Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 51
og eru í dag, held ég, orðnar 9 tals- ins.“ Mannakorn áttu síðan heiðurinn að fjöldamörgum ástsælustu lögum Íslendinga og sendi frá sér smelli á smelli ofan. Brunaliðið kveikir í landsmönnum Þá gerðist það að Jón Ólafsson bjó til hljómsveitina Brunaliðið, sem átt hefur fáa sína líka hvað vinsældir varðar: „Það band skaust upp á stjörnuhimininn með einu lagi: „Ég er á leiðinni“ eftir Magnús Eiríks- son. Það lag varð alveg óhugnanlega vinsælt á rosalega stuttum tíma.“ Alls sendi Brunaliðið frá sér þrjár plötur, þá fyrstu, jólaplötu og fljót- lega þriðju plötuna, en ekki varð meira úr sveitinni. Bandið var ekki hvað síst merkilegt fyrir það að vera í raun fyrsta hljómsveitin sem sett var saman í því augnamiði að búa til metsöluhljómsveit: „Útgefandinn smíðaði þetta konsept, hóaði saman fullt af skrautfjöðrum og hnoðaði saman í eitt band. Við vorum líka svo heppin að fá þessi fínu hit-lög á fyrstu plöturnar. Það munar auðvit- að um það þegar þú ert með eitthvað sem steinliggur og ég efast um að það séu mörg lög sem eiga eftir að toppa vinsældir „Ég er á leiðinni“ jafnlangan tíma og það var í gangi.“ Ásamt Pálma voru í hljómsveitinni þau Ragga Gísla, Magnús Eiríks, Maggi Kjartans, Laddi, Diddú, Þórður Árnason og Sigurður Karls- son. Um þetta leyti tók Pálmi ýmis hliðarstökk. Hann spilaði í hljóm- sveitinni Póker með Pétri heitnum Kristjánssyni og í hljómsveitinni Friðryk. „Friðryk var hörku rokk- sveit. Við gerðum eina plötu sem mér þykir mjög vænt um í dag.“ Jafnframt gaf Pálmi út sólóplötur um þetta leyti: „Þetta voru plötur sem Jón Ólafsson vildi endilega að ég gerði. Þær voru að mörgu leyti ágætar en að öðru leyti kannski ekki voða góðar, þó það hafi verið margt skemmtilegt á þeim.“ Gleðibankaförin mikla Ein af stærstu stundum Pálma er tvímælalaust sögulegur flutningur ICY-hópsins á Gleðibankanum í Evróvisjónkeppninni í Bergen 1986: „Gleðibankinn var í raun Manna- kornslag sem átti ekki að fara í neina söngvakeppni. Við tókum þetta lag upp á einu kvöldi og fannst það voða sniðugt popplag og ætluðum að setja það á Mannakornsplötu.“ segir Pálmi frá. „Ég held ég sé að fara rétt með þegar ég segi að Elsa heitin, konan hans Magga Eiríkssonar, tók þetta lag, því henni fannst það svo skemmtilegt, og sendi kassettuna inn í keppnina án okkar vitundar. Við vorum síðan allt í einu kölluð til leiks.“ Allt Ísland var gripið Evr- óvisjónæði: „Þetta var allt saman óvenjustórt og magnað: Að vera allt í einu að syngja fyrir nokkur hundruð milljón manns. Öll umgjörðin og læt- in í kringum þetta voru náttúrulega yfirgengileg og merkilegt að maður skyldi sleppa hér um bil óskaddaður frá þessu.“ Óþreytandi að spila Eftir heimkomuna virðist sem meiri ró hafi færst yfir feril Pálma. Hann heldur áfram að vinna við tón- list og Mannakorn lifa áfram, þó að hljómsveitin hafi fengið að lúlla inni á milli, eins og Pálmi orðar það, enda var það síðast í fyrra að hljómsveitin sendi frá sér plötu. „Það var ein af okkar betri plötum og við erum að taka meira upp. Við höldum þessu áfram á meðan við nennum,“ bætir Pálmi við kankvíslega. Í dag fæst Pálmi við ýmis verk- efni. „Ég er að hlúa að djassáhuga mínum. Við erum með band hérna fyrir norðan sem heitir Park Project og erum að þróa það. Við höfum prufukeyrt það á tónleikum og erum að fara til Danmerkur í haust í tón- leikaferð.