Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jóhann Her-mann Júlíusson, útgerðarmaður á Ísafirði, fæddist á Atlastöðum í Fljóta- vík í Sléttuhreppi 26. mars 1912. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði hinn 9. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Júlíus Geir- mundsson, útvegs- bóndi á Atlastöðum, f. 26. maí 1884, d. 6. maí 1962, og kona hans Guðrún Jónsdóttir, f. 18. júlí 1884, d. 24. mars 1951. Systkini Jóhanns eru: Ingibjörg, f. 1906, látin, Geirmundur, f. 1908, látinn, Sigurlína, f. 1909, látin, Jón Ólafur, f. 1910, látinn, Guðmund- ína, f. 1915, Snorri, f. 1916 látinn, Þórður, f. 1918, Júdith, f. 1920, Júl- íana, f. 1921, látin, Anna, f. 1923, og Guðmundur, f. 1925, látinn. Jóhann kvæntist 8. mars 1945 Margréti Leósdóttur frá Ísafirði, f. 22. júní 1914, d. 11. ágúst 1998. Hún var dóttir hjónanna Leós Eyj- ólfssonar kaupmanns á Ísafirði og Kristínar Halldórsdóttur. Synir Jóhanns og Margrétar eru: 1) Leó Júlíus, ljósmyndari, búsettur í Austurríki, f. 20. maí 1948, kvænt- ur Eriku Jóhannsson, börn þeirra eru Ulrike og Rudolf. 2) Kristján Guðmundur, stjórnarformaður Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf., f. 11. janúar 1954, kvæntur Ingu S. Ólafsdóttur og eru synir þeirra Pétur Björn og Ólafur. Systurdóttir Jóhanns, Jónína Ólöf Högnadóttir, f. 29. nóvember 1942, var í fóstri hjá Margréti og Jó- hanni frá 5 ára aldri þar til hún varð 10 ára. Maður Jónínu er Birk- ir Þorsteinsson og dætur þeirra Mar- grét Jóhanna og Björk. Jóhann ólst upp á Atlastöðum en fór átta ára að aldri til Hesteyrar. Hann fluttist til Ísafjarðar um 1930 og stundaði sjómennsku og akst- ur bifreiða til margra ára. Hann lauk minna fiski- mannaprófi árið 1941 og var stýri- maður á fiskiskipum um tíma. Á stríðsárunum rak hann ásamt Þórði bróður sínum veitingastað- inn Uppsali á Ísafirði, en sneri sér síðar að vörubílaakstri, öku- kennslu og rekstri leigubíla auk fiskverkunar. Árið 1955 stofnuðu þau Margrét ásamt fleirum út- gerðarfélagið Gunnvöru hf. Var Jóhann framkvæmdastjóri þess frá stofnun til ársins 1970 og í stjórn þess til ársins 1993. Eftir sameiningu Gunnvarar hf. við Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal árið 1999 undir nafninu Hrað- frystihúsið – Gunnvör hf. var hann stór hluthafi í því félagi til dauða- dags. Hann var um árabil verk- stjóri hjá Íshúsfélagi Ísfirðinga hf. og í stjórn þess félags um áratuga- skeið. Síðustu starfsár sín aðstoð- aði hann eiginkonu sína við rekst- ur Skóverslunar Leós ehf., sem faðir hennar stofnaði árið 1904. Jó- hann starfaði lengi innan Fram- sóknarfélags Ísafjarðar og var í nokkur ár fulltrúi flokksins í hafn- arnefnd Ísafjarðar. Útför Jóhanns fer fram frá Ísa- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Elsku afi. Nú fékkstu loksins svefninn sem þig dreymdi um að fá. Þú ert kominn til ömmu sem hefur tekið vel á móti þér. Við vissum öll að það myndi koma að þessu, þú sagðir okkur það alltaf, en ekki svona snöggt. Afi var einn af þeim mönnum sem spöruðu ekki hrósin. Sama hvað við systkinin tókum okkur fyrir hendur þá sagði hann okkur alltaf hvað hann væri stoltur af okkur og öllum. Hann var stoltur af því að við vorum fjöl- skylda. Honum var það mikilvægt að við vissum hvað fjölskyldan