Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.ibudalan.is Einfaldari leið að íbúðakaupum Að fjármagna íbúðakaup hjá Íbúðalán.is er einfalt, fljótlegt og þægilegt. Þú ferð einfaldlega inn á vefslóðina www.ibudalan.is og gengur frá þínum málum í tveimur einföldum skrefum - greiðslumatinu og lánsumsókninni. Fasteignasalinn sendir síðan kauptilboðið rafrænt til Íbúðalán.is MIKILL erill var hjá lögreglunni á Akureyri um helgina en um 30 fíkni- efnamál komu upp. Samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar var í öllum tilvikum um að ræða minniháttar mál sem teljast upplýst. Þá voru til- kynntar 18 líkamsárásir til lögregl- unnar. Níu voru teknir fyrir ölvunar- akstur og 50 fyrir of hraðan akstur en sá sem hraðast ók mældist á 171 km hraða á laugardaginn í Öxnadal og var sviptur ökuréttindum. 28 fíkniefnamál komu upp hjá lög- reglunni í Vestmannaeyjum um helgina en mest var lagt hald á af amfetamíni eða 31 gramm, 13 grömm af hassi, þrjár e-töflur, eitt gramm af kókaíni og annað eins af maríjúana. Þá fundust þrír skammt- ar af LSD. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar eru þetta færri fíkni- efnamál en undanfarnar verslunar- mannahelgar en þá hafa þau verið á milli 40 og 50. Þrjú líkamsárásarmál komu til kasta lögreglu – þar af tvö í gær- morgun. Í öðru tilfellinu var um það að ræða að maður var kýldur og síð- an sparkað í hann liggjandi. Hann var meðvitundarlaus þegar komið var að honum og var hann í kjölfarið fluttur með sjúkraflugi til Reykja- víkur. Hann hefur nú jafnað sig að mestu. Í hinu tilfellinu réðst ungur maður á þrjá nærstadda og lamdi þá með rörbút í andlit, þannig að tennur brotnuðu í einum. Engin kynferðisbrotamál komu til kasta lögreglu um helgina og sam- kvæmt upplýsingum frá neyðarmót- töku vegna nauðgunar í Fossvogi hafði enginn leitað þangað eftir helgina. Eyrún B. Jónsdóttir, hjúkr- unarfræðingur á neyðarmóttökunni, segir það hins vegar algengt að þeir sem hafi verið beittir kynferðislegu ofbeldi leiti ekki þangað fyrr en nokkur tími sé liðinn frá brotinu. Ekkert kynferðisbrotamál tilkynnt Færri fíkniefna- mál en í fyrra BRAGI Bergmann, framkvæmdastjóri útihá- tíðarinnar Einnar með öllu á Akureyri, sagði hátíðarhöldin hafa gengið vonum framar en þetta var í fimmta sinn sem hátíðin var haldin. Hátíðin var jafnframt sú fjölmennasta um helgina. „Ég held að það hafi tekið okkur þessi fimm ár að skapa hina fullkomnu fjölskylduhátíð en hingað komu um 12.000 gestir þannig að það hafa verið vel yfir 20.000 manns á Akureyri um helgina,“ segir Bragi en fjölskyldufólk var í miklum meirihluta þeirra sem sóttu hátíðina. „Það var átján ára aldurstakmark á tjald- svæðin en við vorum með sérstakt tjaldsvæði fyrir ungt fólk við félagsheimili Þórs og þar voru um sjö hundruð manns frá átján ára aldri til þrítugs. Þeir sem búa í nágrenni við það tjaldsvæði höfðu á orði að fólkið þar hefði verið til fyrirmyndar.“ Gott veður var á Akureyri alla helgina en að sögn Braga kom varla dropi úr lofti. Góðir gestir í Galtalæk Bindindismótið í Galtalæk fór fram í 45. skipti um helgina en að sögn Aðalsteins Gunn- arssonar, framkvæmdastjóra mótsins, fór það afskaplega vel fram að þessu sinni. „Þetta var alveg yndislega ljúft mót. Hingað komu virkilega góðir gestir og veðrið lék við okkur alla helgina,“ segir Aðalsteinn en um 3.500 gestir sóttu Bindindismótið. „Hingað kemur fyrst og fremst fjölskyldu- fólk enda þurfa unglingar undir lögaldri að koma í fylgd forráðamanns. Fólk er sem betur fer ekki að senda unglinga sína á útihátíð án eftirlits – það er liðin tíð hér í Galtalæk.