Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ICELANDAIR bauð starfs- mönnum í kaffi í góða veðrinu á Reykjavíkurflugvelli í gær. Til- efnið var að fagna lokum ferðar Þristsins til Skotlands, Englands, Danmerkur og Noregs á dög- unum þar sem minnst var að 60 ár eru liðin frá fyrsta áætl- unarfluginu milli Íslands og ann- arra landa. Með í hópnum voru fyrrverandi flugstjórar, þeir sem flugu fyrstu ferðirnar fyrir Flug- félag Íslands, þeir Jóhannes R. Snorrason, Smári Karlsson og Magnús Guðmundsson. Á myndinni eru frá vinstri Jón Karl Ólafsson, forstjóri Ice- landair, Björn Thoroddsen, Hall- grímur Jónsson, Björn Bjarn- arson, Magnús Guðmundsson, Hilmar Baldursson, Harald Snæ- hólm, Smári Karlsson, Sverrir Þórólfsson, Jóhannes R. Snorra- son, Pétur Arnarson, Gunnar Arthursson, Hannes Thorarensen og Tómas Dagur Helgason. Auk þessara tóku þátt í hluta ferð- arinnar Jón Karl Snorrason og Páll Stefánsson. Ferðum Þristsins er ekki alveg lokið í sumar því ráðgert er að vélinni verði flogið til Akureyrar á næstunni og hún sýnd þar. Morgunblaðið/Jim Smart Leiðarlokum fagnað ÁRNI Magnússon félagsmálaráð- herra segir að ýmsir kostir komi til greina varðandi hlutverk Íbúðalána- sjóðs á markaði og meðal annars sé spennandi að skoða hina svonefndu heildsöluleið fyrir sjóðinn. Hins veg- ar hafi hann ekki myndað sér end- anlega skoðun á því hvernig breyt- ingar á sjóðnum, ef til þeirra kæmi, yrðu útfærðar. „Ég hef ekki myndað mér skoðun á því en hef verið að fara yfir hvernig menn gera þetta í löndunum í kring- um okkur, vegna þess að ég tel að það sé skylda mín að halda áfram að þróa þetta kerfi,“ segir Árni. Hann segir að grundvallaratriðið sé mjög skýrt, að tryggja fólki hér á landi, óháð búsetu og félagslegum aðstæðum, hagkvæmustu húsnæðis- lán sem völ er á með tilliti til láns- tíma, veðshlutfalls og ekki síst vaxta. „Hvort við notum til þess nákvæm- lega þau verkfæri sem við beitum í dag, er ekki aðalatriði. Í því ljósi þá finnst mér mjög spennandi að velta fyrir mér hlutum eins og t.d. heild- söluleiðinni. Það hafa menn gert í Bandaríkjunum í áratugi með mjög góðum árangri,“ segir Árni. Í hinni svonefndu heildsöluleið fælist að Íbúðalánasjóði yrði breytt í þá veru að hann lánaði bönkunum fé á hagstæðum kjörum en lánaði ekki beint til einstaklinga sjálfur. Árni segir að ef slíkar breytingar yrðu gerðar yrði hins vegar alltaf tryggt með lögum að allir sætu við sama borð við lánveitingar, óháð því hvar þeir búa og hver félagsleg staða þeirra er. Hann segir að það mætti hugsa sér að gera þetta í einhverjum skrefum. „Mér finnst það mjög spennandi viðfangsefni í framhaldi af því sem við höfum verið að gera.“ Félagslegt hlutverk kostar sitt En stendur til að breyta hlutverki Íbúðalánasjóðs í þá veru að auka fé- lagslegt hlutverk hans og lands- byggðarinnar? „Við þurfum að halda utan um það sérstaklega, en ég hef sagt að ef það á eingöngu að vera hlutverk Íbúðalánasjóðs, verða menn að átta sig á því að meira op- inbert fé þarf í það,“ segir Árni sem vill þó ekki útiloka þann möguleika. Hann telur hins vegar heppilegra að halda áfram þeirri stefnu sem farin hefur verið undanfarin ár, að nýta stærð og styrk sjóðsins alls staðar, þ.m.t. á höfuðborgarsvæðinu, til þess að geta tekið þátt í félagslegu upp- byggingunni án þess að til þurfi sér- stakt framlag ríkisins. Stutt saga bankanna á markaði Árni segir að Íbúðalánasjóður sé ekki orðinn óþarfur á markaðnum, þótt til þess kunni að koma síðar. Bankarnir hafi hins vegar einungis verið í níu mánuði á þessum markaði. „Eins og ég hef sagt áður þá finnst mér að það þurfi að reyna meira á það hvort bankarnir hafi úthald í þetta vegna þess að það sem ég vil alls ekki sjá er afturhvarf til þess tíma þegar fólk gat ekki fengið lán til húsnæðiskaupa nema á mjög háum vöxtum,“ segir Árni og bendir á að ávinningur þess að hafa sjóðinn áfram á markaði sé ekki síst sá að halda niðri vöxtum. Ekki þörf á fleiri samningum Guðmundur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir að ekki sé þörf á fleiri lánasamning- um við banka eða sparisjóði, en Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði í gær að hann ætti síður von á að fleiri lánasamningar verði gerðir nema að vel