Morgunblaðið - 07.07.2005, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 aðstoð, 4 málm-
ur, 7 viðarbörkur, 8 rót-
arleg, 9 naum, 11 vesælt,
13 gerum óðan, 14 ásýnd,
15 bryggjusvæði, 17 skaði,
20 óska ákaft, 22 blíðuhót,
23 bogið, 24 stikar, 25
fleina.
Lóðrétt | 1 kasta, 2
bjargbúum, 3 hluta, 4
þref, 5 fálmar, 6 let-
urtáknum, 10 heldur,
12 nytjaland, 13 kyn, 15
draga úr hraða, 16 óhrein-
skilin, 18 samsinnti, 19
lasta, 20 þrjóskur, 21
skoðun.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 pakkhúsið, 8 tuddi, 9 reiða, 10 krá, 11 kafla, 13
skapa, 15 stekk, 18 sprek, 21 enn, 22 puðar, 23 ölkrá, 24
niðurgang.
Lóðrétt: 2 andóf, 3 keika, 4 útrás, 5 ilina, 6 stök, 7 tapa, 12
lík, 14 kóp, 15 súpa, 16 eyðni, 17 kerlu, 18 snögg, 19 ríkan,
20 klár.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Undirvitund hrútsins hefur víkkað
um nokkurt skeið. Það skýrir allar
villtu og skrýtnu hugmyndirnar sem
láta á sér kræla í kolli hans núna. Það
er framfaraskref. Taktu lífinu með
ró.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Nautið hefur áttað sig á því smám
saman að nýr og frábrugðinn lífsmáti
er hugsanlega innan seilingar.
Kannski kemur sú uppgötvun á
óvart, en er engu að síður jákvæð? Er
það ekki?
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Margir í tvíburamerkinu hafa gert
róttækar breytingar á starfsvett-
vangi eða lífsstefnu á undanförnum
árum, eða eru í þann mund að gera
það. Tvíburinn sættir sig ekki við
kúgun.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Íhaldssamt lífsviðhorf krabbans er að
breytast og heldur áfram að taka
breytingum. Skoðanir hans eru meira
að segja að taka nýja stefnu.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Náin kynni hafa ýtt undir breytingar
á lífi ljónsins upp á síðkastið. Ekki er
víst að þessu sambandi sé ætlað að
endast, ljónið á hins vegar að læra af
því. Öll sambönd taka enda um síðir.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Úranus, pláneta breytinga, hefur ver-
ið beint á móti meyjarmerkinu um
nokkurt skeið. Það kemur svo sann-
arlega róti á parsambönd, meyjan vill
ekki láta halda aftur af sér. Hún vill
vera frjáls. Úps.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Vogin hefur velt því fyrir sér upp á
síðkastið hvernig hún á að fara að því
að vinna skynsamlegar, í stað þess að
vinna sífellt meira. Hún vill bera það
sama úr býtum en leggja minna á sig.
Eða bera meira úr býtum fyrir sama
vinnuframlag.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Skapandi hugmyndir sporðdrekans
hafa verið með ólíkindum hin síðari
ár. Hann fer vaxandi á öllum sviðum.
Óvænt barnalán gæti sett strik í
reikninginn.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Fjölskyldumynstur bogmannsins
hefur tekið miklum breytingum hin
síðari ár. Sumar þeirra hafa komið
honum úr jafnvægi; tengsl hafa rofn-
að.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Stutt skrepp og ferðalög fela í sér
ýmislegt óvænt. Steingeitin lærir
margt af kynnum sínum við ókunnugt
fólk og framandi menningarheima.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Starfsgrundvöllur vatnsberans hefur
verið ójafn á síðari árum. Á endanum
lagast þær aðstæður samt. Þar að
auki fær vatnsberinn meira frelsi.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Ekki verða hissa þótt vaxandi frels-
isþrá blundi innra með þér. Óvíst er
að allir verði jafnhrifnir. Notaðu
tækifærið og pældu í sjálfum þér,
kíktu í sjálfshjálparbækur.
Stjörnuspá
Frances Drake
Krabbi
Afmælisbarn dagsins:
Góðlegt viðmót gerir að verkum að fáir
átta sig á ákveðni þinni. Þú setur markið
hátt og kraftur þinn og agi gera þér kleift
að ná árangri. Innst inni leitar þú sann-
leikans og vilt fá spurningum þínum
svarað.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
Tónlist
Rangárþing ytra | Kirkjukór Odda og
Þykkvabæjar heldur tónleika í Oddakirkju á
Rangárvöllum, 7. júlí kl. 20.30. Tónleikarnir
eru öllum opnir. Aðgangseyrir er kr. 500.