“ 3.000 gestir á Neistaflugi Ívið fleiri gestir voru á fjölskylduhátíðinni Neistaflugi í Neskaupstað um helgina heldur en undanfarin ár að sögn Höskuldar Björg- úlfssonar, framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Um 3.000 manns sóttu hátíðina sem hefur ver- ið haldin í Neskaupstað síðan árið 1993. „Þetta hefur gengið vonum framar og það var frábært veður alla helgina. Yfirleitt hefur fjölskyldufólk verið í meirihluta á þessari hátíð en nú var þetta beggja blands. Yfir daginn var fjölskyldufólk á sveimi í bænum en þegar leið að kvöldi fór unglingunum fjölgandi,“ segir Höskuldur og tekur það fram að lögregla og björgunarsveitir hafi ekki haft í miklu að snú- ast um helgina enda hafi gestir verið til fyrir- myndar. „Allir í sæluvímu“ Kotmót Hvítasunnukirkjunnar í Reykjavík fór fram í 55. skiptið í Kirkjulækjarkoti um helgina. Geir Jón Þórisson mótsstjóri segir há- tíðina hafa gengið ljómandi vel fyrir sig en aldrei hafa fleiri mætt á mótið en í ár eða 4.000 manns. „Ekki sást vín á einum manni, ekki sáust fíkniefni, engin nauðgun átti sér stað, engin var sleginn og engu var stolið. Það eru allir í sæluvímu eftir þetta mót – afskaplega glaðir og ánægðir,“ segir Geir Jón og bætir við: „Þegar áfengið er ekki haft um hönd og allir eru allsgáðir er frekar von á því að þetta sé í góðu lagi. Þannig er fólk hingað komið til þess að njóta samfélags og samvista við hvort ann- að.“ Síldarævintýri og Sæludagar Síldarævintýrið var haldið í 15. sinn á Siglu- firði um helgina og voru hátíðargestir um 3.500 talsins. Elías Bjarni Ísfjörð, fram- kvæmdastjóri Síldarævintýrisins, segir hátíð- ina hafa gengið vel fyrir sig og gesti hafi verið til fyrirmyndar. Sæludagar fóru fram í Vatnaskógi um helgina í 14. sinn en að sögn Guðna Más Harð- arsonar, mótsstjóra Sæludaga, voru gestir um 1.000 talsins. „Þetta gekk ljómandi vel fyrir sig en veðrið hefði mátt vera skemmtilegra. Sæludagar eru með öllu vímulaus hátíð og það hefur aldrei verið kallað á lögreglu í sögu Sæludaga,“ segir Guðni. Innipúkinn, tónlistarhátíð sem hefur farið fram í Reykjavík undanfarnar þrjár verslunar- mannahelgar, var vel sótt að þessu sinni en uppselt var á hátíðina. Grímur Atlason tón- leikahaldari segist ekki hafa tölu á því hversu margir hafi sótt tónleikana en 38 hljómsveitir komu fram – bæði innlendar og erlendar. Grímur er þess fullviss að hátíðin sé komin til þess að vera og ætlar ekki annað en að Inni- púkinn verði haldinn í fimmta sinn að ári. Mannfagnaðir um verslunarmannahelgina gengu víðast hvar vel fyrir sig en allt að 25 skipulagðar hátíðir fóru fram. Þeir talsmenn útihátíða sem Morgunblaðið hafði samband við í gær voru ánægðir með helgina en mikið var um fjölskylduhátíðir. Flestir gestir á Akureyri Eftir Þóri Júlíusson thorir@mbl.is MILLI sjö og átta þúsund manns voru á ung- lingalandsmóti UMFÍ í Vík í Mýrdal um helgina og tókst framkvæmd mótsins vel í alla staði, að sögn Ómars Braga Stefánssonar framkvæmdastjóra. Um 1.000 