Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „SKJÓTA TIL AÐ DREPA“ Lögreglumenn í Lundúnum skutu í gær grunaðan hryðjuverkamann til bana. Er hann sagður tengdur sprengjutilræðunum á fimmtudag en þó líklega ekki einn fjögurra meintra tilræðismanna. Lögreglan hefur nú skipanir um að „skjóta til að drepa“ ef talið er að menn hafi sprengiefni á sér. Methagnaður Burðaráss Burðarás skilaði 24,5 milljarða króna hagnaði á fyrri helmingi árs- ins. Þar af var hagnaður á öðrum ársfjórðungi 19,9 milljarðar og er þetta meiri hagnaður en dæmi eru um hjá íslenskum fyrirtækjum á hálfu ári. Handahófsleit í New York Yfirvöld í New York hafa ákveðið að framvegis verði leitað af handa- hófi í farangri þeirra sem ferðist með jarðlestakerfi borgarinnar. Lögreglustjórinn heitir því að húð- litur eða hugsanleg trúarbrögð muni ekki stjórna því hverjir verði látnir sæta leitinni. Flugfélagið fær nýjar vélar Flugfélag Íslands stefnir að því að fá tvær 39 sæta flugvélar af gerðinni Dash 8 - 200. Vélar þessar geta tekið á loft af stuttum flugbrautum og verða þær mest í flugi til Grænlands og í leiguflugsverkefnum. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Umræðan 30/33 Úr verinu 11 Kirkjustarf 24 Viðskipti 14 Minningar 35/41 Erlent 15/18 Skák 43 Minn staður 19 Myndasögur 44 Akureyri 22 Dagbók 44/47 Landið 22 Víkverji 44 Árborg 23 Velvakandi 45 Suðurnes 23 Staður og stund 46 Ferðalög 24/25 Bíó 50/53 Daglegt líf 26 Ljósvakamiðlar 54 Menning 27 Staksteinar 55 Forystugrein 28 Veður 55 * * * Kynning – Morgunblaðinu fylgir afmælisblað Heilsustofnunar NLFÍ. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " # $ %        &         '() * +,,,                       LISTAVERKIÐ „Klyfjahesturinn“ eftir Sigurjón Ólafsson verður af- hjúpað á nýju torgi sem gert hefur verið á Hlemmi í Reykjavík. Klyfjahesturinn stóð áður við Sogamýri. Upphaflega stóð til að verkið stæði við Hlemm og hefur Klyfjahesturinn því loks náð á þann áfangastað sem honum var ætlaður á sjötta áratug síðustu ald- ar. Íbúum höfuðborgarsvæðisins er boðið til athafnar á Hlemmi kl. 13 í dag þegar nýtt leiðakerfi Strætó bs. verður formlega tekið í notkun. Björk Vilhelmsdóttir, stjórn- arformaður Strætó bs., mun flytja ávarp, Ásgeir Eiríksson fram- kvæmdastjóri kynnir nýtt leiða- kerfi og Ármann Kr. Ólafsson stjórnarmaður ræðir um mikilvægi samræmds leiðakerfis fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Boðið verður upp á léttar veitingar og skemmti- atriði á Hlemmi. Morgunblaðið/Sverrir Klyfjahesturinn á Hlemmi ARNA Schram, blaðamaður á Morgunblaðinu, tók við for- mennsku í Blaða- mannafélagi Ís- lands á stjórnarfundi í gær eftir að Ró- bert Marshall hafði sagt af sér for- mennsku í félaginu vegna nýs starfs sem hann hefur tekið við hjá 365 miðlum. Stjórn BÍ féllst á af- sögn Róberts og þakkaði honum vel unnin störf í þágu félagsins. „Ég hlakka til að takast á við þetta ábyrgðarmikla starf, en mörg brýn verkefni eru framundan og ber þar sennilega hvað hæst gerð kjarasamninga sem verða lausir í vetur. Þá hefur félagið hvatt til fag- legrar umræðu um fjölmiðla og vinnubrögð þeirra meðal fé- lagsmanna, og mun ég áfram leggja áherslu á slíka umræðu.