Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 47 DAGBÓK Félagsstarf Aflagrandi 40 | Þórsmerkurferð 10. ágúst, leiðsögumaður Hólmfríður Gísladóttir. Þátttakendur hafi með sér nesti til dagsins, séu vel skóaðir og í skjólfatnaði. Skráning í s. 562– 2571 og á Aflagranda. Lagt af stað kl. 9.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Veiðivötn 27. júlí, dagsferð, laus sæti. 9.–13. ágúst Gæsavatnaleið, Askja, Kverkfjöll. Gist í svefnpokaplássi í fjallaskálum í 3 nætur en 4. nóttina á hóteli. Ekið um Þjórsárdal og Sprengisand til Nýjadals, Gæsavatna- og Trölladyngjuleið, Öskju, Hvanna- linda og Kverkfjalla. Uppl. og skrán- ing í s. 588–2111. Hæðargarður 31 | Út í bláinn. Fjöl- skylduganga Laugardals- og Háaleit- ishverfis frá Hæðargarði 31 alla laug- ardagsmorgna kl. 10, hvernig sem veður er. Að lokinni göngu er boðið upp á teygjuæfingar og vatn. Staður og stund http://www.mbl.is/sos Í LISTASAFNI Ísafjarðar verður opnuð í dag sýning á verkum Katr- ínar Elvarsdóttur. Sýningin ber heitið „Heimþrá“. „Þetta er röð ljósmynda, mynd- brota, sem sýna hluti sem flestir kannast við úr sínu lífi,“ sagði Katrín í samtali við blaðamann. „Þetta tengist mjög mínum per- sónulegu minningum, sem er það sem ég vísa í með heiti sýning- arinnar: þrá í minningu, ekki endi- lega þessi dæmigerða heimþrá þeg- ar mann langar að vera heima hjá sér frekar en einhvers staðar annars staðar, heldur þessi þrá sem maður ber til minninga. Ég hef búið í mörg- um löndum og finn fyrir vissri þrá til þeirra staða sem ég hef verið, en oft í litla og fáránlega hluti – kannski ekki það augljósasta.“ Myndirnar eru teknar bæði hér- lendis og erlendis en Katrín segir þó að myndirnar gætu flestar verið teknar hvar sem er. „Þó er kannski augljóst hvað er tekið á Íslandi, jafn- vel ef það er bara smáatriði úr um- hverfinu, því maður sér yfirleitt eitt- hvað íslenskt í því.“ Í húsi minninganna Segja má að þema sýningarinnar passi skemmtilega við sýningarstað- inn, en Katrín er fædd og uppalin á Ísafirði: „Ég fæddist á sama stað og sýningin er haldin, gamla sjúkrahús- inu á Ísafirði sem nú er búið að breyta í listasafn. Þetta er hús sem Guðjón Samúelsson byggði 1925 og mér hefur alltaf þótt afskaplega vænt um þetta hús. Ég man eftir því sem krakki að koma hingað þegar bróðir minn fæddist og átti hér fleiri slík auknablik. Þegar ég síðan sá hve endurbæturnar á staðnum voru vel heppnaðar sýndi ég því mikinn áhuga að fá að sýna hérna. Sýningin tengist samt ekki endilega þessum stað, frekar en öðrum stöðum, þó hann tengist þessari tilfinningu sem ég er að tala um.“ Katrín útskrifaðist frá Art Insti- tute of Boston árið 1993 og á að baki fjölda samsýninga í Danmörku, Bandaríkjunum og á Íslandi. Heimþrá er 14. einkasýning Katr- ínar og verður sýningin opnuð kl. 16. Hún mun standa fram á haust en op- ið verður virka daga kl. 13–19 og á laugardögum kl. 13 til 16. Einnig er væntanleg á næstunni bók sem er samstarfsverkefni Katr- ínar og Mattiasar Hemstock. Bókin ber titilinn „Mórar -Nærvídd“ og er gefin út af 12 tónum: „Í bókinni koma saman hljóðverk og ljós- myndasería. Þar verða svarthvítar myndir sem ég tók um allt land af ýmiss konar minjum sem allar eru manngerðar. Þar eru t.d. hús, verk- smiðjur, skip eða vegir. Mattias fór með mér og tók upp hljóðin á þess- um sömu stöðum og blandar saman við þau raftónlist.