Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI LANDIÐ Listasumar | Laugardagur 23. júlí Café Karólína kl. 14.00. Opnun á sýningu Eiríks Arnars Magn- ússonar. Listagilið. Ljósmyndasýn- ingin Íslendingar opnuð á veggnum milli Ketilhússins og Listasafnsins. Galleri Box, Listagili kl. 20.00. „Sum- arhappening“ Habbý og Jóna Hlíf verða með gjörning og textaverk. DJ Take me home, heldur uppi stuði. Sunnudagur 24. júlí. Ket- ilhúsið kl. 20.30. Emilíana Torrini kynnir nýju plöt- una „Fishermans Woman.“ Miðasala á midi.is og við innganginn. Miða- verð 2.500 kr. Síðasti sýningardagur: Ketilhúsið: Kínversk sýning. Deiglan: Kristján Pétur Sigurðsson. Sumartónleikar | Fjórðu Sum- artónleikar í Akureyrarkirkju verða haldnir á sunnudag, 24. júlí, kl. 17. Flytjendur að þessu sinni verða Sigurður Flosa- son saxófónleik- ari og Gunnar Gunnarsson org- elleikari. Þeir leika ís- lensk ættjarð- arlög í eigin út- setningum, en þar gegnir spuni stóru hlutverki. Á efnisskránni eru hefðbundin ættjarðarlög, en einnig einsöngslög með þjóðlegu ívafi. Þá eru flutt dægurlög sem á síðari árum hafa fest í sessi sem ættjarðarlög, svo sem„Ísland er land þitt“ og „Fylgd“. Sigurður og Gunnar hafa vakið at- hygli fyrir diska sem nutu mikilla vinsælda og hlutu jákvæða dóma. Gunnar og Sigurður hafa auk þess báðir gefið út diska í eigin nafni og leikið inn á fjölda diska með öðrum. Laufáshópurinn mun m.a. baka miðaldabrauð á hlóðum, hita jurtate og vinna að vattarsaumi og tré- skurði. Skrifari, eða leturgerðar- kona, sýnir sitt sérhæfða handverk og hefur til sölu. Einn megintil- gangur heimsóknar hinna dönsku gesta er þó að sækja brennistein til Mývatnssveitar og gera tilraun til að hreinsa hann en brennisteinn var mikilvæg verslunarvara á miðöld- um. Fornleifarannsóknirnar á Gásum síðustu sumur hafa m.a. leitt í ljós að hreinsun brennisteins hafi átt Gásir | Andi miðalda mun svífa yfir verslunarstaðnum á Gásum á sunnudag, 24. júlí. Hópur danskra handverksmanna frá Middelalder- centret í Nykøbing verður á svæð- inu og mun ásamt félögum úr Lauf- áshópnum endurskapa lífið eins og það gæti hafa verið á blómatíma Gása. Í danska hópnum eru kaup- menn og handverksfólk en einnig bogskytta, sem mun gefa fólki kost á að reyna sig við bogfimi, sauma- kona og fleiri sem gefa staðnum al- þjóðlegt yfirbragð eins og líklegt er að hafi verið meðan verslað var þar. sér stað þar en það er athygli vert þar sem heimildir segja að það hafi ekki verið reynt fyrr en á 18. öld á Íslandi. Við hreinsun margfaldaðist brennisteinninn í verði. Unnið verður að fornleifaupp- greftri staðarins, sem nú er í gangi fimmta sumarið í röð, meðan á dag- skránni stendur og munu fornleifa- fræðingarnir svara spurningum gesta. Minjasafnið á Akureyri skipuleggur rannsóknirnar og kynningu staðarins ásamt Gása- félaginu en Fornleifastofnun Ís- lands sér um fornleifauppgröftinn. Andi miðalda svífur yfir verslunarstaðnum á Gásadegi Gera tilraun til að hreinsa brennistein BJÓRFRAMLEIÐSLA stöðvaðist hjá Vífilfelli á Akureyri í gær eftir að kaldavatnsstofnlögn fór í sund- ur austan við húsnæði fyrirtæk- isins. Baldur Kárason bruggmeist- ari sagði að vatnsleysið hefði verið bagalegt á þessum mesta ann- atíma. Um nokkuð fjárhagslegt tjón væri að ræða, þar sem hver klukkutími í framleiðslustöðvun sé ansi dýr, ekki síst þegar þarf að vinna hann upp í aukavinnu. „Einnig fór sandur inn á vatns- kerfið, þannig að það þarf að hreinsa það allt út, hreinsa síur og annað slíkt.