Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 27 MENNING Toshiba Satellite Pro L10-103 Verð: 109.700 kr. Toshiba skólafartölvur SKEIFUNNI 17 SÍMI: 550 4000 WWW.TAEKNIVAL.IS SAMSTARFSAÐILAR: Penninn - Akureyri - www.penninn.is / Tölvuþjónusta Vesturlands - Borgarnes - tvest@simnet.is Netheimar - Ísafjörður - www.netheimar.com / Eyjatölvur - Vestmannaeyjum - www.eyjatolvur.com Tölvuþjónusta Vals - Keflavík - tvals@mi.is / Tölvu- og tækjabúðin - Ólafsvík Martölvan - Höfn í Hornafirði - www.martolvan.is FARTÖLVUR Toshiba Qosmio F10-136 1.7Ghz Verð: 219.700 kr. Toshiba Satellite M40-133 Verð: 159.700 kr. TÓNLISTARVEISLAN heldur áfram á Sumartónleikum Skálholts nú um helgina. Að þessu sinni kemur fram Bach- sveitin í Skálholti undir stjórn Stanl- ey Ritchies, en hann er einn af helstu frumkvöðlum heims í flutningi bar- okktónlistar á upprunaleg hljóðfæri og spilar á fiðlu. Þá munu einsöngv- ararnir Ágúst Ólafsson og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir syngja með sveitinni. Þetta er í fyrsta sinn sem Ritchie leiðir Bachsveitina og það kom til af tilstilli Höllu Steinunnar Stef- ánsdóttur, meðlimi sveitarinnar og fyrrum nemanda Ritchies. „Ég er ánægður með heimsóknina til Íslands og hlakka til tónleikanna,“ sagði Ritchie í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Það verður ein- staklega gaman að flytja þessa efnis- skrá, hún er lífleg og falleg.“ Ritchie er prófessor við Tónlist- arháskólann í Bloomington, Indíana í Bandaríkjunum og segist njóta þess að kenna, en þó sé enn skemmtilegra þegar hann fær tækifæri til að spila á fiðluna. Síðustu mánuði hefur hann verið upptekinn í ýmsum tónlistarverk- efnum. Hann stýrði Bloomington Early Music hátíðinni í maí og áður en hann kom hingað til lands var hann að störfum á Ítalíu. Á fyrri tónleikunum í dag verður flutt efnisskrá undir yfirskriftinni Gullöldin í Dresden en þá hljóma verk eftir tónskáldin Schütz, Verac- ini og Zelenka. Á þeim seinni verða flutt verk eftir Händel. Ritchie hefur sérhæft sig í flutn- ingi tónlistar á upprunaleg hljóðfæri og nýtur þess alltaf jafn mikið. „Ég kynntist þessum geira í kringum 35 ára aldur þegar ég var kominn vel á veg í mínum starfsferli. Fyrst brást ég við eins og margir nú- tímahljóðfæraleikarar gera og taldi hljóm upprunalega hljóðfærisins ekkert líkjast fiðlu,“ lýsir Ritchie. En ég hélt áfram að kynna mér hljóð- færin og það opnaðist fyrir mér al- veg nýr heimur. Þegar ég fór að kynnast bókmenntum og sögu bar- okktímans skildi ég tónlistina mun betur.“ Ritchie hefur starfað sem tónlist- armaður í 50 ár og segir tónlistina alltaf vera jafn ferska. Fólk finni ætíð nýjar leiðir til að nálgast tón- verk og það skiptir hann miklu máli. „Tónlist er ekki einungis tónlist heldur líka saga og menning hinna ýmsu þjóða,“ segir hann. Ritchie segist alltaf hafa haft mik- inn áhuga á því hvað greini tónskáld að. „Það er gaman að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að láta verk eftir Mozart hljóma eins og Mozart eða hvenær verk eftir Brahms hljómi líkt og Brahms?“ Í dag mun Bachsveitin ásamt Ritchie gera sitt besta að láta tónlist- ina líkjast því sem tónskáldin höfðu í huga en þó undir áhrifum sem fylgja nýjum tímum og flytjendum. Tónleikar | Þriðja helgi Sumartónleika í Skálholti helguð gullöldinni í Dresden „Tónlist er líka saga og menning“ Bachsveitin í Skálholti ásamt Stanley Ritchie (fyrir miðju) og Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur. Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is Í ár eru liðin hundrað ár fráfæðingu tónskáldsins, flautu-og píanóleikarans Árna Björnssonar (1905–1995) eins af frumkvöðlum íslensks tónlistarlífs. Hann fæddist og ólst upp í Lóni í Kelduhverfi, en sýndi fljótt org- elinu í stofunni meiri áhuga en bú- skapnum. Um formlegt tónlist- arnám í æsku var ekki að ræða en þrátt fyrir það var Árni þegar á unglingsárunum farinn að stjórna kórum víða um héraðið. Leiðin lá síðan til Reykjavíkur þar sem hann á árunum 1930–1935 stundaði nám í Tónlistarskólanum í píanóleik, tónfræði og hljómfræði hjá dr. Urbancic og Franz Mixa. Einnig lærði hann að leika á flautu og