Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Hjónin Auður Hallgríms-dóttir hjúkrunarfræð-ingur og Óðinn Gunn-arsson járnsmiður voru í hópi 43 Íslendinga, sem þátt tóku í fyrstu gönguferð ÍT-ferða um Júl- íönsku alpana í Slóveníu í júnímán- uði. Þrátt fyrir að vera forfallnir gönguáhugamenn, hafa gönguferð- irnar hingað til verið bundnar við Ísland og þetta var því í fyrsta sinn sem þau brugðu sér til útlanda til að ganga, en alls ekki það síðasta. „Þetta var frábær upplifun í alla staði og fór langt fram úr vænt- ingum enda er Slóvenía hreint augnakonfekt. Ég hef gengið mikið um dagana, en þetta gjörsamlega toppar allt annað, kannski vegna þess hve landið er ósnortið, en á fimm daga göngu okkar um svæðið hittum við ekki fyrir einn einasta túrista á leiðinni,“ segir Auður, sem er staðráðin í að panta sér göngu- ferð til útlanda á næsta ári, en þá væntanlega á nýjar slóðir. Þjóðgarður og jökulvatn Gengið var um Triglav- þjóðgarðinn, nálægt landamærum Austurríkis, og kostaði ferðin 105 þúsund krónur á manninn með öllu inniföldu. Slóvenía er lýðveldi, sem liggur sunnan Alpanna í Mið-Evrópu. Landið á landamæri að Ítalíu í vestri, Austurríki í norðri, Ung- verjalandi í norðaustri og Króatíu í austri og suðri. Þar er að finna fjöll, sólbakaðar strendur og gamlar borgir auk halla í barokk- og got- neskum stíl. Austasti hluti Alpa- fjallanna er í Slóveníu og er Triglav þar fjalla hæst, 2.864 metra hátt. Á síðustu hundrað árum hefur Trig- lav-fjallið orðið að þjóðar- og næst- um því trúartákni Slóvena, en Trig- lav-þjóðgarðurinn er í hjarta Gorenjska fjallasvæðisins. Þar er meðal annars stærsta jökulvatn í Slóveníu, Bohinj-vatnið. Þjóðgarð- urinn nær yfir 84.800 hektara svæði með óteljandi giljum, ám og lækjum, vötnum, frumskógi og engjum. Alvöru fornleifauppgröftur – Hvernig var ferðatilhögunin? „Flogið var með leiguflugi til Trieste á Ítalíu þar sem rúta beið hópsins, en frá flugvellinum er um þriggja tíma akstur til Slóveníu. Gengið var í fjalllendi í fimm daga. Aldrei var gist á sama stað, heldur var gengið á milli fjallaskála, sem byggðir voru á tímum kommúnista. Þetta eru A-laga hús á þremur hæðum með gluggahlerum og blómakerum fyrir neðan glugga og á hverjum stað elduðu vertar fyrir okkur kjarngóðan slóvenskan mat. Fjórir innfæddir leiðsögumenn fylgdu hópnum allan tímann og skiptu okkur í þrjá hópa eftir getu, en hópurinn samanstóð af fólki á öllum aldri, allt upp í sjötugt, og þannig fengu allir gönguferðir við hæfi. Einn leiðsögumaðurinn var fornleifafræðingur og fyrrum her- maður og hafði sem slíkur unnið við að grafa upp stríðsminjar frá fyrri heimsstyrjöldinni. Hann bauð okk- ur í fornleifauppgröft á stað sem var einn blóðugasti orrustuvöllur síðari heimsstyrjaldarinnar, þar sem Hemingway skrifaði síðar bók sína „Vopnin kvödd“. Þarna grófum við upp þvílíkar minjar. Sumir í hópnum fundu tölur af einkenn- isfatnaði, aðrir skó og silfurhringi og ég fann byssubelti með skotum í. Göngumenn byrjuðu í 1.350 metra hæð og aldrei farið neðar, en hæst var farið í 2.240 metra hæð. Við byrjuðum að ganga í laufskógi, síðan tók barrskógurinn við og frá honum gengum við upp í kletta og lággróður þar sem við könnuðumst bæði við lyktina í loftinu og flóru á borð við krækiberja- og bláberja- lyng, blóðberg, fífla og blágresi. Síðustu tvo dagana var gist við Bledvatnið þar sem við leigðum okkur m.a. hjól og hjóluðum í kringum vatnið. Þarna drukkum við bókstaflega í okkur friðsæld og fegurð.