Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 43 ÁTTA íslenskir skákmenn taka þátt í öflugu alþjóðlegu móti sem fram fer þessa dagana í Kaup- mannahöfn. Fimm félagar úr skákdeild Hauka eru í þeim hópi, þ.e. Þorvarður F. Ólafsson (2131), Heimir Ásgeirs- son (2118), Sverr- ir Örn Björnsson (2054), Ingi Tandri Trausta- son (1560) og Einar Gunnar Einarsson (1320). Gengi Hauka- manna hefur verið prýðilegt og flesta vinninga þeirra hefur Sverrir Örn og Heimir en báðir hafa 4½ vinning og eru í 34.-54. sæti af 216 keppendum. Á heimasíðu skákdeild- ar Hauka, www.haukar.is/skak/, er að finna nokkra pistla eftir Svein Arnarsson um mótið. Stigahæstir íslensku skákmann- anna eru félagarnir úr Taflfélaginu Helli, Sigurbjörn Björnsson (2346) og Sigurður Daði Sigfússon (2344). Sigurbjörn, sem sendir reglulega pistla frá mótinu á Skákhorn skák- manna á Netinu, hefur 5 vinninga og er í 14.-33. sæti á mótinu. Honum hefur tekist að leggja minni spá- mennina að velli en í fimmtu umferð mætti hann með hvítu rússneska stórmeistaranum Anton Shomoev (2514) og þegar hvítur hafði leikið 13. gxh5 svaraði Rússinn honum með krók á móti bragði: 13... Rdf3+! Nú gengur ekki fyrir hvítan að leika 14. Rxf3 vegna þess að drottn- ingin hans fellur eftir 14...Rxf3 15. Hxf3 Dxh4. Sigurbjörn barðist þó áfram: 14. Hxf3 Dxg5+! 15. Bxg5 Rxf3+ 16. Kg2 Rxh4+ 17. Bxh4 en eftir 17...gxf5 18. Be7 fxe4 19. Bxd6 exd3 20. Bxf8 Kxf8 21. cxd3 Bd7 voru stöðuyfirburðir svarts of miklir til að hvítur gæti ráðið við þá. Lok skákarinnar urðu þessi: 22. Re4 Bc6 23. Kh3 Ke7 24. Hf1 Hh8 25. Rg5 Be8 26. Kg4 b5 27. Bb3 Bxb2 28. h4 f6 og hvítur gafst upp. Sigurður Daði Sigfússon hafði að loknum fimm umferðum fjóra vinn- inga þegar hann mætti bandaríska stórmeistaranum Nick DeFirmian (2555) í bráðskemmtilegri skák. Hvítt: Sigurður Daði Sigfússon (2344) Svart: Nick DeFirmian (2555) 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bc4 e6 7. Bb3 Rbd7 8. f4 Rc5 9. Df3 b5 10. f5 Nigel Short tefldi svona í heims- meistaraeinvígi hans gegn Garry Kasparov árið 1993. Garry lék þá 10...Bd7 en fékk verra tafl í fram- haldinu. Nick kaus að svara sókn hvíts með öðrum hætti en kom þá ekki að tómum kofanum hjá Sigurði Daða. 10...e5 11. Rde2 Rxb3 12. axb3 b4 13. Rd5 Rxd5 14. exd5 Be7 15. O-O O-O 16. Rg3 Bb7 Nú virðist sem svartur hafi komið ár sinni ágætlega fyrir borð þar eð hann hefur biskupaparið og getur farið að sauma að d5 og c2 peðum hvíts. Sigurður Daði lumar hinsveg- ar á snjallri tilfærslu hróksins á a1 og við það fær hvítur stórhættulega sókn. 17. Ha4! Db6+ 17... a5 hefði verið svarað með 18. c3 og hvítur stendur betur. 18. Be3 Db5 19. c4! bxc3 20. f6! Bxf6 21. Rh5 Bd8 Hvítur hefur leikið hverjum þrumuleiknum á fætur öðrum sem hefur knúið svartan til að grípa til nauðvarnar. Hinn eðlilegi 21... Be7 gekk ekki upp vegna 22. Hg4 g6 23. Rf6+ og hvítur vinnur. 