Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. FLUGFÉLAG Íslands hefur afráðið að kaupa eða semja um kaupleigu á tveimur 39 sæta flugvélum af gerð- inni Dash 8-200 frá kanadíska fram- leiðandanum Bombardier. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri fé- lagsins, segir kaupverð tveggja not- aðra véla af þessari gerð geta orðið kringum 700 milljónir króna. Hann segir vélarnar mest verða í áætlun- arflugi milli Íslands og Grænlands og leiguflugsverkefnum. Árni Gunnarsson segir gert ráð fyrir að vélarnar verði teknar í notk- un um áramótin. Hann segir ákvörð- un um kaupin tekna í framhaldi af nýjum samningi Flugfélags Íslands við grænlensku heimastjórnina um áætlunarflug til 5 ára með möguleika á framlengingu í önnur 5 ár. Er það flug milli Reykjavíkur, Constable Point og Kulusuk, og verður þessi hringur floginn tvisvar í viku. Veltu fyrir þetta verkefni segir hann verða kringum 150 milljónir króna. Önnur verkefni fyrir vélar af þessari gerð segir Árni helst tengjast leiguflugi, m.a. milli Íslands og Grænlands, en einnig önnur leiguflugsverkefni sem Flugfélagið hyggist sækja meira inná. Hann segir vélarnar einnig verða notaðar í innanlandsfluginu, t.d. milli Reykjavíkur og Ísafjarðar og Reykjavíkur og Akureyrar. Hentugar á stuttum brautum Árni segir Dash 8-200 vélarnar geta hafið sig til flugs af aðeins 800 m langri flugbraut sem sé talsvert styttra en Fokker 50 vélarnar þurfi. Því henti þær vel til flugs á stuttar brautir. Annar kostur þeirra er að þær bera talsvert mikla frakt auk 39 farþega og Árni segir einnig auðvelt að minnka farþegarýmið til að auka fraktrýmið. Flugfélag Íslands fær Dash 8-vélar Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is INNAN skamms verður hægt að greiða fyrir máltíð í skólamötu- neytinu, aðgang að sundlaugum Reykjavíkur og fargjaldið í strætó með einu og sama kort- inu. Um er að ræða svokallað S- kort sem Strætó bs. hyggst taka í notkun á haustmánuðum. Í hverjum strætisvagni verður komið fyrir kortalesara og hægt verður að fylla á kortið þá þjón- ustu sem viðkomandi vill kaupa, hvort sem er ígildi græna korts- ins eða „rafklink“ í stað smápen- inga í strætóbaukinn. Vagnstjór- inn fylgist með á skjá hvernig þjónustu viðkomandi farþegi hef- ur greitt fyrir sem dregur veru- lega úr hættu á misnotkun korts- ins. Hægt er að loka kortinu með símhringingu glatist það. Ásgeir Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Strætó, segir að vonir standi til að fleiri þjón- ustuaðilar muni tengjast S-kort- inu í framtíðinni en nú þegar er búið að ná samkomulagi við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur um að kortið gildi í fjórum skóla- mötuneytum í grunnskólum borgarinnar auk allra sundstaða í Reykjavík. Verið er að leita samninga við banka og sparisjóði um áfyllingu á kortin svo henni verði viðkomið í hraðbönkum eða netbönkum. Eldsnemma í morgun áttu vagnstjórar Strætó að hefja akst- ur og aka eftir nýju leiðakerfi. Í upphafi var gert ráð fyrir að við- bótarkostnaður vegna breyting- anna yrði á bilinu 170–180 millj- ónir króna á ári en nú er hins vegar talið að hann verði töluvert lægri eða um 100 milljónir. Það þýðir að rekstrarkostnaður Strætó bs. verður 3,2 milljarðar króna á ári. S-kort í notkun í haust Morgunblaðið/Þorkell Nýjum leiðatöflum var komið upp á biðstöðvum Strætó í gær.  