Morgunblaðið - 23.07.2005, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 23.07.2005, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR ÁSKIRKJA: Engin messa þar sem starfs- fólk Áskirkju er í sumarleyfi. Sóknarbörn- um er bent á að sækja til Laugarnes- skirkju, en sóknarprestur hennar sr. Bjarni Karlsson og annað starfsfólk gegn- ir þjónustu á meðan á sumarleyfi stendur. Fyrsta guðsþjónusta eftir sumarleyfi verð- ur í Áskirkju sunnudaginn 28. ágúst kl. 11. Sjá auglýsingu Laugarneskirkju. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Mola- sopi eftir messu. Sr. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar. Organisti Guðný Einarsdóttir. Sönghópur úr Dóm- kórnum syngur. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Altaris- ganga. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Ástríður Haraldsdóttir. Samskot í verkefnið „blátt áfram“. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. GRUND, dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Ólafur Jens Sigurðsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjón- ar fyrir altari, en auk hans koma nokkrir messuþjónar að messunni, sem lesa ritn- ingarorð, aðstoða við útdeilingu sakra- mentisins o.fl. Organisti Douglas A. Brotchie. Félagar úr Mótettukór Hall- grímskirkju syngja. Söfnunarfé þennan dag rennur til Samhjálpar. Kaffisopi í safnaðarsal eftir messu. Sumarkvöld við orgelið kl. 20. Nigel Potts frá Nýja-Sjá- landi leikur. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.Organisti er Magnús Ragnarsson. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LAND- SPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Hring- braut: Guðsþjónusta kl. 10.30. Sr. Bragi Skúlason. Organisti Helgi Bragason. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Vegna sumarleyfa verður ekki messað í Langholtskirkju í júlímánuði. Sr Pálmi Matthíasson þjónar Langholts- prestakalli á meðan. Sóknarbörnum er bent á að sækja helgihald í Bústaðakirkju eða öðrum nágrannakirkjum. LAUGARNESKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks er bent á guðsþjónustur í ná- grannakirkjum. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Ævar Kjart- ansson guðfræðingur og útvarpsmaður prédikar. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Reynir Jónas- son. Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Kirkjukaffi eftir messu. SELTJARNARNESKIRKJA: Helgistund kl. 11. Ritningalestur, bæn og altarisganga. Umsjón sr. Sigurður Grétar Helgason. ÁRBÆJARKIRKJA: Árbæjarkirkja. Guðs- þjónusta kl. 11. Börn borin til skírnar. Sig- urður Þorbergsson leikur á básúnu. Fé- lagar úr kirkjukórnum leiða söng undir stjórn Krisztínu Kalló Szklenár organista. Kaffisopi að stundinni lokinni. Prestarnir SAFNKIRKJAN Í ÁRBÆ: Guðsþjónusta nk. sunnudag kl. 14. Almennur safnaðar- söngur. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Kristinn Á. Friðfinnsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Messur falla niður í júlímánuði vegna viðgerða. Kyrrðarstundir eru alla miðvikudaga kl. 12 í safnaðar- heimili kirkjunnar. DIGRANESKIRKJA: Kvöldmessa í kapellu kl. 20. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson annast bæði um söng og prestsþjónustu. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónustur falla niður vegna sumarleyfa. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Séra Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar leiða sálmasöng. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Vegna sumarleyfa verður ekki guðsþjónusta á sunnudag. Næsta guðsþjónusta verður að loknu sumarleyfi sunnudaginn 7. ágúst. Kirkjan er opin á messutímum og frá þriðjudegi til föstudags kl. 11–14. Á þeim tímum er kirkjuvörður við og getur veitt upplýsingar. LINDAKIRKJA í Kópavogi: Sameiginleg guðsþjónusta Linda- og Digranessafnaða í Digraneskirkju kl. 20. