Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Halldór Jónssonfrá Sjónarhóli á Stokkseyri fæddist 30. sept 1927. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 16. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jón Halldórsson vél- stjóri á Sjónarhól á Stokkseyri, f. 3. jan- úar 1901, d. 26. des. 1932, og Oddný Jón- ína Pétursdóttir húsmóðir frá Víkur- gerði á Fáskrúðs- firði, f. 17. jan. 1892, d. 15. ágúst 1982. Bræður Halldórs eru: Stefán Anton f. 16. nóv. 1922; Steingrím- ur, f. 14. sept. 1928, kvæntur Erlu Sigurþórsdóttur og Sigurjón, f. 12. okt. 1929, kvæntur Ólafíu Kristínu Jónsdóttur. Halldór kvæntist 24. janúar 1950 eftirlifandi eiginkonu sinni Valgerði Jónu Pálsdóttur, f. 5. maí 1926, frá Sunnuhvoli á Eyrar- bakka. Foreldrar hennar voru Páll Grímsson frá Óseyrarnesi í Sel- vogi, f. 18. ágúst 1869, d. 22. apríl 1928 og Anna Sveinsdóttir frá Ósi á Eyrarbakka, f. 28. janúar 1896, d. 24. október 1967. Börn þeirra eru: 1) Ingunn, sambýlismaður Sigurður Ingólfsson. Börn Ingunn- ar með Birni Magnússyni eru Sig- ríður Guðlaug, gift Jóni Birgi Kristjánssyni, þau eiga þrjú börn, og Halldór, sambýliskona Hafdís Edda Sigfúsdóttir, þau eiga eitt barn. Sonur Ingunnar og Sigurðar er Sævar. 2) Jón, kvæntur Svönu Pétursdóttur, dætur þeirra eru Guðríður, sambýlismaður Kol- beinn Agnarsson, þau eiga tvö börn, Valgerður Jóna, gift Viktori Ragnars- syni, þau eiga eitt barn, og Svandís. 3) Stefán Anton, kvæntur Ernu Frið- riksdóttir, börn þeirra eru Dagmar, gift Hjalta Einars- syni, þau eiga þrjú börn, Friðrik Er- lendur, í sambúð með Jónínu Mar- gréti Hermannsdótt- ur, þau eiga tvö börn, og Sigurður Ari, unnusta Hildur Dögg Jóns- dóttir. 4) Páll, kvæntur Ingibjörgu Eiríksdóttur, synir þeirra eru Ei- ríkur Vignir, sambýliskona Líney Magnea Þorkelsdóttir, þau eiga eitt barn, og Halldór Valur, sam- býliskona Ásta Þorsteinsdóttir. 5) Anna Oddný, gift Jóni Arnari Sig- urðssyni, dætur þeirra eru Val- gerður Dóra, sambýlismaður Iain Bruce, og Ingibjörg, gift Eysteini Ara Bragasyni. Halldór ólst upp á Stokkseyri og lauk barnaskólaprófi í Grunnskól- anum á Stokkseyri. Fyrstu starfs- árin var Halldór til sjós auk þess að vinna ýmis önnur verkamanna- störf í landi. Stærstan hluta starfs- ævinnar starfaði Halldór sem verkstjóri í frystihúsum, bæði á Stokkseyri, Eyrarbakka og í Vest- mannaeyjum. Síðasta hluta starfs- ævinnar starfaði Halldór við Fang- elsið að Litla-Hrauni. Útför Halldórs fer fram frá Eyr- arbakkakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30 Eftir andlát tengdaföður míns síð- astliðinn laugardag erum við stórri persónu fátækari en jafnframt rík fyrir það að hafa átt hann sem höfuð fjölskyldunnar, hafa þekkt hann og verið honum samferða í lífinu. Með honum er genginn maður af þeirri kynslóð sem fékk snemma að kynn- ast því að vinna fyrir sér og sínum því ungur missir hann föður sinn sem dó frá konu og fjórum sonum. Þá var lífsbaráttan hörð og reyndi meira á samhjálp samferðarmanna heldur en gerir í dag. Móður hans tókst að halda heimilinu saman með vinnu sinna ungu sona og jafnframt voru til heimilis hjá þeim tengdafor- eldrar hennar. Þetta mótaði dreng- ina hennar fyrir allt lífið og eru þeir sterkari menn fyrir það. Halldór var áhugasamur um þjóð- félagið og málefni líðandi stundar