keppendur voru á staðnum en krakkar á aldrinum 11–18 ára mega taka þátt í landsmótinu og er þar keppt í fjölmörg- um íþróttagreinum. Unglingalandsmótið gengur þannig fyrir sig að keppt er í íþróttum fram að kvöldmat alla daga en á kvöldin er dagskrá í boði fyrir krakkana og spiluðu hljómsveitirnar Á móti sól, Svitabandið og Ísafold auk Idol-stjörn- unnar Hildar Völu fyrir mótsgesti um helgina. Ómar segir að ekkert hafi sést af vímuefn- um um helgina og ljóst að þeir sem séu í slík- um hugleiðingum fari eitthvað annað. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Blíðskaparveður var á Unglingalandsmóti í Vík í Mýrdal um helgina og góð stemming. Sjö til átta þúsund manns á unglinga- landsmóti Vestmannaeyjar | Hvað er það sem dregur fólk á Þjóðhátíð Vestmanna- eyja ár eftir ár? Er það umgjörðin sem Herjólfsdalur í allri sinni tign skapar hátíðinni? Er það brennan á Fjósakletti á föstudagskvöldinu, flugeldasýningin á laugardagskvöld- inu, brekkusöngurinn og blysin 131 sem lýsa upp brekkurnar í Dalnum? Eru það hvítu tjöldin og gestrisni heimamanna eða bara þörfin til að sletta ærlega úr klaufunum þar sem þetta allt er í boði? Sennilega er það eitthvað af þessu öllu saman sem gerir það að verkum að Þjóðhátíð er ennþá haldin í Herj- ólfsdal þar sem fólk á öllum aldri, frá kornabörnum upp í virðulega eldri borgara, getur skemmt sér saman. Vestmannaeyingum þykir líka vænt um þessa hátíð sína og spara ekkert til að allt fari vel fram og taka aðkomufólki sem velkomn- um gestum. Á daginn mætir fólk með bakkelsi í tjöldin, börnin fá sinn skammt af skemmtiatriðum og um kvöldið eru allir saman í brekkunni til að fylgjast með fjölbreyttri dag- skrá sem að þessu sinni bauð upp á Ragga Bjarna, hljómsveitirnar Grafík, Hoffman, Vagíans, Jónsa og hina strákana í Svörtum fötum, Hálft í hvoru, Dans á rósum, Skímó og svo Árna Johnsen sem mun syngja sinn þrítugasta Brekkusöng á næstu hátíð. Þegar búið er að koma krökkum í ró er haldið á ný í Dalinn í klæðnaði sem hæfir veðrinu og sungið, dansað og drukkið fram á morgun. Þetta er sú mynd sem Eyjamenn vilja að birtist gestum og öðrum en því miður eru alltaf einhverjir sem ekki kunna fótum sínum forráð og svo var nú þó hátíðin í heild hafi far- ið mjög vel fram. Páll Scheving, framkvæmdastjóri ÍBV, segir erfitt að giska á fjölda gesta á hátíðinni en hann sagðist aldrei hafa séð annan eins fjölda í brekkunni og á sunnudagskvöldið. „En ætli við séum ekki að tala um að milli 8.000 og 9.000 þúsund manns hafi komið á Þjóðhátíðina í ár,“ sagði Páll sem er ánægður með hvernig tókst til. „Veðrið lék við okkur nema hvað það rigndi á laugardeginum en það var ekki mikill vindur og milt þannig að engin vandræði urðu. Það sýndi sig líka að þetta unga fólk sem hing- að kemur er vel útbúið. Ég hef feng- ið mjög jákvæð viðbrögð við dag- skránni og virtist fólk ánægt með að sjá Ragga Bjarna, Gylfa Ægis og Grafík svo einhver dæmi séu tekin og Bubbi stendur alltaf fyrir sínu. Þannig að ég get ekki verið annað en ánægður,“ sagði Páll. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Hvítu tjöldin eru einkennandi fyrir Herjólfsdal, en talið er að tæplega 10 þúsund manns hafi verið á hátíðinni í ár. Mikið sungið og dansað á Þjóðhátíð í Eyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.