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Samkoma sunnudag kl. 20 með mikilli lofgjörð og fyrirbænum. Ágúst Valgarð Ólafsson pré- dikar en hann er á leið til Bandaríkjanna. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp: Samkomur alla laugardaga kl. 11. Bæna- stund miðvikudaga kl. 20. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. HJÁLPRÆÐISHERINN: Kl. 20 samkoma, umsjón Miriam Óskarsdóttir. FRÍKIRKJAN KEFAS, Fagraþingi 2a: Samkoma kl. 20. Helga R. Ármannsdóttir talar. Lofgjörð og fyrirbænir. Kaffi og sam- félag eftir samkomu. Þriðjudaginn 26. júlí bænastund kl. 20.30. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma í kvöld kl. 20. „Er sumar í sálinni?“ Ræðu- maður Elísabet Haraldsdóttir. Kaffiveit- ingar eftir samkomuna. FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðum. Jón Þór Eyjólfsson. Mikil lofgjörð. Hægt er að hlusta á beina út- sendingu á útvarp Lindin, fm 102,9. Bænastund á miðvikudagskvöldum kl. 20. Morgunbænastundir falla niður í júlí, hefjast aftur 4. ágúst. filadelfia@gospel- .is www.gospel.is Gospeltónleikar: Í Kirkjulækjarkoti verða nemendur og kennarar Gospelmótsins með tónleika kl. 20. KROSSINN: Almenn samkoma í Hlíða- smára 5 kl. 16.30. BETANÍA, Lynghálsi 3: Samkoma kl. 11 sunnudaga. Einnig samkomur kl. 19.30 á föstudögum. KIRKJA JESÚ KRISTS hinna síðari daga heilögu, mormónar, Ásabraut 2, Garða- bæ: Sakramentisguðsþjónusta kl. 9 ár- degis á ensku, og kl. 12 á íslensku. Trú- boðshjónin, herra og frú Williams, verða ræðumenn. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Alla virka daga: Messa kl. 18. „Ár altarissakramentisins“: Tilbeiðslu- stund er haldin í Kristskirkju á hverju fimmtudagskvöldi að messu lokinni, þ.e. frá kl. 18.30 til 19.15. Reykjavík, Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30 „Ár altaris- sakramentisins“: Tilbeiðslustund á mánudögum frá kl. 19 til 20. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16. Miðvikudaga kl. 20. Hafnarfjörður, Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30 Alla virka daga: Messa kl. 18.30 „Ár altarissakramentisins“: Til- beiðslustund á hverjum degi kl. 17.15. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8. Keflavík, Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18. Bolungarvík: Sunnudaga: Messa kl. 16. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18. Sunnudaga: Messa kl. 11. „Ár alt- arissakramentisins“: Tilbeiðslustund á hverjum föstudegi kl. 17 og messa kl. 18. KIRKJA SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19, Reykja- vík. Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Eric Guðmundsson. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/Biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður: Kåre Kaspersen. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Gavin Anthony. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. STAFKIRKJAN í Vestmannaeyjum: Messa í stafkirkjunni kl. 11 árdegis í stað messu í Landakirkju. Þetta er kirkjudagur stafkirkjunnar, en hún var vígð fyrir fimm árum og hefur kirkjudagur hennar síðan verið síðasti sunnudagur fyrir þjóðhátíð. Messan er engu að síður á vegum Of- anleitissóknar. Kór Landakirkju syngur. Organisti er Guðmundur H. Guðjónsson, hringjari Höskuldur Kárason og meðhjálp- ari Sigurfinnur Sigurfinnsson. Sr. Kristján Björnsson þjónar fyrir altari og prédikar. