Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2005 27 DAGBÓK Alltaf á mi›vikudögum! E N N E M M / S IA / N M 17 4 2 3 330 1101. vinningur 440milljónir Bónus-vinningur 12 milljónir Fyrsti vinningur í Víkingalottóinu þessa vikuna er tvöfaldur svo það er tvöföld ástæða til að spila með. fiolir flú álagi›? Tvöföld spenna Skelltu þér á miða ánæsta sölustaðeða á lotto.is fyrirklukkan 16 á morgun, eða fáðu þér miða íáskrift. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Safnaðarheimili Oddasóknar | Á þriðju- dag. Barbora Sejáková píanóleikari flytur píanótónlist eftir Martinu, Dusík og Janá- cek. Tinna Sigurðardóttir sópran syngur lög eftir Jórunni Viðar, lagaflokk eftir Martinu og íslensk þjóðlög. Aðgangseyrir er kr. 1000 og rennur í hljóðfærasjóð Safn- aðarheimilis Oddasóknar. Myndlist 101 gallery | Þórdís Aðalsteinsdóttir til 9. sept. 101 gallery er opið fimmtudaga til laugardaga frá kl. 14–17 eða eftir sam- komulagi. Árbæjarsafn | Unnur Knudsen sýnir hand- þrykk á textíl í Listmunahorninu á Árbæj- arsafni. Sýninguna kallar hún Veðurfar. Sýningin verður opnuð laugardaginn 23. júlí og stendur til fimmtudagsins 4. ágúst. Opið frá 10–17 alla daga. Café Karólína | Eríkur Arnar Magnússon er fæddur á Akureyri 1975. Hann stundaði nám á listasviði FB og við Myndlistarskól- ann á Akureyri og stundar nú nam í Listaháskóla Íslands. Sýningin stendur til 26. ágúst. Deiglan | Sigurður Pétur Högnason (Siggi P.). Olíumálverk. Til 21. ágúst. þri.–sun. frá 13 til 17. Eden, Hveragerði | Jón Ingi Sigurmunds- son sýnir olíu-, pastel- og vatnslitamyndir til 7. ágúst. www.joningi.com. Ferðaþjónustan í Heydal | Helga Krist- mundsdóttir opnar málverkasýningu í Hey- dal Mjóafirði 30. júlí kl. 15. Helga hefur haldið margar einka- og samsýningar víða í Evrópu, nú síðast í Hafnarborg, Sag- areyjan 2005. Hún var kjörinn litamaður ársins í Ebeltoft 1998 og litagrafíumaður ársins 2000 í Árósum. Kaffihlaðborð verð- ur í Heydal frá kl 14–17 alla helgina. Gallerí Humar eða frægð! | Myndasögur í sprengjubyrgi. Sýnd verk eftir Ólaf J. Eng- ilbertsson, Bjarna Hinriksson, Jóhann L. Torfason, Halldór Baldursson, Þórarin Leifsson, Braga Halldórsson og fleiri sem kenndir eru við GISP! Einnig myndir úr Grapevine. Til 31. ágúst. Gallerí Terpentine | Gunnar Örn til 13. ágúst. Jöklasýningin á Höfn | Farandsýningin Í hlutanna eðli til 7. ágúst. Opið alla daga frá 10 til 22. Listasafn ASÍ | Sumarsýning Listasafns ASÍ 2005 Sýning á verkum úr eigu safns- ins til 7. ágúst. Aðgangur er ókeypis. Listasafnið á Akureyri | Skrímsl – Óvættir og afskræmingar til 21. ágúst. Listasafn Ísafjarðar | Katrín Elvarsdóttir sýnir nýja ljósmyndaseríu sem kallast Heimþrá. Sýningin stendur fram í byrjun október og er opin mánudaga föstudaga kl. 13–19 og laugardaga frá kl. 13 til 16. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | 28. maí – 28. ágúst 2005. „Rótleysi“ markar þau tímamót að tíu ár eru liðin frá stofnun lýð- ræðis í Suður–Afríku. Sýningin gefur inn- sýn inn í einstaka ljósmyndahefð þar sem ljóðrænn kraftur og gæði heimilda- ljósmyndunar eru í sérflokki. Opið kl. 12–19 virka daga, kl. 13–17 um helgar. Norræna húsið | Grús – Ásdís Sif Gunn- arsdóttir, Helgi Þórsson, Magnús Logi Kristinsson. Terra Borealis – Andy Horner. Til 28. ágúst. Safnahús Borgarfjarðar | Pétur Pét- ursson sýnir 15 málverk í Safnahúsi Borg- arfjarðar. Opið virka daga kl. 13 til 18. Sýn- ingin stendur til 19. ágúst. Skaftfell | Myndbreytingar – Inga Jóns- dóttir sýnir til 13. ágúst. Skriðuklaustur | Ítalski listamaðurinn Gu- iseppe Venturini sýnir teikningar úr Fljóts- dal. Thorvaldsen Bar | Ljósmyndir Maríu Kjart- ansdóttur, teknar af íslenskum unglingum á aldrinum 16–20 ára á mennta- skólaböllum. Þær sýna sveitta strákinn í stelpuleit, kossana, afbrýðisemina, ból- urnar, sjálfsmeðvitundina og allt það sem einkennir Hormónasamfélagið í heild sinni. Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Mynd á þili er afrakstur rannsókna Þóru Kristjáns- dóttur á listgripum Þjóðminjasafns Íslands frá 16., 17. og 18. öld. Markmið sýning- arinnar er að kynna til sögunnar listamenn sem hægt er að eigna ákveðin listaverk í eigu safnsins. Einnig er komin út bók um sama efni. Þjóðminjasafn Íslands | Kristinn Ingvars- son hefur hefur lagt rækt við svarthvítt portrett og hefur lag á að finna samhljóm milli persóna og umhverfis. Margir þekkja stakar ljósmyndir Kristins en með því að safna úrvali af þeim saman birtist ný og óvænt mynd. Þessar myndir af samtíð- armönnum eru fjársjóður fyrir framtíðina. Listasýning Handverk og Hönnun | „Sögur af landi“. Til sýnis er bæði hefðbundinn íslenskur listiðnaður og nútímahönnun úr fjölbreyttu hráefni. Á sýningunni eru hlutir frá 33 að- ilum, m.a. úr leir, gleri, pappír, hrosshári, roði, ull og silfri. Listasafn Ísafjarðar | Sýningin Heimþrá eftir Katrínu Elvarsdóttur. Stendur til 1. október. Mán.–fös. kl. 13–19, lau. kl. 13–16. Vínbarinn | Rósa Matthíasdóttir sýnir mósaíkspegla. Söfn Bókasafn Kópavogs | Dagar villtra blóma. Á Bókasafni Kópavogs stendur yfir sýning á ljóðum um þjóðarblómið holtasóley og önnur villt blóm. Sýningin var sett upp í til- efni af Degi villtra blóma og stendur yfir út ágúst. Falleg ljóð og sumarlegt efni. Bæk- urnar sem innihalda ljóðin eru allar til út- láns á safninu. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn er opinn alla daga í sumar frá kl. 9– 17. Hljóðleiðsögn á íslensku, ensku, sænsku og þýsku um húsið. Margmiðlunarsýning og skemmtilegar gönguleiðir í nágrenninu. Nánar á www.gljufrasteinn.is. Minjasafnið á Akureyri | Eyjafjörður frá öndverðu, saga fjarðarins frá landnámi fram yfir siðaskipti. Akureyri – bærinn við Pollinn, þættir úr sögu Akureyrar frá upp- hafi til nútímans. Myndir úr mínu lífi… Ljós- myndir Gunnlaugs P. Kristinssonar frá Ak- ureyri 1955–1985. Skriðuklaustur | Sýning um miðalda- klaustrið að Skriðu og fornleifarannsókn á því. Sýndir munir úr uppgreftri síðustu ára og leiðsögn um klausturrústirnar. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til – menn- ing og samfélag í 1200 ár, á að veita innsýn í sögu íslensku þjóðarinnar frá landnámi til nútíma. Á henni getur að líta um 2000 muni allt frá landnámstíð til nútíma auk um 1000 ljósmynda frá 20. öld. Sýningin er hugsuð sem ferð í gegnum tímann. Fundir Krabbameinsfélagið | Stuðningshópur um krabbamein í blöðruhálskirtli verður með rabbfund í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík 3. ágúst kl. 17. Kaffi á könnunni. OA–samtökin | OA karladeild. Tjarnargötu 20, Gula húsinu, kl. 21–22. OA (Overeaters Anonymous) er félagsskapur karla og kvenna sem hittast til að finna lausn á sameiginlegum vanda – hömlulausu ofáti. Eina skilyrðið fyrir þátttöku er löngun til að hætta þessu hömlulausa ofáti. www.oa.is. 75ÁRA afmæli. Fimmtudaginn 4.