Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ● VIÐSKIPTI með hlutabréf í Kaup- höll Íslands námu 4,1 milljarði króna í gær, þar af voru ríflega 1,1 milljarðs viðskipti með hlutabréf í KB banka.. Úrvalsvísitala aðallista hækkaði um 0,78% og er nú 4.247 stig. Hefur lokagildi hennar aldrei verið hærra. Hæsta gildi sem vísitalan náði í gær var 4.273,3 stig og er það jafnframt hæsta gildi allra tíma. Mest hækkuðu í verði hlutabréf í HB Granda, um 2,44%, en hlutabréf í Burðarási lækkuðu mest, um 1,2%. Enn met í Kauphöllinni                          !"#   !$   % &'  ( "&' )&  *)&   +, &# &  +#&  $&' )& ( "&'  -."  /(!  /0 !1 .  &#)  2          ! 0 ( "&'  %0 1&  $34& 15 &&  -  !  &  67.1  8# 1    9:! "& 9.".0 /0.1  /"0   ;    <;## &#0   &  = && "  &      ! ! ."' >;11  $&' 30 ( "&'   /" ?"# /"&'  <4 4   "# $  @A>B /3    .    C               C C C   C   C C C C C C C C  .; &#  ;   . C C C C C C  C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C D  EF D CEF C D EF C D EF C D EF D CEF D EF C C D EF C D C EF C C C C C C C C C C C C C C C C %. "'    '# & < ") 3 " '# G + /"    C                   C C C   C  C C C C C C C C                                                                  =    3 ,H   <% I #&"  !1"'     C        C C C  C   C C C C C C C C  <%C J  0 0"'&' " "1  <%C /;"'  "  ".##1 0 ;  ") . &  <%C =.#& ;  0 1 0#&& ?"#  <%C =.#& ; #   & &# 6 'K /L9     E E !</> M N  E E A A 8-N      E E +!N 6 .     E E @A>N MO *&.    E E ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI BURÐARÁS skilaði 24,5 milljarða króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins og er það 1,3 milljörðum meiri hagnaður en greiningardeildir bank- anna reiknuðu með að meðaltali. Er þetta mesti hagnaður Íslandssög- unnar innan eins árs. Hagnaður af öðrum ársfjórðungi eingöngu nam 19,9 milljörðum króna og er þar meðtalinn 12,2 milljarða hagnaður af sölu alls hlutafjár Burð- aráss í Eimskipafélagi Íslands. Þess má geta að hagnaður Burðaráss af öllu árinu 2004 nam ríflega 9,3 millj- örðum og var það meira en fjórföld- un frá árinu 2003. Hagnaður Burðaráss af fjárfest- ingum og afleiðum nam 11,9 millj- örðum á fyrri helmingi ársins í ár, þar af var innleystur hagnaður 3,3 milljarðar. Arðstekjur voru tæpir 1,6 milljarðar. Rekstur Eimskipafélags Íslands var í samstæðu Burðaráss til maíloka og skilaði 81 milljónar hagn- aði á þeim tíma. Bókfært verð eignarhluta Burðar- áss í félögum sem skráð eru á al- menna hlutabréfamarkaði var í lok júní 85,5 milljarðar króna og jukust um nær 80% frá síðustu áramótum en þá hafði virðið rúmlega áttfaldast á einu ári. Verðmæti 7,9% hlutar í Ís- landsbanka var hæst, þá 3,6% hlutur í Skandia og 20,5% hlutur í Carnegie. Óskráð bréf Burðaráss námu 19,4 milljörðum en voru 3,2 milljarðar um áramót. Hækkunin er að stórum hluta vegna 18,6% eignarhlutar í Av- ion Group, sem var hluti af greiðslu fyrir Eimskipafélagið. Talsverð viðskipti voru í Kauphöll Íslands í gær með hlutabréf í Burð- arási, eða fyrir rúmar 800 milljónir, en verð bréfanna lækkaði um 1,2% í viðskiptum dagsins sem hlýtur að teljast undarlegt í ljósi þess hversu góðu uppgjöri félagið skilaði. Íslandsmet Burðaráss Uppgjör Burðarás hf.        - . ! /  !    !*     - . ! $   /  !          &!  /      00 122' 113'4 +1112 +1(5 10 +'06 '67 1''53   # 8      40(7' 21351  # !