Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT BRESKA lögreglan birti í gær myndir úr eftirlitsmyndavélum af fjórum mönnum, sem eru taldir hafa reynt að fremja hryðjuverk í London í fyrradag. Nokkru áður skutu lögreglumenn mann á Stock- well-jarðlestastöðinni og hefur lög- reglan staðfest, að það hafi tengst hryðjuverkatilraununum í þremur jarðlestum og einum strætisvagni í fyrradag. Ian Blair, yfirmaður lögreglunn- ar, sagði á fréttamannafundi í gær, að rannsókninni miðaði vel og voru á fundinum birtar myndir af fjór- um mönnum, sem nú er leitað. Virtust þeir allir af asísku bergi brotnir og skoraði Blair á þá, sem þekktu til þeirra, að láta lögregl- una vita. Varaði hann jafnframt fólk við að nálgast mennina, sæi það til þeirra. Á sama tíma og fund- urinn stóð yfir var lögreglan með húsleit á þremur stöðum í London. „Lögðust ofan á hann og skutu“ Lögreglan hefur ekki upplýst hvaða maður var skotinn á Stock- well-stöðinni en farþegar í lest, sem þar beið, segjast hafa séð mann, að því er virtist Asíumann, í þykkum frakka hlaupa inn á stöð- ina með þrjá óeinkennisklædda lögreglumenn á hælunum. „Einn þeirra var með skamm- byssu, líklega sjálfvirka, og þegar þeir náðu manninum, felldu þeir hann til jarðar, lögðust ofan á hann og skutu fimm skotum,“ sagði Mark Whitby, einn farþeganna. Margaret Gilmore, fréttamaður á BBC, breska ríkisútvarpinu, sagði, að lögreglumennirnir hefðu verið að elta mann, sem legið hefði undir grun. Hefðu þeir skipað hon- um að nema staðar en hann hlaupið af stað. Sagði hún, að lögreglan hefði verið búin að lýsa yfir, að ekki yrði hikað við að beita skotvopnum gegn þeim, sem taldir væru hættu- legir. Einn farþeganna í lestinni kvaðst hafa séð sprengjubelti á manninum, sem var skotinn, og hefðu staðið út úr því ótal vírar. Þá fullyrti Neil Bennett, glæpamála- fréttamaður hjá BBC, að maðurinn hefði verið eltur vegna upplýsinga úr eftirlitsmyndavélum frá því á fimmtudag. Heimagerðar sprengjur Mikil rannsókn fer nú fram á til- ræðunum í fyrradag og þá sérstak- lega á því, sem mennirnir skildu eftir, á bakpokum og sprengjun- um, sem sprungu ekki. Kom það fram hjá lögreglunni í gær, að um hefði verið að ræða heimagerðar sprengjur. Þá var einnig skýrt frá því, að enginn hefði slasast í tilræð- unum í fyrradag. Eina tilfellið, sem upp kom, var astmakast hjá einum farþega. Ókunn samtök lýsa ábyrgð Hópur tengdur hryðjuverka- samtökunum al-Qaeda lýsti í gær yfir ábyrgð á hryðjuverkatilraun- unum í fyrradag en hann kvaðst einnig hafa staðið fyrir morðunum í London 7. júlí. Sagði hann á vef- síðu sinni, að ekki yrði látið staðar numið fyrr en allur herafli „villu- trúarmannanna“ væri farinn frá Írak. Í fyrradag hafði þessi sami hópur í hótunum við þau Evrópu- ríki, sem eru með her í Írak, og gaf þeim einn mánuð til að flytja hann burt. Ekkert er vitað um þessi samtök og efast margir sérfræðingar um, að þau séu í raun til sem sérstakur hópur. Minna þeir á, að þau hafi lýst yfir ábyrgð á umfangsmiklu rafmagnsleysi í Bandaríkjunum og Bretlandi 2003 en hryðjuverk áttu enga sök á því, heldur tæknilegar bilanir. Myndir af fjórum eftir- lýstum mönnum birtar  Grunaður sjálfsmorðsárásarmaður skotinn á jarðlestarstöð  