Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 23 MINNSTAÐUR ÁRBORGARSVÆÐIÐ SUÐURNES Hveragerði | „Ég hef gefið þessu góðan tíma að undanförnu og mála mikið úti, var við Mývatn sem er ótrúlegur staður til að mála og svo var ég inni á fjöllum og málaði til dæmis Jarlhetturnar. Það er lang- skemmtilegast að vera úti ef maður getur komið því við,“ sagði Jón Ingi Sigur- mundsson listmálari sem opnar mál- verkasýningu í Eden í Hveragerði næst- komandi þriðjudag, klukkan 20.30. Myndir Jóns Inga hafa vakið athygli en nýlega birtist mynd eftir hann í alþjóðlegu mynd- listartímariti, International Artist, en það þykir mikil viðurkenning að fá birtar myndir í því tímariti og umfjöllun um þær. Jón Ingi, sem er mikill tónlistarmaður og stjórnaði kór Fjölbrautaskólans um árabil, hefur fengið tvo bæjarfulltrúa úr Árborg, vana söngmenn, þá Þorvald Guðmundsson og Ásmund Sverri Pálsson til að syngja dú- ett við opnun sýningarinnar. Á sýningunni í Eden eru olíu- pastel og vatnslitamyndir sem allar eru málaðar á þessu og síðasta ári. Myndefnið er að mest- um hluta landslag, oft málað á staðnum eða í vinnustofu. Myndefnið er sótt víðs vegar að af landinu, stundum eru þetta þekktir staðir og stundum lækur eða tjörn eða gömul hús. Inni á milli eru svo blóma- myndir og stemningsmyndir. Áhugasamir geta kynnt sér vefsíðuna www.joningi.com. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Sýning Jón Ingi Sigurmundsson með tvær mynda sinna, af gömlum húsum á Eyr- arbakka og vatnslitamynd frá Þingvöllum. Skemmti- legast að mála úti Njarðvík | Í bátasmiðju Mótunar ehf. í Njarðvíkum er nú verið að ljúka smíði Gáskabáts sem fer til Grænlands en hann fékk vinnuheitið Hrein- dýrabáturinn og er eins og Gáski 1100-bátarnir. Hann er smíðaður fyrir Stefán Magnússon, hreindýrabónda í Grænlandi. Stefán hyggst nota hann sem útsýnisbát fyrir ferðamenn, flytja veiði- menn og þann afla sem þeir þurfa að koma til byggða auk þess sem hann mun annast sjúkraflutninga og þjónusta jarðvísindamenn sem eru við nikk- elleit í Grænlandi. Báturinn gengur 27 sjómílur og verður með aðstöðu fyrir 12 manns auk áhafnar, annað rými verður nýtt undir flutninga. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Hreindýrabátur Starfsmenn Mótunar við bátinn sem þeir hafa verið að smíða og nú hefur verið sjósettur. Hann verður í ferðum við Grænland. Smíða bát fyrir hreindýrabónda Selfoss | „Við byrjuðum hérna 1. júní og verðum með opið til 15. ágúst en þá tekur við starfsemi heimavistar Fjölbrautaskólans. Þetta hefur farið vel af stað, við fáum til okkar ferðamenn á bíla- leigubílum og fólk sem vill hugsa um sig sjálft,“ segja Erna Gunn- arsdóttir og Erla Þorsteinsdóttir sem ásamt eiginmönnum sínum eru eigendur íbúðahótelsins Fosstúns við Eyraveg á Selfossi. Húsið er í göngufæri frá miðbænum á Selfossi og með mjög gott aðgengi fyrir alla. Í húsinu eru 32 íbúðir, 30 og 40 fermetrar að stærð, með gistiplássi fyrir 72. Íbúðirnar eru leigðar út með öllum búnaði sem þarf til dval- ar og í hverri íbúð er svefnpláss