Kostnaður minni | Miðopna Ýmsar nýjungar eru teknar upp með nýju leiðakerfi Strætó bs. sem gekk í gildi í morgun FARÞEGAR Strætó bs. geta frá og með 15. ágúst keypt svokallað skólakort sem gildir til 1. júní 2006. Kortið kostar 25.000 krónur og er ávinningur af kaupunum umtals- verður ef kortið er keypt fyrir september- lok. Að sögn Bjarkar Vilhelmsdóttur, for- manns stjórnar Strætó bs., geta farþegar sparað að minnsta kosti 7–8.000 krónur á ári með því að kaupa þetta nýja kort sem er viðbót við önnur kort sem fyrirtækið hefur til sölu. Skólakortið tekur mið af skólaárinu en er boðið öllum farþegum Strætó til kaups. „Nemendur eru stór hópur okkar viðskiptavina og þeir hafa verið að kalla eftir ódýrari langtímakortum og með þessu erum við að svara því,“ segir Björk. Kortið verður kynnt í dag. Hægt að spara 7–8.000 krónur á ári Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinkonurnar Ástrós Magna og Marta María nutu sín við að baða dúkkurnar sínar í sólinni við Elliðavatn í gær. Áfram er spáð góðu víða um land. Dúkkurnar baðaðar Í FORSÍÐUVIÐTALI í Lesbók í dag bendir Sigurður Flosason saxófónleikari á þá at- hyglisverðu staðreynd, að þótt við eigum margt gott tónlistarfólk í djassi og klassík, þá sé það ekki síst popp- tónlistinni að þakka hve skilningur ráðamanna og alls almennings á mik- ilvægi tónlistarinnar í samfélaginu hefur aukist á undanförnum árum. „... ég nefni nýja Tón- listarsjóðinn og Loft- brúna – popptónlistin hef- ur ekki síst dregið þann vagn. Hún er ekki ein um það, það eru fleiri en popparar að gera það gott í útlöndum, en hún fer hæst og er stærst, og mestur fjöldi sem hlustar á þá tónlist. Við hin megum vera þakklát fyrir það og virða það við poppið. Eins og menntun er mér kær, þá verðum við að virða það sem kemur úr grasrótinni líka, því það er ekkert ómerkilegra.“ Í viðtalinu talar Sigurður um hugmyndir sínar um tónlistina, samruna og samspil tón- listartegundanna, tónlistaruppeldismál og fleira, en hann er aðstoðarskólastjóri Tónlist- arskóla FÍH. Hann segir að í Reykjavík hafi verið reynt að gera við tónlistarskólakerfið, sem hafi í raun ekkert verið bilað, og senni- lega alveg frábært. Virðum það við poppið Sigurður Flosason  Ég hef | Lesbók BURÐARÁS hf. skilaði 24,5 milljarða króna hagn- aði á fyrri helmingi ársins. Þar af var hagnaður á öðrum ársfjórðungi 19,9 milljarðar króna. Er þetta meiri hagnaður en dæmi eru um að íslensk fyrirtæki hafi skilað á hálfu ári. Þetta á raunar einnig við ef litið er til hagnaðar á heilu ári. Fyrra hagnaðarmet íslenskra fyrirtækja var í höndum KB banka vegna ársins 2004 en það ár var 15,8 milljarða króna hagnaður af rekstri bankans. Greiningardeildir bankanna spá því reyndar að KB banki hafi á fyrri hluta yfirstand- andi árs hagnast um í kringum 22,5 milljarða en uppgjör bankans mun liggja fyrir í næstu viku. Um það bil helmingur af hagnaði Burðaráss er hagnaður af sölu Eimskipafélags Íslands til Avion Group í vor. Hreint sölu- verð hlutabréfanna í Burðarási nam 21,2 milljörðum króna en hagnaður af sölu Eimskipafélagsins nam 12,2 milljörðum að teknu tilliti til 3 milljarða króna í skatta. Fjárfestingar Burðaráss skiluðu röskum 11,9 milljarða króna hagnaði á tímabilinu, þar af voru 8,6 milljarðar ekki innleystir þ.e. um er að ræða hækkun á verði fjárfestinga sem ekki voru seldar á fyrri hluta árs. Hagn- aður og arður Burðaráss af félögum sem skráð eru í Kauphöll Íslands var 7 milljarðar króna. Jafnframt gengu erlendar fjárfestingar vel. | 14 *(   !  " $   % & &' &( )%* +" ,$ +" + + , (  Mesti hagnaður Íslandssögunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.