Lögreglan segir rannsókn á hryðjuverkatilraununum miða vel Reuters Myndir af mönnunum fjórum, sem lögreglan í Bretlandi lýsir eftir. Fyrri myndin í efri röð var tekin á Warren Street-stöðinni og sú við hliðina á ótiltekinni stöð. Í neðri röð er mynd af manni, tekin á lest- arstöð við Westbourne Grove og áður en hann fór til Shepherd’s Bush þar sem eitt tilræðanna í jarðlestunum átti sér stað. Síðasta myndin er af grunuðum tilræðismanni á efri hæð strætisvagnsins í Hackney. Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is London. AFP. | Fulltrúar breskra múslíma sögðust í gær óttast að breska lögreglan hefði tekið upp þá stefnu að „skjóta til að drepa“, í kjölfar þess að maður var skotinn til bana á Stockwell-lestarstöðinni í gær- morgun. Breska múslímaráðið krafðist þess í gær að lögregla gerði grein fyrir því hvers vegna maðurinn sem fjölmiðlar sögðu vera „grunaðan hryðjuverkamann“ var skotinn til bana. Inayat Bungawala, talsmaður múslím- aráðsins, sagði að múslímar væru nú „varir um sig og áhyggjufullir“. Sagðist hann hafa fengið fyrirspurnir frá kvíðnum múslímum um það hvernig þeir skuli haga sér. Einn hafi til dæmis spurt sig: „Hvað ef ég er með bakpoka?“ Bungawala segir nauðsynlegt að lögregla greini frá því sem gerðist á Stockwell-stöð- inni í gærmorgun og hvers vegna maðurinn var skotinn til bana. „Við fáum símtöl frá mörgum múslímum sem hafa áhyggjur af því sem þeir kalla „skjóta til að drepa“- stefnu,“ segir Bungawala. „Það kunna vel að vera gildar ástæður fyrir því að lögregla taldi nauðsynlegt að skjóta manninn fimm sinnum með þeim afleiðingum að hann dó. En [lögregla] verður að skýra frá þessum ástæðum.“ Reuters Lögregla ræðir við mann á Stockwell-lest- arstöðinni í gær. Áður hafði lögregla skotið þar grunaðan hryðjuverkamann til bana. Áhyggjur af því að lög- regla „skjóti til að drepa“ BRESK dagblöð fjölluðu í gær um mikilvægi þess að íbúar Lundúna leyfðu óttanum ekki að ná tökum á sér, þrátt fyrir hryðjuverkatilraun- irnar sem gerðar voru í borginni í fyrradag. Var borgarbúum hrósað fyrir æðruleysi og staðfestu, en jafnframt var bent á að erfiðara yrði að ýta óttanum frá sér eftir því sem atvik- um af þessu tagi fjölgaði. Nú reyndi því enn meira á styrk og hugrekki borgarbúa en áður. Fyrirsagnir blaðanna í gær sögðu sína sögu um stöðu mála. „Bretland verður ekki sigrað“ sagði á forsíðu Daily Express. Daily Mirror birti myndaseríu af gríðarlegum viðbúnaði lög- reglu og sprengjusveita á götum borgarinnar undir yfirskriftinni: „Verður líf okkar svona framvegis?“ Og Independent birti samskonar myndaseríu undir yfirskriftinni „Borg óttans.“ Daily Mail birti í gær viðtal við Abisha Moyo, 28 ára gamlan bankastarfsmann, sem stóð andspænis einum mannanna sem talinn er hafa reynt að gera árás í neðanjarðarlest ná- lægt Sheperd’s Bush-lestarstöðinni í fyrradag. „Það kom reykur út úr bakpokanum“ Moyo lýsti því sem svo að hann hafi heyrt hvell í lestarvagninum þar sem hann var staddur, litið við og séð mann með útréttar hendur liggja á gólfinu ofan á meðalstórum bakpoka. „Hann var með lokuð augu og það kom reykur út úr bakpokanum,“ sagði Moyo. „Sumar stelpurnar öskruðu og fólk hljóp í átt- ina frá honum. Ég hélt að hann hefði kannski verið skotinn, fór til hans og spurði hvort það væri í lagi með hann. Hann lét eins og hann heyrði ekki í mér og var áfram með augun lok- uð.