Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 33 UMRÆÐAN PRÓFESSOR Jón Helgason var mikill málræktarmaður og afstaða hans til erlendra orða í íslensku var skýr. Um þetta segir hann: En eigi íslensk máltilfinning að haldast óspillt, verðum við að berjast af alefli gegn erlendum, hingað til mest dönskum, orðum og tals- háttum sem ekkert erindi eiga, ekk- ert skarð fylla, heldur aðeins þvæl- ast fyrir og byggja út jafngóðum eða betri orðatiltækjum af innlendri rót sem við áttum fyrir. Umsjón- armanni virðast þessi varnaðarorð enn eiga fullan rétt á sér að því breyttu að nú er það enskan sem sækir á af sífellt auknum þunga. Nýlega setti KEA á Akureyri nýja afurð á markað, skyrdrykk undir nafninu Smoothie. Um þetta segir Guðmundur Andri Thorsson: ‘En óneitanlega finnst manni það hálf leiðinlegt að gamalgróinn framleiðandi skuli finna sig knúinn til að grípa til ensku í því skyni að laða ungt fólk til að leggja sér til munns framleiðsluna’ (Fréttabl. 20.6.05). Undirritaður tekur heils- hugar undir þetta og þykir reyndar vægt að orði komist. En KEA- menn eru því miður ekki einir á báti því að Síminn lætur sér sóma að skreyta auglýsingar sínar með ensku. Í einhvers konar auglýsinga- herferð fyrirtækisins getur að líta þrjá menn við ýmsar aðstæður og textinn hljóðar t.d. svo: Spjallaðu eins og þú vilt við þrjá flippaða vini. … Sæktu foxý músik og fönkí myndir. … Með öllum GSM- tilboðum fylgja grúví símalínu- skautar á 2.000 kr. – Hver er boð- skapurinn? Sonur umsjónarmanns reyndi að útskýra það: ‘Pabbi, skil- urðu þetta ekki? Það er gaman hjá þeim. Allir vilja vera þar sem gam- an er.’ Vel má vera að þetta sé rétt en umsjónarmanni finnst það ekki bera vott um mikinn metnað að velja hugsun sinni eða boðaskap þennan búning. Verst er þó að um- sjónarmann grunar að málfar síma- auglýsinganna beri vott um það sem kalla má ‘ýkt eða tilbúið ung- lingamál’. Svo mikið er víst að þeir unglingar sem ég hef talað við kannast ekki við þetta enskuhröngl, flestir svara hlæjandi: ‘Nei, við töl- um ekki svona.’ Hráar enskuslettur eru algengar í talmáli en sem betur fer eru þær ekki algengar á prenti þótt vissu- lega bregði þeim fyrir. Um alllangt skeið hefur umsjón- armaður reynt að fylgjast með málfari dag- blaða og fjöl- miðla og virðist honum Síminn hafa skapað sér nokkra sérstöðu á þessu sviði, að minnsta kosti fetar hann fáfarnar, jafnvel ótroðnar slóðir. Reyndar treystir umsjónarmaður málsmekk almennings það vel að hann hefur ekki mjög miklar áhyggjur af hráum slettum, t.d. víla og díla við vini sína (Fréttabl. 12.4.05). Öllu verri þykja honum óbein áhrif þar sem búningurinn er íslenskur en hugsunin ensk. Lítum á nokkur dæmi. Við leituðum húsið (til að kanna hvort þar leyndist eldur) (Sjónv. 24.4.05) = e. search the house. Af hverju Mannréttindastofa? (Mbl. 19.5.05) = e. why …? Ég er upp- lýstur um innihald skýrslunnar (Mbl. 5.6.05) = e. informed. Felt virðist hafa samúð fyrir [svo] spurningum þessa týnda manns (Mbl. 5.6.05) = e. lost man. Nadal … kom til baka eftir að hafa tapað fyrsta settinu (Fréttabl. 6.6.05) = e. come back. …það var ekki einfalt að setja fingurinn á veiluna (Mbl. 15.6.05) = e. put a finger on. Þegar leikkonan kom heim frá spítalanum (Fréttabl. 13.6.05) = e. … from the hospital. …taka u-beygju (Textav. 29.5.05) = e. take a u-turn. …ég hef sett allt vandræðalegt á bak við mig (Blaðið 10.6.05) = e. put behind oneself. Tók þá ákvörðun til baka í dag (Textav. 22.6.05) = e. take back. …en hlutirnir eru ekki að falla með okkur ‘okkur gengur ekki vel’ (Fréttabl. 