fyr- ir 2 til 4. Síðan er aðgengi að þvott- vél og þurrkara og tölvutenging er í hverri íbúð. Verð á gistingu er 7.000 krónur nóttin fyrir minni íbúðirnar og 9 þúsund fyrir þær stærri. Skipt um starfsvettvang Gestir þeirra Ernu og Erlu sem dvelja í lengri tíma fá þrif og skipti á rúmfötum. „Fólk sem kemur þarf ekki að koma með neitt með sér nema matinn,“ segir Erna og þær vekja athygli á að íbúðirnar séu eins og sumarhús með þjónustu. Fólk getur verið mjög frjálst í Fosstúni en hver íbúð hefur sjálf- stæðan inngang og svo er vakt í af- greiðslunni allan sólarhringinn sem er mikið öryggisatriði fyrir gestina. Í næsta nágrenni eru verslanir og veitingastaðir og stutt í sundlaug- ina á staðnum. Margar fjölskyldur á Selfossi og í næsta nágrenni hafa nýtt sér Fosstún þegar stór- fjölskyldan kemur í heimsókn og gistipláss vantar. Þær Erna og Erla störfuðu á skrifstofu byggingafyrirtækisins JÁ-verktaka á Selfossi sem fjöl- skyldur þeirra voru aðaleigendur að. Þar sáu þær um allt skrifstofu- og mannahald. Fyrirtækið var síð- an selt fyrir nokkru og fjölskyld- urnar sneru sér að öðrum verk- efnum og rekstur íbúðahótelsins Fosstúns yfir sumartímann er eitt þeirra. Fjölskyldurnar byggðu hús- ið og leigja það út til Fjölbrauta- skóla Suðurlands yfir vetrartím- ann. „Okkur þótti alltaf vænt um mannskapinn í fyrirtækinu,“ segir Erla en skrifstofa fyrirtækisins var miðja í öllu sem sneri að starfs- mönnum svo sem við launa- greiðslur og ýmis samskipti starfs- manna. Hún bendir á að þó allur rekstur þurfi svipaðar áherslur þá sé það talsverð breyting að reka ferðaþjónustufyrirtæki. Í æfingabúðum í sumar „Það má segja að við séum í æf- ingabúðum, núna fyrsta sumarið. Við erum svona að átta okkur á þeirri stöðu sem við erum í hérna og hvernig best er að snúa sér í þessu. Það er margt sem maður þarf að læra en við byggjum þjón- ustu okkar á almennri íslenskri gestrisni,“ segir Erna en fjölskyld- urnar vinna við reksturinn og skipta með sér sumrinu og börnin taka þátt í vinnunni sem inna þarf af hendi. „Verkefni haustsins og vetrarins verður að kynna okkur fyrir mark- aðnum og koma okkur vel á fram- færi fyrir næsta sumar,“ segir Erla. Báðar eru þær sammála um að um- sýslan í kringum íbúðahótelið og gestina sé skemmtilegt starf. „Okk- ur leiðist sko alls ekki í þessu. Það er mjög gefandi að umgangast fólk og kynnast viðhorfum þess, hvað- anæva úr heiminum,“ segja þær Erna og Erla í íbúðahótelinu Foss- túni á Selfossi. Reka íbúðahótel í húsnæði sem verður heimavist Fjölbrautaskólans í vetur Fólk er frjálst í Fosstúni Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Sumar Erna Gunnarsdóttir og Erla Þorsteinsdóttir reka íbúðahótelið Fosstún á Selfossi í sumar. Þær eru ánægðar með nýjan starfsvettvang. Eftir Sigurð Jónsson Reykjanesbær | „Þetta skapar aukna möguleika fyrir fyrirtækið en það skiptir mig líka máli að unnið sé að framleiðslu skólamáltíða á réttan hátt. Það hefur svo mikið forvarnar- gildi fyrir ungdóminn,“ segir Axel Jónsson, framkvæmdastjóri og aðal- eigandi