Morgunblaðið - 23.07.2005, Page 31

Morgunblaðið - 23.07.2005, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 31 UMRÆÐAN Lög og réttur Bubba Morthens í Tímariti Morgunblaðsins um helgina Í GREIN eftir Jón Steinar Valdi- marsson í Morgunblaðinu sunnu- daginn 17. júlí sl. („Sérkennileg um- ræða um erfðatækni“) kemur fram hörð gagnrýni á 5 samtök sem standa að Kynningarátaki um erfðabreyttar (eb-) lífverur (Land- vernd, MATVÍS, Neytenda- samtökin, NLFÍ og Tún). Gagnrýni er einnig beint að Dr. Michael Ant- oniou, sem átakið bauð nýlega hing- að til lands til að kynna sér frá vís- indalegu sjónarmiði áform um útiræktun á eb- lyfja- og iðn- aðarbyggi. Svo virðist sem höf- undur hafi hvorki kynnt sér vel störf Dr. Antoniou né kynningar- átakið. Fyrir hönd átaksins viljum við leiðrétta misskilning sem fram kemur í greininni. Alþjóðleg vísindaumræða festir rætur á Íslandi Átakið er gagnrýnt fyrir „ein- hliða áróður“ í stað þess að stuðla að vísindalegri umræðu. Það er fjarri sanni því samtök okkar og forystumenn hafa á undanförnum misserum komið á framfæri upplýs- ingum á málþingum og í prentmáli þar sem erfðatæknin er útskýrð frá vísindalegu sjónarmiði. Opnun heimasíðu (www.erfdabreytt.net) fyrr á þessu ári markaði þáttaskil í umræðu um eb-lífverur. Þeim sem kynna sér hana getur tæpast dulist að þar er mjög byggt á vísindarannsóknum, þótt fáir geti búist við því að allt sem þar er sagt falli hagsmunaaðilum í erfðatækni í geð. Kynningarátak í þágu almannahagsmuna Tilgangur átaksins er einmitt að efla gagnrýna umræðu um erfðavís- indin, spyrja áleitinna spurninga um áhrif þeirra á almannahag, og draga fram í dagsljósið rannsóknir og álit óvilhallra vísindamanna. En fjölmargir þeirra telja erfðatækni ónákvæma og áhættusama, m.a. vegna þess hve skammt á veg erfðavísindin eru komin. Samtökin sem að átakinu standa hafa þann tilgang að vernda neytendur, um- hverfi þeirra og heilsufar og telja það samfélagslega skyldu sína að fjalla um erfðatækni með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Sérhags- munir einstakra fyrirtækja mega ekki hindra umræðu og rannsóknir á áhættu sem umhverfi og heilsu- fari kann að vera búin af ræktun og neyslu eb- afurða. Því miður hefur skort mjög að talsmenn erfða- tækninnar svari rökstuddum ábend- ingum um áhættu, t.d. varðandi úti- ræktun á eb- byggi. Þá skortir tilfinnanlega óháðar rannsóknir, t.d. eru athuganir á áhrifum eb- byggs alfarið í höndum hlutafélags sem er hagsmunaaðili (ORF Líftækni) og eins af helstu hluthöfum þess (Landbúnaðarháskóla Íslands). Trúverðugleiki og efnisatriði Á þessu ári hefur átakið tvívegis boðið heimsþekktum vísindamönn- um hingað til lands m.a. til að örva vísindalega umræðu um erfðatækni. Í báðum tilvikum hafa talsmenn erfðatækninnar brugðist við með því að reyna að draga trúverð- ugleika vísindamannanna í efa, í stað þess að svara efnislega rök- studdum ábendingum þeirra. Í áð- urnefndri grein er t.d. dregin upp mynd af Dr. Antoniou sem pólitísk- um baráttumanni er vinni fyrst og fremst á vegum baráttusamtaka gegn erfðatækni. Hér er enn hallað réttu máli. Dr. Antoniou er virtur vísindamaður við læknisfræðiskóla King’s College í London. Allir helstu stjórnmálaflokkar Bretlands og fjöldi samtaka og fyrirtækja í mörgum löndum leita ráða hans um erfðatækni og notkun hennar í landbúnaði og læknisfræði. Hann hefur setið í tveimur opinberum nefndum um erfðatækni og var í báðum tilvikum skipaður vegna sér- þekkingar sinnar á sameinda- líffræði, ekki sem fulltrúi baráttu- samtaka. Engan skyldi því undra þótt hans sé víða getið og að hann komi að mörgum álitsgerðum um líftækni. Á fundum sínum hér á landi tók hann þó skýrt fram að það sem hann hefði fram að færa bæri að líta á sem persónulegar skoðanir hans. Fullyrðingar um villandi kynningu á Dr. Antoniou eru því byggðar á misskilningi. Þá vekur furðu sú fullyrðing að Dr. Antoniou berjist gegn erfða- tækni. Þvert á móti felast dagleg stjórnun og rannsóknir hans við King’s College og Guy’s Hospital í notkun erfðatækni, þótt hann vari við sleppingu eb- lífvera út í um- hverfið. Hann þekkir af eigin raun möguleika og áhættu erfðatækni og því var mikils virði fyrir okkur að heyra álit hans á áformum um úti- ræktun á eb- lyfjabyggi hér á landi. Meginatriði þess álits voru (1) að vara við ræktun eb- lyfjaplantna í tegundum eins og t.d. byggi, sem jafnframt eru notaðar til matar og fóðurs, (2) að útiræktun á eb- lyfja- og iðnaðarplöntum hér á landi sé áhættusöm vegna möguleika á því að sérvirk efni (t.d. með lyfvirkni) komist fyrir slysni út í umhverfið og í lífverur og því beri að rækta þær í lokuðu kerfi (t.d. gróðurhúsum), og (3) að ólíklegt sé að ráðstafanir sem gerðar eru til að afmarka ræktun á litlum tilraunareitum verði mögu- legar þegar ræktunarsvæðin stækka í marga hektara lands. Notkun erfðatækni varðar alla þjóðina Í greininni er því ranglega haldið fram að viðhorf innlendra aðila séu afskipt í kynningarátakinu. Jafn- hliða því að leita álits erlendra sér- fræðinga hafa átakið og samtök þess átt fjölda funda með inn- lendum vísindamönnum, stofnunum og hagsmunaaðilum um málefni eb- lífvera. Þá var ORF Líftækni, sem stendur fyrir þróun á eb- byggi, gefinn kostur á að funda með Dr. Antoniou og fulltrúum átaksins, en því miður sá fyrirtækið sér ekki fært að taka því boði. Því má hins vegar ekki gleyma að notkun erfða- tækni er ekki einkamál örfárra fyr- irtækja og stofnana heldur mál sem krefst opinnar, upplýstrar umræðu meðal alls almennings. Umræða um erfðatækni – Í þágu hverra? Gunnar Á. Gunnarsson, Gunnlaugur K. Jónsson og Jóhannes Gunnarsson svara grein um erfðatækni ’Því miður hefur skortmjög á að talsmenn erfðatækninnar svari rökstuddum ábend- ingum um áhættu, t.d. varðandi útiræktun á erfðabreyttu byggi.‘ Gunnar Á. Gunnarsson Höfundar sitja í verkefnisstjórn kynningarátaks um erfðabreyttar lífverur. Gunnlaugur K. Jónsson Jóhannes Gunnarsson TENGLAR .............................................. www.erfdabreytt.net Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.