18.6.1005). – Af síð- asta dæminu eru afbrigði með detta algeng en í báðum tilvikum virðist um að ræða nýmæli sem samsvarar enska orðinu fall. Framangreind dæmi sýna ensk áhrif á orðaforð- ann en breytingar á málkerfinu sjálfu blasa einnig við, t.d. í síðasta dæminu: …eru ekki að falla með okkur = are not going our way. Úr handraðanum Orðasambandið að gera e-ð að e-m fornspurðum merkir ‘að gera e-ð án vitundar e-s, án þess að spyrja hann’. Svipað orðafar er kunnugt í fornu máli, þ.e. að gera e-n fornspurðan að e-u, t.d.: Þykir mér illa að faðir hennar er gjörður fornspurður að þessu. Orðmyndin fornspurður [lo. forn + lh.þt. spurð- ur] er einhöfð í fornu máli og fram á 20. öld. Á síðari hluta 20. aldar skaut afbrigðið forspurður upp koll- inum í sömu merkingu en þar stendur for- sem neitandi forskeyti. KEA-menn eru því miður ekki einir á báti því að Síminn læt- ur sér sóma að skreyta auglýs- ingar sínar með ensku. jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL 56 Jón G. Friðjónsson 56. þáttur NÝLEGA ályktuðu framsókn- armenn á Suðurnesjum um mál- flutning þeirra sem hafa gagnrýnt fyrirkomulag einokunarverslunar- innar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Samtök verslunar og þjónustu og Verslunarráð Íslands hafa lengi bent á það sem betur mætti fara á þeim bænum og hvor samtökin fært rök fyrir sínum málstað með sínum hætti. Í Víkurf- réttum 7. júlí sl. er ályktun framsókn- armanna birt þar sem lýst er yfir undrun og fordæmingu á mál- flutningi SVÞ og VÍ. Var Flugstöðin í Kefla- vík kölluð stóriðja Suð- urnesjamanna. Verslunarráð hefur lengi haldið því fram að eðlilegt sé að einkaað- ilar reki og beri ábyrgð á þeirri verslun og þjónustu sem ákveðið er að sé fyrir hendi í flugstöðinni. Þannig er það í meginatriðum í dag að Fríhöfninni undanskilinni. Ríkið rekur Fríhöfnina í samkeppni við aðrar verslanir í Leifsstöð og hefur þar að auki einkarétt á sölu á til- teknum varningi, s.s. áfengi, tóbaki, snyrtivörum og tónlist. Vissulega er það svo að Fríhöfnin er ekki bara í samkeppni við aðrar verslanir í Leifsstöð heldur líka við verslunina í landinu og á það hafa SVÞ bent og vakið máls á því að komuverslunin verði lögð niður. Framsóknarmenn fordæma sem sagt þennan málflutning og færa fyrir því í ályktun sinni þau rök að komuverslunin skapi 50–60 störf á Suðurnesjum og tekjur af henni sé forsenda uppbyggingar flugstöðv- arinnar almennt. Þá blása framsókn- armenn á þær fullyrðingar að frí- hafnarverslun sé í samkeppni við aðra verslun í landinu. Telja þeir miklu nær að hún sé í samkeppni við aðrar flugstöðvaverslanir erlendis. Óneitanlega lægra verð á Suðurnesjum Hvað samkeppnina varðar er ekki með nokkru sannfærandi móti hægt að neita því að versl- anirnar í flugstöðinni, bæði komuverslun og aðrar, séu í samkeppni við aðra verslun í land- inu. Auglýsingar versl- ananna, verðkannanir þeirra og viðskipta- hættir eru með þeim hætti að allt kapp er lagt á að auglýsa lægra verð en gengur og ger- ist í öðrum verslunum í landinu. Það þekkist jafnvel að verslun í Reykjavík, með útibú í flugstöðinni, bjóði viðskiptavinum sínum að velja vöruna í versluninni í Reykjavík og fá hana afhenta í flug- stöðinni, á „fríhafnarverði“. Auðvit- að sækist fólk frekar eftir því að versla þar sem verðið er lægra og vissulega er það lægra, eða ætti að vera það, í verslunum sem þurfa ekki að skila virðisaukaskatti eða öðrum sköttum sem kunna að vera lagðar á vöruna. Það er afar langsótt að halda því fram eins