* )  /  !* 2292: 1'197: 516 '(7 5000 +531 115 124 +'36  +1''5 677     01640 63036   2'97: 6(97:  !"     #$%&%"           '( ) (    soffia@mbl.is ● ALLS flugu tæp- lega 185 þúsund farþegar með Ice- landair í síðasta mánuði og er það aukning um 15,7% frá fyrra ári þegar farþegar voru tæplega 160 þúsund. Sætanýting var 82,3% og dróst hún saman um 0,6 prósentustig á milli ára, var 82,9% í fyrra. Seldir sætiskílómetr- ar voru tæplega 541 þúsund og fjölgaði þeim um 23,3%. Hjá Flugfélagi Íslands fjölgaði farþegum um 7,7% á milli ára, þeir voru 30.364 nú en 28.192 í fyrra. Á fyrstu sex mánuðum ársins voru farþegar Icelandair ríflega 668 þúsund og fjölgaði þeim um 12,7% frá sama tímabili í fyrra en þá voru þeir ríflega 593 þúsund. Sætanýting hefur jafnframt batnað á milli ára og er nú 74% en var 71,6% á sama tímabili í fyrra. Far- þegum Flugfélags Íslands á fyrri helmingi ársins fjölgaði um 6% á milli ára og voru þeir ríflega 160 þúsund. Farþegum Icelandair fjölgaði í júní KAUPÞING banki hefur fest kaup á 5,99% hlut í HB Granda sam- kvæmt flöggunum í Kauphöll Ís- lands í gær. Skömmu síðar barst Kauphöllinni flöggun þess efnis að Haraldur Sturlaugsson hefði selt nær allan hlut sinn í félaginu, alls 15.369.967 hluti að nafnverði. Kaupgengið var 8,4 og er andvirði sölunnar því um 129 milljónir króna. Heildarhlutur KB banka í HB Granda er nú orðinn 20,41% en stærsti hlutahafi er Vogun, sem á 31,70% hlut. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hefur Haraldur sagt sig úr stjórn HB Granda og látið af störfum sem starfsmannastjóri félagsins. Hann heldur eftir um 1 milljón hluta í fyrirtækinu. Samanlagt voru fyrir gærdaginn um 6,4% hlutafjár í HB Granda í eigu Haraldar, systkina hans og móður. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa þau öll selt mestan hluta hlutafjár síns í félag- inu. Haraldur og fjöl- skylda selja hlut sinn Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson SKULDIR innlendra fyrirtækja hjá innlánsstofnunum námu 951 milljarði króna í lok júní og höfðu þá aukist um 156 milljarða frá áramótum, að því er kemur fram í Morgunkorni greining- ardeildar Íslandsbanka. Er það um 20% aukning, í júnímánuði einum var aukningin 23 milljarðar króna. Hlutfallslega hefur þó verið mun meiri aukning í útlánum til erlendra aðila. Þau námu 347 milljörðum í reikningum innlánsstofnana í lok júní og höfðu þá aukist um 156 milljarða króna eða 82% frá áramótum, að því er kemur fram í gögnum frá Seðla- bankanum. Erlend verkefni hafa aukist mjög hjá bönkunum á síðustu misserum og verða útlán til erlendra aðila stöðugt stærri hluti af útlánasafni þeirra. Í lok júní voru útlán til erlendra aðila um 20% af öllum útlánum innlánsstofn- ana en um síðustu áramót var hlut- fallið 14%. Fimmtungs aukning útlána hjá bönkunum STERLING flugfélagið, sem er í eigu Íslendinganna Pálma Haralds- sonar og Jóhannesar Kristinssonar, stefnir á að ná þrefaldri stærð sinni á næstu þremur til fjórum árum. Hefur norska blaðið Aftenposten þetta eftir Almari Erni Hilm- arssyni, forstjóra Sterling. Sterling, sem er með höf- uðstöðvar sínar í Kaupmannahöfn, rekur nú um 30 flugvélar, að flug- vélum Maersk flugfélagsins með- töldum, en Sterling keypti Maersk nýlega. Almar segir í viðtalinu að um- ræddur vöxtur félagsins yrði bæði með innri vexti og með frekari yf- irtökum á