Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 53 BATMAN EINS OG ÞÚ HEFUR ALDREI SÉÐ HANN ÁÐUR !Létt og skemmtileg rómantísk gamanmynd með Óskarsverðlaunaleikkonunni, Kim Basinger og hinum kynþokkafulla John Corbett úr “Sex and the City þáttunum.” tt til r tí r r l l i i, i i r i f ll r tt r t it tt . Nýjasti teiknimyndasmellurinn frá höfundum og framleiðendum „Shrek“ og „Sharktale“ Ekki missa af einni skemmtilegustu mynd sumarsins.Sýnd með ensku tali. B.i. 14 ára. KEFLAVÍKAKUREYRI með ensku tali DARK WATER kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.20 B.i. 16 ára. DARK WATER VIP kl. 8 - 10.20 B.i. 16 ára. THE PERFECT MAN kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10 THE WAR OF THE WORLDS kl. 8 - 10.30 B.i.14 MADAGASCAR m/ensku tali kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10 MADAGASCAR m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 BATMAN BEGINS kl. 2 - 5 - 8 - 10.40 B.i. 12 BATMAN BEGINS VIP kl. 2 - 5 B.i. 12 SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 2   ÁLFABAKKI b.i. 12 b.i. 12 DARK WATER kl. 8 - 10.20 MADAGASCAR m/íslensku tali kl. 2 - 4 - 6 MADAGASCAR m/ensku tali kl. 2 - 4 - 6 WAR OF THE WORLDS kl. 8 - 10.20 DARK WATER kl. 8 - 10 THE PERFECT MAN kl. 2 - 6 - 8 MADAGASCAR m/ensku tali kl. 4 - 10 MADAGASCAR m/íslensku tali kl. 2 - 4 - 6   Sýnd bæði með íslensku og ensku tali. Nýjasti teiknimyndasmellurinn frá höfundum og framleiðendum „Shrek“ og „Sharktale“ Ekki missa af einni skemmtilegustu mynd sumarsins.Sýnd bæði með íslensku og ensku tali. T O M C R U I S E -Ó.H.T, RÁS 2 MYND EFTIR Steven spielberg I N N R Á S I N E R H A F I N !   Hillary Duff Heather Locklear Chris Noth Honum stendur ekki á sama. MAGNAÐUR OG SÁLFRÆÐILEGUR DRAUGATRYLLIR FRÁ MEISTARALEIKSTJÓRANUM WALTER SALLES (MOTORCYCLE DIARIES) MAGNAÐUR OG SÁLFRÆÐILEGUR DRAUGATRYLLIR FRÁ MEISTARALEIKSTJÓRANUM WALTER SALLES (MOTORCYCLE DIARIES) Þrælskemmtileg rómantísk gamanmynd um dóttur sem reynir að finna draumaprinsinn fyrir mömmuna. Með hinni sætu og frísklegu Hillary Duff, hinn flottu Heather Locklear og Chris Noth úr “Sex and the City” þáttunum. SUMAR RÁÐGÁTUR BORGAR SIG EKKI AÐ UPPLÝSA HÁDEGISBÍÓ ALLAR MYNDIR KL. 12 LAUGARDAG OG SUNNUDAG Í KRINGLUNNI MEÐ ÓSKARSVERÐLAUNHAFANUM JENNIFER CONNELLY I I H.B. / SIRKUS Andri Capone / X-FM 91,9  D.Ö.J. / Kvikmyndir.com Þórarinn Þ / FBL  B.B. Blaðið  Kvikmyndir.is Ó.Ö.H / DV  M.M.M / Xfm 91,9 H.L. / Mbl.  HLJÓMSVEITIN Grafík heldur tónleika á Ísafirði í kvöld. Eflaust eru margir bæj- arbúar sem hafa hlakkað til þessa viðburðar í 20 ár, en svo langt er liðið síðan Grafík tróð þar síðast upp. Hljómsveitin, sem setti mark sitt svo um munaði á tónlistarlíf Íslands um miðjan 8. áratuginn lék sitt síðasta lag árið 1987 en kom aftur saman á síðasta ári þegar haldnir voru tvennir tónleikar til minningar um trommuleikara sveitarinnar, Rafn Jónsson. Eftir þá tónleika fóru aðilar að gefa sig fram við forkólfa hljómsveitarinnar og held- ur hún nokkra tónleika í sumar: „Þetta hef- ur vafið aðeins upp á sig. Við vorum beðin um að spila meira þótt það hafi nú aldrei staðið neitt sérstaklega til. Hljómsveitin var loks fengin til að spila á Þjóðhátíð og varð það úr að halda um leið nokkra tónleika, á Ísafirði, Akureyri og í Reykjavík,“ segir Helgi Björnsson, en hann var aðalsöngvari hljómsveitarinnar um þriggja ára skeið. Þúsund sinnum segðu Grafík Andrea Gylfadóttir var næsti söngvari hljómsveitarinnar og munu þau bæði syngja saman á tónleikunum í sumar. Hljómsveitin verður meira eða minna í upprunalegri mynd: Rúnar Þórisson verður á gítar, Jak- ob Magnússon á bassa, Hjörtur Howser á hljómborði