og gert er að viðskiptahættir sem þessir séu til þess aðallega að keppa við erlendar fríhafnir. Að mati Verslunarráðs er full ástæða til þess að skattlagning- arvaldið velti því fyrir sér hvort að eðlilega sé að neytendum búið í þessum efnum. Spurningin um „fríhafnarverð“ eða ekki er svo hins vegar óháð því hvort menn telja eðlilegt að versl- anir séu í flugstöðinni yfirleitt en Verslunarráð er þeirrar skoðunar að svo sé, en að sú verslun eigi að vera í höndum einkaaðila. Rekstrarfyr- irkomulag verslananna er óháð þeim tekjum sem af þeim stafa. Rík- iseinkahlutafélagið Flugstöðin ehf. myndi eftir sem áður gera kröfu um arðsemi þeirrar starfsemi sem fer fram innan stöðvarinnar og fá af henni tekjur. Fullyrðingar um að ríkisrekin fríhafnarverslun sé for- senda uppbyggingar flugstöðv- arinnar standast ekki. Uppbygging þar á bæ mun halda áfram á næstu árum með þeim tekjum sem ríkið aflar til þess. Þá er ástæðulaust að óttast fækk- un starfsmanna á Keflavíkur- flugvelli, a.m.k. ekki af völdum auk- ins einkaframtaks. Með auknum einkarekstri, bæði í þjónustu innan flugstöðvarinnar en ekki síður á sjálfri Flugstöðinni ehf., skapast mun fleiri og fjölbreyttari tækifæri fyrir flugvöllinn í Keflavík, við- skiptavinum hans og starfsfólki til hagsbóta. Það er einmitt það sem hefur gerst undanfarin ár með að- komu einkaaðila að ýmsum þáttum rekstursins. Nú þarf bara að bæta um betur. Einkaframtakið er drif- krafturinn á Suðurnesjum Sigríður Ásthildur Andersen fjallar um rekstur Fríhafn- arinnar ’Verslunarráð telureðlilegt að einkaaðilar reki og beri ábyrgð á þeirri verslun og þjón- ustu sem ákveðið er að sé fyrir hendi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.‘ Sigríður Á. Andersen Höfundur er lögfræðingur hjá Verslunarráði Íslands. Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyr- irmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Kristján Guðmundsson: Því miður eru umræddar reglur nr. 122/2004 sundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum til- vikum óskiljanlegar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofnana, sem heyra undir samkeppn- islög, hvern vanda þær eigi við að glíma og leitar lausna á hon- um. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn, dýpka umræðuna og ná um þessi mál- efni sátt og með hagsmuni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrverandi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar GETUR verið að unnt sé að auka ráðstöfunartekjur fjölda lífeyr- isþega sem eiga eigin íbúðir en hafa lágar tekjur til ráðstöfunar? Nokkur fjöldi eft- irlaunaþega hefur í brúttólaun á mánuði um kr. 160.000 eða minna og verða þá ráðstöfunartekjur þeirra á mánuði um kr. 130.000 eða minna. Allir vita að erfitt mjög er að lifa sæmi- lega af þessum laun- um. Ótrúlegt hvað sumir hátekjumenn, þingmenn og sveit- arstjórnarmenn dást oft í orði að dugnaði, sparsemi og hagsýni eldri borgara og ör- yrkja. Fjöldi lífeyrisþega hefur skrifað í Morg- unblaðið að undanförnu um ráðstöf- unartekjur lífeyrisþega og má nefna nöfn eins og Benedikt Dav- íðsson, Ólafur Ólafsson, Guð- mundur Guðmundsson, Karl Gústaf Ásgrímsson og fleiri – en fátt heyr- ist frá ráðamönnum um bætt kjör lífeyrisþega. Er kannski verið að byggja hag- kvæmar leiguíbúðir fyrir aldraða sem enginn veit um? Er ríkis- stjórnin að útbúa í laumi ný lög sem kveða á um að sveitarstjórnir leggi sig fram við að byggja hag- kvæmar íbúðir fyrir aldraða í sveit- arfélaginu án þess að leyfa öldr- uðum að fylgjast með? Hafi reynst