Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING www.kringlukrain.is sími 568 0878 Stuðbandalagið frá Borgarnesi í kvöld Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju 23. júlí kl. 12.00: Nigel Potts, orgel 24. júlí kl. 20.00: Nýsjálenski orgelsnillingurinn Nigel Potts leikur fjölbreytta orgeltónlist. Sígild tónlist í sögulegu umhverfi 22.-24. júlí 2005 Tónleikarnir verða haldnir í Reykholtskirkju. Miðapantanir í símum 891 7677 og 552 3208. Miðasala við innganginn. samhljomur@internet.is • www.vortex.is/festival Opnunartónleikar föstudaginn 22. júlí kl. 20.00 Flutt verður tónlist eftir Clöru og Robert Schumann. Miðdegistónleikar laugardaginn 23. júlí kl. 15.00 Donald Kaasch tenór og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari flytja ensk lög og þekktar óperuaríur. Kvöldtónleikar laugardaginn 23. júlí kl. 20.00 Brindisi tríóið flytur píanótríó eftir Haydn og Ravel. Einnig verður flutt strengjatríó eftir Beethoven. Lokatónleikar sunnudaginn 24. júlí kl. 16.00 Flutt verða m.a. verk eftir Mozart, Schubert og Chausson. Flytjendur: Auður Hafsteinsdóttir, Ásdís Valdimarsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Caroline Palmer, Donald Kaasch, Jacqueline Shave, Michael Stirling, Philippe Graffin og Steinunn Birna Ragnarsdóttir. ehf Þ að var ekki ónýtt að sitja á Grábræðratorgi í hjarta Kaupmannahafn- ar um hádegisbil þann fyrsta júlí, nýkominn úr rigningunni í Reykjavík, snæða danskt smurbrauð með glasi af öli, baðandi sig í sól og hlustandi á Orion-djasslúðrasveitina blása til djasshátíðar. Það er sosum ekki merkileg tónlist sem þessir miðaldra herrar blása í anda gömlu New Or- leans lúðrasveitanna, en gefur samt lífinu lit og minnir okkur á að hátíð er í bæ. Þennan fyrsta dag sótti ég tvenna stórtónleika með snillingum sem hafa sótt okkur Íslendinga heim: Gary Burton og Thomas Clau- sen í Glassalen í Tívolí og Jan Garbarek og Hilliard söngkvartett- inum í Frúarkirkju. Thomas Clau- sen er einn helsti djasspíanisti Norðurlanda um þessar mundir og hefur leikið hérlendis í þrígang. Hin síðustu ár hefur hann gjarnan verið með sömbuskotna tónlist á efnis- skránni og hún skipaði einnig veg- legan sess er átta manna hljómsveit hans lék ásamt víbrafónsnillingnum Gary Burton á fyrri hluta fyrstu tón- leika djasshátíðarinnar í Glassalen í Tívolí. Samvinna Thomasar og Bur- tons er ekki ný af nálinni; en þeir léku saman er Jazzpar-verðlaunin voru afhent í fyrsta sinni í Kaup- mannahöfn 1990, m.a. Café Noir eft- ir Thomas, sem var á efnisskrá þeirra þarna í Tívolí ásamt verkum eftir Jobim og fleiri snillinga. Það lýtti þessa tónleika dálítið hversu illa gekk að fá rétta hljóðið í salinn. Glassalen er ekki auðveldur við- fangs en mögnunin á píanói Thom- asar var ótrúlega misheppnuð. Mað- ur lét það þó ekki á sig fá og skemmst er frá að segja að fegurri túlkun á Samba de saudade Jobims hefur maður sjaldan heyrt. Eftir hlé lék Burton með unglingakvartett sínum þar sem einna eftirtektar- verðastur var úkraníski píanistinn Vadim Neselovskíj, vel klassískt skólaður. Því miður varð ég að yf- irgefa tónleikana meðan kvintett Gary Burtons, mesta víbrafóndjass- leikara sem nú er á lífi, var enn að leika því í Frúarkirkju beið norski saxófónjöfurinn Jan Garbarek ásamt bresku miðaldasöngvurunum. Tónleikar Garbareks og Hilliards í Hallgrímskirkju á RúRek- djasshátíðinni 1996 verða lengi í minnum hafðir og satt best að segja varð ég mjög undrandi er þeir sögðu mér að þeir hefðu aldrei hljómað jafn vel í 20. aldar kirkju og þar. Jafnvægið sem ríkti milli saxófóns- ins og raddanna var ekki jafngott í Frúarkirkju. Saxófónninn var mun sterkari sem var að sjálfsögðu betra en ef raddirnar hefðu yfirgnæft hann því í saxófónleik Garbareks kristallast snilli þessa samspils mið- alda og nútíma. Þarna mátti heyra rússneska sálma og skoskar ball- öður frá 16. öld, þjóðlög frá Norður- jafnt sem Suður-Ameríku og verk eftir Tallis, Dufay og Veljo Tormis; en hápunkturinn voru verk eftir Garbarek þar sem hann hvarf á stundum aftur til Rollinsáhrifa æsk- unnar. Þeir gengu oft fram og aftur um kirkjuna meðan sungið og spilað var og töfrarnir fylgdu manni heim á leið. Niels-Hennings minnst Annar dagur hátíðarinnar var dagur