Myndlist
Austurvöllur | Ragnar Axelsson. Ljós-
myndasýningin „Andlit norðursins“ til 1.
sept.
Árbæjarsafn | Gunnar Bjarnason sýnir í
Listmunahorninu forn vinnubrögð í tré og
járn.
Bragginn – Öxarfirði | Fagurlist yst sem
innst. Innsetningar, málverk, skúlptúr. Kr.
300. Til 16. júlí.
Café Karólína | Vilhelm Anton Jónsson
(Villi naglbítur) sýnir til 22. júlí.
Café Presto | Reynir Þorgrímsson Skart-
gripir Fjallkonunnar.
Deiglan | Kristján Pétur Sigurðsson til 24.
júlí.
Eden, Hveragerði | Hilmar J. Höjgaard til
10. júlí.
Galíleó | Árni Björn Guðjónsson sýnir um
20 olíumyndir af íslensku landslagi. Sýn-
ingin stendur til 29. júlí.
Gallerí 100° | Dieter Roth til 21. ágúst.
Gallerí BOX | Sigga Björg mun sýna Inn-
setningu sem samanstendur af teikningum
og teiknimynd til 16. júlí. Opið kl. 14–18.
Gallerí Gyllinhæð | Marie-Anne Bacquet
og Marie Greffrath til 10. júlí.
Gallerí Tukt | Iðunn Árnadóttir til 9. júlí.
Gerðuberg | Menningarmiðstöðin Gerðu-
berg er lokuð frá 1. júlí til 15. ágúst vegna
sumarleyfa. www.gerduberg.is.
Grafíksafn Íslands | Arnór G. Bieltveldt
sýning á málverkum og teikningum til 10.
júlí. Opið frá fimmtudegi til sunnudags frá
kl. 14–18.
Götur Reykjavíkur | Margrét H. Blöndal til
1. ágúst.
Hafnarbakkinn í Reykjavík | Kristinn
Benediktsson Fiskisagan flýgur ljós-
myndasýning til 31. ágúst.
Hafnarborg | Wilhelm Sasnal, Bojan Sarce-
vic, Elke Krystufek, On Kawara til 21 ágúst..
Hrafnista Hafnarfirði | Trausti Magnússon
sýnir málverk og ljósmyndir í menningarsal
til 23. ágúst.
Hönnunarsafn Íslands | Circus Design í
Bergen. Til 4. sept.
Jónas Viðar Gallerí | Undir Hannesi. Sam-
sýning 10 listakvenna til 17. júlí.
Kaffi Mílanó | Jón Arnar sýnir olíumyndir.
Myndefnið er borgarlíf, tónlist og náttúran.
Ketilhúsið, Listagili | Í minningu afa. Sýn-
ing á kínverskri myndlist til 24. júlí.
Kling og Bang gallerí | John Bock til 26.
júlí.
Kringlan | World Press Photo – Sýning á
bestu fréttaljósmyndum ársins 2004.
Laxársstöð | Sýning Aðalheiðar S. Ey-
steinsdóttur, Hreindýr og Dvergar, í göng-
um Laxárstöðvar.
Listasafn Íslands | Dieter Roth til 21.
ágúst.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Gabríel
Kuri, Jennifer Allora og Guilliermo Calza-
dilla, Brian Jungen, Hekla Dögg Jónsdóttir,
John Latham, Kristján Guðmundsson til 21.
ágúst.
Listasafn Reykjanesbæjar | Á sumarsýn-
ingu má nú sjá sænskt listgler. Um er að
ræða rúmlega 60 verk eftir 50 helstu gler-
listamenn Svía, úrval hins besta úr heimi
nytjaglers og skúlptúrglers.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Dieter
Roth, Peter Fischli, David Weiss, Haraldur
Jónsson, Urs Fischer til 21. ágúst.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Sumarsýning Listasafns Íslands.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sumar-
sýning – Aðföng, gjafir og lykilverk eftir
Sigurjón Ólafsson. Safnið er opið milli
klukkan 14 og 17.
Listhús Ófeigs | Hafsteinn Austmann til 8.
júlí.
Norræna húsið | Andy Horner til 28.
ágúst.
Nýlistasafnið | Thomas Hirschhorn til 24.
júlí.
Pakkhúsið | Sigurður Mar Halldórsson –
ljósmyndasýning. Sýningin nefnist Horn-
firðingar til 9. júlí.
