Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 11 FRÉTTIR ÚR VERINU EYRARBERG GK 60 var sjósettur á Akranesi í gær að viðstöddu nokkru fjölmenni og bar ekki á öðru en að báturinn bæri sig vel í spegilsléttum sjónum í blíðviðrinu í Akraneshöfninni. Fyrirtækið Spútnikbátar hafa alfarið séð um byggingu bátsins og að sögn Ingólfs Árnasonar, stjórnarformanns fyrirtækisins, hefur hann verið í um tvo mánuði í smíðum. Þetta er fyrsti báturinn sem fyrirtækið byggir en fyrirtækið var stofnað á grunni fyrirtækisins Knörr, sem starfaði lengi á Akranesi. Eyrarberg er 15 tonn á þyngd og að auki eru tveir aðrir bátar nú í smíðum hjá fyrirtækinu. Stefnt er að því að þeir verði tilbúnir fyrir sjáv- arútvegssýninguna í september. Alls vinna tíu starfsmenn hjá Spútnikbátum, þar af fimm Pólverjar en launakjör þeirra hafa verið nokkuð til umræðu að undanförnu. Ingólfur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann gleddist yf- ir þeim áfanga að sjósetja bátinn eftir umræðu und- anfarinna daga. „Þetta er glæsilegur bátur og al- gerlega sér á parti,“ segir Ingólfur. Eyrarbergið var sjósett í Akraneshöfn síðdegis í gær. Spútnikbátar sjósetja sinn fyrsta bát VÍSBENDINGAR eru um munlægri tíðni dauðsfalla í hörpudisk- sstofninum á Breiðafirði miðað við undanfarin ár, samkvæmt ný- legum rannsóknum Hafrann- sóknastofnunar á svæðinu. Frá þessu er greint í Fiski- fréttum, sem komu út í gær, og staðfestir Hrafnkell Eiríksson, fiskifræðingur á Hafrannsókna- stofnun, að ýmislegt bendi til þess að dánartíðni í stofninum sé að lækka. Hann segir að í nýlegri sýnatöku hafi þetta komið fram en í október næstkomandi verði gerðar ítarlegar stofnrannsóknir á svæðinu og þá ætti að koma betur í ljós hvort stofninn sé að taka við sér. „Við urðum varir við það í síð- ustu stofnmælingu í október 2004 að hrun stofnsins var búið og það var kominn upp einhver jafn- staða,“ segir Hrafnkell og bætir við að þá hafi ýmislegt bent til aukinnar nýliðunar í stofninum. „Það virðist eitthvað vera að ganga eftir miðað við sýni sem tekin hafa verið á þessu ári,“ seg- ir Hrafnkell. Hörpudisksstofninn tók að hrynja upp úr árinu 2000 og þurfti að hætta veiðum á honum árið 2003. Hrafnkell segir að sýk- ingarannsóknir á Keldum hafi leitt í ljós að líklegt sé að sýk- ingar hafi verið snar þáttur í hruni stofnsins. Þá hafi einnig komið í ljós að hitastig sjávar sé eitthvað lægra í ár en undanfarin ár, en þegar hörpudisksstofninn var hvað stærstur árið 1980 var hitastig sjávar tiltölulega lágt. Nánari athuganir verða gerðar á þessu í október. Starfsmenn Hafrannsókna- stofnunar fara að jafnaði 5–6 sinnum á ári í reglubundnar sýna- tökur á hörpudiski á tveimur svæðum á Breiðafirði. Hörpudiskur á Breiða- firði að taka við sér? VEÐURGUÐIRNIR leika við íbúa höfuðborgarsvæðisins þessa dag- ana. Margir hafa nýtt sér góð- viðrið til framkvæmda á húsum sínum, t.d. til að mála eða hellu- leggja. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins fóru á stúfana og hittu m.a. Óttar Överby, húseig- anda við Skólavörðustíg, sem var að mála í mestu makindum. Hann sagðist vera nýbúinn að mála húsið að utan blátt ásamt íbúum á neðri hæð hússins. Nú væri ver- ið að mála glugga og hurðir á húsinu sem er 100 ára gamalt. Óttar sagði að ekki yrði farið í neinar stórframkvæmdir á húsinu í ár. „Þetta er eiginlega til bráða- birgða. Það þarf að skipta um járn á þessu öllu saman,“ sagði Óttar og bætti því við að húsið hefði verið löngu komið á tíma. Það hefði verið ansi snjáð að sjá enda síðast málað fyrir um tveim- ur áratugum. „Þetta er orðinn al- gjör draumur miðað við hvernig þetta var,“ sagði Óttar. Á Öldugötu voru þeir Hrafnkell Sighvatsson og Jón Elmar Óm- arsson, sem starfa hjá garðyrkju- fyrirtækinu Garðyrkjumanninum, að ganga frá eftir að hafa hellu- lagt og gert snyrtilegt í kringum viðkomandi lóð. Kváðust þeir vera ánægðir með að vinna úti í veðurblíðunni. Aðspurðir sögðu þeir verkið vera langt á veg kom- ið. Ekki þurfa þeir að færa verk- færi og annan búnað langa leið því næsta verkefni er á lóðinni við