Niels-Hennings. Þriggja tíma minningartónleikar voru haldnir í Kongens have og aldrei hef ég séð slíkan mannfjölda þar. Finn Slum- strup var kynnir og flutti minning- arorð með miklum sóma en þrátt fyrir að flestir helstu djassleikarar Dana kæmu þarna fram voru tón- leikarnir ekki jafn magnaðir og efni stóðu til. Fyrst og fremst voru þeir of langir og lítt skipulagðir. Á tón- leikum sem þessum þarf hvert lag að eiga sér tilgang og þarna vantaði oft mikið upp á og óskiljanlegt var hvaða hlutverki popparinn Niels HP hafði þarna að gegna. Upphafstríóið með Palle Mikkelborg á trompet, Helene David á hörpu og Bo Stief á rafbassa var frábært og blástur Palle í Skovens dype stille ro magn- aður. Samvinna Palle og Niels- Hennings var alla tíð gifturík eins og í tríóinu með Kenneth Knudsen sem hér lék á NART-hátíðinni og dúettleikur Niels-Hennings og Mil- es Davis í Aura-svítu Palle er orðinn klassík. Þarna léku líka á bassa Hugo Rasmussen, Jesper Lund- gaard og Mads Vinding og tromm- ararnir Jonas Johansen og Alex Riel, Carsten Dahl og Ole Kock á pí- anó og Jakob Fischer á gítar. Jonas sagði frá því að á öllum ferli sínum með tríói Niels-Henning hefði að- eins verið æft tvisvar – aftur á móti hefði Niels æft alla daga einn. Það var kannski helsti ókostur við þessa minningartónleika hve mikið af tón- listinni var óæft því þótt Niels æfði ekki með sínum mönnum vissi hann alltaf upp á hár hvað og hvernig spila skyldi og þeir skynjuðu það. Það er aðal snillingsins. Danska út- varpið mun efna til mikilla minning- artónleika um Niels-Henning þann 19. desember þar sem Stórsveit danska útvarpsins og nokkrir er- lendir stórsólistar munu koma fram. Þar verður trúlega allt í föstum skorðum. Óneitanlega setti það sinn svip á hátíðina að Niels-Henning var horf- inn og minntist ég með trega hinna stórkostlegu einleikstónleika hans í Þjóðminjasafni Dana er hann hélt er ég var síðast á djasshátíð í Kaup- mannahöfn 1998. Það eru líklega einu einleikstónleikarnir er hann hélt og bauð hann upp á Gammel dansk á eftir. Það var líka sjón- arsviptir að Bent Jædig, tenórsax- istanum frækna er lést í fyrra. Sveiflan hefur ekki verið söm í turn- um borgarinnar eftir fráfall hans. Íslandsfarar Niels og Bent heimsóttu Ísland margoft og það hefur líka gítarleik- arinn Doug Raney gert, en hann býr enn og starfar í Kaupmannahöfn. Eftir minningartónleikana um Niels sat ég í góðra vina hópi fyrir utan Hvít er Doug gekk hjá með gítar um öxl. Fannst honum gott að hitta Ís- lendinga og vonast eftir að leika hér sem fyrst. Um kvöldið hlustaði ég á hann með danska alsaxistanum Christinu von Bülow og bassaleik- aranum Jens Skov. Þetta var fínt tríó og Doug sjálfum sér líkur þótt margt hafi drifið á daga hans síðan hann var hér síðast. Við Mindeanker Nýhafnar var kvartett Finn Zieglers að spila á þriðja í djassi. Jakob Fischer með honum og hjónin Jens Skov og Be- nita Haastrup sem hér trommaði á minningartónleikunum um Jón Kal- dal með Sophisticated Ladies. Finn er alltaf jafnmagnaður eins og Ís- lendingar geta heyrt á nýútkomnum diski með kvintetti hans og Árna Schevings. Það er eins og sveiflan sé hluti af honum, en slíkt verður ekki sagt um marga norræna djassleik- ara. Um kvöldið voru stórtónleikar í Glassalen þar sem trommumeist- arinn Roy Haynes var í aðal- hlutverki. Hann hefur verið í uppá- haldi hjá mér í hálfa öld, eða frá því Fyrstu tíu daga júlímánaðar var Djasshátíð Kaupmannahafnar haldin í 27. sinn og hefur sjaldan verið jafnglæsileg. Sól skein í heiði og hitinn yfirleitt nálægt þrjátíu gráðum og uppselt á flesta tónleika og garðar, torg og stræti full af djass- glöðum Dönum jafnt sem erlendum gestum, en talið er að yfir 300 þúsund manns hafi sótt hátíðina að þessu sinni. Tón- leikar voru um átta hundruð og haldnir jafnt á klúbbum þar sem aðeins nokkrir tugir gesta rúmuðust sem í Kongens have þar sem þúsundir minntust frægasta djassleikara Norðurálfu, Niels-Hennings Ørsted Pedersens. Hér segir Vernharður Linnet frá ýmsu er hann upplifði á hátíðinni makalausu. Kaupmannahafnar- djasshátíðin makalausa Palle Mikkelborg, Jakob Fischer og Hugo Rasmussen leika á minningartónleikunum um Örsted Pedersen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.