Morgunblaðið - 23.07.2005, Síða 11

Morgunblaðið - 23.07.2005, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 11 FRÉTTIR ÚR VERINU EYRARBERG GK 60 var sjósettur á Akranesi í gær að viðstöddu nokkru fjölmenni og bar ekki á öðru en að báturinn bæri sig vel í spegilsléttum sjónum í blíðviðrinu í Akraneshöfninni. Fyrirtækið Spútnikbátar hafa alfarið séð um byggingu bátsins og að sögn Ingólfs Árnasonar, stjórnarformanns fyrirtækisins, hefur hann verið í um tvo mánuði í smíðum. Þetta er fyrsti báturinn sem fyrirtækið byggir en fyrirtækið var stofnað á grunni fyrirtækisins Knörr, sem starfaði lengi á Akranesi. Eyrarberg er 15 tonn á þyngd og að auki eru tveir aðrir bátar nú í smíðum hjá fyrirtækinu. Stefnt er að því að þeir verði tilbúnir fyrir sjáv- arútvegssýninguna í september. Alls vinna tíu starfsmenn hjá Spútnikbátum, þar af fimm Pólverjar en launakjör þeirra hafa verið nokkuð til umræðu að undanförnu. Ingólfur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann gleddist yf- ir þeim áfanga að sjósetja bátinn eftir umræðu und- anfarinna daga. „Þetta er glæsilegur bátur og al- gerlega sér á parti,“ segir Ingólfur. Eyrarbergið var sjósett í Akraneshöfn síðdegis í gær. Spútnikbátar sjósetja sinn fyrsta bát VÍSBENDINGAR eru um munlægri tíðni dauðsfalla í hörpudisk- sstofninum á Breiðafirði miðað við undanfarin ár, samkvæmt ný- legum rannsóknum Hafrann- sóknastofnunar á svæðinu. Frá þessu er greint í Fiski- fréttum, sem komu út í gær, og staðfestir Hrafnkell Eiríksson, fiskifræðingur á Hafrannsókna- stofnun, að ýmislegt bendi til þess að dánartíðni í stofninum sé að lækka. Hann segir að í nýlegri sýnatöku hafi þetta komið fram en í október næstkomandi verði gerðar ítarlegar stofnrannsóknir á svæðinu og þá ætti að koma betur í ljós hvort stofninn sé að taka við sér. „Við urðum varir við það í síð- ustu stofnmælingu í október 2004 að hrun stofnsins var búið og það var kominn upp einhver jafn- staða,“ segir Hrafnkell og bætir við að þá hafi ýmislegt bent til aukinnar nýliðunar í stofninum. „Það virðist eitthvað vera að ganga eftir miðað við sýni sem tekin hafa verið á þessu ári,“ seg- ir Hrafnkell. Hörpudisksstofninn tók að hrynja upp úr árinu 2000 og þurfti að hætta veiðum á honum árið 2003. Hrafnkell segir að sýk- ingarannsóknir á Keldum hafi leitt í ljós að líklegt sé að sýk- ingar hafi verið snar þáttur í hruni stofnsins. Þá hafi einnig komið í ljós að hitastig sjávar sé eitthvað lægra í ár en undanfarin ár, en þegar hörpudisksstofninn var hvað stærstur árið 1980 var hitastig sjávar tiltölulega lágt. Nánari athuganir verða gerðar á þessu í október. Starfsmenn Hafrannsókna- stofnunar fara að jafnaði 5–6 sinnum á ári í reglubundnar sýna- tökur á hörpudiski á tveimur svæðum á Breiðafirði. Hörpudiskur á Breiða- firði að taka við sér? VEÐURGUÐIRNIR leika við íbúa höfuðborgarsvæðisins þessa dag- ana. Margir hafa nýtt sér góð- viðrið til framkvæmda á húsum sínum, t.d. til að mála eða hellu- leggja. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins fóru á stúfana og hittu m.a. Óttar Överby, húseig- anda við Skólavörðustíg, sem var að mála í mestu makindum. Hann sagðist vera nýbúinn að mála húsið að utan blátt ásamt íbúum á neðri hæð hússins. Nú væri ver- ið að mála glugga og hurðir á húsinu sem er 100 ára gamalt. Óttar sagði að ekki yrði farið í neinar stórframkvæmdir á húsinu í ár. „Þetta er eiginlega til bráða- birgða. Það þarf að skipta um járn á þessu öllu saman,“ sagði Óttar og bætti því við að húsið hefði verið löngu komið á tíma. Það hefði verið ansi snjáð að sjá enda síðast málað fyrir um tveim- ur áratugum. „Þetta er orðinn al- gjör draumur miðað við hvernig þetta var,“ sagði Óttar. Á Öldugötu voru þeir Hrafnkell Sighvatsson og Jón Elmar Óm- arsson, sem starfa hjá garðyrkju- fyrirtækinu Garðyrkjumanninum, að ganga frá eftir að hafa hellu- lagt og gert snyrtilegt í kringum viðkomandi lóð. Kváðust þeir vera ánægðir með að vinna úti í veðurblíðunni. Aðspurðir sögðu þeir verkið vera langt á veg kom- ið. Ekki þurfa þeir að færa verk- færi og annan búnað langa leið því næsta