - Sími 588 9490 - www.lyngvik.is - lyngvik@lyngvik.is
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5
Rxd5 5. e4 Rxc3 6. bxc3 c5 7. Bb5+
Bd7 8. Bxd7+ Dxd7 9. Rf3 Bg7 10. 0-0
0-0 11. Be3 e6 12. Dd2 Rc6 13. Had1
Hfd8 14. Hfe1 Hac8 15. Bh6 Bh8 16.
Bg5 He8 17. Df4 cxd4 18. cxd4 Rxd4
19. Rxd4 e5 20. Rf5 Dxf5 21. Dxf5 gxf5
22. exf5 e4 23. Hd7 Hc2 24. g4 Hxa2
Staðan kom upp á Evrópumeistara-
móti einstaklinga sem lauk fyrir
skömmu í Varsjá. Alexander Graf
(2.632) hafði hvítt gegn Stefáni Krist-
jánssyni (2.461). 25. Hxe4! Hf8 svartur
hefði orðið mát eftir 25. – Hxe4 26.
Hd8+ Kg7 27. f6+ Kg6 28. Hg8+.
Textaleikurinn breytir því ekki að hvít-
ur hefur unnið tafl. 26. Hxb7 h5 27.
Be3 Ha5 28. Bxa7 Ha8 29. Be3 Ha4 30.
Hxa4 Hxa4 31. g5 Be5 32. h3 Bf4 33.
He7 Kf8 34. f6 h4 35. Hb7 Kg8 36. g6
og svartur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
Fimmtudagur 7. júlí
Kl. 13 Safnaðarheimili Siglu-
fjarðarkirkju: Ítölsk tónlist frá
tímum Boccaccio. Fyrirlesari:
Michael Posch, Austurríki.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku
Kl. 20 Siglufjarðarkirkja
18 hugleiðingar um íslensk
þjóðlög. Ríkarður Örn Pálsson
útsetti, Renata Iván, píanó.
Frumflutningur á verkinu í
heild sinni.
Kl. 21.00 Borgarleikhúsið,
Reykjavík. Ensemble Unicorn
frá Austurríki.
Kl. 21.30 Bátahúsið
Söngvar og slættir frá Ögðum í
Noregi. Astri Skarpengland,
söngur. Elizabeth Gaver, harð-
angursfiðla, Hans-Hinrich The-
dens, harðangursfiðla og gítar,
Hans Olav Gorset, flauta,
Gunnhild Opdal, sagnakona.
Norskum þjóðlögum og þjóð-
sögnum fléttað saman.
Kl. 23 Bræðsluverksmiðjan
Grána. Tónlist úr Tyrkjaveldi.
Hadji Tekbilek og Steintryggur
(Steingrímur Guðmundsson og
Sigtryggur Baldursson). Leikið
á upprunaleg tyrknesk hljóð-
færi. Nánar á siglo.is/festival.
Þjóðlaga-
hátíð á
Siglufirði
TÓNLISTARHÓPURINN
Gestalæti sem starfar á vegum
Hins hússins í sumar verður
með tónleika í Iðnó í kvöld kl.
20. Hópurinn samanstendur af
fimm ungum stúlkum, tveimur
söngkonum, fiðluleikara og
tveimur píanóleikurum sem all-
ar stunda klassískt tónlistar-
nám í Reykjavík. Tónleikarnir,
sem eru um ein klukkustund,
eru í frjálslegri kantinum og
efnisskráin er blönduð. Á síð-
ustu fimmtudagskvöldtónleik-
um Gestaláta var fullt hús og
létt og notaleg stemmning að
sögn Guðbjargar Sandholt
mezzósópransöngkonu í hópn-
um.
Nánari upplýsingar um
starfsemi hópsins er að finna á
www.hitthusid.is.
Gestalæti í
Iðnó í kvöld
ÁSLAUG Thorlacius opnar mynd-
listarsýningu í Slunkaríki á Ísa-
firði á morgun kl. 17. Á sýningunni
sýnir Áslaug teikningar, vatns-
litamyndir og ljósmynd sem hún
hefur unnið upp úr ferð sem hún
fór um Vestfirði sumarið 2004.
Í fréttatilkynningu segir: „Í
verkum sínum hefur Áslaug verið
upptekin af vangaveltum um hefð-
ina, hlutverk listamannsins og
samhengi listar og hversdagslífs.
Að þessu sinni birtist listakonan í
hlutverki lands-
lags- og blóma-
málarans en það
er draumur sem
hún hefur lengi
alið í brjósti.“
Sýning Ás-
laugar stendur
til sunnudagsins
31. júlí. Slunka-
ríki er opið
fimmtudaga til sunnudags milli kl.
16.00 og 18.00.
Áslaug sýnir í Slunkaríki
Áslaug Thorlacius