“ Moyo færði sig þá, eins og aðrir í vagninum, yfir í næsta vagn og fylgdist þaðan með mann- inum setjast upp. „Hann virtist alveg ringl- aður og í mjög miklu uppnámi. Hann kom svo þangað sem við vorum, en skildi bakpokann eftir, settist niður í vagninum okkar í smá stund og gekk svo til baka. Þá sá ég að vírar komu undan bolnum hans, sem voru eins og vírar á heyrnartólum nema að það stóðu kop- arþræðir út úr þeim. Þá áttaði ég mig og hugs- aði: Guð minn góður, hann er sjálfsmorðs- sprengjumaður.“ Moyo segir að maðurinn hafi síðan stokkið út úr lestinni og að farþegar hafi hvatt hver annan til að láta hann eiga sig því hann gæti verið vopnaður. Fólk hefur áhyggjur en „verður“ að „komast til vinnu“ Fólk á götum Lundúna í gær sagðist margt taka lestir og strætisvagna óhikað, enda „yrði“ það að „komast til vinnu“. Aðrir sögðust áhyggjufullir og kusu frekar að hjóla. Einn þeirra, David Roberts, sagðist í viðtali við fréttastofu AFP ekki geta hugsað sér að fara í neðanjarðarlest núna með börnin sín tvö. „Ég hefði of miklar áhyggjur af öryggi þeirra.“ Sergio Zini, 51 árs byggingaverktaki, kaus hins vegar að taka lestina en sagðist hafa farið fyrr af stað en venjulega til að vera ekki á ferð- inni á mesta annatíma. „Samt horfði ég mikið í kringum mig og á fólk sem mér fannst grun- samlegt.“ Reynir enn frekar á styrk Lundúnabúa Vitni lýsir því þegar hann stóð andspænis meintum sprengjumanni í fyrradag Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur bab@mbl.is New York. AP. | Borgaryfirvöld í New York í Bandaríkjunum hafa ákveðið að framvegis verði leitað af handahófi í farangri farþega í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar. Lögreglu- stjórinn í New York, Raymond Kelly, heitir því að húðlitur manna eða hugsanleg trúarbrögð muni ekki stjórna því, hverjir verða látnir sæta leitinni. Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, tilkynnti ákvörðun borgaryfirvalda í fyrrakvöld en tilkynningin kom í kjölfar frétta frá London um að þar hefðu illvirkjar reynt að standa fyrir hryðjuverkum í annað sinn á tveimur vikum. Kelly lögreglustjóri sagði að farþegum yrði frjálst að snúa frá vildu þeir ekki að leitað yrði í farangri þeirra. Engum verður hins vegar hleypt um borð í lestirnar neiti þeir því að leit- að verði í farangri þeirra. Um 4,5 milljónir manna nota neðanjarðar- lestarkerfið í New York á degi hverjum að sögn BBC. Bloomberg borgarstjóri sagðist gera sér grein fyrir því að fólk myndi verða fyrir óþægindum en ekki var að sjá í gær, að fólk kippti sér upp við þessa ráðstöfun. „Þeir hefðu átt að taka þetta upp fyrir löngu, strax eftir 11. september [2001],“ sagði einn farþegi, Ron Freeman, í samtali við AP. „Ég veit ekki hversu mikið gagn þetta mun gera en ef fólki finnst það njóta meira öryggis, þá er þetta í lagi,“ sagði annar New York-búi, Greg Morg- an. Taka upp handa- hófsleit á farþegum Reuters Bandarískur lögreglumaður leitar á manni á neðanjarðarlestarstöð við 42. stræti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.