og Egill Rafnsson fer í fótspor föður síns, Rafns Jónssonar, við trommu- settið. Grafík hóf göngu sína á Ísafirði kringum 1980. Fyrsti söngvari sveitarinnar var Ólaf- ur Guðmundsson, sem reyndar er frændi Andreu. Þá var gefin út platan Út í kuldann en lagið Video-video af þeirri plötu naut mikilla vinsælda. Ómar „Ramó“ Óskarsson söng þá fyrir hljómsveitina um stutt skeið en Ísfirðingurinn Helgi Björnsson tók við af honum, nýútskrifaður úr leiklistarnámi. Það var þá sem lögin „Húsið og ég (Mér finnst rigningin góð)“, „Þúsund sinnum segðu já“, „16“ og „Tangó“ slógu í gegn. Þá tíð sem Andrea var með hljómsveitinni var síðan gefin út ein plata og stóðu þar hæst smell- irnir „Prinsessan“ og „Presley“. „Það er svolítið gaman af því,“ segja þau Helgi og Andrea, „að við störfuðum með hljómsveitinni hvort á sínum tímanum, og þegar því lauk hjá okkur vorum við hvort í sínu bandinu sem bæði voru í fram- varðasveit íslenskrar tónlistar á sínum tíma.“ Segja má að það hafi verið gegnum Grafík að Helgi og Andrea, sem bæði voru með klassíska listræna menntun að baki, voru leidd inn í íslenskt popptónlistarlíf og í kjölfarið bæði fyrir löngu orðin með ástsælli listamönnum þjóðarinnar. Það er ekki að greina neina samkeppni hjá þeim: „Við erum búin að þekkjast allan þennan tíma, og meira að segja fyrir tíma Grafíkur,“ segir Andrea. „Við tökum lög hvort frá sínu tímabili með hljómsveitinni, bökkum hvort annað upp og tökum eitthvað af lögum saman. Þetta verður mikið stuð og mikil stemning.“ Og nóg er af smellunum sem komið hafa úr smiðju Grafíkur: „Uppistaðan hjá okkur verður náttúrlega Grafík,“ segir Helgi. „Það er ótrúlega mikið af efni þaðan, sem fólk kannast við þegar það heyrir lagið, þó það kveiki kannski ekki á perunni þegar það sér titilinn á blaði, eins og oft vill verða.“ „Síðan blöndum við öðrum lögum inn í þetta; spiluðum náttúrlega koverlög á sín- um tíma og héldum alltaf jafnhendis tón- leika og dansiböll. Við spiluðum því þau lög sem voru vinsælust á þeim tíma, svona 80’s bland í poka sem læðist með. Kannski smá Bowie, Dire Straits og fleira stöff sem var vinsælt þarna á árunum kringum ’85 til ’87.“ Helgi er jafnvel að gæla við að syngja eitt af sínum fyrstu frumsömdu lögum, lagið Tampax, og stenst ekki mátið að flytja byrj- unina á laginu: „Tampax, I don’t need you. Tampax, I don’t want you“ og skellihlær. Nostalgían Þau Andrea og Helgi dauðhlakka til að koma og spila á Ísafirði: „Það vill svo skemmtilega til að það verður þarna fót- boltamót, svokallað Púkamót. Þangað koma örugglega margir af gömlu knattspyrnu- kempunum sem voru þarna á sínum tíma. Þegar ég var að spila með Grafík ’83–’84 var einmitt fótboltalið Ísafjarðar í fyrstu deild og mikil stemning í kringum liðið,“ segir Helgi. „Þetta hittir ansi skemmtilega á og ég held það verði mikil nostalgía svíf- andi yfir vötnunum þarna fyrir vestan. Félagsheimilið í Hnífsdal var aðal- ballstaðurinn á sínum tíma og mikil stemn- ing í kringum böllin þar. Það er mjög sjald- an, núorðið, að böll eru haldin þar og ég á von á því að það hafi líka skemmtileg áhrif á fólkið að koma og kíkja á gamla ballstað- inn sinn og rifja upp góðu árin. Það eiga eftir að fjúka nokkrar hrukkur og nokkur kíló þegar liðið sleppur sér og heldur að það sé orðið 17 ára aftur, og syngur „Mér finnst rigningin góð“ hálftíma eftir að balli lýkur.“ Sjarmi, elegans – stiginn trylltur dans Tónlist | Hin fornfræga hljómsveit Grafík spilar á Ísafirði, Þjóðhátíð, Akureyri og í Reykjavík Morgunblaðið/Jim Smart Nostalgían mun ráða ríkjum á Ísafirði: Andrea Gylfadóttir og Helgi Björnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.