Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF SVEPPARÆKT á sér langa sögu og hérlendis vaxa líka ýmsir ætir og eitraðir villisveppir. Sveppi skal hins vegar aldrei geyma í plastpoka eða öðrum loftþéttum umbúðum þar sem þeir eru fljótir að skemmast. Suma sveppi má borða hráa eða kryddlagða, t.d. í salötum, en aðra þarf að matreiða. Yfirleitt er best að elda sveppi á einfaldan hátt, steikja þá aðeins í smjöri eða ólífuolíu og krydda með nýmöluðum pipar og svolitlu salti og ef til vill hvítlauk, skalottlauk og kryddjurtum. Rjómi á líka vel við marga sveppi. Þá má einnig nota í sósur, súpur, pottrétti og margt fleira og fáeinir bragðmikl- ir villisveppir, t.d. þurrkaðir, geta lífgað mikið upp á fremur bragð- daufan rétt. Einnig má fylla svepp- ina, baka eða grilla. Sveppi er gott að þurrka, ýmist heila eða í sneiðum og geymast þeir þá jafnvel árum saman. Þeir eru þá t.d. lagðir á vírgrind, heilir eða í sneiðum, og þurrkaðir í ofni við 50– 60° C hita. Þurrkaða sveppi þarf að leggja í bleyti í volgt vatn í a.m.k. stundarfjórðung áður en þeir eru notaðir. Reikna má með að 100 grömm af þurrkuðum sveppum sam- svari um 500 grömmum af ferskum, segir Nanna Rögnvaldardóttir m.a. í bók sinni Matarást, en uppskriftin hér að neðan er þaðan fengin. Hvítlaukssveppir 2 msk. olía 2 msk. smjör 3–4 pressaðir hvítlauksgeirar 500 g sveppir, helst litlir 2 dl fersk brauðmylsna 2 msk. söxuð steinselja klípa af þurrkuðu timjani 2 msk. sítrónusafi 3–4 vorlaukar, skornir í sneiðar nýmalaður pipar salt Olía og smjör hitað í wok eða á þykkbotna pönnu. Hvítlaukurinn veltisteiktur á pönnunni í um eina mínútu. Sveppunum bætt á pönnuna og þeir steiktir við meðalhita í um fimm mínútur. Hrært stöðugt. Síðan er brauð- mylsnu, kryddjurtum, sítrónusafa, vorlauk, pipar og salti bætt út á pönnuna og veltisteikt í 2–3 mínútur til viðbótar. Borið fram sjóðheitt.  MATUR | Suma sveppi má borða hráa og aðra þarf að matreiða join@mbl.is Sveppir geymast vel þurrkaðir M yndin gerist í seinni heimsstyrjöldinni á rússneskri flug- herstöð uppi í sveit og snýst hún um líf fólksins þar. Í seinni heimsstyrjöld- inni var mikill skortur á fólki og þá voru bandarískar konur þjálfaðar upp í að vera flugmenn til að ferja flugvélar yfir til bandamanna. Ég leik eina af þessum flugkonum sem ferja flugvélar frá Bandaríkjunum til Rússlands,“ segir Katrín. Hún fékk þessa sumarvinnu eftir að hafa frétt að verið væri að leita eftir bandarískum konum til að leika í myndinni. Þrátt fyrir að vera ekki bandarísk þá skellti hún sér í prufu og var ráðin í hlutverk einnar bandarísku flugkvennanna. Katrín, sem er 28 ára, flutti út til Rússlands í janúar síðastliðnum og hefur verið að læra rússnesku síð- an til að fá inngöngu inn í háskóla þar í landi. „Ég var að klára tungu- málaskólann og byrja í haust að læra alþjóðatengsl í St. Péturs- borgar ríkisháskólanum, þetta er aðalskólinn hérna í Pétursborg og sami skóli og Pútín Rússlands- forseti nam við.“ Áhugi Katrínar á Rússlandi kem- ur ekki að ástæðulausu því árið 1994 var hún skiptinemi í Lettlandi og bjó þá hjá fjölskyldu sem talaði rússnesku. „Mig hefur alltaf langað að ná málinu betur svo ég ákvað að skella mér út og klára dæmið. Þetta nám, sem ég er að fara í, tekur fjögur ár svo ég mun búa hérna að minnsta kosti í þann tíma.