Morgunblaðið - 07.07.2005, Síða 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 7. JÚLÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Opið 8-24 alla daga
í Lágmúla og Smáratorgi
Í SÍÐUSTU ástandsskýrslu Hafrann-
sóknastofnunar er ráðlagt að veiðihlutfall
aflareglunnar í þorski verði lækkað úr 25%
niður í 20%. Sjávarútvegsráðherra hefur
sagt að aflamarkið í þorski sem ákveðið var
í júní sl. fyrir næsta fiskveiðiár sé í sam-
ræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.
Töluverður munur er hins vegar á tillögum
Hafrannsóknastofnunar í ástandsskýrsl-
unni og því aflamarki sem sjávarútvegsráð-
herra hefur ákveðið.
Þannig er aflamarkið sem sjávarútvegs-
ráðherra hefur ákveðið á grundvelli núgild-
andi aflareglu 198 þúsund tonn. Þegar afla-
markið er reiknað samkvæmt 20%
veiðihlutfalli, eins og Hafrannsóknastofnun
leggur til, er aflamarkið hins vegar 158 þús-
und tonn. Ákvörðun sjávarútvegsráðherra
fer því 25% fram úr ráðgjöf Hafrannsókna-
stofnunar.
Björn Ævarr Steinarsson, sviðsstjóri
ráðgjafarsviðs Hafrannsóknastofnunar,
segir að áhættan sem sjávarútvegsráðherra
taki með því að styðjast við núgildandi afla-
reglu sé óásættanleg. „40% líkur eru á því
að hrygningarstofninn verði minni árið 2009
ef haldið verður áfram á sömu braut.“
Aflamark | Miðopna
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Aflamark í
þorski fer
fjórðung fram
úr ráðgjöf
Óásættanleg áhætta segir
sviðsstjóri hjá Hafró
HANNES Smárason, stjórnarformaður FL
Group, gerir ekki mikið með þá gagnrýni
sem fram hefur komið á hann frá fyrrver-
andi meðeigendum hans og meðstjórnend-
um í félaginu varðandi stjórnunarhætti
hans og fjárfestingarstefnu.
„Ég tók við stjórnarformennsku hjá
Flugleiðum fyrir rúmu ári. Þær fjárfesting-
ar sem ég hef staðið fyrir á þessu tímabili
hafa skilað FL Group um 17 milljörðum
króna í hagnað, þar sem skiptingin hefur
verið sú, að hagnaður vegna kaupa í hluta-
bréfum hefur verið um 7 milljarðar og
vegna flugvélaviðskipta 10 milljarðar
króna,“ sagði Hannes þegar Morgunblaðið
náði tali af honum í Frakklandi í gær. | B1
Hagnaður 17
milljarðar
FYRIR um tuttugu árum seldi Daninn
Steffen Møller Íslendingi málverk eftir
Júlíönu Sveinsdóttur. Daninn var á þeim
árum blankur námsmaður en er nú á leið-
inni til Íslands og vill gjarnan skála við
kaupandann í kampavíni og fá að berja
myndina augum á ný. Málverkið var áður í
eigu Tuborg-fjölskyldunnar sem átti Tu-
borg-bjórverksmiðjurnar. Møller erfði
málverkið eftir frænku sína sem fékk það
að gjöf fyrir trúmennsku í starfi. | 20
Leitað að
Íslendingi til
að skála við
MEIRI hagnaður var af rekstri
viðskiptabankanna þriggja á
fyrstu sex mánuðum ársins en var
allt árið í fyrra en þá skiluðu bank-
arnir methagnaði, ef afkomuspár
greiningardeilda sömu banka
ganga eftir. Hljóðar meðalspáin
upp á 41 milljarðs króna hagnað
bankanna þriggja. Gert er ráð fyrir
að rúmur helmingur sé frá KB
banka kominn, þ.e. 22,5 milljarðar,
en að Landsbankinn skili 9,7 millj-
örðum og Íslandsbanki 9,1 millj-
arði. Sé Straumur Fjárfestingar-
banki talinn með er um að ræða
nær 49 milljarða króna hagnað
bankanna á fyrri helmingi ársins.
Allt árið í fyrra skiluðu þessi fjögur
félög röskum 46 milljörðum og er
því um að ræða 5% meiri hagnað
þeirra á fyrri helmingi ársins í ár
en var á árinu 2004 í heild sinni.
Hreinar rekstrartekjur bankanna
fjögurra eru taldar nema 95 millj-
örðum króna. Þar af er nánast
helmingur frá KB banka.
Samkvæmt spá greiningardeild-
anna fyrir þau félög sem skipa Úr-
valsvísitölu Kauphallar Íslands
mun Burðarás þó skila mestum
hagnaði, rúmum 23 milljörðum
króna, en reiknað er með að fjár-
festingartekjur félagsins hafi num-
ið um 28 milljörðum á tímabilinu.