var einn af stofnfélögum Hljóm- sveitar Reykjavíkur, sem var und- anfari Sinfóníuhljómsveitar Íslands (1950). Hann vann fyrir sér með kennslu og lék á píanó við ýmis tækifæri og í danshljómsveitum. Hann stundaði framhaldsnám við Royal College of Music í Manchest- er á árunum 1944–1946 og kenndi eftir það við Tónlistarskólann í Reykjavík ásamt því að semja tón- list. Árni lagði drög að óperu sem var byggð á Gunnlaugs sögu Orms- tungu. Sú ópera hefði orðið fyrsta íslenska óperan ef honum hefði auðnast að ljúka við hana. Af því varð þó ekki, því 1952 varð Árni fyrir fólskulegri líkamsárás, sem olli heilaskemmdum og batt enda á starfsferil hans. Hann hélt þó áfram að semja, en stíllinn breyttist.    Systir Árna var Björg Björns-dóttir (1913–1993), organisti og kórstjóri, vel þekkt og virt. Áhugi Bjargar á tónlist kom mjög snemma í ljós og sagði hún sjálf að líklega hefði hún fengið söngáhugann með móðurmjólkinni enda var mikið sungið í Lóni. Eitthvað lærði Björg á hljóðfæri í heimahúsum, en mest munaði um tveggja vetra dvöl í Reykjavík á fjórða áratug síðustu aldar. Þá var hún á heimili Árna G. Eylands og víðar og naut tilsagnar Árna Björnssonar bróður síns. Björg var kórstjóri og organisti í 50 ár. Hún var organisti í Garð- skirkju frá árinu 1945 til dauða- dags hinn 9. júní 1993 og einnig á Skinnastað frá 1952. Auk þess sinnti hún oft söngkennslu og kór- æfingum í nágrannabyggðarlög- unum. Árið 1946 sigraði Björg í sönglagakeppni um hver á landinu kynni flest lög, en það var Rík- isútvarpið sem stóð fyrir keppninni. Árið 1978 var Björg sæmd ridd- arakrossi Hinnar íslensku fálka- orðu fyrir frábær tónlistarstörf. Á morgun ætla Keldhverfingar að minnast þessara barna sinna með glæsilegum tónleikum í Skúla- garði. Þar verður flutt tónlist eftir Árna, en líka sungin tvö lög eftir Björgu.    Katrín Eymundsdóttir sveit-arstjóri í Kelduhverfi segir að hugmyndin um að minnast systk- inanna með tónleikum hafi kviknað við það að hún heyrði lag í útvarp- inu. „Þar var Jón Árni Sigfússon harmónikkuleikari í Mývatnssveit að spila lag eftir Árna. Mér fannst lagið svo skemmtilegt, og fór að hugsa um að gaman væri að minn- ast þessara góðu Keldhverfinga sem voru fæddir og uppaldir hér, en fóru í burtu og gerðu garðinn frægan.“ Katrín hafði sambandi við nöfnu sína, dóttur Árna, og komst að því að á árinu var einmitt liðin öld frá fæðingu hans. „Við fórum af stað með þetta og fengum til liðs við okkur Lúðrasveit Þingeyinga, en Árni samdi mörg skemmtileg lúðrasveitalög. Sveitin er með í heimsókn hjá sér gestahljómsveit frá Eistlandi og hún spilar líka með. Svo koma dóttursynir Árna hingað frá London og spila á tónleikunum með föður sínum.“    Dóttursynirnir sem Katrínnefndi eru Íslendingum ekki ókunnir þótt þeir hafi búið erlendis, en þeir eru synir Bjargar, dóttur Árna og Andrews Cauthery. Halli Cauthery nam fiðluleik við skóla Yehudi Menuhins, lauk meist- araprófi í tónvísindum frá Cam- bridge-háskóla árið 2000, og starf- ar nú sjálfstætt í London sem fiðluleikari, en kennir jafnframt tónfræði við gamla skólann sinn, Yehudi Menuhin-skólann. Gunnar bróðir hans er leikari að mennt, og lék ungur eitt aðal- hlutverkið í íslensku kvikmyndinni Benjamín Dúfa. Hann hefur leikið í vinsælum þáttaröðum hjá BBC. Gunnar nam leikhús- og kvik- myndafræði við háskólann í Bristol, þar sem hann lék í fjölmörgum sýn- ingum. Hann samdi leikritið Fall sem hann setti sjálfur á svið í Brist- ol og fékk frábæra dóma. Á tónleikunum koma þeir bræður fram með föður sínum, sem er óbó- leikari, ásamt lúðrasveitunum, Kirkjukór Garðskirkju, sem Björg Björnsdóttir stjórnaði sjálf lengst af; Karlakórnum Hreimi og píanó- leikaranum Aladár Rácz. Tónleikarnir í Skúlagarði á morgun hefjast kl. 15. Tónlistarsystkina úr Kelduhverfi minnst ’Mér fannst lagið svoskemmtilegt og fór að hugsa um að gaman væri að minnast þessara góðu Keldhverfinga sem voru fæddir og uppaldir hér, en fóru í burtu og gerðu garðinn frægan.‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir begga@mbl.is Systkinin Árni Björnsson og Björg Björnsdóttir í Lóni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.