Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR ÁSKIRKJA: Engin messa þar sem starfs- fólk Áskirkju er í sumarleyfi. Sóknarbörn- um er bent á að sækja til Laugarnes- skirkju, en sóknarprestur hennar sr. Bjarni Karlsson og annað starfsfólk gegn- ir þjónustu á meðan á sumarleyfi stendur. Fyrsta guðsþjónusta eftir sumarleyfi verð- ur í Áskirkju sunnudaginn 28. ágúst kl. 11. Sjá auglýsingu Laugarneskirkju. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Mola- sopi eftir messu. Sr. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar. Organisti Guðný Einarsdóttir. Sönghópur úr Dóm- kórnum syngur. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Altaris- ganga. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Ástríður Haraldsdóttir. Samskot í verkefnið „blátt áfram“. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. GRUND, dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Ólafur Jens Sigurðsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjón- ar fyrir altari, en auk hans koma nokkrir messuþjónar að messunni, sem lesa ritn- ingarorð, aðstoða við útdeilingu sakra- mentisins o.fl. Organisti Douglas A. Brotchie. Félagar úr Mótettukór Hall- grímskirkju syngja. Söfnunarfé þennan dag rennur til Samhjálpar. Kaffisopi í safnaðarsal eftir messu. Sumarkvöld við orgelið kl. 20. Nigel Potts frá Nýja-Sjá- landi leikur. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.Organisti er Magnús Ragnarsson. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LAND- SPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Hring- braut: Guðsþjónusta kl. 10.30. Sr. Bragi Skúlason. Organisti Helgi Bragason. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Vegna sumarleyfa verður ekki messað í Langholtskirkju í júlímánuði. Sr Pálmi Matthíasson þjónar Langholts- prestakalli á meðan. Sóknarbörnum er bent á að sækja helgihald í Bústaðakirkju eða öðrum nágrannakirkjum. LAUGARNESKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks er bent á guðsþjónustur í ná- grannakirkjum. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Ævar Kjart- ansson guðfræðingur og útvarpsmaður prédikar. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Reynir Jónas- son. Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Kirkjukaffi eftir messu. SELTJARNARNESKIRKJA: Helgistund kl. 11. Ritningalestur, bæn og altarisganga. Umsjón sr. Sigurður Grétar Helgason. ÁRBÆJARKIRKJA: Árbæjarkirkja. Guðs- þjónusta kl. 11. Börn borin til skírnar. Sig- urður Þorbergsson leikur á básúnu. Fé- lagar úr kirkjukórnum leiða söng undir stjórn Krisztínu Kalló Szklenár organista. Kaffisopi að stundinni lokinni. Prestarnir SAFNKIRKJAN Í ÁRBÆ: Guðsþjónusta nk. sunnudag kl. 14. Almennur safnaðar- söngur. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Kristinn Á. Friðfinnsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messur falla niður í júlímánuði vegna viðgerða. Kyrrðarstundir eru alla miðvikudaga kl. 12 í safnaðar- heimili kirkjunnar. DIGRANESKIRKJA: Kvöldmessa í kapellu kl. 20. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson annast bæði um söng og prestsþjónustu. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónustur falla niður vegna sumarleyfa. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Séra Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar leiða sálmasöng. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Vegna sumarleyfa verður ekki guðsþjónusta á sunnudag. Næsta guðsþjónusta verður að loknu sumarleyfi sunnudaginn 7. ágúst. Kirkjan er opin á messutímum og frá þriðjudegi til föstudags kl. 11–14. Á þeim tímum er kirkjuvörður við og getur veitt upplýsingar. LINDAKIRKJA í Kópavogi: Sameiginleg guðsþjónusta Linda- og Digranessafnaða í Digraneskirkju kl. 20. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Samkoma sunnudag kl. 20 með mikilli lofgjörð og fyrirbænum. Ágúst Valgarð Ólafsson pré- dikar en hann er á leið til Bandaríkjanna. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp: Samkomur alla laugardaga kl. 11. Bæna- stund miðvikudaga kl. 20. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kl. 20 samkoma, umsjón Miriam Óskarsdóttir. FRÍKIRKJAN KEFAS, Fagraþingi 2a: Samkoma kl. 20. Helga R. Ármannsdóttir talar. Lofgjörð og fyrirbænir. Kaffi og sam- félag eftir samkomu. Þriðjudaginn 26. júlí bænastund kl. 20.30. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma í kvöld kl. 20. „Er sumar í sálinni?“ Ræðu- maður Elísabet Haraldsdóttir. Kaffiveit- ingar eftir samkomuna. FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðum. Jón Þór Eyjólfsson. Mikil lofgjörð. Hægt er að hlusta á beina út- sendingu á útvarp Lindin, fm 102,9. Bænastund á miðvikudagskvöldum kl. 20. Morgunbænastundir falla niður í júlí, hefjast aftur 4. ágúst. filadelfia@gospel- .is www.gospel.is Gospeltónleikar: Í Kirkjulækjarkoti verða nemendur og kennarar Gospelmótsins með tónleika kl. 20. KROSSINN: Almenn samkoma í Hlíða- smára 5 kl. 16.30. BETANÍA, Lynghálsi 3: Samkoma kl. 11 sunnudaga. Einnig samkomur kl. 19.30 á föstudögum. KIRKJA JESÚ KRISTS hinna síðari daga heilögu, mormónar, Ásabraut 2, Garða- bæ: Sakramentisguðsþjónusta kl. 9 ár- degis á ensku, og kl. 12 á íslensku. Trú- boðshjónin, herra og frú Williams, verða ræðumenn. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Alla virka daga: Messa kl. 18. „Ár altarissakramentisins“: Tilbeiðslu- stund er haldin í Kristskirkju á hverju fimmtudagskvöldi að messu lokinni, þ.e. frá kl. 18.30 til 19.15. Reykjavík, Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30 „Ár altaris- sakramentisins“: Tilbeiðslustund á mánudögum frá kl. 19 til 20. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16. Miðvikudaga kl. 20. Hafnarfjörður, Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30 Alla virka daga: Messa kl. 18.30 „Ár altarissakramentisins“: Til- beiðslustund á hverjum degi kl. 17.15. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8. Keflavík, Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18. Bolungarvík: Sunnudaga: Messa kl. 16. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18. Sunnudaga: Messa kl. 11. „Ár alt- arissakramentisins“: Tilbeiðslustund á hverjum föstudegi kl. 17 og messa kl. 18. KIRKJA SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19, Reykja- vík. Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Eric Guðmundsson. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/Biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður: Kåre Kaspersen. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Gavin Anthony. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. STAFKIRKJAN í Vestmannaeyjum: Messa í stafkirkjunni kl. 11 árdegis í stað messu í Landakirkju. Þetta er kirkjudagur stafkirkjunnar, en hún var vígð fyrir fimm árum og hefur kirkjudagur hennar síðan verið síðasti sunnudagur fyrir þjóðhátíð. Messan er engu að síður á vegum Of- anleitissóknar. Kór Landakirkju syngur. Organisti er Guðmundur H. Guðjónsson, hringjari Höskuldur Kárason og meðhjálp- ari Sigurfinnur Sigurfinnsson. Sr. Kristján Björnsson þjónar fyrir altari og prédikar. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11, morgunsöngur. Prestur: Sr. Gunn- þór Þ. Ingason, sóknarprestur. Organisti: Bjartur Logi Guðnason. Félagar úr Kór Hafnarfjarðarkirkju leiða söng. Lesari: Jón S. Norðkvist. Meðhjálpari: Ing- ólfur H. Ámundason. GARÐAKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta kl. 20.30. Rúta fer frá Vídalínskirkju kl. 20 og frá Hleinum kl. 20.10 og til baka að messu lokinni. Félagar úr kór Vídalíns- kirkju leiða sönginn. Organisti Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Sr. Friðrik J. Hjart- ar þjónar. Njótum kirkjugöngunnar í kvöld- kyrrðinni. KEFLAVÍKURKIRKJA: Samverustund verður sunnudag kl. 13. á púttvellinum við Mánagötu. Prestur Sigfús B. Ingva- son, organisti Jón Bjarnason, Bylgja Dís Gunnarsdóttir leiðir söng. Hið árleg kirkju- mót verður haldið að samverustund lok- inni. Kaffiveitingar í boði Keflavíkursóknar í Kirkjulundi. Allir aldurshópar velkomnir. BORGARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20. Unnur Sigurðardóttir syngur einsöng. Organisti Steinunn Árnadóttir. Sóknar- prestur ÍSAFJARÐARKIRKJA: Kl. 20.30 kvöld- messa á léttu nótunum. Umsjón með tón- list hafa Þorsteinn Haukur Þorsteinsson og Lilja Kjartansdóttir. Sóknarprestur. UNAÐSDALSKIRKJA: Kl. 14 messa. Prestur er sr. Magnús Erlingsson. HÓLADÓMKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Arn- aldur Bárðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Glerárprestakalls leiðir söng. Organisti Hjörtur Steinbergsson. AKUREYRARKIRKJA: Sumartónleikar kl. 17. Sigurður Flosason, saxófónn og Gunnar Gunnarsson, orgel. Guðsþjónusta kl. 20.30: Sr. Svavar A. Jónsson. Félagar úr kór Akureyrarkirkju syngja. Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson leika á saxófón og orgel. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Þriðjudagur 26. júlí: Morg- unsöngur kl. 9. GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta kl. 20.30, prestur sr. Arnaldur Bárðarson. Karlakór Akureyrar Geysir ásamt Kross- bandinu, þeim Snorra, Röggu og Kristjáni, leiðir söng. Kaffisopi í safnaðarsal. LAUFÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta á Grenilundi kl. 16. EGILSSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa kl. 17. Í messunni verður flutt tónlist frá sumar- tónleikum helgarinnar. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: Messa og altarisganga kl. 11. Síra Úlfar Guðmundsson, prófast- ur, prédikar og þjónar fyrir altari í sum- arleyfi sóknarprests, sem verður fjarver- andi til 9. ágúst. Léttur hádegisverður framreiddur í safnaðarheimilinu eftir messuna. Evangelísk-lúthersk morguntíð sungin þriðjudaga til föstudaga kl. 10. Kaffisopi á eftir. Foreldramorgnar á hverj- um miðvikudegi kl. 10 í lofti safnaðar- heimilis. Sr. Gunnar Björnsson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Prestur: Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. ÞINGVALLAKIRKJA: Göngumessa 24. júlí kl. 14 í samvinnu við Fornbílaklúbb Ís- lands. Messan hefst fyrir framan Hótel Valhöll. Gengið verður um Lögberg og í nokkrum áföngum til kirkju þar sem messan endar. Organisti Guðmundur Vil- hjálmsson, prestur Kristján Valur Ingólfs- son. REYKHÓLAPRESTAKALL: Kveðjumessa sóknarprests, séra Braga Benediktsson- ar, verður í Reykhólakirkju sunnudaginn 24. júlí kl. 14. Einnig verður helgistund í Barmahlíð sama dag kl. 15. SÓLHEIMAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ingólfur Guðmundsson annast guðs- þjónustuna. Organisti Þóra Marteinsdótt- ir. GÁSAR: Útiguðsþjónusta verður á hinu forna kirkjustæði á Gásum sunnudaginn 24. júlí kl. 13. Kirkjukór Möðruvallaklaust- ursprestakalls syngur. Sr. Gylfi Jónsson leikur á harmónikku. Kaffiveitingar í boði Gásafélagsins. Sókn- arprestur. HÓLAR Í HJALTADAL: Messa kl. 11 prest- ur sr. Arnaldur Bárðarson, forsöngvari Örn Viðar Birgisson tenor, organisti Arnór Vil- bergsson. Tónleikar kl. 14 Guðrún Gunn- arsdóttir og valgeir Skagfjörð. Guðspjall dagsins: Hinn rangláti ráðsmaður. (Lk. 16.) Morgunblaðið/Ómar Guðsþjónusta í Sólheimakirkju KIRKJA á Sólheimum var vígð 