“ Arna Schram formaður BÍ TVEIR fulltrúar Fjármálaeftirlits- ins (FME) fylgdust með fundi stofnfjáreigenda Sparisjóðs Hafn- arfjarðar í fyrrakvöld. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftir- litsins, segir að FME sé að fylgj- ast með því hvort virkur eignar- hlutur hafi myndast í sparisjóðnum. „Við erum að meta hvort það hafi myndast virkur eignarhlutur,“ segir hann. „Það að mæta á stjórnarfundinn [í fyrra- kvöld] var partur af því mati.“ Í lögum um fjármálafyrirtæki er kveðið á um það að aðili sem hygg- ist eignast virkan eignarhlut í fjár- málafyrirtæki skuli leita samþykk- is Fjármálaeftirlitsins fyrirfram. Inntur eftir því hvort FME hafi komist að einhverri niðurstöðu í þessum efnum vildi Jónas einvörð- ungu segja að málið væri í skoðun. Fundurinn í fyrrakvöld var haldinn að beiðni fimm stofnfjár- aðila. Á honum var greint frá því að stjórnin hefði samþykkt sölu á 15 stofnfjárhlutum. Með sölunni hefur orðið samþjöppun í stofn- fjáreigendahópnum, skv. upplýs- ingum Morgunblaðsins, því það voru ekki bara nýir aðilar sem keyptu stofnfjárhlut, heldur einnig eldri stofnfjáreigendur. Stofnfjár- eigendur voru alls 47, en eru nú eitthvað færri, skv. upplýsingum Morgunblaðsins. Fylgist með myndun nýs eignarhlutar hjá SPH FYRRVERANDI formaður og vara- formaður stjórnar Sameinaða lífeyr- issjóðsins (SL) höfðu ekki umboð til að gera viðauka við ráðningarsamn- ing framkvæmdastjóra án aðkomu annarra stjórnarmanna. Þetta er mat Fjármálaeftirlitsins en það hefur lok- ið skoðun á starfslokum fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins, Jóhann- esar Siggeirssonar. Forsaga málsins er sú að þegar samið var um að Jóhannes myndi hætta störfum hjá SL kom í ljós að í maí 2000 höfðu þáverandi formaður og varaformaður gert viðauka við ráðningarsamning framkvæmda- stjórans sem fól í sér að við starfslok fengi hann auk uppsagnarfrests greidd laun til tveggja ára. Jóhannes á því rétt á fullum launum til þrjátíu mánaða en þau nema 43 milljónum króna. Vissu ekki af viðaukanum Ólafur H. Steingrímsson, stjórnar- maður SL til átta ára, segir að árið 2000 hafi formanni og varaformanni verið falið að leiðrétta kjör fram- kvæmdastjóra í samræmi við launaþróun. Það hafi verið gert en stjórninni hafi hins vegar ekki verið kunnugt um þennan viðauka. „Það var ekki fjallað sérstaklega um þetta ákvæði svo við vissum ekkert af því fyrr en núna í vor þegar ganga átti frá starfslokum framkvæmdastjórans,“ segir Ólafur og bætir við að hann hefði aldrei samþykkt þennan við- auka. „Auðvitað áttu formaður og varaformaður að bera þetta undir alla stjórnina.“ Ólafur segir að stjórnin hafi leitað til lögfræðinga til að athuga hvort henni væri stætt á að rifta þessum samningi. „Við fengum þau svör að það væri ekki hægt enda væri það beinlínis rangt að við færum að ganga á bak orða manna sem voru löglega kjörnir í stjórnina á þessum tíma.“ Ólafur bendir á að samningurinn sem gerður var við Jóhannes hafi ekki ver- ið til í vörslu lífeyrissjóðsins. „Að mínu viti bar Jóhannesi sem fram- kvæmdastjóra skylda til þess að láta endurskoðanda vita af þessum samn- ingi en gerði það aldrei.