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11, morgunsöngur. Prestur: Sr. Gunn- þór Þ. Ingason, sóknarprestur. Organisti: Bjartur Logi Guðnason. Félagar úr Kór Hafnarfjarðarkirkju leiða söng. Lesari: Jón S. Norðkvist. Meðhjálpari: Ing- ólfur H. Ámundason. GARÐAKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta kl. 20.30. Rúta fer frá Vídalínskirkju kl. 20 og frá Hleinum kl. 20.10 og til baka að messu lokinni. Félagar úr kór Vídalíns- kirkju leiða sönginn. Organisti Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Sr. Friðrik J. Hjart- ar þjónar. Njótum kirkjugöngunnar í kvöld- kyrrðinni. KEFLAVÍKURKIRKJA: Samverustund verður sunnudag kl. 13. á púttvellinum við Mánagötu. Prestur Sigfús B. Ingva- son, organisti Jón Bjarnason, Bylgja Dís Gunnarsdóttir leiðir söng. Hið árleg kirkju- mót verður haldið að samverustund lok- inni. Kaffiveitingar í boði Keflavíkursóknar í Kirkjulundi. Allir aldurshópar velkomnir. BORGARNESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20. Unnur Sigurðardóttir syngur einsöng. Organisti Steinunn Árnadóttir. Sóknar- prestur ÍSAFJARÐARKIRKJA: Kl. 20.30 kvöld- messa á léttu nótunum. Umsjón með tón- list hafa Þorsteinn Haukur Þorsteinsson og Lilja Kjartansdóttir. Sóknarprestur. UNAÐSDALSKIRKJA: Kl. 14 messa. Prestur er sr. Magnús Erlingsson. HÓLADÓMKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Arn- aldur Bárðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Glerárprestakalls leiðir söng. Organisti Hjörtur Steinbergsson. AKUREYRARKIRKJA: Sumartónleikar kl. 17. Sigurður Flosason, saxófónn og Gunnar Gunnarsson, orgel. Guðsþjónusta kl. 20.30: Sr. Svavar A. Jónsson. Félagar úr kór Akureyrarkirkju syngja. Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson leika á saxófón og orgel. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Þriðjudagur 26. júlí: Morg- unsöngur kl. 9. GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta kl. 20.30, prestur sr. Arnaldur Bárðarson. Karlakór Akureyrar Geysir ásamt Kross- bandinu, þeim Snorra, Röggu og Kristjáni, leiðir söng. Kaffisopi í safnaðarsal. LAUFÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta á Grenilundi kl. 16. EGILSSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa kl. 17. Í messunni verður flutt tónlist frá sumar- tónleikum helgarinnar. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: Messa og altarisganga kl. 11. Síra Úlfar Guðmundsson, prófast- ur, prédikar og þjónar fyrir altari í sum- arleyfi sóknarprests, sem verður fjarver- andi til 9. ágúst. Léttur hádegisverður framreiddur í safnaðarheimilinu eftir messuna. Evangelísk-lúthersk morguntíð sungin þriðjudaga til föstudaga kl. 10. Kaffisopi á eftir. Foreldramorgnar á hverj- um miðvikudegi kl. 10 í lofti safnaðar- heimilis. Sr. Gunnar Björnsson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Prestur: Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. ÞINGVALLAKIRKJA: Göngumessa 24. júlí kl. 14 í samvinnu við Fornbílaklúbb Ís- lands. Messan hefst fyrir framan Hótel Valhöll. Gengið verður um Lögberg og í nokkrum áföngum til kirkju þar sem messan endar. Organisti Guðmundur Vil- hjálmsson, prestur Kristján Valur Ingólfs- son. REYKHÓLAPRESTAKALL: Kveðjumessa sóknarprests, séra Braga Benediktsson- ar, verður í Reykhólakirkju sunnudaginn 24. júlí kl. 14. Einnig verður helgistund í Barmahlíð sama dag kl. 15. SÓLHEIMAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ingólfur Guðmundsson annast guðs- þjónustuna. Organisti Þóra Marteinsdótt- ir. GÁSAR: Útiguðsþjónusta verður á hinu forna kirkjustæði á Gásum sunnudaginn 24. júlí kl. 13. Kirkjukór Möðruvallaklaust- ursprestakalls syngur. Sr. Gylfi Jónsson leikur á harmónikku. Kaffiveitingar í boði Gásafélagsins. Sókn- arprestur. HÓLAR Í HJALTADAL: Messa kl. 11 prest- ur sr. Arnaldur Bárðarson, forsöngvari Örn Viðar Birgisson tenor, organisti Arnór Vil- bergsson. Tónleikar kl. 14 Guðrún Gunn- arsdóttir og valgeir Skagfjörð. Guðspjall dagsins: Hinn rangláti ráðsmaður. (Lk. 16.) Morgunblaðið/Ómar Guðsþjónusta í Sólheimakirkju