Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 197 . TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Enn á leiðinni Pálmi Gunnarsson 40 ár í bransanum | Menning Lesbók, Börn og Íþróttir Lesbók | Að lesa veður af trjám  Af óperuhúsum í Rússlandi og Reykjavík Börn | Nýtt Harry Potter-æði Íþróttir | Þórdís Geirsdóttir með örugga forystu Isinbajeva yfir fimm metrana LAXVEIÐIMENN á Vesturlandi hafa haft ástæðu til að kætast í sumar, en metveiði er nú þar í ýmsum ám. Veiðst hafa um 2.100 laxar í Þverá og Kjarrá það sem af er sumri, en í fyrra veiddust þar alls 1.380 fiskar, að sögn Jóns Ólafssonar leigutaka ánna. Með- altalsveiði undanfarinna 20 ára yfir allt laxveiðitímabilið er um 1.900 fiskar þannig að árnar eru nú þegar komnar vel yfir það. „Meðalveiði á hvern stang- ardag í Þverá/Kjarrá er 4,11 laxar,“ sagði Jón. Hann sagði að tveggja ára lax hefði vantað í veiðina í sumar en fiskurinn hefði verið afskaplega vænn. Veiði hefur einnig verið með besta móti í Norðurá. Um hádegi í gær voru komnir á land 2.063 laxar úr Norðurá allri, að sögn Mjallar Daníelsdóttur, sem rekur veiðihúsin við Norðurá og Hítará. Til samanburðar var heildarveiðin allt tímabilið í fyrra 1.389 laxar. „Það verð- ur veisla hérna þegar veiðin verður komin í 2.500 laxa,“ sagði Mjöll glöð í bragði. Frábær laxveiði á Vesturlandi Morgunblaðið/Einar Falur Á leið heim! Lax stekkur í Sjávarfoss í Langá. MIKIL skelfing greip um sig í Lundúnaborg í gær eftir að lög- reglumenn skutu til bana á Stock- well-brautarstöðinni mann, sem staðfest er að tengist sprengjutil- ræðunum á fimmtudag. Stuttu síð- ar var annar maður handtekinn í húsi við Stockwell í suðurhluta London. Húsleit var gerð á svæð- inu. Var manninum haldið vegna gruns um að undirbúa, hvetja til og standa fyrir hryðjuverkum. Hann var yfirheyrður á Paddington Green-lögreglustöðinni. Óttast nýja stefnu Fulltrúar breskra múslíma segj- ast óttast það að lögreglan hafi tek- ið upp stefnu sem miði að því að „skjóta og drepa“ og segjast þeir hafa fengið margar fyrirspurnir frá múslímum sem viti ekki hvern- ig þeir eigi að haga sér til að forð- ast það að vera skotnir. Án efa rétta leiðin Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúnaborgar, segir þetta þó „án efa“ vera réttu leiðina til að eiga við grunaða sjálfsmorðsárásarmenn. „Þegar við erum að eiga við menn sem ætla að fremja sjálfsmorðs- árás geta þeir kveikt á sprengibún- aðinum séu þeir enn með meðvit- und,“ sagði hann. „Þess vegna er án efa nauðsynlegt að skjóta til að drepa við þessar aðstæður.“ Ian Blair, yfirmaður lögreglunn- ar í London, sagði manninn ekki hafa hlýtt boðum lögreglumanna, þeir hefðu elt hann inn á brautar- stöðina á harðahlaupum og þar hefði hann verið skotinn fimm skotum. Myndir af mönnunum, sem tald- ir eru hafa reynt að fremja hryðju- verkin á fimmtudag, voru birtar í gær. Þær eru teknar úr eftirlits- myndavélum á lestarstöðvunum þremur og í strætisvagninum þar sem hvellhetturnar sprungu. „Nauðsynlegt að skjóta til að drepa“ Lögreglumenn skutu grunaðan hryðjuverkamann til bana í Lundúnum – annar handtekinn á sömu slóðum stuttu síðar Eftir Jóhönnu Sesselju Erludóttur jse@mbl.is Reuters Vopnaðir lögreglumenn standa vörð á meðan húsleit stendur yfir í tengslum við sprengjuárásirnar sem átt hafa sér stað í Lundúnum. Lögreglumenn skutu einn mann til bana í gær og handtóku annan.  