“ Mynd af þrá Eitt verkanna á sýningunni. NÚ hafa smábarnabækurnar um Emmu og Tuma eftir Gunillu Wolde verið gefnar út í þriðja skipti á Íslandi. Þessar einföldu og sniðugu bækur standa enn fyrir sínu og eru áreiðanlega við það að heilla enn eina kynslóðina. Ég man að þegar ég var lítil fannst mér alltaf gaman að skoða þessar bækur og þá voru bækurnar Emma öf- ugsnúna og Tumi bregður á leik í sérstöku uppáhaldi. Í raun eru þessar fjórar bækur sem ég skoðaði ósköp ólíkar. Tumi er lítill er sniðug bók þar sem ólík orð og hugtök eru útskýrð með einföldum, hversdagslegum athöfnum Tuma. Þessi bók hefur engan söguþráð, en af henni má læra orðaforða og auka skilning á umhverfinu. Tumi bakar fer á frekar óáhugaverðan hátt í gegnum það ferli þegar Tumi bakar köku. Hann brýtur egg og hrærir o.s.frv. án þess að nokkuð óvænt komi upp. Þetta finnst mér frekar óspennandi bók, en dóttir mín vill vel hlusta á hana. Satt er að börn hafa gaman af að sjá hversdagslegar athafnir, en hveitipoki, sleif og skál eru ekki hluti af þeirra áhugaheimi. Tumi hefði kannski frek- ar átt að drífa sig í bað og bursta tennurnar. Emma meiðir sig er frábær bók. Hún segir söguna af því þegar Emma dettur niður úr tré á leikskólanum og fær skurð á höfuðið. Það er mikið drama í lífi minnstu barnanna í hvert skipti sem þau meiða sig og þau ættu að geta lifað sig vel inn í þessa „átakamiklu“ bók. Í bókinni Emma gerir við ákveður Emma að gera við nokkur af leikföngunum sínum. Hér eru myndir af mörg- um leikföngum sem gaman er að skoða, benda á og nefna, mun frekar en fyrrnefnt bakaradót í bókinni um Tuma. Og í lokin meiðir litli bróðir sig svo Emma þarf líka að „gera við“ hann. Það er skemmtilegur endir á skemmtilegri bók, auk þess sem þessu tilheyra hin áhugaverðu fyrirbæri: tár og plástrar. Sem fullorðinn lesandi með hlustanda í kjöltunni kann ég betur að meta sögurnar um Emmu, þar sem hún er uppátektasamari, húmorískari, dramatískari og hvetur börnin til að vera dugleg, hugrökk og góðhjörtuð. Tuma- bækurnar eru ópersónulegri og kenna börnunum frekar um umhverfið sitt en sjálf sig og tilfinningar sínar, sem er þó auðvitað nauðsynlegt líka. Bæði bækurnar um Emmu og Tuma eru bendibækur af einföldustu gerð, en í tilfellum þessara fjögurra bóka virðast bækurnar um Emmu vera fyrir aðeins eldri börn. Textinn er lengri, frásögnin flóknari og þar með verður samspilið við myndir bókarinnar flóknara. Prenttækni hefur fleygt fram á undanförnum árum og þar með hafa myndskreytingar barnabóka þróast mjög mikið. Mynd- irnar í þessum bókum eru frekar gamaldags þegar á það er litið, en það er ekkert sem skemmir ágæti þeirra. Mið- að við aldur bókanna eru kynjahlutverkin hins vegar óvenju óhefðbundin. Í Emma meiðir sig er fóstran sem fer með hana til læknisins karlmaður. Og þegar Tumi bakar er það pabbi hans sem aðstoðar hann. Þessu stigi hafa sumar íslenskar bækur ekki enn náð. Klassík litlu krúttanna BARNABÆKUR Texti og myndir: Gunilla Wolde. 20-24 bls. JPV 2005 Tumi er lítill, Tumi bakar, Emma meiðir sig, Emma gerir við. Tumi og Emma Hildur Loftsdóttir Ársrit Ungmennasambands Austur- Húnvetninga, Húnavaka, er nýkom- ið út í 45. sinn og flytur að þessu sinni fjölbreytt efni um mannlíf fyrr og nú í hér- aðinu. Sérstaka athygli vekur að í Húnavöku eru birtar sjö verð- launaritgerðir grunnskólanema úr ritgerða- samkeppni sem félagið Húnavaki stóð fyrir en það er eitt af félögunum sem mynda landssamtökin – Landsbyggðin lifi – sem stóð að sams konar sam- keppni í skólum í dreifbýli. Verk- efnið fólst í því að nemendur voru beðnir að skrifa um hvað væri hægt að gera fyrir heimabyggðina. Í ávarpi Stefáns Á. Jónssonar rit- nefndarformanns Húnavöku kemur ennfremur fram að félaginu hafi þótt ritgerðirnar það athyglisverðar og vel unnar að eðlilegt væri að þær kæmu fyrir sjónir héraðsbúa en ekki var fært að birta nema sjö í Húnavöku þar sem lengd ritsins leyfði ekki meira. Stefán segir ennfremur: „Meðal þess sem kemur fram í ritgerðum nemendanna og sýnir að þeir tóku verkefnið alvarlega er t.a.m.: „Svona verkefni kemur manni til að hugsa.