“ Þrátt fyrir þetta óhapp sagði Baldur að ekki væri hætta á að viðskiptavinir fyrirtæk- isins fengju ekki sinn bjór. „Við þurfum að vinna þetta fram- leiðslutap upp á morgun, (í dag) og í næstu viku.“ Ólafur Héðinsson, verkstjóri hjá Norðurorku, sagði að stofnlögnin hefði bilað í fyrrinótt og farið í sundur við greiningu við heim- taugina að Vífilfelli og flæddi tölu- vert vatn upp á yfirborðið. Viðgerð hófst strax í gærmorgun og stóð hún enn yfir seinni partinn í gær. Bjórframleiðslan stöðvaðist Morgunblaðið/Kristján Vatnsleki Starfsmenn Norðurorku voru mættir snemma í gærmorgun til að gera við vatnslögnina en þá flæddi töluvert vatn upp á yfirborðið. Álversnefnd | Á fundi bæjarráðs Akureyrar var til umfjöllunar sam- komulag (Joint Action Plan) milli Fjárfestingarstofunnar, Akureyr- arbæjar, Húsavíkurbæjar, Sveitar- félagsins Skagafjarðar, At- vinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Alcoa Inc, varðandi álver á Norð- urlandi. Þar kom fram að til þess að hafa umsjón með vinnu samkvæmt samkomulaginu verði sett á stofn fimm manna nefnd, sem tilnefnd verði af Fjárfestingarstofunni, Ak- ureyrarbæ, Húsavíkurbæ, Sveitar- félaginu Skagafirði og Alcoa. Bæj- arráð samþykkti að óska eftir því að stjórn samtakanna Ný sókn á Norð- urlandi tilnefni fulltrúa Akureyr- arbæjar í samstarfsnefndina. Val- gerður H. Bjarnadóttir óskaði bókað: „Ég er andvíg því að álver verði reist á Norðurlandi og greiði því ekki atkvæði með þessari til- lögu.“    Stykkishólmur | Orkuveita Reykjavíkur hefur keypt hitaveitu og vatnsveitu Stykkishólms af Stykkishólmsbæ. Undirritaður var samningur um kaupin við athöfn í ráðhúsinu í Stykkis- hólmi í gær. Í kjölfarið mun hitunarkostnaður í bænum lækka um 35%. Verðmæti Orkuveitu Stykkishólms var met- ið á 615 milljónir króna og þegar búið er að draga frá skuldir og taka tillit til lækkunar á gjaldskrá fær sveitarfélagið um 50 milljónir króna við söluna. Lækkun á verði heita vatns- ins er metin um 200 milljóna króna virði fyrir íbúa bæjarins. Orkuveitan mun taka við rekstri hitaveit- unnar hinn 1. september. Þá mun orkuverð lækka til samræmis við það sem gildir á höf- uðborgarsvæðinu. Verð á vatni til húshitunar mun þá lækka úr 101 kr á rúmmetra niður í lið- lega 65 kr. Um er að ræða 35% lækkun á hús- hitunarkostnaði. Í samningnum er kveðið á um að Orkuveita Reykjavíkur muni beina verkefnum tengdum Heilsuborgarverkefninu að Stykkishólmi að svo miklu leyti sem það er talið henta, en heita vatnið í Stykksihólmi er talið hafa einstaka eig- inleika. Búsetuskilyrðin bætt Í ávarpi Rúnars Gíslasonar forseta bæjar- stjórnar Stykkishólms kom fram að samkomu- lagið við Orkuveitu Reykjavíkur mun skipta miklu máli fyrir íbúa staðarins. Orkuverð verð- ur sama og í Reykjavík. „Allir vilja bera sig saman við það verð. Sami húshitunarkostnaður í Stykkishólmi og Reykjavík var draumur sem virtist svo fjarlægur en er nú orðinn að veru- leika,“ sagði Rúnar. Rúnar greindi frá því að hitaveitan hefði ver- ið mjög brothætt fyrirtæki. „Treyst hefur ver- ið á eina borholu og eina dælu og því fylgir ekki mikið öryggi. Þá hefur vatnið í borholunni minnkað og komið er að þeim tímamótum að tryggja öryggi rekstur hitaveitunnar. Það er verkefni nýrra eigenda.