22. Hg4 f5 23. Hxg7+ Kh8 Höfundur þessara lína fylgdist með skákinni í beinni útsendingu á Netinu þegar hér var komið sögu. Hann velti tveim möguleikum fyrir sér, leiknum sem var leikið og 24. Dg3. Í fljótu bragði sá hann ekki vinning fyrir hvítan og fór að sinna öðrum hugðarefnum. Næstu nótt átti hann erfitt með svefn og fór að hugsa um stöðuna. Hægt og sígandi kviknaði ljós og vinningsleiðin fannst í skúmaskotum heilabúsins. 24. Dh3? Þessi leikur dugar bara til jafn- teflis en 24. Dg3! hefði unnið þar sem eftir 24...Bf6 25. Hxf5 cxb2 26. Hxh7+ Kxh7 27. Rxf6+ mátar hvít- ur. Greinarhöfundur var nokkuð ánægður að hafa fundið þessa vinn- ingsleið í morgunsárið en svo þegar hann kveikti á tölvunni sinni kom í ljós að Netverjar á skákhorninu höfðu bent á þetta meðan á skákinni stóð. Á þeirri öld skákforrita sem við lifum og hrærumst í, liggja þeir, eins og greinarhöfundar, sjálfsagt undir grun um að hafa notið aðstoðar tölvuforrits til að finna vinningsleið- ina! 24... Dxf1+! 25. Kxf1 cxb2 Nú hótar svartur að fá sér aðra drottninguna og á hvítur þá ekkert betra en þráskák. 26. Hxh7+ Kxh7 27. Rf4+ Kg8 28. Dg3+ Kh7 29. Dg6+ Kh8 30. Dh6+ og jafntefli samið enda þrá- skákar hvítur. Sigurður Daði tefldi aftur Sozin- árásina gegn Sikileyjarvörn í næstu umferð en laut þá í lægra haldi gegn Færeyingnum Helga Dam Ziska (2177). Fyrrverandi sjómaðurinn, Rúnar Berg, og nú félagi í Taflfélagi Vestmannaeyja, hefur staðið sig með mikilli prýði á mótinu. Hann hefur gert jafntefli við margan skák- manninn með FIDE stig og mun sjálfsagt fá há byrjunarstig þegar hann kemst sjálfur á FIDE stigalist- ann. Efstir á mótinu með sex vinninga eru Rússarnir Konstantin Sakaev (2669), Igor Kurnosov (2549), Anton Shomoev (2514), Arseny Kargain (2408) og hinn ódrepandi Viktor Kortsnoj (2615). Skólastjóri Hróks- ins, Henrik Danielsen (2511), kemur í humátt á eftir ásamt nokkrum öðr- um skákmönnum með 5½ vinning. Hægt er fylgjast með gangi mála á mótinu á heimasíðu þess, www.politikencup.dk/. Dagur byrjar vel á HM barna og unglinga Heimsmeistaramót barna – og unglinga fer fram þessa dagana í Belfort í Frakklandi. Dagur Arn- grímsson hóf keppni af krafti í flokki 18 ára og yngri en í annarri umferð lagði hann að velli ísraelska alþjóð- lega meistarann Maxim Rodstein (2454) og gerði svo jafntefli við Þjóð- verjann Georg Maier (2437). Að loknum þrem umferðum hefur hann 2½ vinning og er á meðal efstu manna. Í flokki 12 ára drengja og yngri hefur Hjörvar Steinn Grétars- son 2 vinninga af þrem mögulegum en Atli Freyr Kristjánsson, Sverrir Þorgeirsson og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir hafa einn vinning í sínum flokkum. Daði Ómarsson, Elsa María Þorfinnsdóttir og Jó- hanna Björg Jóhannsdóttir hafa ½ vinning í sínum flokkum. Margt hefur drifið á daga íslenska hópsins en svo virðist sem skipu- lagningu mótsins sé verulega ábóta- vant. Aðstæður íslensku keppend- anna virðast hinsvegar færast nú til betri vegar en Smári Rafn Teitsson, annar af tveim fararstjórum, ritar á hverjum degi pistla um mótið sem birtast á heimasíðu Skáksambands Íslands, www.skaksamband.com. Vefsíðan www.skak. fylgist einnig með mótinu á hverjum degi og upp- lýsir lesendur sína um úrslit hverrar umferðar. Íslenskir skákmenn í víking SKÁK Kaupmannahöfn, Danmörk POLITIKEN CUP 2005 16.