Hryðjuverkin í London | 18 London. AP. AFP. | Hryðjuverkin í London gætu kostað borgina 300 milljónir punda, eða um 34 milljarða ísl. króna, í tekjur af ferða- mönnum að því er þar- lend ferðaþjónustufyr- irtæki halda fram. Verslunarrekstur hafði loks komist í eðli- legt horf eftir árásirnar 7. júlí, þegar hryðjuverkamenn létu til skarar skríða á ný. Eftir árásirnar nú á fimmtudag féll fjöldi viðskiptavina verslana í höfuðborg- inni um 27%, miðað við sama dag fyrir ári, og er búist við að tekjur af ferðaþjón- ustu verði a.m.k. tveimur prósentustigum undir áætlun fyrir árið 2005. Óttast menn nú að ferðalangar líti ekki lengur á sprengingar sem einstakan at- burð heldur yfirvofandi hættu og leggi því síður leið sína til London. Það að sprengingarnar á fimmtudag áttu sér ekki stað á háannatíma, eða á fjölförnum leiðum samgöngukerfisins, eykur enn á þá upplifun ferðamanna að þeir séu hvergi öruggir. Engin röskun hjá flugfélögum Sprengjuárásirnar virðast ekki hafa haft neikvæð áhrif á flug Icelandair og Iceland Express til og frá London að sögn forsvarsmanna flugfélaganna. Enginn hefur afbókað flug en nokkrir hafa fengið að breyta flugi og þá flogið nokkrum dög- um seinna en áætlað var. Bæði flugfélögin felldu niður breytingargjald vegna hryðjuverkanna á fimmtudag. „Mér er óhætt að segja að líkt og um daginn þá virðist þetta ekki hafa nein áhrif á okkar bókanir eða áætlanir,“ segir Guðjón Arn- grímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Óttast efna- hagsáhrif árásanna Kaíró. AP. | Þrjátíu manns, hið minnsta, fórust í sprengingum í Sharm el-Sheikh, fjölsóttum ferðamannastað í Egyptalandi, seint í gær- kvöldi. Að minnsta kosti 110 eru særðir. Margar sprengingar samtímis Talsmenn lögreglu á staðnum segja fleiri en eina sprengju hafa sprungið og það nær sam- stundis um klukkan kortér yfir eitt í nótt að staðartíma í nágrenni við nokkur hótel. Ekki var ljóst hversu margar sprengjurnar voru, en talið er að þær hafi verið á bilinu þrjár til sjö. Var þeim að öllum líkindum beint að Ghazala Gardens- og Möwenpick-hótelunum á ströndinni við Naama-flóa og gamla markaðs- svæðinu í nágrenni við þau. Sjónarvottar segja Ghazala Gardens-hótelið mikið skemmt. „Það er algjörlega ónýtt, mikið brunnið,“ sagði Amal Mustafa, sem ók þar hjá. Óstaðfestar fregnir herma að þrjár sprengj- ur hafi sprungið við hótelin og fjórar á mark- aðssvæðinu. Hugsanlegt er að um bílsprengjur hafi verið að ræða en það var ekki staðfest. Sprengjurnar skóku Sharm el-Sheikh, þenn- an fjölsótta ferðamannastað syðst á Sínaí- skaganum við strönd Rauða hafsins. Fjöldi er- lendra ferðamanna er á staðnum og er talið að einhverjir þeirra séu meðal látinna. Eldtungur á himninum Sjónarvottar segja rúður hafa nötrað í hús- um í töluverðri fjarlægð frá sprengjustaðnum. „Húsið skalf og ég sé eldglæringar og heilmik- inn reyk,“ sagði Akram al-Sherif, sem búsettur er í nokkurra kílómetra fjarlægð frá þeim stað sem sprengingarnar áttu sér stað. Khaled Sakran sagðist hafa orðið vitni að einni sprengingunni á markaðssvæðinu. „Ég sá eldtungur fara um himininn,“ sagði hann. „Því næst lýstist himinninn upp á ný og ég heyrði aðra sprengingu.“ Í október á síðasta ári urðu sprengingar á þessu saman svæði sem urðu þrjátíu og fjórum að bana. 30 féllu í sprenging- um í Egyptalandi Röð sprenginga varð við hótel á ferðamanna- staðnum Sharm el-Sheikh á Sínaískaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.