Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 15 ERLENT M IX A • fít • 5 0 7 6 5 Spennandi sumar framundan hjá Landsvirkjun Sumarið er okkar tími! Tilvalið að líta inn Nánari upplýsingar um opnunartíma á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000. Sýningarnar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar. Végarður í Fljótsdal Kynnið ykkur Kárahnjúkavirkjun og allt sem henni viðkemur í Végarði. Tilvalið að koma þar við áður en haldið er upp að Kárahnjúkum. Sultartangastöð ofan Þjórsárdals „Andlit Þjórsdæla“ – áhugaverð sýning um mannlífið í Þjórsárdal í 1100 ár. Blöndustöð í Húnaþingi Þorir þú 200 metra niður í jörðina? Hvað verður í göngum Blöndustöðvar í sumar? Magnaður viðkomustaður. Kröflustöð í Mývatnssveit Allt um Kröfluelda í Gestastofu. Kynnist eldsumbrotunum sem urðu í nágrenni Kröflustöðvar 1975-1984. „Hreindýr og dvergar“ Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir magnaða tréskúlptúra í Laxársstöð í sumar. „Hvað er með Ásum?“ Frábær sýning Hallsteins Sigurðssonar, sem hlotið hefur einróma lof. Ljósafosstöð í Soginu „Ár og kýr“ Jóns Eiríkssonar komnar suður. 365 kúamyndir sem hlotið hafa verðskuldaða athygli. Einnig ljósmyndasýning Guðmundar frá Efri-Brú „Oft er í holti heyrandi nær“. Hvernig verður rafmagn til? Hvers vegna er rafmagn á Íslandi umhverfisvænna en hjá öðrum þjóðum? Laxárstöðvar í Aðaldal Heimsókn til Landsvirkjunar er upplýsandi og skemmtileg Genf. AP. | Sameinuðu þjóðunum hefur á síðustu tíu dögum verið heitið meira fé til neyðaraðstoðar í Vestur-Afríkuríkinu Níger heldur en á samanlögðum tíu mánuðunum þar á undan. Þetta kom fram í máli Jans Egelands, sem sér um að sam- ræma hjálparstarf á vegum SÞ, í gær. Egeland sagði að menn hefðu verið tregir til að láta fé af hendi rakna vegna ástandsins í Níger, jafnvel þó að SÞ hefðu í nóvember sl. sent út beiðni um aðstoð. En breyting hefur nú orðið á, eftir að málefni Níger rötuðu á forsíður heimsfjölmiðlanna. „Síðustu dagana hefur heimurinn loksins vaknað, en það þurfti myndir af deyjandi börn- um til,“ sagði Egeland. „Það hefðu ekki svo mörg börn í Níger þurft að deyja.“ Hafa SÞ í þessari viku fengið lof- orð upp á um 2,3 milljónir evra, um 180 milljónir ísl. kr., sem tvöfaldar nánast þá upphæð sem í heildina hefur nú verið heitið til aðstoðar í Níger. Rauði krossinn sendir út neyðarbeiðni Hungrið í Níger stafar af þurrk- um í fyrra og óvenjumikilli engisprettuplágu og á það raunar einnig við um nágrannaríkin. Er tal- ið að hungursneyð ógni lífi 2,5 millj- óna manna, þar af 800.000 barna. Alþjóða Rauði krossinn hefur nú einnig sent út neyðarbeiðni þar sem farið er fram á fjárframlög upp á 11,5 milljónir evra, um 850 milljónir ísl. króna, til að afstýra hungurs- neyð í Níger, Burkina Faso, Malí og Máritaníu. Reuters Kona í Guidan Roumdji heldur um barn sitt, sem þjakað er af vannæringu. Loforð um að- stoð tóku kipp KONA nokkur í Bretlandi er loksins komin með bílpróf eftir að hafa verið meira eða minna í ökunámi frá árinu 1972. Að því er segir í breska dag- blaðinu Daily Mail var Venida Crabtree ákveðin í að gefast ekki upp þótt ökuprófunum lyki ávallt með sama hætti ár eftir ár og áratug eftir áratug, sem sagt með falli. Var hún búin að falla 104 sinnum og fara með meira en jafnvirði þriggja millj- óna króna í ökukennslu þegar kraftaverkið gerðist. Þegar Crabtree, sem er rúmlega fimmtug, stóðst loksins ökupróf- ið fyrr í þessum mánuði féll hún hágrátandi um háls ökukennar- anum. Blaðið segir, að ástæðan fyrir erfiðleikum Crabtree sé hvað hún er slæm á taugum en hún segir, að aðrir vegfarendur hafi ekkert að óttast. „Ég er nú einu sinni komin með 33 ára reynslu undir stýri,“ segir hún. Féll 104 sinnum Róm. AP. | Nýjasta ritinu um Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, er ætlað að koma í hillur þarlendra bókaverslana nú í þann mund sem kosningabarátta vegna þingkosn- inga í landinu er að hefjast. Bókin er allt annars eðlis en sú sem kom út fyrir síðustu kosningar og forsætisráð- herrann sendi inn á hvert heimili í landinu, en þar var saga hans og sigurganga rakin í máli og glansmyndum. Nýja bókin heitir „Berlusconi – ég hata þig“, og er safn rúmlega 500 tilvitnana sem birst hafa í fjölmiðlum þar sem for- sætisráðherrann er móðgaður og gert lítið úr honum. Ætla mætti að pólitískir andstæð- ingar hans hefðu haldið til haga öllu því andstyggilega sem þótt hefur ástæða til að herma upp á forsætis- ráðherrann og staðið fyrir sam- antektinni, en svo er ekki því það er útgáfufyrirtæki í eigu Berlusconi sjálfs sem gefur bókina út. Meðal þeirra móðgana sem hafðar hafa verið um Berlusconi og koma fyrir í bókinni eru „trúður,“ „bófi,“ „forsætisráðherra-gosi,“ „aumk- unarverður bullari,“ „mikilmennsku- brjálæðingur,“ „öfgamaður,“ maður sem talar eins og „full fótboltabulla“ og hagar sér „eins og talíbani.“ „Mannfræðilegt frávik“ Í bókinni eru ýmis ummæli höfð eftir pólitískum andstæðingum for- sætisráðherrans, þeirra á meðal Antonio Di Pietro, sem unnið hefur gegn spillingarmálum, en hann sagði eitt sinn: „Berlusconi er eins og al- næmi: Ef þú veist hvernig hann er, þá forðastu hann.“ Giuseppe Giu- letti, stjórnarandstöðuþingmaður sagði: „Berlusconi er galinn og mannfræðilegt frávik frá mannkyn- inu.“ Pino Sgobio, annar stjórn- arandstöðuþingmaður sagði: „For- sætisráðherrann er andstæðan við Hróa Hött.“ Talsvert hallar á Berlusconi í skoðanakönnunum vegna kosning- anna sem haldnar verða á Ítalíu á næsta ári. Þrátt fyrir allt sem um hann er sagt þykir hann snjall að koma fram í fjölmiðlum, auk þess sem hann er ríkasti maður landsins, og er búist við að hann gefi ekkert eftir í þeirri ströngu kosningabar- áttu sem framundan er. „Berlusconi – ég hata þig“ Silvio Berlusconi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.