KIRKJA á Sólheimum var vígð 3. júlí síðastliðinn. Sunnudaginn 24. júlí verður guðsþjónusta á Sólheimum og hefst hún kl. 14. Sr. Ingólfur Guðmundsson mun annast guðsþjónustuna. Organisti verður Þóra Marteinsdóttir. Á Sólheimum er gestkvæmt um helgar. Gestir eru þar velkomnir, bæði í kaffihúsinu „Grænu könnunni“, trjágarð- inum nýja. Þá er líka gott að koma til guðsþjónustu, kynn- ast nýju kirkjunni og eiga helga stund. Messa í Borgarvirki Á SUNNUDAG, 24. júlí, verð- ur hin árlega messa í Borg- arvirki í Húnaþingi vestra. Messan tengist lokum hinnar mögnuðu Unglistahátíðar sem hófst sl. miðvikudag. Prestur verður sr. Sigurður Grétar Sigurðsson á Hvammstanga. Tónlist annast Helgi Ólafsson organisti auk þess sem kórfélagar leiða al- mennan söng. Undanfarin ár hefur verið messa í Borg- arvirki og hefur messan notið vinsælda. Heimamenn jafnt sem ferðafólk er velkomið til þátttöku og tilvalið að taka með sér nesti til að snæða „messukaffi“ að athöfn lok- inni. Klæðist eftir veðri. Sóknarprestur. Morgunblaðið/ÞÖK Sólheimar í Grímsnesi. FRÉTTIR WORLD Class og Laugar bjóða í tvö- falda afmælisveislu í tilefni 20 ára afmælis líkamsræktarstöðvarinnar í dag, laugardaginn 23. júlí. Á milli klukkan 14 og 16 verður opið hús í Laugum við Laugardags- laug. Margvísleg skemmtun verður í boði og má nefna Fjölskyldu- skemmtun í Lauga-garðinum með fjölbreyttum leiktækjum, m.a. Ferr- ari-rafmagnsbílum. Jónsi í Svörtum fötum tekur lagið og Birta og Bárð- ur koma fram. Dansstúdíó World Class sýnir dans og verður opinn danstími fyrir alla frá kl. 14.30 til 15.30. Slegið verður upp getrauna- leik og verður hægt að vinna árskort í heilsurækt í Laugum. Ýmsar veitingar verða í boði um allt svæðið, s.s. pylsur, íspinnar, drykkir og alls kyns sælgæti. Frítt verður í Laugardagslaugina í tilefni dagsins. Í kvöld verður slegið upp risaballi með Sálinni í Skautahöllinni sem stendur frá kl. 23 til kl. 3 og eru allir sem hafa náð 18 ára aldri velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Tvöföld afmæl- ishátíð í Laugardal ÚTIMARKAÐURINN verður opn- aður í Mosfellsdal í dag, laugardag. Markaðurinn er við gróðrarstöðina Mosskóga og er nú haldinn sjötta sumarið í röð. Á markaðnum mun sem fyrr kenna ýmissa grasa. Fjöl- breytt grænmeti er til sölu sem og annað góðgæti. Að markaðnum, sem opinn er frá kl. 12-17 á laugardögum, standa Mosskógar, Dalsgarður, Túnfótur og Heiðarbær. Markaðurinn í Mosfellsdal verður opnaður á morgun og verður opinn á laugardögum fram á haust. Markaður í Mosfellsdal MAGNÚS Björn Ólafsson, nemandi í stjórnmálafræði og heimspeki við Háskóla Íslands, hefur verið ráðinn ritstjóri Stúdentablaðsins og tekur við af Helgu Arnardóttur. Stjórn Stúdentaráðs HÍ ræður í starfið og sóttu alls sjö um það. Magnús var í ritstjórn Stúd- entablaðsins síðasta vetur og hafði skrifað talsvert fyrir blaðið áður. Hann er 23 ára og hefur starfað sem blaðamaður á Blaðinu að und- anförnu og var m.a. upplýsinga- fulltrúi Framadaga síðasta vetur. Stúdentablaðið er gefið út sjö til átta sinnum yfir veturinn og und- anfarin tvö ár hefur blaðinu verið dreift með Fréttablaðinu. Búist er við að fyrsta tölublað nýs ritstjóra komi út í byrjun september. Nýr ritstjóri Stúdentablaðsins BENEDIKT S. Lafleur syndir í dag, laugardag, þreksund sem er liður í æfingu hans fyrir sund sem hann nefnir Reykjavíkursund og hefur verið að þróa að undanförnu. Að þessu sinni syndir Benedikt aðeins hluta leiðarinnar, en þó alls rúmlega 5 km, frá Bakkavör á Seltjarnarnesi inn í botn Fossvogsins. Benedikt syndir í fylgd með Björgunarsveit- inni Ársæli, leggur af stað um hálf- eitt og stefnir að því að vera kominn inn í botn um þrjú til hálffjögur. Þreksund í sjónum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.