er mik- ilvæg og hvað það væri mikilvægt að vera samheldin. Afi sparaði heldur ekkert orðin þegar hann sagði okkur hvað honum þætti vænt um okkur. Afi hafði gaman af því að fara í bíl- túr. Hann gat eytt heilu dögunum í bíl. Það var ekki sjaldan sem við fór- um í bíltúr og það var ekkert stutt sem hann langaði. Það var farið út um allt. Alls staðar voru skip til að skoða og sögur að segja. En afi var ekki maður sem hélt sig við gamla tímann. Afi fékk sér gemsa og fannst þeir ansi sniðugir. Honum fannst þessi skilaboð sem allir voru að senda snið- ug og vildi læra á þetta, en eftir nokkrar tilraunir komst hann að því að það var mun einfaldara að hringja. Elsku afi, Birkir hélt oft upp á af- mælið sitt á þínum degi, en nú kveð ég þig á mínum með söknuði og vilj- um við kveðja þig með seinustu orð- unum sem við kvöddum þig alltaf með. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Við elskum þig afi og Guð geymi þig. Helga og Birkir Halldór. Elsku afi minn, nú ertu loks búinn að fá hvíldina. Ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér, amma hefur örugglega verið glöð að geta aftur tekið undir arminn þinn og saman hafið þið geng- ið með bros á vör. Ég veit að þú ert búinn að sakna hennar sárt þau 7 ár sem liðin eru. Enda er það ekki skrýt- ið, samheldnari hjón voru vandfund- in. Hin seinni ár voru þið saman að af- greiða í skóbúðinni og svo voruð þið alltaf saman í göngutúr, hönd í hönd eins og ástfangnir unglingar. Stóðstu beinn er starfið hófstu styrkur þá til beggja handa, erfiðleika í gleymsku grófstu, greiddir skjótt úr hverjum vanda. Förunaut þú fékkst við hæfi, fylgt þér hefur langa ævi. Sof þú vært í faðmi foldar – fyrirbænir anda hlýjar – upp af gróðurmagni moldar munu vaxa jurtir nýjar. Sumarnóttin blessuð breiði bómadögg yfir afa leiði. (Kristj. Bjarnason.) Eftir að amma dó fannst þér svo erfitt að segja Gréta við mig og í stað- inn kallaðir þú mig Hönnu. Í sjálfu sér breytti það litlu fyrir mig, því þegar ég var lítil var ég kölluð báðum þessum nöfnum og er svo enn í dag af sumum. Á þessum tímamótum er ég ákaf- lega glöð yfir því hvað þú skemmtir þér vel í fermingunni hjá Önnu Lóu í apríl sl. Þú varst sko ekki á því að fara snemma og hafðir gaman af að tala við alla. Vertu ekki grátinn við gröfina mína góða, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Höf. ókunnugur.) Elsku afi, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjöl- skyldu. Guð blessi minningu þína. Þín guðdóttir og nafna, Margrét Jóhanna. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku afi Jói. Við vitum að mikil hefur gleðin ver- ið þegar þið amma Gréta hafið hist á ný eftir 7 ára aðskilnað. Við vitum að þú varst búinn að sakna hennar sárt. Þið vorum einstaklega samhent hjón. Þegar við vorum litlar og þið unnuð saman í skóbúðinni var það ósjaldan að skókassa var laumað í litl- ar hendur, þið vilduð allt fyrir mann gera. Þú varst svo sannarlega gull af manni, þér þótti endalaust vænt um okkur systurnar og varst stoltur af okkur fyrir allt sem við gerðum, sama hversu lítið það var og hrósaðir stelp- unum þínum óspart. Þér fannst svo gaman að vita að ég, Anna Lóa, væri í fótbolta því þér fannst ég vera svo mikill orkubolti að ég ætti að hafa nóg fyrir stafni. Ég, Tinna, er þér þakklát fyrir hversu vel þú tókst honum Högna mínum. Þú varst svo hrifinn af honum og sagðir mér alltaf hversu góður og fallegur drengur hann væri og ekki fannst þér verra hverra manna hann var, því þið föðurafi hans þekktust. Þú vildir alltaf að hann færi að semja eins og afi hans. Það er með sorg í hjarta sem við kveðjum þig kæri afi, en við vitum að amma tók vel á móti þér og að þér líð- ur betur núna. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Úr vísumVatnsenda-Rósu.) Ástarkveðja, Tinna og Anna Lóa. Jóhann fæddist ekki með silfur- skeið í munni og þótt hann hafi efnast þekkti hann kjör fólksins í landinu. Hann fór ungur að vinna, meðal ann- ars við sjómennsku. Varð síðan einn af stofnendum eins öflugasta útgerð- arfyrirtækis Vestfjarða. Atvinnulífið á Ísafirði var honum ævinlega hug- leikið. Minningar okkur um Jóhann eru samofnar minningunni um Grétu frænku og heimsóknir okkar til þeirra. Þar áttum við ógleymanlegar stundir. Hann var höfðingi heim að sækja. Við minnumst nú allra góðu sam- verustundanna með þeim á Ísafirði. Lea og Bjarni. Það voraði seint fyrir Alþingis- kosningarnar 1963. Vegir á Vest- fjörðum voru erfiðir yfirferðar. Ég átti öfluga bifreið og var fenginn til að flytja frambjóðendur Framsóknar- flokksins á milli framboðsfunda. Þeg- ar við komum til Ísafjarðar var mér vísað til gistingar hjá þeim hjónum Margréti Leós og Jóhanni Júlíussyni. Þar var ekki í kot vísað. Frá þeim tíma varð það mitt heimili á Ísafirði á fjölmörgum ferðum þangað næstu 25 árin. Þau Margrét og Jóhann voru ákaflega samlynd og heimili þeirra til fyrirmyndar, látlaust og friðsælt. Þar leið mér ætíð vel. Þegar ég kom með flugi, tók Jóhann eða annar hvor sona hans yfirleitt á móti mér á flugvell- inum og óku mér heim. Þar afhenti Jóhann mér gjarna lyklana að bifreið sinni og bauð mér hana til afnota eins og ég þurfti. Þetta var mér að sjálf- sögðu mikils virði og í raun ómetan- legt, en Jóhann vildi engar þakkir heyra. Þannig var Jóhann. Jóhann var fæddur í Fljótavík en fluttist ungur til Ísafjarðar. Hann eignaðist fljótlega bát og hóf að stunda útgerð. Hún gekk vel, enda sinnti Jóhann útgerðinni af miklum dugnaði. Báturinn stækkaði við sér- hverja endurnýjun og varð að togar- anum Júlíusi Geirmundssyni, einu mesta og glæsilegasta aflaskipi landsins. Fróðlegt var að ræða við Jó- hann um útgerðina og sjá hve vel hann sinnti henni. Jóhann reisti sér aldrei hurðarás um öxl. Hann réðst aldrei í kaup á stærra skipi en hann réði vel við fjárhagslega. Skuldir voru eitur í hans beinum. Skipi sínu sinnti hann af mikilli natni. Hirðusemin var honum í blóð borin. Jóhann var mætt- ur á bakkanum, þegar skipið lagðist að, með allt sem þurfti til að lagfæra það, sem aflaga hafði farið í túrnum, enda sást aldrei ryðblettur á Júlíusi Geirmundssyni. Mér virtist Jóhann ætíð hafa nægan tíma. Ég sá hann aldrei þjást af streitu. Hann var ætíð í góðu jafnvægi. Mætti margur at- hafnamaðurinn taka sér Jóhann til fyrirmyndar. Þótt Jóhann efnaðist vel, einkenndi hófsemin ætíð allt hans líf. Hann bjó í sinni hóflegu íbúð og átti sama lát- lausa Volvóinn í mörg ár. Jóhann hafði enga þörf fyrir höll eða dýrustu bifreið. Jóhann var einhver besti fulltrúi heilbrigðs einkaframtaks, sem ég hef kynnst, en