“ Að því er fram kemur á vefsíðu SL telur Fjármáleftirlitið að við endur- skoðun á ráðningarsamningi fram- kvæmdastjórans í maí árið 2000 hafi ekki verið fylgt ákvæðum 29. gr. laga 129/1997 sem kveða á um að stjórn líf- eyrissjóðs eigi að ákveða laun og ráðningarkjör framkvæmdastjóra. Hins vegar verði ekki gripið til frek- ari aðgerða þar sem fyrningarfrestur vegna brotanna er liðinn. Nýjar verklagsreglur SL Stjórn SL samþykkti á fundi sínum í júní sl. nýjar verklagsreglur um ráðningu og starfskjör framkvæmda- stjóra. Skýrt er tekið fram að greiða eigi atkvæði um allar breytingar á starfskjörum framkvæmdastjóra og færa í fundargerð allt sem þau varð- ar. FME gagnrýnir starfsloka- samning framkvæmdastjóra Stjórn vissi ekki af 43 milljóna greiðslum Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is HALLGRÍMUR Gunnarsson, fyrr- verandi stjórnarformaður Samein- aða lífeyrissjóðsins, telur að hann og Guðmundur Hilmarsson, fyrr- verandi varaformaður, hafi haft fullt umboð til að ganga frá kjara- samningi við framkvæmdastjóra sjóðsins. Fjármálaeftirlitið hefur gert alvarlega athugasemd við að stjórn sjóðsins hafi ekki vitað af ákvæðum um starfslokasamning framkvæmdastjórans sem Hall- grímur og Guðmundur gengu frá árið 2000 og telur að um lögbrot hafi verið að ræða. Hallgrímur segist hafna því enda hafi ekki verið venjan á þeim tíma að fara jafnformlega með mál af þessu tagi eins og krafist sé í dag. „Þegar þetta mál fór af stað höfðum við samband við núverandi stjórn- armenn og báðum um að fá upplýs- ingar um í hverju fyrirspurnir eft- irlitsins fælust og fá afhent gögn um málið. Því neitaði stjórn sjóðsins,“ segir hann. Hallgrímur segist einnig hafa far- ið fram á að sjá svar stjórnarinnar áður en það var sent til Fjármálaeft- irlitsins en því hafi einnig verið hafnað. Þá hafi Fjármálaeftirlitið ekki óskað eftir að fá að heyra hlið Hallgríms og Guðmundar á málinu. Hallgrímur bendir á að kjara- samningur framkvæmdastjórans hafi verið til hjá endurskoðanda og að núverandi formaður stjórnar sjóðsins hafi gengið frá breytingum á samningnum nokkrum sinnum. Stjórninni hafi því átt að vera full- kunnugt um efnisatriði samnings- ins. Höfðum fullt umboð til að ganga frá samningnum TÓNLISTARMAÐURINN og Stuðmannavinurinn Long John Baldry er látinn eftir fjögurra mán- aða spítalalegu vegna lungnasjúk- dóms. Long John Baldry er Íslend- ingum að góðu kunnur fyrir samstarf sitt við Stuðmenn en hann söng m.a. lagið fræga She Broke My Heart á fyrstu plötu Stuðmanna. Baldry heimsótti Ísland síðast um verslunarmannahelgina í fyrra þeg- ar hann tróð upp ásamt Stuðmönn- um í Fjölskyldu- og húsdýragarðin- um en 18 þúsund manns komu á tónleikana. Jakob Frímann Magnús- son kynntist Baldry árið 1973 og tók við hlutverki Eltons John sem hljóm- borðsleikari í hljómsveit Baldrys. „Þetta er tvímælalaust sá tónlistar- maður sem hafði mest áhrif á mig af öllum sem ég hef kynnst og starfað með um ævina. Við félagarnir í Stuð- mönnum hlustuðum mikið á hljóm- plötur hans á okkar mótunarárum.“ segir Jakob Frímann. Baldry allur ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.