og hafði sterka og skemmtilega sýn á pólitík og tók sjálfur þátt í henni þegar hann var farinn að vinna fasta vinnu í landi eftir að hafa stundað sjó á yngri árum, en það gerði hann með þátttöku í verkalýðsmálum og setu í hreppsnefnd Eyrarbakkahrepps. Hann var góður heim að sækja og hafði einstakan hæfileika til að tala við fólk og taka vel á móti því á heim- ili sínu ásamt með eiginkonu sinni og hjá þeim hefur alla tíð verið mjög gestkvæmt. Hann var mjög músík- alskur og hafði yndi af tónlist og söngmaður góður. Það var gaman á góðum stundum að heyra hann syngja, einan eða í félagi með öðrum. Hann hafði þurft að vinna vinnu sína oft fjarri heimili sínu og þar með þurfti hann að leggja á konu sína umönnun barna og heimilis og jafnframt að missa af uppeldi barna sinna mörg fyrstu árin, en hann bætti það sannarlega upp þegar að- stæður breyttust og var mikill vinur barna sinna og áhugasamur um öll afa og langafabörnin sín og hélt heil- miklum tengslum við þau. Við sem eftir erum hugsum með þakklæti til hans og sjáum mynd hans í afkom- endunum. Ingibjörg Eiríksdóttir. Í dag kveðjum við Dóra afa. Alltaf var það draumur okkar að eiga afa og ömmu hér í Vestmanna- eyjum og árið 1979 rættist sá draumur þegar Dóri afi og Vala amma fluttu hingað til okkar, í tæp- lega eitt ár og það sem betra var, í göngufæri frá heimili okkar sem þá var í byggingu. Við minnumst helst þess þegar afi var að horfa á Tomma og Jenna í sjónvarpinu, við horfðum reyndar frekar á afa horfa á þá félaga því hann skemmti sér svo vel og hló svo dátt að þeim. En afi og amma bjuggu bara þetta eina ár í Eyjum og fluttu aftur á Eyrarbakka í Sunnutúnið. Okkur þótti Eyrarbakki vera nafli alheims- ins og þar var gaman að vera. Alltaf var maður velkominn til þeirra ömmu og afa og oftast nær urðum við systur eftir þegar mamma og pabbi fóru aftur til Eyja og dvöldum við á hverju sumri hjá ömmu og afa. Sunnutúnið var ævintýrahöllin okkar og þar var mikið brallað. Litla geymslan sem var full af gömlum fötum sem við notuðum í endalausar tískusýningar og síðar meir fengum við fötin og notuðum þau sem há- tískufatnað. Enginn gat spilað betur á munn- hörpu en hann afi og þótti okkur gaman að hlusta á hann spila. Uppá- hald okkar systra var að fá að hlusta á Kaffibrúsakarlana á vínylplötu hjá afa og seinna meir færðum við hon- um þá á geisladiski. Alltaf var hægt að treysta því að afi fylgdist með sjólaginu og hringd- um við í hann þegar fara átti í Herj- ólf og spurðum hvernig væri í sjóinn og hvort við yrðum sjóveikar. Við systur eigum margar minn- ingar úr sumarfríum okkar úr „Sumó“ t.d. þegar við gleymdum að loka hliðinu Það er okkur dýrmætt að hafa átt góðar stundir með afa síðustu daga. Elsku amma, megi góður Guð veita þér styrk. Guðríður og Valgerður Jóna. Í dag er komið að því að fylgja afa Dóra síðasta spölinn. Það geri ég stoltur, glaður og þakklátur fyrir allt sem hann gerði fyrir mig og mína, og það er klárt að ég mæti á réttum tíma að hætti afa. Þegar ég var mjög ungur varð ég svo heppinn að mamma flutti með mig í Sunnutún heim til ömmu og afa þar sem ég ólst um mín fyrstu ár. Það fyrsta sem kemur upp í huga minn er saga frá því ég var um 2 ára og vildi ekki fara að sofa. Var afi sendur með mig í bíltúr og það þurfti ekki að keyra langt