“ Annar talar um að flytja vinnuna til fólksins. Sá þriðji spyr hvað hægt sé að gera til að bæta lífið í kringum okkur. Sá fjórði segir að fólkið í héraðinu þurfi að standa saman við að byggja sýsluna upp. Einnig benda þeir á og rökstyðja í ritgerðum sínum, fjölda hugs- anlegra verkefna og sum allnýstár- leg sem vissulega vekja til umhugs- unar. Sumir bera saman kosti og galla þess að búa úti á landi en telja jafnframt upp mikla kosti við að búa í Húnavatnssýslu, sam- göngur, heilbrigðisþjónusta og grunnskólar væru í góðu lagi en framhaldsskóla vantaði. Menningar- starfsemi væri töluverð en mætti þó vera fjölbreyttari. Einnig kom fram að atvinnulífið væri ekki nógu fjölbreytt, það þyrfti verulega að bæta. Margir þeirra nefna sér- staklega að gott sé að búa hér og þeir vildu gjarnan búa hér í framtíð- inni en fyrst þyrftu þeir að fara í framhaldsskóla og mennta sig. Eftir það gætu þeir jafnvel komið heim og stofnað fyrirtæki. Ungt fólk þyrfti að vera bjartsýnt og það þyrfti að komast í tísku að búa og starfa úti á landi.“ Alls eru 50 greinar, ljóð, viðtöl, þættir og fréttapistlar í Húnavöku og er þar af mörgu að taka. Þjóð- legur fróðleikur á sinn hlut en einn- ig greinar um menn og málefni, ferðasögur, ljóð eftir Húnvetninga, hugleiðingar, smásögur og fjölmargt fleira. Húnavaka er 265 bls., prýtt fjölda mynda og Ásprent sá um prentun. Ritnefnd Húnavöku skipa Jóhann Guðmundsson, Unnar Agnarson, Páll Ingþór Kristinsson, Ingibergur Guðmundsson, Magnús B. Jóns- son. Ritstjórn annaðist Stefán Á. Jónsson. Héraðsrit ÚRVAL menningarviðburða á Akureyri verður með fjölbreytt- ara móti um helgina. Á laugardegi Eiríkur Arnar Magnússon opn- ar kl. 14 sýningu á verkum sínum á Café Karólínu. Ljósmyndasýningin Íslend- ingar opnar á veggnum milli Ket- ilhússins og Listasafnsins. Í Gallerí Box kl. 20 verður „Sumarhappening“ þeirra Habbý og Jónu Hlífar á meðan DJ Take me home spilar tónlist. Á sunnudegi Miðaldadagur verður frá kl. 13-17 á verslunarstaðnum Gásum. Í Akureyrarkirkju verða sumartónleikar þeirra Sigurðar Flosasonar saxó- fónleikara og Gunnars Gunnarssonar orgelleikara. Í Ketilhúsi kl. 20.30 kynnir Emiliana Torrini nýja plötu sína, „Fisherman’s Woman“ og kostar aðgöngumiðinn 2.500 kr. Loks verður síðasti sýningardagur í Ketilhúsi á kínverskri list. Morgunblaðið/Ómar Dagskrá Listasumars ÞAU Guðrún Gunnarsdóttir og Val- geir Skagfjörð halda tónleika í Hóladómkirkju á sunnudag. Guðrún og Valgeir hafa und- anfarna mánuði haldið tónleika í kirkjum víðsvegar um landið. Syng- ur Guðrún meðal annars lög af plöt- unni „Óður til Ellyjar“ frá árinu 2003, sem hún hlaut tónlist- arverðlaun fyrir árið 2004, og sóló- plötu sinni „Eins og vindurinn“ sem gefin var út um síðustu jól en á síð- astnefndu plötunni var að finna lög og texta eftir Valgeir.Einnig verða á efnisskrá gamlir og nýir sálmar. Tónleikarnir hefjast kl. 14 og er aðgangur ókeypis. Guðrún Gunnarsdóttir Sunnudagstónar í Hóladómkirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.