-24. júlí 2005 HELGI ÁSS GRÉTARSSON daggi@internet.is Dagur Arngrímsson Fellihýsi Conway Caravan. Conway Cara- van 12 ft. árg. '93. Ísskápur, gas- hitun, rafmagn, vatnsdæla. Afar vandaður vagn með sígildri og fallegri innréttingu. Verð 420 þús. stgr. Upplýsingar í síma 587 3008/ 699 3008 Árni. Palomino Colt árgerð 1999. Hann er með fortjaldi og upp- hækkaður á nýjum fólksbíladekkj- um. Hann er með svefntjöld og búið að færa geyminn út. Upplýs- ingar í síma 894 8299. Tjaldvagnar Tjaldvagn Til sölu tjaldvagn Camp-let App- olo Lux, árg. 2000. Vagninn er í góðu standi og selst ásamt fylgi- hlutum á góðu verði. Uppl. veitir Már í síma 487 5000 og eftir kl. 16:00 í síma 894 9420. Vélhjól Honda Shadow 1100 Sabre 2000 árgerð. Ekið 3.600 mílur. Með aukakrómi. Til í að skoða skipti á Racer. Uppl. í s. 663 8662. Húsviðhald Flísa- og parketlagnir, málning Getum tekið að okkur flísalagnir, parket, málningu og annað við- hald. Sími 824 7587 eða 863 2520. TBV verktakar ehf. Hreingerningar Fyrirtæki, stofnanir og heimili Við hreinsum allar tegundir af gardínum. Gerum tilboð. Upplýsingar í síma 897 3634. Varahlutir Jeppapartasala Þórðar, Tangarhöfða 2, sími 587 5058 Nýlega rifnir Patrol '95. Legacy '90-'99, Grand Vitara '00, Kia Sportage '02, Pajero V6 92', Terr- ano II '99, Cherokee '93, Nissan P/up '93, Vitara '89-'97, Impreza '97, Isuzu pickup '91 o.fl. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl TJALDVAGN TIL SÖLU Ársgamall Ægistjaldvagn með fortjaldi og auka dýnum Upplýsingar í símum 896 3109 og 562 1771 Smáauglýsingar sími 569 1100 UM síðustu mánaðamót opnaði KB banki hraðbanka í anddyri Hóla- skóla – Háskólans á Hólum. Hrað- bankinn er liður í aukinni þjónustu við ört vaxandi byggð og aukinn ferðamannastraum að Hólum. „Undanfarin ár hefur starfsemi á Hólum aukist mikið. Samhliða þró- un Hólaskóla sem háskólastofnunar hefur nemendafjöldi tvöfaldast á fáum árum og því hefur byggðin á Hólum vaxið hratt. Einnig hefur orðið mikil fjölgun ferðamanna sem sækir heim þennan sögustað. Hér koma m.a. til umfangsmiklar fornleifarannsóknir. Allt þetta kallar á meiri þjónustu á staðnum. Opnun hraðbankans er mikilvægur liður í að mæta þeirri þörf. KB-banki og Hólaskóli hafa haft gott samstarf um árabil. Öflug þekkingarstarfsemi er ein meg- inforsenda nýsköpunar í atvinnu- og menningarlífi þjóðarinnar og því er stuðningur og þjónusta við upp- byggingu hennar afar mikilvæg,“ segir m.a. í fréttatilkynningu. Jóel Kristjánsson, útibússtjóri KB banka á Sauðárkróki (t.v.), og Skúli Skúlason, rektor Hólaskóla, við nýja hraðbankann í anddyri skólans. Hraðbanki á Hólum STURLA Böðvarsson samgönguráð- herra hefur óskað eftir birtingu á eft- irfarandi: Í Morgunblaðinu í dag, 22. júlí, er grein eftir alþingismanninn Hjálmar Árnason. Ber hún yfirskriftina „Landhelgisgæslan velkomin á Suð- urnes.