Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 49
ég heyrði hann fyrst með Sörhu Vaughan. Nú er hann áttræður og trommar sem aldrei fyrr, að vísu voru unglingarnir í hljómsveit hans ekki jafnokar gömlu meistaranna sem hann lék með, hvort sem það voru Parker eða Coltrane og hann var í betri selskap er ég heyrði hann á Jazzpartónleikunum er hann fékk verðlaunin 1994: Niels-Henning, Thomas Clausen og Tomas Frank. Kannski er ein ástæða þess að Hay- nes hvarf í skugga Max Roach og Art Blakeys hversu betri hljóm- sveitarstjórar þeir voru en hann – slíkt hefur jafnan verið Akkiles- arhæll trommara. Haynes verður áttræður á næsta ári en slíkt var ekki að merkja. Hann lék á tromm- urnar sem unglamb og fékk meira að segja áheyrendur til að syngja Dónárvalsinn. Þannig liðu dagarnir á Kaup- mannahafnarhátíðinni í sveiflusælu og ætla ég ekki að tíunda alla þá tón- leika er ég hlustaði á og af enn fleiri missti ég svo sem þeim er Chick Co- rea og Richard Galliano héldu. Þar hefði ég viljað vera en dvaldi þá á Jótlandi hjá Arne Forchhammer við að vinna að nýjum djassdiski í skífu- röðinni: Danish Icelandic Jazz Live in Reykjavik. Lateef, Meldhau og Lovano Ekki verður lokið við að segja frá djasshátíðinni miklu í Kaupmanna- höfn án þess að geta tónleikanna sem hvað áhrifamestir voru og haldnir í nýja óperuhúsinu. Það er glæsilegt hús að innan og ekki eiga loftkúlur Ólafs Elíassonar minnstan þátt í því. Þó er mest um vert að 1500 manna salurinn býr yfir slíkum hljómburði að fágætt er. Þó væri það lítils virði væri sú tónlist er hlustað er á ekki þess verð, en þetta kvöld var við stjórnvölinn Pierre Dørge, sem ásamt Niels-Henning, Svend Asmussen og Palle Mikk- elborg er fjögurralaufasmári dansks djass. Hann var þarna með alla frumskógarsveit sína og Yusef Lateef að auki. Lateef hef ég ekki séð síðan hann lék á Íslandi 1966 og ég tók viðtal við hann fyrir hið skammlífa Jazzmál. Hann ræddi þá mikið um söfnuð sinn er Jesús hafði stofnað eftir að hann var frelsaður úr grafhýsinu eftir krossfestingu og tókst að flýja austur á bóginn þar sem hvorki júðaprestar né róm- verskir harðstjórar fengu honum grandað. Lateef er nú tæplega 85 ára gamall. Frumskógarsveit Dørge er makalaus. Ellington var magn- aður í flutningi sveitarinnar ekki síð- ur en angar heimstónlistarinnar, en innanborðs voru tónlistarmenn frá Kína, Gana og Grænlandi. Eftir hlé, er Lateef bættist í hópinn, má segja að tónlistin hafi náð þeim hæðum er við þekkjum frá Bach og Arm- strong. Gamli maðurinn blés í ten- órinn, flautuna og óbóið sem jafnan fyrr og hafði engu gleymt en bætt ýmsu við sig. Heimstónlist eða djass, klassík eða rokk. Skiptir það nokkru? Það sannaðist best á loka- tónleikum hátíðarinnar í útvarps- húsinu þar sem Brad Meldhau lék einn á flygilinn. Rachmanioff eða Monk. Báðir gáfu honum byr undir vængi og hann lék söngdansana fag- urlega: When I fall in love, On the street where you live, svo hægt að varla tírði á kveik, og svo Cry me a river með blúsmettuðum keim. Það er miklu minni djass í honum en Jarrett, gospel og blús sjaldnast uppspretta – frekar Bítlarnir og klassíkin og Coltrane á stundum – en þetta er fínn spuni eins og hjá Carsten Dahl sem er kominn á samning hjá Deutsche Grammop- hon. Áður en haldið var á tónleikana hjá Meldhau var komið við í Nýhöfn- inni þar sem Víkingasveit Papa Bue lék. Arne Bue Jensen er 75 ára og búinn að fá hjartaáfall; er í hjólastól en mætti samt eftir hlé og blés nokkra tóna og söng – aftur á móti var mögnuð sænsk stelpa með band- inu fyrir hlé, söng og blés í trompet og básúnu. Það er dálítið merkilegt að eins og samskipti Dana og Íslend- inga hafa verið mikil á