hann var jafn- framt sannur félagshyggjumaður. Hann unni sinni þjóð og taldi sjálf- sagt að allir nytu jafnræðis og vel- ferðar. Margrét lést árið 1998. Það var Jó- hanni mikill missir. Synir hans tveir, Kristján og Leó, hafa reynst föður sínum vel, en við fráfall Margrétar hlaut að verða mikil breyting í lífi Jó- hanns. Jóhann var einhver ágætasti einstaklingurinn, sem ég hef kynnst. Kynni okkar voru mér mikils virði. Fyrir þau fæ ég aldrei fullþakkað. Við Edda vottum sonum Jóhanns og fjölskyldum þeirra okkar samúð. Steingrímur Hermannsson. Það var árið 1962 sem ég kynntist Jóa Júl fyrst. Ég var þá 22 ára og til- tölulega nýbyrjaður að vinna hjá Tryggingamiðstöðinni en hann um fimmtugt. Gunnvör hf., sem Jóhann var framkvæmdastjóri fyrir, var þá að láta smíða fyrir sig 150 lesta skip í Noregi og vegna ábendingar Ólafs Þórðarsonar frá Laugabóli, vinar Jó- hanns og félaga, hafði hann samband við okkur hjá TM varðandi trygging- ar hins nýja skips. Samningar þar um tókust og hófust þar með samskipti sem leiddi til vináttu okkar í milli sem mér er afar kær. Jóhann var framkvæmdastjóri Gunnvarar hf., frá stofnun þess 1955 til 1970 og í stjórn þess ásamt með- eigendum sínum til 1993. Gunnvör hf. var einkar vel rekið og farsælt fyr- irtæki og tvímælalaust eitt mikilvæg- asta fyrirtæki í atvinnulífi Ísfirðinga á síðari hluta tuttugustu aldar. Eig- endur félagsins með Jóhann í farar- broddi voru glöggir menn og fram- sæknir og ráku félagið af miklum dugnaði og fyrirhyggju. En Jóhann var meira en dugandi útgerðarmaður. Hann var einn af þessum vestfirsku höfðingjum, sem ég hef verið svo lánsamur að kynnast um ævina. Jói Júl var hreinn og beinn við alla, einlægur vinur vina sinna, ljúfur og brosmildur í fasi, en sagði mönnum til syndanna ef honum fannst það réttmætt. En nú er höfðinginn kvaddur. Síð- ustu árin sem Jói starfaði stóð hann í skóbúðinni og seldi bomsur eins og hann orðaði það. Eitt skiptið sem ég kom vestur fór ég í skóbúðina til að finna Jóa, en þar var enginn og búðin galopin. Ég beið þar í um 20–30 mín. og loksins kom Jói gangandi í róleg- heitum. Eftir að hafa heilsast sagðist ég undrandi á því að hann skyldi fara svona lengi frá án þess að læsa búð- inni, en Jói svaraði með breiðu brosi. „Gunnar minn, þess þarf nú ekki. Það er svo gott fólk hér á Ísafirði, að lag- erinn mundi frekar stækka en minnka meðan ég bregð mér frá.“ Um leið og ég kveð Jóhann vil ég líka minnast Margrétar konu hans, en hún lést fyrir 7 árum. Margrét var merk kona og stóð þétt við hlið Jó- hanns alla tíð. Blessuð sé minning Jóa Júl. Gunnar Felixson. Kallið er komið. Sannur og góður vinur er horfinn á braut. Langur starfsdagur er að kveldi kominn. Með Jóhanni Júlíussyni er nú fallinn frá einn af frumkvöðlunum í sjávarútvegi á Íslandi. Kynni okkur hófust fyrir liðlega þrjátíu árum. Þá kom Kristján, yngri sonur þeirra Jóa og Grétu, suður til Reykjavíkur til háskólanáms. Þar lágu leiðir okkar saman og hófst með okkur mikil vinátta. Ennfremur voru áhugamálin hin sömu, sjávarútvegur. Þau hjónin tóku okkur sem við vær- um þeirra eigin börn og síðar urðu börnin okkar sem barnabörnin þeirra. Þau hjónin voru höfðingjar heim að sækja og nutum við þess alla tíð. Þau voru Vestfirðingar í húð og hár og voru