til að sá stutti sofnaði. Þegar ég var farinn að leika mér með bíla var afi oftar en ekki not- aður sem bílabraut á meðan hann lá í sófanum og horfði á fréttir og Tomma og Jenna, hann virtist hafa endalausa þolinmæði. Við matarborðið í Sunnutúni voru ákveðnar reglur sem allir virtu, þær voru að það áttu allir að klára mat- inn sinn og hafa hljóð á meðan afi hlustaði á fréttirnar, það gerðu allir því virðingin fyrir afa var svo mikill. Hann þurfti bara að horfa á mann til að maður hlýddi. Eina skiptið sem ég man eftir að hafa leikið á hann var einmitt við matarborðið. Eins og alltaf var fiskur í hádeginu og ég var ekki mikið fyrir fisk, ég laumaði kartöflunum til Siggu systur eins og svo oft áður, fylgdist með afa sem var niðursokkinn í fréttirnar og tók allan fiskinn, setti hann í lófann, þakkaði fyrir matinn og fór rakleitt inn á klósett og losaði mig við hann, kom svo fram og fékk hrós fyrir hvað ég var duglegur að borða. Það voru ófáar helgarnar sem ég fór í sumó með ömmu Völu og afa Dóra, það var sko paradís á jörðu. Þar fékk maður að leika sér frjáls eins og fuglinn og lærði þar ýmis- legt, eins og að flagga, það þurfti að gera eftir réttum reglum og í dag þegar ég er í sumó passa ég mig allt- af að fara eftir réttum reglum. Ég man líka eftir því hvað það var mikið ævintýri að heimsækja afa í frystó, þar sem hann lét lyftarakallana keyra með mann rúnt um planið. Þegar við fluttum á Háeyrarvell- ina var gott að geta leitað í Sunnutún þar sem var alltaf tekið á móti manni með bros á vör og allt gert fyrir mann, það var ekki sjaldan sem maður fór og lét afa gera bindishnút þegar maður var farinn að fara út á lífið og hann var alltaf með á nót- unum, hvort maður var að fara á ball með Stebba og Sálinni eða Helga Björns og Sólinni. Afi fylgdist alltaf með hvað maður var að gera og sýndi því mikinn áhuga og studdi mann þegar maður þurfti á því að halda. Ég man aldrei eftir að hafa reiðst afa og heldur ekki að hann hafi reiðst mér og ekki man ég eftir að hann hafi skammað mig en mamma og amma sögðu alltaf þegar þær vildu að ég hlýddi, að þær myndu láta afa Dóra tala við mig en ég man aldrei eftir að hann hafi skammað mig, líklega var virðingin svo mikil að maður lét það ekki koma fyrir. Hjá afa var ekkert grátt, það var bara svart eða hvítt, ekkert kannski, það var bara já eða nei. Hann var með allt á hreinu og allt sem hann sagði, eða sagðist ætla að gera, stóðst. Skömmu eftir að amma og afi fluttu á Selfoss fæddist Ísabella, en hún var jafn heppin og ég að fá að njóta afa Dóra eins og ég fékk. Afi var ekki lengi að bræða hana eins og hann hafið gert við mig, það voru ekki fá lögin sem þau tóku saman og það mátti ekki á milli sjá hvort hefði meira gaman af. Allt fram að síðustu stundu var Ísabella að suða um að hitta afa Dóra og á sjúkrahúsinu hoppaði hún alltaf upp í rúm til hans og sat hjá honum og ræddi við hann og söng fyrir hann. Í dag er ég fullur af stolti í hjarta mínu að hafa verið skírður í höfuðið á afa Dóra og hér eftir mun ég reyna að standa undir því nafni með því að reyna að vera eins góður og frábær pabbi og vonandi afi og langafi eins og hann var. Ég náði að kveðja þig og segja þér allt sem mig langaði að segja þér. Ég hlakka til að hitta þig aftur þegar að því kemur. Takk fyrir að vera