Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 31 UMRÆÐAN Lög og réttur Bubba Morthens í Tímariti Morgunblaðsins um helgina Í GREIN eftir Jón Steinar Valdi- marsson í Morgunblaðinu sunnu- daginn 17. júlí sl. („Sérkennileg um- ræða um erfðatækni“) kemur fram hörð gagnrýni á 5 samtök sem standa að Kynningarátaki um erfðabreyttar (eb-) lífverur (Land- vernd, MATVÍS, Neytenda- samtökin, NLFÍ og Tún). Gagnrýni er einnig beint að Dr. Michael Ant- oniou, sem átakið bauð nýlega hing- að til lands til að kynna sér frá vís- indalegu sjónarmiði áform um útiræktun á eb- lyfja- og iðn- aðarbyggi. Svo virðist sem höf- undur hafi hvorki kynnt sér vel störf Dr. Antoniou né kynningar- átakið. Fyrir hönd átaksins viljum við leiðrétta misskilning sem fram kemur í greininni. Alþjóðleg vísindaumræða festir rætur á Íslandi Átakið er gagnrýnt fyrir „ein- hliða áróður“ í stað þess að stuðla að vísindalegri umræðu. Það er fjarri sanni því samtök okkar og forystumenn hafa á undanförnum misserum komið á framfæri upplýs- ingum á málþingum og í prentmáli þar sem erfðatæknin er útskýrð frá vísindalegu sjónarmiði. Opnun heimasíðu (www.erfdabreytt.net) fyrr á þessu ári markaði þáttaskil í umræðu um eb-lífverur. Þeim sem kynna sér hana getur tæpast dulist að þar er mjög byggt á vísindarannsóknum, þótt fáir geti búist við því að allt sem þar er sagt falli hagsmunaaðilum í erfðatækni í geð. Kynningarátak í þágu almannahagsmuna Tilgangur átaksins er einmitt að efla gagnrýna umræðu um erfðavís- indin, spyrja áleitinna spurninga um áhrif þeirra á almannahag, og draga fram í dagsljósið rannsóknir og álit óvilhallra vísindamanna. En fjölmargir þeirra telja erfðatækni ónákvæma og áhættusama, m.a. vegna þess hve skammt á veg erfðavísindin eru komin. Samtökin sem að átakinu standa hafa þann tilgang að vernda neytendur, um- hverfi þeirra og heilsufar og telja það samfélagslega skyldu sína að fjalla um erfðatækni með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Sérhags- munir einstakra fyrirtækja mega ekki hindra umræðu og rannsóknir á áhættu sem umhverfi og heilsu- fari kann að vera búin af ræktun og neyslu eb- afurða. Því miður hefur skort mjög að talsmenn erfða- tækninnar svari rökstuddum ábend- ingum um áhættu, t.d. varðandi úti- ræktun á eb- byggi. Þá skortir tilfinnanlega óháðar rannsóknir, t.d. eru athuganir á áhrifum eb- byggs alfarið í höndum hlutafélags sem er hagsmunaaðili (ORF Líftækni) og eins af helstu hluthöfum þess (Landbúnaðarháskóla Íslands). Trúverðugleiki og efnisatriði Á þessu ári hefur átakið tvívegis boðið heimsþekktum vísindamönn- um hingað til lands m.a. til að örva vísindalega umræðu um erfðatækni. Í báðum tilvikum hafa talsmenn erfðatækninnar brugðist við með því að reyna að draga trúverð- ugleika vísindamannanna í efa, í stað þess að svara efnislega rök- studdum ábendingum þeirra. Í áð- urnefndri grein er t.d. dregin upp mynd af Dr. Antoniou sem pólitísk- um baráttumanni er vinni fyrst og fremst á vegum baráttusamtaka gegn erfðatækni. Hér er enn hallað réttu máli. Dr. Antoniou er virtur vísindamaður við læknisfræðiskóla King’s College í London. Allir helstu stjórnmálaflokkar Bretlands og fjöldi samtaka og fyrirtækja í mörgum löndum leita ráða hans um erfðatækni og notkun hennar í landbúnaði og læknisfræði. Hann hefur setið í tveimur opinberum nefndum um erfðatækni og var í báðum tilvikum skipaður vegna sér- þekkingar sinnar á sameinda- líffræði, ekki sem fulltrúi baráttu- samtaka. Engan skyldi því undra þótt hans sé víða getið og að hann komi að mörgum álitsgerðum um líftækni. Á fundum sínum hér á landi tók hann þó skýrt fram að það sem hann hefði fram að færa bæri að líta á sem persónulegar skoðanir hans. Fullyrðingar um villandi kynningu á Dr. Antoniou eru því byggðar á misskilningi. Þá vekur furðu sú fullyrðing að Dr. Antoniou berjist gegn erfða- tækni. Þvert á móti felast dagleg stjórnun og rannsóknir hans við King’s College og Guy’s Hospital í notkun erfðatækni, þótt hann vari við sleppingu eb- lífvera út í um- hverfið. Hann þekkir af eigin raun möguleika og áhættu erfðatækni og því var mikils virði fyrir okkur að heyra álit hans á áformum um úti- ræktun á eb- lyfjabyggi hér á landi. Meginatriði þess álits voru (1) að vara við ræktun eb- lyfjaplantna í tegundum eins og t.d. byggi, sem jafnframt eru notaðar til matar og fóðurs, (2) að útiræktun á eb- lyfja- og iðnaðarplöntum hér á landi sé áhættusöm vegna möguleika á því að sérvirk efni (t.d. með lyfvirkni) komist fyrir slysni út í umhverfið og í lífverur og því beri að rækta þær í lokuðu kerfi (t.d. gróðurhúsum), og (3) að ólíklegt sé að ráðstafanir sem gerðar eru til að afmarka ræktun á litlum tilraunareitum verði mögu- legar þegar ræktunarsvæðin stækka í marga hektara lands. Notkun erfðatækni varðar alla þjóðina Í greininni er því ranglega haldið fram að viðhorf innlendra aðila séu afskipt í kynningarátakinu. Jafn- hliða því að leita álits erlendra sér- fræðinga hafa átakið og samtök þess átt fjölda funda með inn- lendum vísindamönnum, stofnunum og hagsmunaaðilum um málefni eb- lífvera. Þá var ORF Líftækni, sem stendur fyrir þróun á eb- byggi, gefinn kostur á að funda með Dr. Antoniou og fulltrúum átaksins, en því miður sá fyrirtækið sér ekki fært að taka því boði. Því má hins vegar ekki gleyma að notkun erfða- tækni er ekki einkamál örfárra fyr- irtækja og stofnana heldur mál sem krefst opinnar, upplýstrar umræðu meðal alls almennings. Umræða um erfðatækni – Í þágu hverra? Gunnar Á. Gunnarsson, Gunnlaugur K. Jónsson og Jóhannes Gunnarsson svara grein um erfðatækni ’Því miður hefur skortmjög á að talsmenn erfðatækninnar svari rökstuddum ábend- ingum um áhættu, t.d. varðandi útiræktun á erfðabreyttu byggi.‘ Gunnar Á. Gunnarsson Höfundar sitja í verkefnisstjórn kynningarátaks um erfðabreyttar lífverur. Gunnlaugur K. Jónsson Jóhannes Gunnarsson TENGLAR .............................................. www.erfdabreytt.net Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.