Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 25 FERÐALÖG Farfuglaheimilið í Reykjavík hlýtur gæðavottun Farfuglaheimilið í Reykjavík hlaut í vik- unni gæðavottun Hostelling Int- ernational samtakanna, svo nefnda „HI Quality“ vottun, sem veitt er fyrir gæði í aðbúnaði, þjónustu og innra gæðaeftirlit. Rúmlega 5.000 far- fuglaheimili í yfir 60 löndum eru starfrækt innan samtakanna og eiga þau öll að uppfylla lágmarks staðla í aðbúnaði, en fyrir nokkrum ár- um var farið af stað með sérstakt til- raunaverkefni á sviði allsherjar gæða- stjórnunar sem nýtast á þeim sem lengra eru komin til að styrkja enn frekar gott starf. Farfuglaheimilinu í Reykjavík var boðin þátttaka í hópi 12 ólíkra farfuglaheim- ila viðs vegar að um heiminn, sem hafa síðan unnið að því síðan að inn- leiða gæðakerfi hvert á sínum stað. Farfuglaheimilið í Reykjavík er það fyrsta á Norðurlöndum til að fá þessa vottun og uppfylla þar með strangar kröfur um gæði og innra eftirlit. Hjólaferð um Svalvoga Vesturferðir bjóða tvisvar í sumar upp á dagsferðir um Svalvoga. Svalvoga- hringurinn býður upp á hrikalegt út- sýni og mikið fuglalíf. Vesturferðir eru í samstarfi við líkams- ræktartröllið Stebba Dan um að leið- segja í ferðunum. Lagt er af stað frá Upplýsingamiðstöð ferðamála/ Vesturferð um klukkan 9 og haldið með rútu að flugvellinum í nágrenni Þingeyrar þar sem hópurinn gerir sig ferðbúinn. Hjólað er um söguslóðir Gísla Súrssonar og síðan hinn hrika- lega veg um Svalvoga sem sumir kalla hættulegasta veg landsins. Ferðin endar á Þingeyri þar sem slakað verð- ur á í sundlauginni áður en haldið er til baka til Ísafjarðar. Vesturferðir bjóða farþegum að leigja hjól á tilboðsverði fyrir ferðina, annars kemur fólk með sína eigin fáka. Næst verður farið laugardaginn laug- ardaginn 6. ágúst. Starfsmenn Farfuglaheimils Reykjavíkur hampa vottuninnni. Nánari upplýsingar um Farfuglaheimilið í Reykjavík www.hostel.is Nánari upplýsingar um ferðina og bókanir eru á heimasíðu Vesturferða www.vesturferdir.is Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn Vesturferða í síma 4565111 eða á netfanginu info@vesturferdir.is.  20.–24. júlí Hvammstangi Unglistahátíð.  22.–23. júlí. Ísafjörður Stóra púkamótið í fótbolta.  22.–24. júlí Reykjadalur Harmonikuhátíð á Breiðumýri.  22.–24. júlí Grundarfjörður Á góðri stundu á Grundarfirði. Fjölskylduhátíð með fjölda dag- skráratriða.  22.–24. júlí Borgarfjörður Reykholtshátíð. Sígild tónlist í sögulegu umhverfi.  22.–24. júlí Fáskrúðsfjörður Franskir dagar. Fjölskylduhá- tíð þar sem áhersla er lögð á tengsl byggðarinnar við Frakk- land.  23. júlí. Akranes Kleinumeistaramót Íslands á Safnasvæðinu á Görðum.  23. júlí Bjarnarfjörður Kotbýli kuklarans. Galdrasýning. opnuð á Klúku í Bjarnarfirði.  24. júlí Stykkishólmur Sumartónleikar í Stykkishólms- kirkju.  24. júlí Árbæjarsafn Ólafsvaka. Færeyskur dagur.  24. júlí Dalir Stórhátíð í Hjarðarholtskirkju í tilefni af 100 ára afmæli.  26. júlí Snæfellsnes Gengið um slóðir Þórðar á Dag- verðará í Þjóðgarðinum Snæ- fellsjökli.  