Ráðhús Reykjavíkur | Anna Leós sýnir til
10. júlí.
Safn | Carsten Höller til 10. júlí.
Skaftfell | Vesturveggurinn. Kolbeinn Hugi
sýnir til 10. júlí.
Svartfugl og Hvítspói | Sveinbjörg Hall-
grímsdóttir. Sýningin er opin kl. 13–17.
Vatnstankarnir við Háteigsveg | Finnbogi
Pétursson sjá nánar www.or.is.
Þjóðminjasafn Íslands | Skuggaföll. Port-
rettmyndir Kristins Ingvarssonar. .
Þjóðminjasafn Íslands | Story of your life –
ljósmyndir Haraldar Jónssonar.
Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin „Mynd á
þili“ er afrakstur rannsókna Þóru Krist-
jánsdóttur á listgripum Þjóðminjasafns Ís-
lands frá 16., 17. og 18. öld.
Ömmukaffi | Aðalsteinn (Diddi Allah) sýnir
olíu og akrýlmyndir til 26. júlí.
Leiklist
Skemmtihúsið | Ferðir Guðríðar, leikrit í
Skemmtihúsinu á Laufásvegi 22, á hverju
fimmtudagskvöldi kl. 20 og alla sunnudaga
kl. 18 til loka ágúst. Leikkona Caroline Dal-
ton. Leikstjóri og höfundur Brynja Bene-
dikdóttir. Tilvalið fyrir erlenda ferðamenn
og þá sem skilja enska tungu.
Listasýning
Árbæjarsafn | Samsýning á bútasaumi,
Röndótt – Köflótt, í Kornhúsinu. Opið í
sumar frá kl. 10–17.
Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Sýning á
efni sem tengist ferðamönnum í Reykjavík,
svo sem póstkortum, útgefnu efni og skjöl-
um sem varpa ljósi á sýn ferðamanna á
Reykjavík og það hvernig Reykjavík hefur
kynnt sig fyrir ferðamönnum frá 18. öld til
dagsins í dag. Aðgangur er ókeypis.
Bókasafn Seltjarnarness | Sýning á
brúðum Rúnu Gísladóttur kl. 10–19.
Handverk og Hönnun | „Sögur af landi“. Til
sýnis er bæði hefðbundinn íslenskur list-
iðnaður og nútíma hönnun úr fjölbreyttu
hráefni.
Listasafnið á Akureyri | Skrímsl – Óvættir
og afskræmingar til 21. ágúst.
Norska húsið í Stykkishólmi | Sýning til-
einkuð samfelldum veðurathugunum á Ís-
landi í 160 ár (til 1. ágúst).
Svartfugl og Hvítspói | Sveinbjörg Hall-
grímsdóttir með grafíksýninguna Blæ til 17.
júlí.
Söfn
Árbæjarsafn | Útiminjasafn með fjöl-
breyttum sýningum, leiðsögumönnum í
búningum og dýrum í haga.
Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Sýningin
Through the Visitor’s Eyes, þar sem fjallað
er um þróun ferðaþjónustu í Reykjavík og
hvernig ferðamenn upplifðu borgina.
Textar á íslensku og ensku. Sýningin er á 1.
hæð Grófarhúss, Tryggvagötu 15, og er op-
in alla daga. Aðgangur er ókeypis.
Lindasafn | Núpalind 7, Kópavogi. Safnið
er opið alla daga í sumar. Skáld mánaðarins
er Arnaldur Indriðason.
Ráðhús Þorlákshafnar | Á sýningu í Ráð-
húsi Ölfuss gefur að líta margar tegundir
uppstoppaðra fiska, bæði vel þekktar teg-
undir og furðufiska.
Víkin, Sjóminjasafnið í Reykjavík |
Grandagarði 8. Fyrsta sýning safnsins
„Togarar í hundrað ár“ stendur nú yfir.
Sögu togaraútgerðar á Íslandi er gerð skil í
munum og myndum. Kaffistofan býður upp
á ilmandi kaffi og fallegt útsýni yfir Reykja-
víkurhöfn. Opið: 11–17. Lokað mánudaga.
Þjóðmenningarhúsið | Sýningar eru opnar
alla daga frá kl. 11 til 17. Helstu sýningar
eru; Handritin, Fyrirheitna landið og Þjóð-
minjasafnið – svona var það. Á veit-
ingastofunni Matur og menning er gott að
slaka á og njóta veitinganna og útsýnisins
yfir Arnarhólinn og höfnina.