“ Trússferðir um Ísland Sumarfríin hjá þeim Auði og Óðni snúast um göngur og halda þau sér við efnið á veturna með því að ganga á einhverja tinda í ná- grenni höfuðborgarinnar. Hund- arnir þeirra tveir, Jökull og Satan fá ávallt að fylgja með í innanlands- reisurnar enda góðir ferðafélagar. Þegar Ferðablaðið náði tali af Auði var hún að leggja í fjögurra daga ferð um það svæði sem Aust- firðingar kalla Gerpissvæðið og liggur frá Eskifirði til Reyð- arfjarðar. „Ég tilheyri nefnilega gönguhóp sem til varð fyrir sex ár- um eftir ferðafélagsferð um Fjörð- ur með Valgarði Egilssyni. Hópur þessi small svo vel saman að við ákváðum að búa til gönguhóp, sem síðan hefur skipulagt eina sameig- inlega trússferð á ári. Í hópnum eru um 25 manns, á aldrinum frá tíu ára og upp í 75 ára. Við kaupum allt hjá heimamönnum á hverjum stað og fáum heimamenn sem leiðsögu- menn því þá fær maður sögurnar beint í æð og fær að upplifa það svo sterkt á söguslóðum hvað fólk hef- ur þurft að puða í lífinu. Í fyrra fór- um við í fjögurra vikna ferð um Hornstrandir, gengum frá Furu- firði og niður í Ófeigsfjörð og keyptum allt trússið af Pétri óðals- bónda í Ófeigsfirði. Þarna var m.a. að finna heimareyktan silung, heimagerða kæfu, heimabakaðar flatkökur og rúgbrauð, kanilsnúða og vínarbrauð og heimagerða kjöt- súpu. Við vorum í skýjunum með þetta allt saman.“  HVAÐAN ERTU AÐ KOMA? | Úr gönguferð um náttúruparadís Júlíönsku alpana í Slóveníu Íslensku göngugarparnir nutu kyrrðar og náttúrufegurðar í Slóveníu. „Drukkum í okkur fegurð og friðsæld“ Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Auður Hallgrímsdóttir og Óðinn Gunnarsson við Ledvica-vatn. Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.975 vikan Bílaleigubílar Sumarhús í DANMÖRKU www.fylkir.is sími 456-3745 Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgreiðslugjöld á flugvöllum.) Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna og minibus, 9 manna og rútur með/ án bílstjóra. Sumarhús Útvegum sumarhús í Danmörku af öllum stærðum, frá 2ja manna og upp í 30 manna hallir. Valið beint af heimasíðu minni eða fáið lista. Sendum sumarhúsaverðlista; Dancenter sumarhús Lalandia orlofshverfi Danskfolkeferie orlofshverfi Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk gsm-símakort. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is Vika í Danmörku www.hertz.is 19.350 kr. - ótakmarkaður akstur,kaskó, þjófavörn, flugvallargjaldog skattar.*Verð á viku miðað við 14 daga leigu.* Opel Corsa eða sambærilegur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 28 90 9 06 /2 00 5 50 50 600 Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta við að veita svigrúm fyrir rómantík og næði handa nýgiftu parinu og eru gististaðir valdir með sérstöku tilliti til þess að „hver dagur eigi sínar einstöku minningar“, eins og segir á heimasíðu Stúdentaferða, www.exit.is. Auk þess eru ævintýr- in ekki langt undan og hæfa þessar brúðkaupsferðir þeim sem vilja gera annað og meira en að liggja bara á ströndinni eða rölta á milli veitingastaða. Verð er á bilinu 90 þúsund krón- ur á mann, upp í 350 þúsund fyrir algjörar lúxusferðir og er flest allt innifalið í því verði. Ferðirnar mið- ast við að farið sé í eina til tvær vikur en yfir sig ástfangnar turtil- dúfur geta að sjálfsögðu framlengt ferðina. STÚDENTAFERÐIR bjóða upp á öðruvísi brúðkaupsferðir til fram- andi landa í samvinnu við Imag- inative Traveller. Nú er hægt að fara í ævintýra-brúðkaupsferð sem býður upp á framandi upplifun, af- þreyingu, lúxus og ævintýri, allt í sömu ferðinni. Boðið er upp á ferð- ir til staða eins og Indlands, Mar- okkó, Borneó, Botswana, Tansaníu og Ekvadors og er ferðalagið snið- ið að þörfum brúðhjónanna hverju sinni. Meðal þess sem er hægt að gera er að skreppa til Galapagos- eyjanna frá Ekvador, ferðast á fíls- baki í Taílandi, sigla á lúxushúsbát í Indlandi og njóta lífsins á hóteli búnu til úr pálmalaufum í Kosta Ríka. Engar áætlaðar brottfarir eru að þessum ferðum heldur fer ferða- tilhögun algjörlega eftir óskum brúðhjónanna. Ferðirnar miðast Óhefðbundnar brúðkaupsferðir  BRÚÐKAUP Nánari upplýsingar er að finna hjá Stúdentaferðum. Vefslóð: www.exit.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.