hagkvæmt að byggja og selja/leigja eins og Búseti og Búmenn hafa gert á undanförnum árum, af hverju eru skilmálar af því tagi ekki kynntir betur meðal almenn- ings? Er hugsanlegt að ríkisstjórn og sveitarfélög ætli sér að koma öldruðum skemmtilega á óvart eftir langa þögn? Bankastofnanir kaupi ákveð- inn hluta húseigna aldraðra? Sennilegt er að á milli 80 og 90% lífeyrisþega eigi íbúðir sínar til- tölulega lítið skuldsettar, en eitt af meginmarkmiðum laga um málefni aldraðra fjallar um að lífeyr- isþegum sé gert kleift að búa í eig- in íbúð svo lengi sem kostur er. Getur verið að fjársterkar stofn- anir geti keypt 15–20% af íbúðar- húsnæði þeirra lífeyrisþega sem vilja með ákveðnum skilyrðum að endurgreiðsla komi þegar íbúð verður seld – og með öðrum þeim skilmálum sem tryggja algjörlega hag seljand- ans/kaupandans? Stofnanir binda þar með fé í 10–20 ár (mið- að við lífslíkur ís- lenskra kvenna og karla) en taka ein- hverja áhættu á móti sem varla getur orðið mikil miðað við þróun fasteignaverðs und- anfarna áratugi. Efna- hagsumhverfi hefur að vísu breyst mikið á síð- ustu árum og ríkir þar hálfgerður rokk og ról stíll. Íbúðir hafa þó yf- irleitt staðið fyrir sínu þegar til lengdar læt- ur. Kannski eru ekki margir sem myndu nýta sér slíka kosti – en hugur þarf að vera frjór og vakandi og valkostir margir á markaðnum. Hvað með banka, sparisjóði og Íbúðalánasjóð sem svo endalaust er rætt um á hverjum degi allt árið um kring? Hvað um þjónustu við aldraða einstaklinga sem eiga erfitt með að halda íbúðum sínum vegna lágra ráðstöfunartekna? Dæmi: Tökum dæmi um einstakling sem á íbúð að verðmæti kr. 25 milljónir. Banki kaupir af honum 20% eign- arinnar á markaðsvirði með þeim skilyrðum að bankinn fái endur- greiðslu þegar íbúðin yrði seld eða viðkomandi færi t.d. á hjúkr- unarheimili. Bankinn greiðir and- virði eignarinnar á 10 árum með jöfnum greiðslum á mánuði sem yrðu rúmar 40.000 krónur. Vegna langs greiðslutíma mætti reikna hann sem leigu fyrir 20% hlut- anum. Ekki sýnast 40.000 krónur á mánuði mikið við fyrstu sýn en gæti bjargað mörgum sem myndu þá lifa við mun meira öryggi á eigin heimili en ella. Hugsanlega mundi það líka hafa áhrif á andlega og lík- amlega heilsu seljandans og kannski gæti hann auk þess sparað sér fé til áhugamála eins og ferða- laga sem halda mörgum við ágætis hreyfingu og heilsu. Kannski finnst sumum það bara hlálegt að blanda heilsufari með einhverju móti inn í hagkerfið. Þó er eitthvað til sem heitir heilsuhagfræði? Hefði til dæmis verið unnt að sníða nýjar reglur til hagsbóta fyrir aldraða og öryrkja sem hafa sann- anlega lágar ráðstöfunartekjur fyr- ir 80 milljarða frá Íbúðalánasjóði sem virðast hafa farið til banka- stofnana? Eru ráðamenn vakandi yfir málefnum aldraðra, keppast þeir við að sníða reglur og reglu- gerðir sem samrýmast meginmark- miðum laga um málefni aldraðra og öryrkja? Í raun má túlka greinar lífeyr- isþega á þann veg að þeir gefi rík- isstjórn og ráðamönnum langt nef, ögri þeim til andsvara. Er erfitt að gefa þeim svo langt nef að þeir stökkvi upp á nef sér og svari fyrir sig? Eru þeir bókstaflega með hjartað í buxunum og vita ekki sitt rjúkandi ráð? Hvað er að gerast í húsnæðis- málum aldraðra? Er ekki betra að veifa röngu tré en öngvu? Geta ráðstöf- unartekjur aukist hjá fjölda lífeyrisþega? Þórir S. Guðbergsson fjallar um málefni aldraðra Þórir S Guðbergsson ’Eru ráðamennvakandi yfir málefnum aldr- aðra …?‘ Höfundur er lífeyrisþegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.