“ Þessi samningur er stórt skref í að bæta bú- setuskilyrðin í Hólminum og styrkir áform um að gera Stykkishólm að heilsubæ, að sögn Rún- ars. Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, sagði að með undirrit- un samningsins væri Stykkishólmur kominn á höfuðborgarsvæðið að þessu leyti. Stykkis- hólmur er orðinn partur af þjónustu Orkuveitu Reykjavíkur. Góð reynsla væri af samstarfi við nærliggjandi svæði við Reykjavík. Það væri grundvallaratriði að fólki fyndist það vera hluti af heildinni og nyti sömu góðu þjónustu og aðr- ir á sama veitusvæðinu. Hann fullvissaði heimamenn um að Orkuveitan mundi standa sig vel við að þjónusta þá og tryggja þeim ör- yggi bæði með hitaveitu og vatnsveitu. OR kaupir hita- og vatnsveitu Stykkishólms Hitunar- kostnaður lækkar um þriðjung Eftir Gunnlaug Árnason Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Samkomulag Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, og Rúnar Gíslason, forseti bæjarstjórnar Stykkishólms, takast í hendur eftir undirritun samninga. Stykkishólmur | Erla Frið- riksdóttir sem verið hefur markaðsstjóri Smáralindar í Kópavogi, hefur tekið við starfi bæjarstjóra í Stykk- ishólmi. Óli Jón Gunnarsson, sem hefur verið bæjarstjóri frá árinu 1999 lét af störfum í gær, eftir að hafa skrifað und- ir samning um sölu á hita- veitu Stykkishólms til Orku- veitu Reykjavíkur. Stykkishólmur fékk kaup- staðarréttindi árið 1987 og er Erla fjórði bæjarstjórinn og fyrsta konan sem gegnir því embætti. Fyrsti bæjarstjóri var Sturla Böðvarsson og Ólafur Hilmar Sverrisson tók atburðina í starfi nefndi hann samninginn við Orkuveitu Reykjavíkur og svo söluna á Hótel Stykkishólmi. „Báðar þessar sölur hafa mjög já- kvæð áhrif fyrir bæjarsjóð og um leið fyrir samfélagið. Ég kom að uppbyggingu hitaveit- unnar og það hefur gengið hraðar að ná orkuverðinu nið- ur, en ég átti von á,“ sagði Óli Jón. Hann sagði að það hefði komið sér á óvart þegar hann flutti í bæinn hvað ferða- mennskan væri miklu meiri en hann átti von á og í fram- tíðinni ætti sá þáttur í at- vinnumálum Hólmara eftir að aukast enn meira. við af honum. Þegar Erla tók við lyklunum af Ráðhúsinu sagði hún að afskaplega skemmtilegt væri að vera komin aftur á heimaslóðir. „Ég hlakka til að taka við nýja starfinu sem gerir mikla kröfur til mín. Ég er að færa mig yfir á nýjan starfsvett- vang sem gefur mér nýja reynslu,“ segir Erla. Eitt af fyrstu verkum nýja bæj- arstjórans er að skrifa undir samning við Skipavík um byggingu nýs leikskóla. Óli Jón Gunnarsson þakk- aði fyrir sex góð ár í Hólm- inum. Þegar hann var spurð- ur um eftirminnilegustu Erla Friðriksdóttir tekur við starfi bæjarstjóra „Skemmtilegt að vera komin heim aftur“ Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Bæjarstjóraskipti Óli Jón Gunnarsson afhenti Erlu Friðriksdóttur lykla að skrifstofu bæj- arstjórans í ráðhúsinu í Stykkishólmi. Erla er fyrsta konan í stöðu bæjarstjóra í Stykkishólmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.