“ Þar leggur þingmaðurinn rétt eina ferðina land undir fót af Suðurnesjum til Reykjavíkurflug- vallar í þeim tilgangi að leggja hann niður og færa hann með manni og mús í sína heimabyggð. Þessi óskhyggja þingmannsins er góðra gjalda verð væri hún ekki byggð á ótrúlegum misskilningi frá öllum hliðum. Þingmaðurinn virðist hafa gleymt að við erum nýbúin að fengnum öllum leyfum borgaryfir- valda að endurbyggja Reykjavíkur- flugvöll eftir ströngustu reglum um flugöryggi. Í upphafi greinarinnar segir þing- maðurinn: „Nú hefur samgönguráð- herra lýst því yfir að flugmálayfir- völd geti ekki fallist á að nýbygging Landspítala – háskólasjúkrahúss verði reist þar sem áætlað er, skv. ákvörðun skipulagsyfirvalda Reykja- víkurborgar. Rök ráðherrans eru m.a. þau að sjúkrahúsið muni þrengja óeðlilega að starfsemi Land- helgisgæslunnar á Reykjavíkurflug- velli.“ Þessi tilvitnun þingmannsins í afstöðu mína er óskiljanleg. Ég hef aldrei látið slík orð falla. Þvert á móti. Áformaðar byggingar á lóð sjúkra- hússins falla vel að starfsemi flug- vallarins og eru í fullu samræmi við endurbyggingu Reykjavíkurflugvall- ar. Auk þess er unnið hörðum hönd- um af Vegagerðinni við að færa Hringbrautina til þess að fella sem best saman flugvallarsvæðið og fyr- irhugaðar byggingar Landspítalans. Það sama má segja um framkvæmdir á vegum Knattspyrnufélagsins Vals sem eru skipulagðar í góðu samræmi við þarfir flugvallarins, en þingmað- urinn nefnir það svæði einnig. Til viðbótar við þennan misskiln- ing þingmannsins kallar hann eftir auknum kostnaði okkar vegna starf- semi varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli þegar hann segir; „Við blasir að Íslendingar munu þurfa að taka í verulegum mæli við rekstri Keflavík- urflugvallar.“ Hver segir það? Er einhver að óska eftir því? Er það ekki svo að kostnaður varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli er vegna samn- ings um varnir okkar og NATO-þjóð- anna? Trúlega er þingmaðurinn að rugla saman óskyldum málum. Ör- yggisnefnd Félags íslenskra atvinnu- flugmanna, FÍA, hefur réttilega gert alvarlegar athugasemdir við þau áform að leyfa Háskólanum í Reykja- vík að byggja inn á öryggissvæði Reykjavíkurflugvallar. Undir þær athugasemdir hef ég tekið enda með öllu ófært að byggja húsnæði fyrir háskólastarfsemi inni á öryggissvæði flugvallar og í mikilli nálægð við flug- hlöð Landhelgisgæslunnar þar sem björgunarþyrlurnar athafna sig. Ég vil af þessu tilefni segja við þingmanninn Hjálmar Árnason, ekki meir, ekki meir. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra Leiðrétting vegna grein- ar Hjálmars Árnasonar alþingismanns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.