stolt af uppruna sínum. Ættir mínar gátu þau ekki rakið vest- ur á firði, en þegar í ljós kom að ég er fæddur sama mánaðardag og faðir Jóhanns, Júlíus Geirmundsson, og að Munda, eiginkona mín, er fædd sama mánaðardag og faðir Grétu, Leó Eyj- ólfsson, og þar að auki ættuð frá Ísa- firði, þá var tengingin fullkomin. Jóhann var alveg einstakur maður. Það var alltaf afar ánægjulegt að ræða við hann um sjávarútvegsmál. Útgerð og vinnsla voru hans sér- greinar. Hann var einstaklega fram- sýnn og hafði glöggt auga fyrir því sem framundan var. Hann var óhræddur við að takast á við nýja hluti og fara ótroðnar slóðir. Alla tíð var hann fljótur að tileinka sér tækni- nýjungar í leik og starfi. Hann fór til dæmis fyrir einu ári síðan, 92ja ára að aldri, til æskustöðva sinna í Fljótavík og ferðaðist þar um á sexhjóli, en það hafði hann einnig gert tveimur árum áður. Til dauðadags fylgdist hann vel með rekstri fyrirtækis síns og ekki síst afla skipanna. Á öllum tímum sól- arhringsins var hann í sambandi við menn sína á sjónum til að fylgjast með framgangi mála og aflabrögðum. Það eru forréttindi að hafa átt sam- leið með Jóhanni Júlíussyni. Hann var góð fyrirmynd, ráðagóður og allt- af reiðubúinn að miðla af reynslu sinni og visku. Hann var mikill mann- þekkjari, hafði glöggt auga fyrir því sem vel var gert og hvenær menn voru á réttri braut. Síðustu árin var líkamlegt þrek farið að gefa eftir, en ætíð var hug- urinn ferskur, lundin létt og glað- lyndur glampinn í augunum. Um- hyggja Ingu og Kristjáns átti mikinn þátt í því að létta honum síðustu ævi- dagana. Við vottum Kristjáni og fjölskyldu, Leó og fjölskyldu og öðrum aðstand- endum okkar dýpstu samúð. Minn- ingin um einstakan mann mun lifa um alla framtíð. Þökkum vinskapinn. Haraldur og Guðmunda. Fyrir þúsund árum báru landnem- ar með sér sterka sjálfsbjörg sem hefur lifað með þjóðinni. Jóhann Júlíusson var gæddur ríkri sjálfsbjörg og varð einn öflugasti fulltrúi fyrir stórtækar framfarir í ís- lensku atvinnulífi á liðinni öld. Hann kom fram á þeim tíma þegar þjóðin var að rumska til nútímalegri vinnu- hátta. Með stórtækri hugsun, áræðni og greind skapaði hann í félagi við Þórð bróður sinn og Jón B. Jónsson fjárhagslegt og atvinnulegt stórveldi á Ísafirði. Togaraútgerð og fiskvinnsla sem þeir félagar stofnuðu malaði auðæfi fyrir vestfirska samfélagið og fleytti lífsskilyrðum íbúa þar hraðar til vel- megunar. Jóhann var frumkvöðull og hafði einstaka hæfileika til að margfalda verðmæti. Hann nýtti þessa eigin- leika til að lyfta grettistaki í togaraút- gerð og fiskvinnslu. En umfram allt var þessi öflugi viðskiptamaður hlýr, umhyggjusamur, mikil barnagæla og glaðvær og jafnan hrókur alls fagn- aðar. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og var höfð- ingi heim að sækja. Jóhann ólst upp í Fljótavík á Horn- ströndum í stórum systkinahópi og þar lærðu systkinin það sem dugði þeim til farsældar allt lífið; ósérhlífni, heiðarleika og sjálfsbjargarviðleitni. Á efri árum sínum hafði Jóhann mikla ánægju af því að komast niður á höfn, hvort heldur fyrir vestan eða sunnan, og skoða skipin sem lágu við bryggju. Hann kunni skil á öllum skipum og gat rakið eigendasögu JÓHANN JÚLÍUSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.