Matarlystar-Atlanta ehf., en bæjarráð Reykjanesbæjar hefur að tillögu Ríkiskaupa ákveðið að ganga til samninga við fyrirtækið um fram- leiðslu matar fyrir grunnskóla bæj- arins og mat sem sendur er heim til aldraðra bæjarbúa. Matarlyst-Atlanta rekur útsend- ingareldhús og veitingastað við Iða- velli í Keflavík. Axel Jónsson breyttri rekstri fyrirtækisins fyrir sjö árum þegar Atlanta hætti að fljúga til landsins og nýta þjónustu fyrirtækisins. „Við þurftum að gera eitthvað við áhöld og aðstöðu og þá fór ég að þróa þetta verkefni, skóla- matinn,“ segir Axel. Síðan hefur hann unnið að því að prédika mik- ilvægi þess að framleiða góðan mat fyrir skólabörnin og hagkvæmni þess að gera það í miðlægum eldhús- um. Fékk hann í fyrstu litlar und- irtektir. Síðan náðust samningar við Hafnarfjarðarbæ um framleiðslu á mat í tvo skóla og síðan hefur verk- efnið verið í stöðugri framþróun, að sögn Axels. Síðasta vetur var matur sendur í sjö skóla á höfuðborgarsvæðinu og í Grindavík. Nú bætast væntanlega við fimm grunnskólar í Reykja- nesbæ auk nokkurra grunnskóla og leikskóla á höfuðborgarsvæðinu þannig að næsta vetur má búast við að fyrirtækið framleiði mat fyrir fimmtán skóla. Reiknar Axel með að framleiddir verði um 2.500 mat- arskammtar á dag, fyrir skólana og önnur mötuneyti sem eru í við- skiptum hjá fyrirtækinu. Fjórir aðilar buðu í skólamatinn í Reykjanesbæ, Sláturfélag Suður- lands, IGS á Keflavíkurflugvelli og HÁ-veitingar í Stapanum. Ríkiskaup lögðu mat á tilboðin út frá verði, fjöl- breytileika matseðla, hollustu, menntun og reynslu bjóðenda. Fékk tilboð Matarlystar hæstu einkunn, út frá þessum forsendum, og ákvað bæjarráð að ganga til samninga við fyrirtækið. Verðið lækkar í áskrift Starfsfólk skólanna í Reykja- nesbæ mun áfram sjá um, ásamt starfsmanni verktaka, að útdeila mat og sjá um að allt fari vel fram meðan á máltíðum stendur og allt fyrirkomulag máltíða verður með líku sniði og verið hefur, segir í frétt um þetta á vef Reykjanesbæjar. Helstu breytingarnar gagnvart for- eldrum eru þær að ekki þarf að kaupa matarkort á bæjarskrifstof- unum heldur verða viðskiptin við verktakann. Nýjung er að boðið verður upp á áskrift samhliða matarkortunum. Stök máltíð mun áfram kosta 235 krónur en máltíð í áskrift verður boðin á 185 krónur. Þetta er um það bil 20% lækkun frá núverandi verði. Matarlyst-Atlanta styðst við ráð Lýðheilsustöðvar um næring- arinnihald matarins og næring- arfræðingur reiknar út næring- argildi fæðisins á matseðlinum. Matseðillinn er birtur á vef fyr- irtækisins, skolamatur.is, nokkrar vikur fram í tímann. Axel segir að samhliða þeirri aukningu sem nú verður í eldhúsinu hafi verið ákveðið að hætta veitinga- rekstri í Matarlyst á Iðavöllum og nýta plássið til að stækka eldhúsið. Samið við Matarlyst-Atlanta um skólamat í Reykjanesbæ Eldhúsið framleiðir mat fyrir 2.500 manns á dag Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Skólamatur Verkefnin aukast hjá Axel Jónssyni í Matarlyst-Atlanta. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.