hliðina, að sögn Hrafnkells. Spáð góðu áfram Georg Steindórsson, málari hjá Alhliðamálun, var að sparsla í sprungur fyrir utan hlið gamla Borgarbókasafnsins í Þingholts- stræti þegar blaðamann og ljós- myndara bar að garði. Verið er að taka húsið í gegn að utan og sagði Georg að stefnt væri að því að ljúka verkinu í vikunni enda spáin góð. Viðrar vel til fram- kvæmda Morgunblaðið/ÞÖK Georg Steindórsson sparslaði upp í múrskemmdir við Þingholtsstræti. Morgunblaðið/ÞÖK Hrafnkell og Jón Elmar vinna við að helluleggja og taka garða í gegn. Morgunblaðið/Eyþór Óttar Överby sagði að tími væri kominn á að hressa upp á 100 ára gamalt húsið við Skólavörðustíg. „VIÐ vonum að ráðstefnan opni augu ráðamanna fyrir mikilvægi vandans og setji þrýsting á þá um að komið verði á fót kennslustöðu í fag- inu hérlendis,“ segir Dagbjörg Sig- urðardóttir, barna- og unglingageð- læknir, en árleg Evrópuráðstefna sér- fræðinga í barna- og unglingageðlækningum verður haldin í fyrsta sinn í Reykjavík dagana 9.–11. september nk. Ráðstefnan er haldin á vegum Samtaka evr- ópskra sérfræðilækna í barna- og unglingageð- lækningum (UEMS) í samstarfi við Félag ís- lenskra barna- og ung- lingageðlækna og Læknafélag Íslands. Að sögn Dagbjargar er fundarstaður ráð- stefnunnar engin tilvilj- un því UEMS velur að halda fundi sína í þeim löndum þar sem þróunin í barna- og unglinga- geðlækningum hefur verið hvað hægust. Þannig vonast menn til þess að heimsókn sérfræðinga í barna- og unglingageðlækningum frá þrjátíu og þremur Evrópulönd- um og fundur samtakanna hér á landi verði til þess að styrkja fram- tíð sérgreinarinnar hérlendis. Að sögn Dagbjargar er markmið EUMS-ráðstefnunnar að stuðla að samræmingaraðgerðum í barna- og unglingageðlækningum í kennslu læknanema innan læknadeildar Há- skóla Íslands við aðrar læknadeildir í Evrópu. Segir hún Ísland enn eina landið í Evrópu sem hefur ekki skip- að í prófessorsstöðu í barna- og ung- lingageðlækningum þrátt fyrir ítrekuð tilmæli frá EUMS og fleiri aðilum síðastliðin ár um að skipað verði í prófessorsstöðu í sérgrein- inni við læknadeild HÍ hið fyrsta. Stöndum mjög vel faglega „Faglega stöndum við framarlega í greininni hérlendis, erum með gott starfs- fólk og stundaðar eru heilmiklar rannsóknir á þessu sviði. Hins vegar höfum við áhyggjur af ramman- um í kringum fagið og skort á prófessors- stöðu í greininni við læknadeild HÍ til þess að tryggja form- legt nám. En það er nokkurt áhyggjuefni hve fáir eru í sérnámi í þessu fagi til þess að viðhalda stéttinni til framtíðar, ekki síst þarf sem um er að ræða vaxandi vanda- mál. Við viljum því opna augu stjórnvalda og annarra um mikil- vægi þess að vel sé utan um þessi mál haldið og að þetta verði sjálf- stæð sérgrein,“ segir Dagbjörg og bendir á að eins og staðan sé í dag séu barna- og unglingageðlækning- ar undir stjórn annarrar sérgreinar, þ.e. fullorðinsgeðlækninga, sem sé bagalegt þar sem hagsmunir þess- ara tveggja greina fari ekki alltaf saman. Í tengslum við ráðstefnuna verður námstefna um alþjóðlegar rann- sóknir í barna- og unglingageðlækn- ingum og er aðalgestafyrirlesari námstefnunnar prófessor Thomas Achenbach frá Bandaríkjunum. Evrópuráðstefna sérfræðinga í barna- og unglingageðlækningum Vantar prófessors- stöðu í greininni Dagbjörg Sigurðardóttir Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is KAÞÓLSK messa var haldin í starfsmannaþorpi Fjarðaáls við Reyðarfjörð í vikunni. Séra Patrick, kaþólskur prestur á Akureyri, sá um messuhald sem fór fram bæði á pólsku og ensku. Yfir fjörutíu manns mættu til messunnar en langstærstur hlutinn var pólskumælandi. Stefnt er að því að koma á reglulegum messum á sunnudögum í starfsmannaþorpinu. Þá er von á fjórum munkum í heim- sókn í þorpið í byrjun ágúst. Þeir eru frá Slóvakíu en eru nú í Reykjavík að læra íslensku. Munkarnir ætla síðan að ferðast um landið og hyggjast koma upp munkaklaustri á Austurlandi til að þjóna svæðinu, þ.m.t. starfsmanna- þorpi Fjarðaáls. Séra Patrick mess- aði á Reyðarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.