Þjóðmenningarhúsið | Norrænt bókband
2005. Á sýningunni er áttatíu og eitt verk
eftir jafnmarga bókbindara frá Norð-
urlöndunum. Opið frá kl. 11–17.
Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning
Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til menning
og samfélag í 1200 ár, á að veita innsýn í
sögu íslensku þjóðarinnar frá landnámi til
nútíma. Á henni getur að líta um 2000
muni allt frá landnámstíð til nútíma auk um
1000 ljósmynda frá 20. öld. Sýningin er
hugsuð sem ferð í gegnum tímann.
Skemmtanir
Café Victor | DJ’s lifandi tónlist alla
fimmtudaga í sumar. Fjör og fimm í fötu fíl-
ingur.
Mannfagnaður
Akranes | Ein stærsta fjölskylduhátíð árs-
ins, Írskir dagar, fer fram helgina 7.–10. júlí
á Akranesi. Götugrill, markaðstjald, lands-
frægir skemmtikraftar, tívolí, Skagamótið í
knattspyrnu, Bylgjan á puttanum og
margt, margt fleira! www.irskirdagar.is.
Námskeið
Árbæjarsafn | Örámskeið í flugdrekagerð,
tálgun, þæfingu, glímu og kveðskap. Nám-
skeiðin eru ætluð börnum í fylgd með full-
orðnum og eru kl. 13–16. Tálgun: 13.7.
Glíma: 9.7. og 14.7. Kveðskapur: 23.7. Verð
1.000–2.500 á mann. Upplýsingar og
skráning í síma 411 6320.
Börn
Brúðubíllinn | Brúðubíllinn sýnir í Skerja-
firði við Reykjavíkurveg kl. 14.
Útivist
Þjóðgarðurinn Þingvöllum | Jón Hnefill
Aðalsteinsson fjallar um helgisiði manna á
þjóðveldistímanum á fimmtudags-
kvöldgöngu í þjóðgarðinum á Þingvöllum.
M.a. verður fjallað um mannblót í heiðnum
sið og heimildir um slíkt á Þingvöllum.
Gangan hefst við fræðslumiðstöð þjóð-
garðsins, ofan við Almannagjá, kl. 20.
Staður og stund
http://www.mbl.is/sos
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Brúðkaup | Gefin voru saman 11. júlí
sl. í Kópavogskirkju af sr. Ægi Fr.
Sigurgeirssyni þau Kristrún Sæ-
björnsdóttir og Magnús Magnússon.
Ljósmyndaver Hörpu Hrundar
Brúðkaup | Gefin voru saman 5. mars
sl. í Stokkseyrarkirkju af sr. Úlfari
Guðmundssyni þau Halla Rós Eiríks-
dóttir og Sturla Símon Viktorsson.
EM á Tenerife.
Norður
♠1097643
♥DG3
♦8
♣KD5
Pólverjinn Martens tók upp hönd
norðurs hér að ofan í upphafi opnu
sveitakeppninnar á Kanaríeyjum.
Makker hans var gjafari og passaði í
byrjun, en Ísraelinn Kalish vakti á
Standard-laufi. Martens var utan
hættu og stökk í hindrandi í tvo spaða
og skömmu síðar voru andstæðing-
arnir komnir í þrjú grönd:
Vestur Norður Austur Suður
Kalish Martens Podgur Jassem
– – – Pass
1 lauf 2 spaðar Dobl * 3 spaðar
Pass Pass 3 grönd Pass
Pass ?
Dobl austurs er til úttektar og þrír
spaðar félaga frekari hindrun.
Myndi lesandinn gera meira í spor-
um Martens?
Þetta eru varnarspil, svo það er
langsótt að fórna í fjóra spaða. Flestir
myndu því passa og freista gæfunnar í
vörninni.
En Martens gerði gott betur – hann
doblaði!?
Norður
♠1097643
♥DG3
♦8
♣KD5
Vestur Austur
♠Á5 ♠KD
♥K8 ♥Á10764
♦ÁG62 ♦KD95
♣ÁG876 ♣32
Suður
♠G82
♥952
♦10743
♣1094
En hitti ekki á óskastundina. Sagn-
hafi á níu slagi beint og fékk tvo í við-
bót á hjarta, eða samtals 11 slagi og
1150 fyrir spilið. Pólverjar unnu samt 6
IMPa, því hinum megin sögðu sveitar-
félagar Martens sex tígla og unnu
(1370)!
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is