Hagnaður félagsins, ef meðal-
talsspáin gengur eftir, mun þá
nema 28,4% af samanlögðum hagn-
aði fjórtán fyrirtækja af fimmtán í
Úrvalsvísitölunni. En ekki er spáð
fyrir afkomu Flögu Group. Reikn-
að er með því að hagnaður þessara
fjórtán félaga verði 81,6 milljarðar
króna á fyrstu sex mánuðum árs-
ins. Það er hátt í 10% meiri hagn-
aður en Úrvalsvísitölufyrirtækin
skiluðu á öllu árinu í fyrra en hafa
ber í huga að þremur félögum hef-
ur verið skipt út síðan hagnaður
síðasta árs lá fyrir.
Spá 49 milljarða króna
hagnaði hjá bönkunum
< < =
<
<
Spá meiri hagnaði | B2
Eftir Soffíu Haraldsdóttur
soffia@mbl.is
SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir
umhverfisráðherra opnaði nýjan
göngustíg við Gullfoss með form-
legum hætti í gær. Gerð hans var
styrkt með fjögurra milljóna
króna framlagi úr pokasjóði
ÁTVR en Umhverfisstofnun sá
um framkvæmdir á stígnum, sem
er alls um 200 fermetrar á efra
plani við Gullfoss.
Á myndinni má sjá Sigríði Önnu
fyrir miðri mynd en frá vinstri
eru með henni Höskuldur Jóns-
son, Árni Bragason, Laufey Erla
Jónsdóttir, Jón Þorsteinsson, Þór-
ey Guðmundsdóttir, Davíð Egils-
son og Jónína Sanders.
Sigríður segir stíginn mikla
framför fyrir svæðið og nefnir
sem dæmi að í gær hafi kona í
hjólastól náð að fara eftir stígn-
um, sem hafi ekki verið auðvelt
áður. „Þetta er til mikilla bóta,“
segir Sigríður.
Morgunblaðið/RAX
Nýr göngustígur við Gullfoss
FRAMLÖG Alþingis til Listskreyt-
ingasjóðs ríkisins, sem varið er til
listskreytinga í eldri opinberum
byggingum, hafa farið lækkandi á
umliðnum árum. Á árunum milli
1993–2003 voru sjóðnum veittar 8
milljónir króna árlega, en síðustu
tvö ár hefur upphæðin verið 7,2
milljónir. Sé horft til þeirra 8 millj-
óna króna sem sjóðnum voru veittar
árið 1993 og þær reiknaðar til nú-
virðis jafngilda þær hins vegar tæp-
um 12 milljónum. „Það er auðvitað
búið að sækja um aukin framlög í
mörg ár, en það virðist ekki vera
neinn pólitískur vilji fyrir því að
auka framlagið til sjóðsins,“ segir
Áslaug Thorlacius, formaður Sam-
bands íslenskra myndlistarmanna.
Að sögn Ingibjargar Gunnlaugs-
dóttur, framkvæmdastjóra List-
skreytingasjóðs ríkisins, berast
sjóðnum árlega í kringum 20–30
umsóknir, en aðeins hefur verið
hægt að styrkja sjö verkefni á ári
síðustu tvö ár. Segir Ingibjörg
þennan mikla fjölda umsókna sýna
þörfina sem fyrir hendi er og telur
hún í ljósi þessa æskilegt að framlög
Alþingis til sjóðsins verði hækkuð.
Í lögum um Listskreytingasjóð
er, auk ákvæðis um listskreytingar í
eldri byggingum, kveðið á um að
verja skuli 1% af heildarbyggingar-
kostnaði opinberra bygginga til list-
skreytinga.
Hjá Óskari Valdimarssyni, for-
stjóra Framkvæmdasýslu ríkisins,
fengust þær upplýsingar að í með-
alári væru um tveir milljarðar í
veltu hjá Framkvæmdasýslunni í
opinberum byggingum. Gera má
ráð fyrir að um þriðjungur verkefna
sé viðhaldsverkefni, sem ekki upp-
fylli ákvæði um listskreytingar. Það
þýðir, miðað við 1% regluna, að um
14 milljónir ættu að vera eyrna-
merktar listskreytingum á ári
hverju. Að mati Óskars má gera ráð
fyrir að vel yfir helmingur þeirrar
upphæðar skili sér í listskreytingar,
en allt að 20–30% af eðlilegri list-
skreytingakvöð detti upp fyrir og
komi aldrei til framkvæmda.
Bendir Áslaug í því samhengi á
að á síðasta ári hafi á vegum
menntamálaráðuneytisins verið
reistar framhaldsskólabyggingar
fyrir samtals 1,5 milljarða kr. og því
hefði samkvæmt 1% reglunni átt að
verja 15 milljónum kr. til listskreyt-
inga, en það hefur að hennar sögn
ekki verið gert.
Minna fé til listaverkakaupa
Um 30% af eðlilegri listskreytinga-
kvöð kemur aldrei til framkvæmda
Vita ekki | 8
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
♦♦♦
♦♦♦