athuguðu máli. Að sögn Guðmundar er staða sjóðsins í augnablikinu þannig að hann er ekki með laust fé nema inn- an þeirra marka sem hann þarf að hafa. Hann segist geta tekið undir orð ráðherra um að eðlilegt sé að menn fari með löndum meðan verið sé að fara yfir þau álitamál sem upp hafi komið, þótt hann telji að sjóð- urinn hafi verið fullkomlega innan síns lagaramma þegar hann gerði lánasamninga við banka og spari- sjóði. Meðan farið sé yfir málið sé hins vegar eðlilegt að anda rólega. „Enda ekkert sem knýr á um ann- að,“ segir Guðmundur. Árni Magnússon félagsmálaráðherra Heildsöluleiðin er spennandi Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is LÖGREGLAN í Kópavogi mældi bíl á 176 kílómetra hraða á Reykja- nesbraut við Smáralind um klukkan hálf fjögur í fyrrinótt. Bíllinn var á suðurleið og var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt um hraðakstur- inn en ökumaðurinn virtist ekki virða neinar umferðarreglur heldur ók beint af augum án þess að skeyta um umhverfið. Bíllinn mæld- ist í kjölfarið á yfir 160 kílómetra hraða á Sæbraut en ferð ökumanns- ins endaði á kyrrstæðum bíl á Laugarnesvegi og reyndist ökumað- ur, sem er á þrítugsaldri, bæði ölv- aður og réttindalaus. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík er það sjaldgæft að menn mælist á svo miklum hraða í þéttbýli – hvað þá tvisvar sama kvöld. Slíkur akstur sé að sjálf- sögðu vítaverður og geti haft alvar- legar afleiðingar í för með sér. Mál mannsins mun fara fyrir dómara. Hraðakstur í svartaþoku Lögreglan á Akureyri mældi bíl á 134 kílómetra hraða á Öxnadals- heiði um klukkan hálf tólf í fyrra- kvöld. Svartaþoka var á heiðinni og skyggni svo lítið að rétt sá á milli stikna, sem eru með 50 metra milli- bili. Maðurinn, sem var á fimmtugs- aldri, gaf þá skýringu á hraðakstr- inum að hann væri þreyttur og á heimleið. Lögreglan stöðvaði 5 aðra öku- menn vegna hraðaksturs á heiðinni á milli klukkan níu og hálf tólf í fyrrakvöld. Þótti lögreglumönnum nóg um hraðann enda óku þeir sjálfir á 50 til 60 kílómetra hraða og þótti nóg vegna lélegs skyggnis. Réttindalaus og ölvaður ökumaður á ofsahraða „VIÐ höfum áhyggjur,“ segir Sig- urður Helgason, verkefnisstjóri Um- ferðarstofu, spurður um viðbrögð stofnunarinnar við fregnum af ofsa- akstri á Reykjanesbraut og Sæbraut í fyrrinótt. „Þetta eru frekar einangruð tilvik en öll slík tilvik eru þess eðlis að það skiptir miklu máli að koma í veg fyrir þau,“ segir Sigurður og bætir því við að þegar menn aki á slíkum ofsa- hraða megi ekkert út af bregða ef ekki eigi illa að fara. Það að keyra á lítinn stein geti endað með ósköpum. „Almennt eru mótorhjólamenn eins og aðrir ökumenn með sína hluti í lagi en það er alltaf þannig að þegar menn eru komnir á kraftmikil tæki er viss hluti sem vill láta gamminn geisa. Þá gera menn sér ekki grein fyrir því hvaða hættur það getur haft í för með sér.“ Banaslys á björtum dögum Nú þegar veður er eins og best verður á kosið og fólk í auknum mæli að leggja land undir fót er mikilvægt að ökumenn haldi einbeitingu sinni og virði umferðarreglur enda eru júlí- og ágústmánuður einna hættu- legustu mánuðir ársins í umferðinni að sögn Sigurðar. „Það hljómar kannski furðulega en flest banaslys verða á björtum og sólríkum dögum. Það er ljóst að við þurfum alltaf að hafa vara á okkur – ekki síst þegar veröldin er svo falleg eins og nú,“ segir Sigurður og bætir við: „En hún getur orðið skelfileg ef menn gæta ekki að sér.“ „Ekkert má út af bregða“ Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is LÖGREGLAN í Keflavík mældi bif- hjól á 228 kílómetra hraða á Reykja- nesbraut við Vogaveg um klukkan 11 í fyrrarkvöld. Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og hann var á það miklum hraða að ekki tókst að ná númerinu á hjólinu né heldur að bera kennsl á ökumanninn. Samkvæmt uppýsingum lögreglunn- ar í Keflavík er því lítið hægt að að- hafast í þessu máli og allt útlit fyrir að umræddur ökuníðingur hafi kom- ist undan armi laganna. Ökumaður bifhjólsins var í hópi bifhjólamanna sem óku eftir vegin- um til vesturs og sinnti enginn öku- mannanna merkjum lögreglu um að nema staðar. Slapp undan armi laganna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.