ágúst verður 75 ára Jóhanna Björnsdóttir, leiðbeinandi og húsfreyja frá Bjarghúsum, V-Hún., nú til heimilis á Langholtsvegi 26. Á afmælisdaginn tekur hún á móti ættingjum og vinum í Húnabúð, Skeifunni 11, 3. hæð (sama húsi og þvottahúsið Fönn) frá kl. 18. Hún afþakkar blóm og gjafir en vonast til að sem flestir sjái sér fært að sam- gleðjast sér á þessum tímamótum. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Verð á dísilolíu ÉG skil ekki þessa kveinstafi um hækkun á dísilolíu eftir að þunga- skattur er felldur niður. Var ekki meiningin með þungaskattinum að sem flestir bifreiðaeigendur sætu nokkurn veginn við sama borð? Þeir sem kvarta og kveina núna hljóta þá að hafa komist hjá því að greiða rétt- an þungaskatt. Ég á sjálfur stóran dísiljeppa og er bara feginn því hvað hann eyðir miklu minna en bensínbíll mundi gera. Getur einhver skýrt þetta fyrir mér? Er kannski búið að því? Hvað segir FÍB? B.D. Dagskráin og útvarpsstjóri MAÐUR benti á í Velvakanda fyrir stuttu að erfiðara væri að fá Dag- skrána eftir að Fréttablaðið tók við dreifingu hennar. Ég hélt að það væri hætt að gefa hana út. Ég bý í Kópa- vogi og hef ekki fengið hana lengi. Ég trúi ekki að Páll Magnússon verði útvarpsstjóri. Ég vil ekki trúa því að einn flóttamaðurinn enn frá Stöð 2 komi á RÚV. Mér finnst nóg komið af þeim sem hefur verið sagt upp og hafa komið á RÚV en enginn vill hlusta á. Ég veit ekki um neinn sem vill hlusta á Stöð 2 lengur um helgar, því þetta er orðið óþolandi leiðinleg útvarpsrás. Þóra Skarphéðinsdóttir. Fótum kippt undan eldri borgurum NÝTT leiðakerfi strætisvagna kippir fótunum undan möguleikum mínum til að annast matarinnkaup fyrir mig og konu mína. Ég, hátt á níræðisaldri og heilsuveill, treysti mér ekki til að bæta við mig göngu með þunga inn- kaupapoka nú eftir að búið er að fjar- lægja strætisvagnaskýlið við blokk- ina. Ég veit ekki hvað ég á til bragðs að taka. Getið þið, í ráðhúsinu, gefið mér ráð? Ráðalaus eldri borgari. Eru starfandi hópar frá Weight Watchers á Íslandi? ÉG kynntist nýlega samtökunum Weight Watchers í Svíþjóð. Mér lík- aði kerfi þeirra vel. Ég skráði mig á Netinu en vildi gjarnan vita hvort ekki séu hópar á Íslandi? Ef svo er væri mér þægð í því að einhver léti mig vita því við hjónin vildum gjarnan vera með. Jón Gröndal 260449-2149 Dalseli 8, Reykjavík. jongrondal@simnet.is Morgunblaðið/Sverrir Strætisvagnar voru meira eða minna á réttum tíma í gær þótt farþegar og vagnstjórar væru sumir hverjir ringlaðir á breytingunum. Árnaðheilla dagbók@mbl.is ÚT ER komin hjá Bókaútgáfunni Codex bókin Málskot í einkamálum eftir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstarétt- ardómara. Bókin er sú þriðja sem Jón Steinar gefur út en að auki hefur hann ritað fjöl- margar tímaritsgreinar um lagatengd efni. Bók Jóns Steinars skiptist í grófum dráttum í þrjá hluta. Fjallar sá fyrsti al- mennt um Hæstarétt Íslands, næsti um áfrýjun dóma til Hæstaréttar. Þriðji hlutinn fjallar síðan um kæru úrskurða til Hæstaréttar. Í tilkynningu segir að svo til ekkert hafi verið ritað um málskot í einka- málum síðan seint á 7. áratugnum. Hafa frá þeim tíma orðið gagngerar breytingar á lagareglum um málskot án þess að um þær hafi verið skrifað fræðilegar ritgerðir að heitið geti. Nýjar bækur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.