3. júlí síðastliðinn. Sunnudaginn 24. júlí verður guðsþjónusta á Sólheimum og hefst hún kl. 14. Sr. Ingólfur Guðmundsson mun annast guðsþjónustuna. Organisti verður Þóra Marteinsdóttir. Á Sólheimum er gestkvæmt um helgar. Gestir eru þar velkomnir, bæði í kaffihúsinu „Grænu könnunni“, trjágarð- inum nýja. Þá er líka gott að koma til guðsþjónustu, kynn- ast nýju kirkjunni og eiga helga stund. Messa í Borgarvirki Á SUNNUDAG, 24. júlí, verð- ur hin árlega messa í Borg- arvirki í Húnaþingi vestra. Messan tengist lokum hinnar mögnuðu Unglistahátíðar sem hófst sl. miðvikudag. Prestur verður sr. Sigurður Grétar Sigurðsson á Hvammstanga. Tónlist annast Helgi Ólafsson organisti auk þess sem kórfélagar leiða al- mennan söng. Undanfarin ár hefur verið messa í Borg- arvirki og hefur messan notið vinsælda. Heimamenn jafnt sem ferðafólk er velkomið til þátttöku og tilvalið að taka með sér nesti til að snæða „messukaffi“ að athöfn lok- inni. Klæðist eftir veðri. Sóknarprestur. Morgunblaðið/ÞÖK Sólheimar í Grímsnesi. FRÉTTIR WORLD Class og Laugar bjóða í tvö- falda afmælisveislu í tilefni 20 ára afmælis líkamsræktarstöðvarinnar í dag, laugardaginn 23. júlí. Á milli klukkan 14 og 16 verður opið hús í Laugum við Laugardags- laug. Margvísleg skemmtun verður í boði og má nefna Fjölskyldu- skemmtun í Lauga-garðinum með fjölbreyttum leiktækjum, m.a. Ferr- ari-rafmagnsbílum. Jónsi í Svörtum fötum tekur lagið og Birta og Bárð- ur koma fram. Dansstúdíó World Class sýnir dans og verður opinn danstími fyrir alla frá kl. 14.30 til 15.30. Slegið verður upp getrauna- leik og verður hægt að vinna árskort í heilsurækt í Laugum. Ýmsar veitingar verða í boði um allt svæðið, s.s. pylsur, íspinnar, drykkir og alls kyns sælgæti. Frítt verður í Laugardagslaugina í tilefni dagsins. Í kvöld verður slegið upp risaballi með Sálinni í Skautahöllinni sem stendur frá kl. 23 til kl. 3 og eru allir sem hafa náð 18 ára aldri velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Tvöföld afmæl- ishátíð í Laugardal ÚTIMARKAÐURINN verður opn- aður í Mosfellsdal í dag, laugardag. Markaðurinn er við gróðrarstöðina Mosskóga og er nú haldinn sjötta sumarið í röð. Á markaðnum mun sem fyrr kenna ýmissa grasa. Fjöl- breytt grænmeti er til sölu sem og annað góðgæti. Að markaðnum, sem opinn er frá kl. 12-17 á laugardögum, standa Mosskógar, Dalsgarður, Túnfótur og Heiðarbær. Markaðurinn í Mosfellsdal verður opnaður á morgun og verður opinn á laugardögum fram á haust. Markaður í Mosfellsdal MAGNÚS Björn Ólafsson, nemandi í stjórnmálafræði og heimspeki við Háskóla Íslands, hefur verið ráðinn ritstjóri Stúdentablaðsins og tekur við af Helgu Arnardóttur. Stjórn Stúdentaráðs HÍ ræður í starfið og sóttu alls sjö um það. Magnús var í ritstjórn Stúd- entablaðsins síðasta vetur og hafði skrifað talsvert fyrir blaðið áður. Hann er 23 ára og hefur starfað sem blaðamaður á Blaðinu að und- anförnu og var m.a. upplýsinga- fulltrúi Framadaga síðasta vetur. Stúdentablaðið er gefið út sjö til átta sinnum yfir veturinn og und- anfarin tvö ár hefur blaðinu verið dreift með Fréttablaðinu. Búist er við að fyrsta tölublað nýs ritstjóra komi út í byrjun september. Nýr ritstjóri Stúdentablaðsins BENEDIKT S. Lafleur syndir í dag, laugardag, þreksund sem er liður í æfingu hans fyrir sund sem hann nefnir Reykjavíkursund og hefur verið að þróa að undanförnu. Að þessu sinni syndir Benedikt aðeins hluta leiðarinnar, en þó alls rúmlega 5 km, frá Bakkavör á Seltjarnarnesi inn í botn Fossvogsins. Benedikt syndir í fylgd með Björgunarsveit- inni Ársæli, leggur af stað um hálf- eitt og stefnir að því að vera kominn inn í botn um þrjú til hálffjögur. Þreksund í sjónum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.