Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 45 DAGBÓK Þetta er listform sem er alveg þess virðiað menn gefi því gaum,“ segir ÞórdísClaessen en hún hefur í undirbúningiútgáfu á bók með ljósmyndum af götulistaverkum, graffítí, sem skreytt hafa höf- uðborgina undanfarin ár. Þórdís hefur um nokkurra ára skeið stundað það að ljósmynda götulistaverk í Reykjavík með það í huga að setja saman bók. „En ég sé fram á það núna að klára verkefnið,“ segir hún. Fanga myndirnar í bókinni að mörgu leyti borgarstemmninguna í Reykjavík, að sögn Þór- dísar. „Bókin ætti að gefa ágæta mynd af því sem hefur verið að gerast hér á götunum síð- ustu árin. Að vísu er þetta ekki tæmandi út- tekt því að það er ekkert hægt að gera slíkt. En hún spannar mjög vítt svið, allt frá verkum sem eru mjög flókin og tekur langan tíma að gera og síðan kannski bara setningar sem skrifaðar eru á vegg eða karaktera sem teikn- aðir eru.“ Bókin hefur fengið titilinn Icepick eða Ísnál- in á íslensku. Og hún verður gefin út erlendis, ef allt gengur eftir. „Ég hef fundið fyrir meiri og meiri áhuga erlendis á því sem er að gerast hér á landi í þessum efnum, þannig að mér finnst ég svolítið vera komin í landkynning- arpakkann líka. Ég hef verið að skrifa greinar í tímarit erlendis um götulist hérlendis, það er eins og fólk sé að vakna og uppgötva Ísland fyrir eitthvað fleira en Sigurrós og Björk og Gullfoss og Geysi.“ Þórdís segir götulistina dansa á línunni milli þess að vera listform og skemmdarverk. „Og í raun er hún hvort tveggja í senn. Sem skýrir auðvitað að hluta til hvers vegna graffítí sem listform á undir högg að sækja. En það eru skemmtilegar og flottar hliðar á þessu formi og ég hef sjálf meiri áhuga á þeim þætti, list- inni í þessu,“ segir hún. Þórdís segir að mörg verk taki talsverðan tíma í undirbúningi. „Það er oft lagður mikill metnaður í þessi verk,“ segir hún. „Og það er í þessu eins og mörgu öðru að það er gjarnan borin virðing fyrir hinum stærri og flóknari verkum. Mörg verk eru síðan unnin í góðri samvinnu við eigendur húsa og fyrirtækja. Það er að færast í aukana að samtök og fyrirtæki biðji um og kaupi verk af götulistarfólki.“ Þórdís segir alls konar fólk stunda götulist. Tilgangur manna með verkunum sé misjafn, sumir vilji koma á framfæri pólitískum skila- boðum, t.d. að þeir séu á móti Íraksstríðinu, aðrir vilji merkja sér svæði eða virkja lista- manninn í sér. Hún segist hins vegar ekki sjálf hafa stundað þetta listform. „Ekki ennþá. En það kynni að koma til þess. Ég teikna nú að- allega og set saman í tölvu. En það væri gam- an að draga upp einhverja fallega fígúru ein- hvers staðar,“ sagði Þórdís Claessen. Götulist | Þórdís Claessen undirbýr útgáfu á bók um íslensk götulistaverk Skemmdarverk eða listform?  Þórdís Claessen er fædd 5. desember 1974 í Reykjavík. Hún er grafískur hönnuður, út- skrifaðist úr Listahá- skóla Íslands árið 2001. BA-ritgerð hennar fjallaði um hella- málverk og hvaða merkingu það hefur haft fyrir manninn í gegnum tímans rás að krota á veggi einhvers konar skilaboð. Þórdís hefur starfað á auglýsingastofunni Hvíta hús- inu en hún rekur nú íslensku bolabúðina Ósóma við Laugaveg. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Þakkir fyrir pistil KÆRI Víkverji. Takk fyrir pistil þinn í dag þar sem fjallað er m.a. um Heiðmörkina. Ég og konan mín förum nokkuð oft á svæðið ofan Elliðavatns. Það er afleitt ástandið í dag og hefur verið undanfarnar vik- ur. Göngustígarnir eru eyðilagðir fyrst og fremst af torfæruhjólum upp á síðkastið en snemma í vor var greinilegt að farið hafði verið á hestum um sömu stíga. Hestafólki mættum við á göngu okkar á svæðinu í fyrra og þegar við fundum að athæfinu fengum við for- mælingar á móti. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hættuna sem skapast við umferð torfæru- hjóla og hesta þar sem einungis er gert ráð fyrir gangandi fólki. Nú fyrir nokkrum dögum kom svo á móti okkur bifreið á göngu- stígnum við Vígsluflöt! Eftirlit virð- ist ekkert með svæðinu og viðhald lítið og má þar til dæmis nefna að afar sjaldan eru vegir þarna hefl- aðir. Salernin sem eru á svæðinu hafa verið lokuð í langan tíma og því ekki til nokkurs gagns. Þegar reynt er að hringja í eftirlitsmann svæðisins er aðeins boðið upp á símsvara. Þessu vil ég koma á framfæri við þig, Víkverji, með þakklæti fyrir pistla þína. Með kveðju Gunnar Gunnarsson Urðarási 3, 210 Garðabæ. Simbi er týndur!! SIMBI er 6 ára fress, gulur og hvít- ur. Hann er með svarta ól og er eyrnamerktur: G9243 og er nokkuð feldmikill en nettur. Simbi sást síð- ast við Suðurvang í Hafnarfirði að kvöldi til 20. júlí. Hann er mann- blendinn og blíðlyndur, gæti því hafa farið upp í bíl og farið yfir í annað hverfi og villst. Einnig gæti hann hafa lokast einhvers staðar inni af forvitni. Þess vegna viljum við biðja alla að hafa augun opin. Hans er sárt saknað! Ef þið hafið einhverjar upplýsingar um hvar hann er, endilega látið vita í síma: 555 3077, 696 9800 eða 696 9801. Lyklakippa fannst ÉG fann lyklakippu á miðvikudag- inn við Hafnarbraut í Kópavogi. Á kippunni eru bíllyklar, húslyklar og fleira. Valborg, s. 8958581. Velvakandi Svarað í síma 569 1100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 100 ÁRA afmæli. Í dag föstudag-inn 23. júlí er 100 ára Elísabet Benediktsdóttir, Álfheimum 36, Reykjavík, Elísabet er að heiman. EM ungmenna. Norður ♠D976 ♥875 ♦G74 ♣874 Vestur Austur ♠1085 ♠K42 ♥G10 ♥9642 ♦D862 ♦Á1093 ♣10965 ♣DG Suður ♠ÁG3 ♥ÁKD3 ♦K5 ♣ÁK32 Á Evrópumóti ungmenna fékk Belg- inn Steven De Donder lauftíuna út gegn þremur gröndum. Setjum okkur í hans spor. Til greina kemur að gefa fyrsta slaginn, en veikleikinn í tígli mælir á móti því, svo við skulum gera eins og De Donder, drepa með kóng og spila spaðagosa. Austur horfir nokkra stund á gos- ann, en dúkkar svo réttilega. De Donder tók næst á ÁK í hjarta og sá vestur fylgja með tíu og gosa, en austur sýna fjórlit. AV höfðu fram að þessu gefið talningu samvisku- samlega, svo De Donder þóttist viss um hjartaleguna. Hann ákvað því að leika biðleik, spilaði hálaufi og meira laufi. Vestur átti slaginn og tók hinn frís- laginn á lauf. Austur var undir mikl- um þrýstingi og neyddist til að fara niður á Á10 í tígli til að geta haldið valdi á hálitunum: Norður ♠D97 ♥8 ♦G7 ♣-- Vestur Austur ♠108 ♠K4 ♥-- ♥96 ♦D862 ♦Á10 ♣-- ♣-- Suður ♠Á3 ♥D3 ♦K5 ♣-- Þetta er staðan og vörnin hefur fengið tvo slagi. Vestur spilaði tígli, sem austur tók og spilaði aftur tígli. Þar kom áttundi slagur sagnhafa, en sá níundi var vel undirbúinn, því nú spilaði De Donder hjartadrottningu og hjarta til austurs, sem varð að spila spaða frá kóngnum í tveggja spila endastöðu. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Opið hús sunnudag 24 júlí kl. 14 til 17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG Vel staðsettur 39 fm sum- arbústaður á eins hektara eignarlandi stutt frá Laug- arvatni í landi Lækja- hvamms (Grafaland 6). Húsið er með 2 svefnher- bergjum, kamína í stofu, mjög stór nýbyggð verönd og lóðin er með miklum náttúrulegum gróðri. Mjög friðsæll og fallegur staður. Verð kr. 9,0 millj. með innbúi. Upplýsingar veitir Skúli í síma 862-4019 SUMARBÚSTAÐUR Í BLÁSKÓGARBYGGÐ EIRÍKUR Arnar Magnússon opnar í dag, laugardag, sýningu á verkum sínum í Café Karólínu í Listagilinu á Akureyri. Þetta er fyrsta einka- sýning Eiríks en til sýnis eru þrykkimyndir unnar út frá æting- artækni. „Myndirnar eru unn- ar þannig að byrjað er með koparplötu með verndarhúð yfir. Mynd- in er síðan rist í húðina og koparplatan því næst sett í sýrubað til meðhöndlunar. Yfirleitt er blek notað til að þrykkja síðan myndinni af kop- arplötunni yfir á blað, en ég ákvað að nota enga liti og prenta hrátt á papp- írinn svo úr verður upphleypt mynd, nokkurs konar rismynd.“ Gegnumgangandi þema í myndum Eiríks á sýningunni eru reiðhjól: „Ef ég á að segja alveg eins og er veit ég ekki hvernig á því stendur. Ég heill- aðist af forminu á reiðhjólinu og á margar æskuminningar tengdar hjólinu. Reiðhjólið táknar kannski fyrir mig framþróun því maður get- ur bara hjólað áfram á reiðhjóli en ekki afturábak.“ Eiríkur vinnur myndirnar í tölvu, speglar og gerir symmetrísk form. Listamaðurinn er fæddur á Ak- ureyri 1975. Hann stundaði nám á listasviði Fjölbrautaskólans í Breið- holti og nam við Myndlistarskólann á Akureyri. Hann stundar nú mynd- listarnám við Listaháskóla Íslands og er þetta hans fyrsta einkasýning. Sýningin opnar kl. 14 en hún mun standa til 26. ágúst. Næstu listamenn sem sýna í Café Karólínu eru Arnar Tryggvason, Margrét M. Norðdahl og Aðalheiður Eysteinsdóttir. Form reiðhjólsins ORGELLEIKARINN Nigel Potts verður gestur tónleikaraðarinnar Sumarkvöld við orgelið um helgina, í Hallgrímskirkju. Tónleikar Nigels verða á laug- ardag kl. 12 og sunnudag kl. 20 og flytur hann fjölbreytta efnisskrá. Meðal verka sem flutt verða eru verk eftir Gigout, Dubois og Guill- mant sem þekktir eru sem þrír af helstu organistum Parísarborgar á síðari hluta 19. aldar. Einnig má geta Fúgu í g-moll K 401 eftir Mozart og hins kunna verks Finlandia eftir Sibelius, í um- ritun Herbert Austin Fricker, sem verða leikin. Nigel Potts er tónlistarstjóri og organisti St. Peter’s by the Sea biskupakirkjunnar í Bay Shore, New York. Hann söng í drengjakór dómkirkjunnar í Wellington á Nýja- Sjálandi og nam síðan á orgel við kirkjuna. Hann lauk námi frá tón- listarháskólanum í Wellington og frá Trinity College of Music í Lund- únum. Árið 1992 hlaut hann styrk úr sjóði Gillian Weir og stundaði nám við Royal Academy of Music. Lék hann meðal annars við St. Paul’s dómkirkjuna, í Westminster Abbey og Southwark Cathedral. Árið 2002 lauk Nigel meistaranámi í tónlist frá kirkjutónlistardeild Yale-háskóla undir leiðsögn Thom- as Murrey. Franski orgelskólinn á Sumarkvöldi Tónleikar Sigurðar og Gunnars á sunnudagskvöld Mistök urðu til þess að grein um tónleika Sigurðar Flosasonar og Gunnars Gunnarssonar í Akureyar- kirkju á sunnudag var birt of snemma, og gaf greinin því til kynna að tónleikarnir væru á föstudags- kvöld. Hið rétta er vitaskuld að tón- leikarnir eru á sunnudag, eins og all- ir tónleikar í sumartónleikaröð Akureyrarkirkju. Er velvirðingar beðist á þessari villu. LEIÐRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.