öðrum fyrirtækjum. Nefnir hann nýjan samning Sterl- ing við ferðaskrifstofuna VIA Trav- el Group um miðasölu sem greint var frá hér í Morgunblaðinu í gær, sem geti aukið mjög farþegafjölda félagsins. Almar segist einnig sjá vaxt- armöguleika utan Skandínavíu. Sterling sé alþjóðlegt nafn og það séu engin takmörk fyrir því hvert hægt sé að fara með vörumerkið. Sterling stefnir á þreföldun Scanpix ACTAVIS Group hf. hefur selt hluta af eignum dótturfélags síns í Búlg- aríu, Balkanpharma Razgrad AD. Um er að ræða framleiðslu á virkum efnum til lyfjagerðar, að stærstum hluta fyrir dýralyf, en það var búlg- arska lyfjafyrirtækið Biovet AD Peshtera sem keypti og flytjast um 700 starfsmenn verksmiðjunnar til þess félags með kaupunum. Actavis mun reka hluta af verk- smiðjunni áfram, sem tengist fram- leiðslu á fullunnum lyfjum. Um 280 starfsmenn verksmiðjunnar munu því áfram starfa fyrir Actavis. Sölu- verð er ekki gefið upp en búist er við að salan hafi óveruleg áhrif á rekstr- arniðurstöðu Actavis á árinu 2005. Sala verksmiðjunnar er sögð í samræmi við yfirlýsta stefnu Actavis um að selja einingar sem ekki falla að kjarnastarfsemi félagsins, þ.e. að þróa og framleiða lyf fyrir menn. Verksmiðjan í Razgrad var ein þriggja verksmiðja sem keyptar voru með Balkanpharma árið 1999. Actavis selur dýra- lyfjaframleiðslu ● ORÐRÓMUR um yfirtöku á norska bankanum Storebrand er aftur kom- inn á kreik eftir að eigendaskipti urðu að 9 milljónum hluta í félaginu í ein- um viðskiptum síðastliðinn fimmtu- dag. Samkvæmt Finansavisen er þó sennilega um stöðutöku að ræða en ekki yfirtöku. „Þetta minnir á hvernig Íslendingar hafa keypt í Skandia og Carnegie. Það þýðir að þeir eru ekki að kaupa til þess að taka fyrirtækið yfir heldur að taka stöðu með það í huga að aðrir vilji taka yfir,“ segir sér- fræðingur og nefnir sem dæmi stöðu- töku Kaupþings í Skandia, en þar seldi Kaupþing hlut sinn með ríflega 1,2 milljarða króna hagnaði. Yfirtaka Storebrand? ● HAGNAÐUR af rekstri Nýherja fyrstu sex mánuði ársins nam 47,1 milljón króna, en á sama tímabili í fyrra var 6,3 milljóna króna tap á rekstrinum. Hagnaður á hverja krónu hlutafjár var 0,20 krónur, en á sama tíma í fyrra var þriggja aura tap á hverja krónu hlutafjár. Tekjur af seld- um vörum og þjónustu var á tíma- bilinu tæpir 2,8 milljarðar króna, en var rúmir 2,3 milljarðar á sama tíma- bili í fyrra. Eigið fé samstæðunnar eru rúmir 1,25 milljarðar sem er lítil breytiing frá áramótum, en skuldir hennar hafa hins vegar lækkað úr 1,6 millj- örðum í 1,37 milljarð. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi nam 20,6 milljónum króna, en var 11,5 milljónir á sama tímabili í fyrra. Tekjur af seldum vörum og þjónustu á öðrum ársfjórungi voru 1,37 millj- arðar, en voru 1,1 milljarður á sama tímabili í fyrra. Bætt afkoma Nýherja BANDARÍSKA fasteigna- og áhættufjárfestingafélagið Starwood Capital hefur fest kaup á franska kampavínsframleiðandanum Taitt- inger fyrir 92 milljarða króna en Taittinger er meðal þekktustu kampavínsmerkja heims. Starwood Capital hefur einnig boðið í Société du Louvre en þar á Taittinger 44% hlutafjár. Meðal dótturfyrirtækja Société du Louvre eru lúxushótelið Crillon í Parísog ilmvatnsframleið- andinn Annick Gouotal. Franskt kampavín verður bandarískt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.