afi minn, pabbi minn og besti vinur minn. Halldór. Í dag, laugardaginn 23. júlí, verð- ur lagður til hinstu hvílu elsku afi minn, Halldór Jónsson frá Sunnu- túni, Eyrarbakka. Afi var virðulegur maður sem allir báru mikla virðingu fyrir, börn og fullorðnir, það var ein- hver eiginleiki sem hann hafði. Hann þurfti ekki annað en að líta á mann (gjarnan yfir Moggann) og maður vogaði sér ekki að fara yfir strikið. Hann var ávallt kurteis og kom fram við annað fólk af virðingu og hlýju. Ég var svo heppin að alast upp í Sunnutúni hjá afa og ömmu ásamt móður minni og bróður. Afi og amma voru okkur mjög góð og önnuðust okkur systkinin eins og sín eigin börn. Í minningunni var ávallt fullt hús af börnum eða barnabörnum. Alltaf voru þau afi og amma tilbúin að bæta á sig og hlúa vel að afleggj- urunum. Það var mikill gestagangur í Sunnutúni, bæði vinir og ættingjar, og ævintýri að fá að alast þar upp. Afi var húsbóndi á sínu heimili og amma var fyrirmyndarhúsmóðir sem átti alltaf heimabakað bakkelsi og það var matur á réttum tíma, maður skyldi borða hvort sem mað- ur var svangur eða ekki. Já, þau hjónakornin voru sko sannir gest- gjafar. Það sem var þó best við afa og ömmu var hvað þau voru alltaf ástfangin og samhent. Afi er sá maður sem ég hef borið mesta virðingu fyrir allt mitt líf, samt sem áður gat ég vafið honum um fingur mér þegar ég ætlaði mér það. Þegar ég var lítil hafði ég þau forréttindi að fá að setja í hann rúll- ur tímunum saman, hann las bara Moggann á meðan. Hann elskaði tónlist og setti gjarnan plötu á fón- inn og bauð mér oft upp í dans í stof- unni. Við sungum oft saman, næst- um alltaf þegar við hittumst. Afi var vel lesinn maður og var hægt að ræða við hann um allt á milli himins og jarðar, hann var eins og alfræði- orðabók sem maður gat flett upp í. Hann var orðvar maður og talaði ekki illa um fólk, hann sagði heldur ekkert nema það væri 100% rétt. Afi hafði mikinn áhuga á pólitík og var það ekkert leyndarmál hvaða flokk hann kaus. Mér er það minnisstætt á kosningadag þegar ég var um 7 ára, að það var nýkominn tengdasonur í fjölskylduna sem var af miklum framsóknarættum, þá var ég fljót að tilkynna honum að hann afi kysi sko alltaf krummann! Afi var mjög lánsamur maður, hann átti þrjá bræður sem hann hafði alltaf mikið og gott samband við, elskandi konu sem hann lifði góðu og hamingjusömu lífi með, börn og barnabörn sem hann elskaði hvert og eitt í sínu hjarta og hafði ávallt áhuga á því sem þau voru að gera. Elsku afi minn. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, ég get ekki ímyndað mér lífið án þín, en ég á svo margar góðar minningar um þig að ég veit að ég lifi á þeim lengi. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Úr Spámanninum.) Afi minn, takk fyrir að taka mig að þér og ganga mér í föðurstað eins og ekkert væri sjálfsagðara, þegar ég þurfti á því að halda. Takk fyrir að elska mig skilyrð- islaust. Takk fyrir að kenna mér að bera alltaf virðingu fyrir sjálfri mér og öðrum. Takk fyrir að kenna mér heiðar- leika. Takk fyrir ferðalögin, dans- ana, skeggkossana og allt. Guð geymi þig, elsku afi minn. Þín Sigríður Guðlaug Björnsdóttir. Elsku afi minn, í hvert skipti sem ég hef farið frá ykkur ömmu hafið þið haft þann háttinn á að kveðja svo innilega. Mér finnst