“ Félagsskapurinn mikilvægastur Þegar Pálmi er beðinn um að nefna það sem hæst stendur upp úr á ferlinum er hann ekki lengi að hugsa sig um: „Ég hef oft hugsað út í þetta. Ég enda alltaf á því að segja að það sem lifir sterkast eftir þennan tíma er liðið sem ég er búinn að spila með. Það hefur skipt sköpum fyrir mig að hafa fengið að vinna með góðu tón- listarfólki, fá uppeldi hjá toppmanni eins og Magnúsi heitnum Ingimars, hitta síðan og eignast fyrir persónu- legan vin og félaga einn af betri laga- smiðum landsins, Magnús Eiríksson, og síðan að vinna með öllu hinu æð- islega fólkinu sem ég hef verið svo heppinn að fá að flytja tónlist með.“ Vinafundur á Vopnafirði Vegleg dagskrá verður á Vopna- fjarðardögum um helgina og er tón- listarafmæli Pálma þar í brennidepli. „Það er meiningin að skoða þennan feril minn. Það verður voða gaman að standa í þessu. Krakkarnir á staðnum verða með sitt sérkvöld og ætla að fara í gegnum ferilinn og flytja lögin mín. Síðan mætir her- skari af liði þarna austur.“ Manna- korn verða á sínum stað og gömlu refirnir úr Foxes ætla að spila sam- an í fyrsta skipti í nærri fjörutíu ár: „Við verðum með djass- og blús- kvöld á hótelinu og þarna verða þeir, flottu tónlistarmennirnir: Eyþór Gunnarson, Gunnlaugur Briem, Magnús Eiríksson, Ellen Kristjáns- dóttir, Agnar Már Magnússon, Benedikt Brynleifsson og Rúnar Georgsson. Það er ekki annað hægt en að það komi einhver skemmtileg- heit út úr þessu.“ Ísland var gripið Evróvisjón-æði 1986 þegar ICY hópurinn fór til Noregs með lagið um Gleðibank- ann. Árangurinn varð þó ekki jafn- góður og vonir stóðu til. Pálmi hlaut mikla skólun í hljóm- sveit Magnúsar Ingimarssonar snemma á ferlinum. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Túlkun Pálma Gunnarssonar á hlutverki Júdasar í söngleiknum Jesus Christ Superstar gerði hann þjóðfrægan á einni nóttu. Á myndinni er Pálmi fyrir miðju. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 51 Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16 H.L. MBL -H.L. MBL- . . Sýnd kl. 8 og 10 T O M C R U I S E Sýnd kl. 12.50, 3, 8 og 10.15 B.i 14 ára Sýnd kl. 1, 3, 5 og 6 íslenskt tal MYND EFTIR Steven spielberg „Innrásin er girnileg sumarskemmtun, poppkornsmynd af bestu gerð!“ -S.V, MBL  I N N R Á S I N E R H A F I N „EKTA STÓR- SLYSAMYND“ -Ó.Ö.H, DV  -KVIKMYNDIR.IS  -Ó.H.T, RÁS 2   -Blaðið Ekki missa af einni skemmtilegustu mynd sumarsins. -KVIKMYNDIR.IS  BLÓÐUG, BRÚTAL OG BRILLIANT! Þorir þú í bíó? Frá framleiðanda Texas Chainsaw Massacre Kemur magnaðasta hrollvekja ársins! Fór beint á toppinn í USA Byggt á sannri sögu Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 10.10 B.i 14 Sýnd kl. 3 og 5.30 B.i 10 ÁRA  -Blaðið       -Þ.Þ. FBL  -Blaðið T.V. kvikmyndir.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 B.I. 16  Þ.Þ. FBL BLÓÐUG, BRÚTAL OG BRILLIANT! -S.V. Mbl.  -Steinunn /Blaðið  SÍÐUS TU SÝ NING AR Sýnd kl. 12.50, 3, 5.30, 8 og 10.15 Miðasala opnar kl. 14.30 Sýnd kl. 3.30, 6, 8.30 og 11 SKEMMTILEGASTA STÓRMYND SUMARSINS. FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Nú eru það fangarnir gegn vörðunum! SKEMMTILEGASTA STÓRMYND SUMARSINS. FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Nú eru það fangarnir gegn vörðunum! . . 553 2075☎ - BARA LÚXUS * TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400KR. ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU TILBOÐ400 KR. 400 KR. Í BÍÓ!* YFI R 30. 000 GE STI R 400 KR. Í BÍÓ!*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.