djasssviðinu sem og annars staðar skuli Papa Bue aldrei hafa leikið hérlendis þó hann hafið leikið víðast frá Singa- pore til Thule. En svona er lífið. Síðustu tónleikarnir sem ég sótti í Glassalen voru með kvartett ten- órsaxófónleikarans Joe Lovano og píanistans Hank Jones og haldnir í minningu Ben Websters. Þar var Tékkinn Georg Mraz á bassa og Lewis Nash á trommur en þeir hafa báðir komið hingað. Marz með John Abercrombie og Nash með Jon Faddis. Tónleikarnir voru helgaðir minningu Ben Websters, eins mesta tenórsaxófónleikara djasssögunnar, en hann bjó í Kaupmannahöfn síðari hluta ævinnar og fór bálför hans fram frá Bispebjerg undir orgelleik Kenny Drews og guðsorði Johannes Møllehave. Þetta voru þrusu- tónleikar þótt Hank Jones lenti í vandræðum vegna hljóðkerfis, þar sem Thomas var ofmagnaður var Hank vanmagnaður. Áður en haldið var á tónleikana sat ég í góðra vina hópi í Grøften. Allt í einu verður skýfall og bjargar sér hver sem get- ur. Bendir þá Tryggvi Ólafsson mál- ari út í regnsortann og segir: ,,Er þetta ekki Svend Asmussen sem stendur þarna undir regnhlíf.“ Mik- ið rétt og tek ég undir mig stökk og skýst undir hlífina þar sem hann er með sambýliskonu sinni Ellenu. Honum bregður nokkuð, en brátt færist bros yfir varir hans: ,,Vern- hardúr! og kynnir okkur Ellen sem spyr hvort ég hafi lesið ævisögu Svends sem hún hafi skrifað og ný- komin sé út. Regninu slotar og hald- ið er á tónleikana og þarna var kynnir sem kunni sitt fag eins og Slumstrup: Henrik Iversen. Það var uppselt og selt í stæði og eftir að hafa sagt frá ýmsum djasssnill- ingum sem leikið höfðu í Glassalen eins og Erroll Garner, en á hann hlustaði ég þar á hverju kvöldi í viku á unglingsárunum og sem betur fer voru margir gesta Glassalens þetta kvöld á þeim aldri sagði Henrik: ,,Hér er staddur einn mesti djass- snillingur okkar Svend Asmussen og hann lék hér líka. Svend, hvaða ár var það? Og ekki stóð á svarinu hjá meistaranum. ,,Nítjánhundruð þrjá- tíuogþrjú.“ Ungmennin supu hvelj- ur. Svend var ekki eini ellilífeyr- isþeginn í salnum því Hank Jones er aðeins tveimur árum yngri en hann; fæddur 1918. Ótrúlegt hversu þessir menn endast og engin ellimörk voru heyranlega á sólóum Hanks sem lifir djassbræður sína tvo, Elvin og Thad. Tónleikar kvartettsins voru frábærir, en aftur á móti var greini- legt að Ben Webster þemað var eitt- hvað sem aðeins átti við í Kaup- mannhöfn. Evrópuferð þeirra var farin til að kynna nýja diskinn, en að heyra Lovano blása Chelsea Bridge var nóg fyrir okkur Webstergeggj- arana. Höldum heim til Hafnar Í næstum 40 ár hef ég sótt djasshátíðir víða um heim en þessi er með þeim eftirminnilegri. Oft hef- ur á öðrum hátíðum verið mun meira framboð af heimsfrægum stjörnum, en Kaupmannahafnarhá- tíðin býður upp á þann sjarma sem finnst á fáum stöðum öðrum. Í hitti- fyrra var gerð könnun á hverjir sæktu hátíðina. Gestir voru 240 þús- und, þar af 34 þúsund útlendingar. Það eru tvö og hálft stöðugildi við hátíðina árið um kring og að henni standa fjölmargir sjálfstæðir aðilar. Henni er ekki stjórnað af hags- munasamtökum og Anders Laursen, formaður stjórnar, og hinn magn- þrungni framkvæmdastjóri Signe Lopdrup ríkja yfir sjálfstæðum hópi djassunnenda. Svo er um allar djasshátíðir sem máli skipta. 28. hátíðin verður í júlíbyrjun á næsta ári. Þarna er alla tónlist- arflóru að finna sem tengist djassi og hvet ég alla sem eru í norrænum ferðapælingum að koma við í Höfn; heyra, sjá og skynja. Ekki sakar að kynnast Íslandssögunni í leiðinni og hafa í farteskinu nýju bókina hans Gulla Ara um Kaupmannahöfn. Þúsundir manna hlýddu á minningartónleikana um djasssnillinginn Niels Henning Örsted Pedersen í Kongens have. Djasstrommarinn Roy Haynes í Glassalen í Tívolí. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 49 MENNING ÞAÐ er oftast gaman að sjá og heyra tápmikinn en hæfilega agaðan æskulýðskór þreyta listir sínar, og jafnvel spennandi þegar um fyrsta skipti hlustandans er að ræða. Svo var á vel sóttum hádegistónleikum í Hallgrímskirkju í fyrradag þegar hinn aðeins tíu mánaða gamli Stúlknakór Pennsylvaníu kom þar fram. Stúlkurnar 28 voru allar innan við 19 ára aldur og tilheyrðu svoköll- uðum Borgarkór, aðgreindum frá Tónleikakór- og Kammerkórdeild- um Pennsylvaníukórsins, þó að ekki kæmi verkaskipting þeirra nánar fram í tónleikaskrá. Það venjulega þarfa plagg reynd- ist hér með óáreiðanlegasta móti, því frávik hins raunflutta frá því sem prentað stóð voru veruleg; röðin töluvert öðruvísi, ýmis ótilgreind lög sungin og öðrum tilgreindum sleppt. Né heldur var undirleikara getið – nema það hafi verið „aðstoðarstjórn- andinn“, Jodi Bohr – og alveg að ósekju, því píanistinn, sem einnig greip margfaldlega í Klais-orgelið (og m.a.s. í slagverk eins og congu, þríhorn og handklukkur) átti mikið og vel útfært hlutverk. Var sá prentfrágangur eiginlega stærsti vanzi tónleikanna og lítt til fyr- irmyndar. Því þó að stjórnandinn gengi fram eftir hvert lag og kynnti hið næsta, berst ómögnuð talrödd sem kunnugt afar misvel til yztu kima Hallgrímskirkju. Þjóðlagaarfur BNA er án efa með þeim fjölskrúðugustu sem jafnung þjóð getur státað af á vorum hnetti. Enda kenndi hér margra grasa – allt frá vinnusöngvum, sálmalögum og gospel í stutt indíánadanslag Hú- rona (ættbálks norðan Erievatns sem Iroquoisar sunnanmegin nærri gjöreyddu snemma á 18. öld). Tals- vert fjör kom víða við sögu, eins og í klappstudda kvekarasöngnum How Can I Keep from Singing, negra- sálminum conguslegna Gospel Train og tvísyrpunni Oh Susanna! (rang- prentað „Amerískt þjóðlag [raunar eftir Stephen Foster 1847] – With A Banko [sic] On My Knee“) ásamt De Campton Races [ónefnt; einnig eftir Foster]. Elzta atriðið var líklega hægi en seiðandi Húronadansinn Innoria, en með þeim næstelztu snotur þríradda keðja, O Music, eftir Lowell Mason (1792–1872), sungin á upphafs- inngöngu. Með þeim snarpari var hins vegar lag við texta Roberts Frosts er einnig skartaði fimum pí- anóundirleik, og af örfáum óam- erískum útúrdúrum mætti nefna rússneska þjóðlagið „Ljúlí, ljúlí“, sagði björkin. Eftirsjá var að boðaða en óflutta Shakerlaginu Simple Gifts (úts. Copland). Á móti kom þó sitt- hvað fleira, þ.á m. íslenzki tvísöng- urinn Ísland [farsældar frón] – að vísu með fullbókstaflega teknum fer- mötum séra Bjarna, en engu að síð- ur fallega sunginn á íslenzku, og með glettilega góðum framburði. Miðað við kornungan starfsaldur kórsins var frammistaða hans eft- irtektarverð. Raddsamvægið var prýðilegt, styrkræni sveigjanleikinn sömuleiðis, og frískleg sönggleðin náði einnig að skína gegnum nauð- synlega agafestu. Helzt mátti kannski finna að inntónun stúlkn- anna á efsta sviði, er átti stundum til að lafa lítilsháttar. Annars var ómenguð ánægja af þessum tón- leikum. Vitanlega burtséð frá stein- geldingu klukkuspilsins úr Hall- grímsturni (10 mín. áður) á fagra fornþýzka sálmalaginu Lofið vorn Drottin, sem hunzaði svo punktun 1. slags í 2. takti (mí) að tónleikagestir hlutu að komast í óstuð. Vonandi skilar leiðrétting nýjustu sálmabók- arútgáfu á ambögunni sér upp í spil- verkið sem allra fyrst. Söngglaður stúlknakór TÓNLIST Hallgrímskirkja Bandarísk þjóðlög. Stúlknakórinn Penn- sylvania Girlchoir. Stjórnandi: Mark And- erson. Fimmtudaginn 21. júlí kl. 12. KÓRTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.