það sjást best á því að þegar ekið var frá Sunnutúni, þá stóðst þú alltaf fyrir utan og horfðir á eftir okkur og vinkaðir þar til við hurfum þér úr augsýn. Auðvitað klessti maður sér upp við aftur- rúðuna í bílnum og vinkaði á móti. Núna erum það við sem horfum á eftir þér elsku afi. Ég sé þig meðal annars fyrir mér inni í stofu í Sun- nutúni að ráða krossgátur og leggja kapal, svo var nú heldur ekki leið- inlegt að horfa á teiknimyndir um Tomma og Jenna með þér. Það sem þú hlóst að vitleysunni í þeim fé- lögum. Þær eru margar minningarnar sem koma upp í kollinn þegar þú ert farinn og mun ég halda fast í þær á meðan ég hugsa til þess að nú sért þú á góðum stað. Guð geymi þig, afi minn, Svandís. Mikið óskaplega á ég eftir að sakna þín elsku afi Dóri, eins og ég fékk að kalla þig. Þú varst mér ómet- anlegur í alla staði. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og þínum, ást ykkar og umhyggju. Þú áttir svo stóran part af okk- ur… Hann Dóra minn áttir þú að stórum hluta, hann mat þig meir en alla aðra. Virðingin og væntumþykjan var ólýsanleg og skein af ykkur báðum. Aldrei mun ég gleyma sambandi ykkar Ísabellu minnar sem var ótrú- lega sterkt. Það var eins og kaðall á milli ykk- ar. Hún sótti strax mikið í þig – hlýj- an var svo mikil, málrómurinn þægi- legur, orðin svo falleg og svo vel sögð, eins og ástin mín – sem þú not- aðir gjarna. Svo voru þær ófáar ferðirnar fram í eldhús, en þar var undantekning- arlaust eitthvað gómsætt í boði. Þið brædduð hvort annað aftur og aftur. Hún suðaði um að heimsækja þig bæði heim og á sjúkrahúsið. Þú varst svo skilningsríkur og yndislega þolinmóður við hana, meira að segja undir það síðasta, þegar hún sat á rúmstokknum hjá þér dinglandi fótunum og auðvitað öll á iði eins og 3ja ára börn eru. En hún gladdi þig svo mikið, það var yndislegt að fylgjast með ykkur. Fyrstu viðbrögð hennar þegar við tilkynntum henni um andlát þitt voru „en ég elska hann svo mikið“. Fyrir mig verð ég að segja að ég virkilega dáði þig, þú varst einstakur dýra- og mannvinur og gerðir eng- um nema gott. Hlutverkum þínum sinntir þú af heilum hug – þú varst góður í gegn. Samband ykkar Völu snerti hjarta mitt líka. Þið voruð ekki bara heið- urshjón, þið áttuð eitthvað einstakt, þið voruð svo miklir sálufélagar. Máttuð varla af hvort öðru sjá og leiddust í gegnum súrt og sætt. Þið voruð afbragðs skólabókar- dæmi um virkilega gott og vandað hjónaband. Einhvers staðar las ég að sannar ástarsögur hefðu engan endi… og því vil ég trúa – framhald síðar. Ég kveð þig með miklum söknuði minn kæri. Ómetanlegar minningar geymi ég í hjarta mínu. Ég sendi ástvinum þínum nær og fjær innilegar samúðarkveðjur. Takk fyrir allt – þúsund kossar, Þín Edda. Ég man hvað það var gott að kúra í fanginu á afa og hlusta á hann HALLDÓR JÓNSSON Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku afi Dóri. Takk fyrir að vera góður og yndislegur við mig. Guð geymi þig. Þín Ása Kristín Jónsdóttir. Ég sendi þér lítið lag sem við sungum stundum saman. Frost er úti fuglinn minn, ég finn hvað þér er kalt. Nærðu engu í nefið þitt, því nú er frosið allt? En ef þú bíður augnablik ég ætla að flýta mér, að biðja hana mömmu mína um mylsnu handa þér. (Höf. ók.) Ísabella. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.