Á FERÐ UM LANDIÐ Litríkar vinkonur á Frönskum dög- um á Fáskrúðsfirði í fyrra. Franskir dagar og kleinumót ERTU á leiðinni til Hollands? Ef svo er þá er eft- irminnileg upplifun að fá sér drykk á hreyfanlegu hjóla- kaffihúsi. Allt að sautján manns komast fyrir á hjólakaffihúsinu í einu, hver gestur hef- ur sinn hjólahnakk og petala, og er það knú- ið áfram á því að allir hjóli saman. Ekki þurfa þó allir gest- irnir að hjóla og hægt er að stíga af og á kaffihúsið þegar menn vilja. Sniðugt er að leigja eitt hjólakaffihús fyr- ir partíið og hjóla ásamt veislugest- unum góðan spotta meðan öltunnan á hjólinu er tæmd. Um leið og hjólað og drukkið er geta menn hlustað á uppáhalds tón- listina sína og rabbað við hjólafélag- ana. Að leigja venjulegt sautján manna hjólakaffihús kostar 50 evrur, 3.400 kr. á klukkutímann, eða 175 evrur yfir daginn. Einnig er hægt að velja um að kaupa 30–50 lítra bjórkúta með hjólinu og/eða aðra drykki. Einn gesta þarf að gegna hlut- verki hjólastjóra og barþjóns Einnig er hægt að leigja svokallað VIP-hjólakaffihús sem tekur nítján manns í sæti og er tilvalið fyrir brúð- kaupsveisluna. Með leigu á slíku hjólakaffihúsi er nokkuð öruggt að veislan verður óvenjuleg. Aldrei er þó of varlega farið þegar bjór og hjól eru annars vegar og því er vissara að mæta með hjálm í hjólaveisluna og hafa í huga að hjólreiðar undir áhrifum áfengis stangast víða á við lög.  HJÓLREIÐAR | Hreyfanleg veisla Hjólakaffihúsið er allsérstakt farartæki sem hlýt- ur að vekja eftirtekt gesta og gangandi. Nánari upplýsingar um hollenska hjólakaffihúsið má finna á www.fietscafe.com Hjólakaffihús í Hollandi „STÓRA eplið sem aldrei sefur“ er stundum haft um Nýju Jórvík. Flestir þekkja hins vegar borgina undir nafninu New York og er hún mjög vinsæll áfangastaður hjá ferðamönnum. Flugleiðir eru með beint flug dag- lega til New York í sumar og einnig verður reglulegt flug í vetur. Því er líklegt að margir Íslendingar muni leggja leið sína þangað. Það er alltaf gott að skipuleggja sig áður en farið er í ferðalagið og ákveða hvað skal sjá, sérstaklega ef farið er í stutta borgarferð, svo hér eru nokkrar ábendingar.  Á vef Flugleiða, er að finna netsmelli frá 45.000 þús- und krónum ef pantað er tímanlega. Athugið að nets- mellir og tilboð eru birt án skatta. Þá eru ýmis fyrirtæki í New York sem sérhæfa sig í áhugaverðum skoðunarferðum.  Gray line New York býður upp á strætóferðir um borgina, sem m.a. liggja framhjá Frelsisstyttunni og Empire State-byggingunni.  New York City Vacation Packages býður upp á sömu ferðir ásamt tveggja nátta gistingu fyrir um 35 þúsund krónur. Hægt er að fara á slóðir Carrie Bradshaw og félaga hennar úr Beðmálum í borginni í samnefndri leiðsögn. Farið er á veitingastaði og í skó- verslanir þáttaraðarinnar auk þess sem vinnustaðir aðalpersón- anna eru heimsóttir og gefnar upplýsingar um það sem gerðist bak við tjöldin við upptöku þátt- anna (blessuð sé minning þeirra). Aðrir geta skellt sér í „Rock’n- ’Roll walking tour“ á slóðir Led Zeppelin, The Ramones, Andy Warhol, Velvet Underground og Madonnu í East Village. Þar er hægt að sjá hvar þau spiluðu, lifðu, versluðu og tóku myndir fyrir plötuumslögin sín, á meðan litríkrar tónlistarflóru Lower Eastside er notið.  New York-borg heldur svo uppi opinberri ferðamannasíðu þar sem er að finna upplýsingar um helstu viðburði næstu mánaða. Mikið er um að vera eins og fjöldi tónlistarhátíða, menningar- samkoma og tískuatburða er til vitnis um.  NEW YORK New York-pæjurnar úr Beðmálum í borginni. Nú er hægt að fara á slóðir þeirra í sérstökum skoðunarferðum. Frekari uppýsingar um ferðir Flugleiða: www.icelandair.is Nánari upplýsingar um strætóferðir um borgina: www.coachusa.com Ferðir á slóðir Carrie Bradshaw: www.nyctourist.com Nánari upplýsingar um New York: www.nycvisit.com Vertu Carrie eða Warhol í nokkrar klukkustundir Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.