verkefni er á lóðinni við hliðina, að sögn Hrafnkells. Spáð góðu áfram Georg Steindórsson, málari hjá Alhliðamálun, var að sparsla í sprungur fyrir utan hlið gamla Borgarbókasafnsins í Þingholts- stræti þegar blaðamann og ljós- myndara bar að garði. Verið er að taka húsið í gegn að utan og sagði Georg að stefnt væri að því að ljúka verkinu í vikunni enda spáin góð. Viðrar vel til fram- kvæmda Morgunblaðið/ÞÖK Georg Steindórsson sparslaði upp í múrskemmdir við Þingholtsstræti. Morgunblaðið/ÞÖK Hrafnkell og Jón Elmar vinna við að helluleggja og taka garða í gegn. Morgunblaðið/Eyþór Óttar Överby sagði að tími væri kominn á að hressa upp á 100 ára gamalt húsið við Skólavörðustíg. „VIÐ vonum að ráðstefnan opni augu ráðamanna fyrir mikilvægi vandans og setji þrýsting á þá um að komið verði á fót kennslustöðu í fag- inu hérlendis,“ segir Dagbjörg Sig- urðardóttir, barna- og unglingageð- læknir, en árleg Evrópuráðstefna sér- fræðinga í barna- og unglingageðlækningum verður haldin í fyrsta sinn í Reykjavík dagana 9.–11. september nk. Ráðstefnan er haldin á vegum Samtaka evr- ópskra sérfræðilækna í barna- og unglingageð- lækningum (UEMS) í samstarfi við Félag ís- lenskra barna- og ung- lingageðlækna og Læknafélag Íslands. Að sögn Dagbjargar er fundarstaður ráð- stefnunnar engin tilvilj- un því UEMS velur að halda fundi sína í þeim löndum þar sem þróunin í barna- og unglinga- geðlækningum hefur verið hvað hægust. Þannig vonast menn til þess að heimsókn sérfræðinga í barna- og unglingageðlækningum frá þrjátíu og þremur Evrópulönd- um og fundur samtakanna hér á landi verði til þess að styrkja fram- tíð sérgreinarinnar hérlendis. Að sögn Dagbjargar er markmið EUMS-ráðstefnunnar að stuðla að samræmingaraðgerðum í barna- og unglingageðlækningum í kennslu læknanema innan læknadeildar Há- skóla Íslands við aðrar læknadeildir í Evrópu. Segir hún Ísland enn eina landið í Evrópu sem hefur ekki skip- að í prófessorsstöðu í barna- og ung- lingageðlækningum þrátt fyrir ítrekuð tilmæli frá EUMS og fleiri aðilum síðastliðin ár um að skipað verði í prófessorsstöðu í sérgrein- inni við læknadeild HÍ hið fyrsta. Stöndum mjög vel faglega „Faglega stöndum við framarlega í greininni hérlendis, erum með gott starfs- fólk og stundaðar eru heilmiklar rannsóknir á þessu sviði. Hins vegar höfum við áhyggjur af ramman- um í kringum fagið og skort á prófessors- stöðu í greininni við læknadeild HÍ til þess að tryggja form- legt nám. En það er nokkurt áhyggjuefni hve fáir eru í sérnámi í þessu fagi til þess að viðhalda stéttinni til framtíðar, ekki síst þarf sem um er að ræða vaxandi vanda- mál. Við viljum því opna augu stjórnvalda og annarra um mikil- vægi þess að vel sé utan um þessi mál haldið og að þetta verði sjálf- stæð sérgrein,“ segir Dagbjörg og bendir á að eins og staðan sé í dag séu barna- og unglingageðlækning- ar undir stjórn annarrar sérgreinar, þ.e. fullorðinsgeðlækninga, sem sé bagalegt þar sem hagsmunir þess- ara tveggja greina fari ekki alltaf saman. Í tengslum við ráðstefnuna verður námstefna um alþjóðlegar rann- sóknir í barna- og unglingageðlækn- ingum og er aðalgestafyrirlesari námstefnunnar prófessor Thomas Achenbach frá Bandaríkjunum. Evrópuráðstefna sérfræðinga í barna- og unglingageðlækningum Vantar prófessors- stöðu í greininni Dagbjörg Sigurðardóttir Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is KAÞÓLSK messa var haldin í starfsmannaþorpi Fjarðaáls við Reyðarfjörð í vikunni. Séra Patrick, kaþólskur prestur á Akureyri, sá um messuhald sem fór fram bæði á pólsku og ensku. Yfir fjörutíu manns mættu til messunnar en langstærstur hlutinn var pólskumælandi. Stefnt er að því að koma á reglulegum messum á sunnudögum í starfsmannaþorpinu. Þá er von á fjórum munkum í heim- sókn í þorpið í byrjun ágúst. Þeir eru frá Slóvakíu en eru nú í Reykjavík að læra íslensku. Munkarnir ætla síðan að ferðast um landið og hyggjast koma upp munkaklaustri á Austurlandi til að þjóna svæðinu, þ.m.t. starfsmanna- þorpi Fjarðaáls. Séra Patrick mess- aði á Reyðarfirði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.