“ Katrínu finnst yndislegt að vera í Rússlandi og hún nær góðum tengslum við fólkið, þó hún segi ekki fyrir alla að búa þar. Kvikmyndin, sem Katrín leikur í, er tekin í borginni Novgorod sem er um þriggja tíma akstur frá Pét- ursborg. „Við erum tíu stelpur sem fengum hlutverk bandarísku flug- kvennanna. Ég er bara í hóp- atriðum í myndinni og þarf því ekki að læra neinn texta, en ég þarf að syngja og dansa,“ segir Katrín. Hún þurfti ekki að læra að fljúga fyrir hlutverkið, en hún þurfti að læra að dansa foxtrot og charleston og að syngja bandaríska þjóðsöng- inn. „Myndin á að gerast um vetur svo við erum klæddar í rosa flug- búninga, ullarbuxur og leðurjakka. En það er steikjandi sumarhiti hérna í Rússlandi núna, svo þetta er svolítið sveittur leikur. Hlut- verkið mitt er lítið en það er gam- an að fá að vera með og stemningin í kringum þetta er skemmtileg.“ Til að fá nasasjón af því hvernig er að fljúga herflugvél fékk Katrín flugferð í rússneskri tveggja sæta orrustuvél með orrustuflugmanni að nafni Smirnoff. „Það var ekkert smágaman. Hann tók mig í alls konar snúninga, dýfur og flaug á hvolfi, svo eitthvað sé nefnt. Þetta var gert svo við fengjum smáhug- mynd um hvernig þetta er.“ Tökur á myndinni hófust 22. júní og er Katrín búin að fara tvisvar, í fjóra til fimm daga í senn, í tökur og á eftir að fara aftur núna í júlí og svo í september, en myndin sjálf á að verða tilbúin í byrjun næsta árs. Leikstjórinn er rússneskur og heitir Alexander Rogozhkin. „Hann er mjög frægur hér í Rússlandi. Hefur fengið fjölda verðlauna og gert margar myndir. Hann skrifar líka alltaf handritin sjálfur.“ Katrín segist ekki hafa orðið vör við fræga leikara á tökustaðnum, en segir engu að síður þekktan rússneskan leikara í myndinni. „Hann er sápuóperustjarna hér og þykir víst voða flottur gaur.“ Rússneskar karlrembur Allir leikarar myndarinnar eru rússneskir og bandarískir fyrir ut- an Katrínu. „Ég er Íslendingur í Rússlandi að leika Ameríkana í seinni heimsstyrjöldinni, þetta er svolítið langsótt,“ segir Katrín og hlær að þessari vitleysu. Þótt Katrín hafi gaman af þessu ætlar hún ekki að leggja fyrir sig leiklistina. „Þetta er bara skemmti- leg sumarvinna. Ég var mikið í leiklist í menntaskóla en ekkert að ráði eftir það.“ Katrín stefnir ekki að því að búa í Rússlandi alla sína tíð, enda togar Ísland alltaf í hana. „Ég er núna á leiðinni til Ísraels að heimsækja vini, svo kem ég heim til Íslands í ágúst og verð í mánuð.“ Hún er ekki komin með rúss- neskan karl upp á arminn enda segir hún þá karlrembur sem vilji helst að konurnar séu heima að elda og þrífa. „Það er dónaskapur við karlmennskuna ef kona opnar vínflösku sjálf, það er víst karl- mannsverk. Annars hefur hvert land sína siði og þó að rússneskar konur séu mjög vel menntaðar eru það enn karlarnir sem ráða,“ segir „bandaríska flugkonan“ Katrín að lokum.  SUMARVINNA | Katrín Brynja Valdimarsdóttir fer með hlutverk í mynd sem gerist í seinni heimsstyrjöldinni Íslendingur leikur Ameríkana í rússneskri kvikmynd Katrín með hluta þeirra meðleikara sinna sem fara með hlutverk bandarísku flugkvennanna. Frá vinstri talið: Anna, sem er bandarísk en hefur búið í Rússlandi í fjögur ár og er að læra leiklist, Katrín sjálf, Sarah sem er kan- adískur rússneskunemi, og Sarah, sem er bandarísk og var að læra rússnesku. Katrín segist ekki hafa orðið vör við fræga leikara á tökustaðnum en þrátt fyrir það leikur einn strákur sem er mjög þekktur í Rússlandi í myndinni. En á ljósmyndinni eru nokkrir ekki frægir meðleikarar Katrínar. Það eru ekki margir sem leika í rússneskri kvik- mynd í sumarfríinu. En það gerir Katrín Brynja Valdimarsdóttir sem er námsmaður í Péturs- borg. Ingveldur Geirsdóttir sló á þráðinn til Rússlands og spurði Katrínu út í kvikmynda- leikinn. ingveldur@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.