Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR  á Grenivík. Verður að hafa bíl til umráða Upplýsingar gefur Ólöf Engilberts- dóttir í síma 569 1376. enivík. ur að hafa umráða lýsingar gefur Engilberts- ir í síma 1376.  Nánari upplýsingar hjá Írisi í símum 483 3214 og 848 214. Blaðber vant r í Þorlákshöfn. Þarf að geta byrjað sem fyrst. Stykkishólmur | „Það er mikill feng- ur fyrir Golfklúbbinn Mostra að fá KB-banka til samstarfs, því að mikill kostnaður fylgir því að byggja upp golfvöll og reka hann,“ segir Rík- harður Hrafnkelsson, formaður golf- klúbbsins, í tilefni af styrktarsamn- ingi við KB banka. Samningurinn er til þriggja ára og felst í honum að KB banki veitir klúbbnum fjárstuðning og á móti lætur Mostri í té ýmsa þjónustu við bankann. Meðal annars fær starfs- fólk KB banka sem spilar golf ókeyp- is afnot af vellinum. Þá er árlega haldið opið KB-golfmót í samstafi við Vestarr í Grundarfirði. Leiknar eru 18 holur á hvorum velli sama daginn, sem gefur mótinu mikla sérstöðu. Ríkharður var að vonum ánægður með samninginn þegar hann hafði undirritað hann ásamt Kjartani Páli Einarssyni útibússtjóra. „Samningurinn léttir okkur róð- urinn og er KB banki stærsti styrkt- araðili klúbbsins fyrir utan Stykk- ishólmsbæ,“ segir Ríkharður formaður. Hann segir aðsókn að vell- inum hafi aukist gífurlega síðustu ár og að ferðamenn séu alltaf stærri og stærri hluti þeirra sem komi að spila. „ Mikið er um það að gestir haldi til á tjaldsvæðinu, sem er við hliðina á golfvellinum. Þar leggja þeir bílum sínum og þurfa ekki að setja þá í gang fyrr en heim er haldið, því öll þjónusta er í gönguleið, eins og völl- urinn, sundaðstaða og verslun, og þetta tel ég mestu sérstöðu vallarins okkar,“ segir Ríkharður. Í sumar starfa tveir fastir starfs- menn við slátt og viðhald. Auk þess fer mikið sjálfboðaliðastarf fram, því klúbbfélagar sjá um rekstur fé- lagsaðstöðunnar þar sem spilurum er boðið upp á veitingar. Í undirbúningi er að ljúka uppbyggingu vallarins. Ríkharður segist nánast mæta á hverjum degi á völlinn í golf og vill hann ekki þræta fyrir það að hann sé forfallinn golfari. Flestir hans fé- lagar og kona hans eru sammála því og því til staðfestingar var hann að fara í hálfsmáðarsumarfrí og stoppin miðast við það hvar golfvelli er að finna. KB banki styrkir Golfklúbbinn Mostra Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Golf Ríkharður Hrafnkelsson og Kjartan Páll Einarsson undirrituðu sam- starfssamning milli Golfklúbbsins og KB banka. Hellissandur | Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og Hollvina- samtök Þórðar á Dagverðará efndu til gönguferðar í blíðviðri 26. júlí sl., á fyrrum slóðir Þórð- ar undir Jökli. Þátttakendur mættu niðri við ströndina sunnan Hólahóla og gengu flestir þaðan í Gáluvík en sumir allt suður á Járnbarða. Sæmundur Kristjánsson, sem er bæði landvörður og í stjórn holl- vinasamtakanna, var göngu- stjóri og sagði skemmtilegar sögur af Þórði og tengdi sög- urnar svæðinu og landslaginu. Komið var að skotbyrgi sem talið var víst að Þórður hefði legið í fyrir rebba. Tókst Sæmundi mætavel að gera fólki grein fyrir hversu draugalegt gæti verið þarna í hrauninu á vetrarnóttum. Auk Sæmundar voru í hópnum þrír landverðir. Einn af þeim heitir Karl og tókst honum ásamt Sæmundi að útskýra þá erfiðleika sem refaveiðimenn þurftu og þurfa að yfirstíga í sambandi við mjög svo breytilegt tungumál tófunnar eftir lands- hlutum. Margt fleira markvert mátti heyra í þessari ferð. Tal fólks heyrðist langan veg. Logn og kyrrð var yfir landi og sjó. Úr Gáluvíkinni var haldið upp í Beruvíkurhraunið upp á svokall- aða Miðleið að Hólahólum frá Dritvík. Það var þreytt en ánægt göngufólk, tæplega 30 manns, sem settist í bíla sína sunnan Hólahóla upp af Flæðivík eftir tæplega þriggja stunda göngu og hélt síðan hvert til síns heima. Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir Gönguferð Hluti hópsins við skotbyrgið. Á slóðum Þórðar á Dagverðará Stykkishólmur | Í fjölmiðlum er rætt um aðsóknarmet hér og þar um verslunarmannahelgina. Engar slík- ar tölur koma frá Stykkishólmi þetta árið. Helgin var mjög róleg og að sögn umsjónarmanns tjaldsvæðisins dvöldu fáir gestir á tjaldsvæðinu og þessi helgi var sú rólegasta í sumar. Það sem veldur því að ferðamenn hafa kosið aðra landshluta til að heimsækja um helgina er að stærst- um hluta veðurspáin. Veðurspáin fyrir Snæfellsnes var ekki spenn- andi, en þar var spáð úrkomusömum dögum og fæstir sækjast eftir slíku veðri í útilegu, þrátt fyrir góðan að- búnað. Engar útihátíðir voru aug- lýstar á Snæfellsnesi. Um helgina var gott veður í Stykkishólmi. Það sást ekki til sólar, en hægvirði var og hlýtt og ekki er hægt að hafa orð á nokkrum dropum sem féllu til jarðar á laugardag. Þrátt fyrir þetta fóru nokkrar fjöl- skyldur á móti straumnum og gistu á tjaldsvæðinu. Þær kusu rólegheit- in fram yfir fjölmennið. Þar áttu þær góða daga, því fjölbreytt afþreying er í Stykkishólmi og margt að skoða í nágrenninu og veðrið reyndist mun betra en útlit var fyrir. Rólegt á tjaldsvæð- inu í Stykk- ishólmi Ljósmynd/Gunnlaugur Árnason Kolbeinn Sveinbjörnsson, Tryggvi Kolbeinsson, Kristín Sveinbjörnsdóttir og Borghildur Guðmundsdóttir völdu að tjalda í Stykkishólmi um versl- unarmannahelgina og áttu þar rólega daga. Borgarnes | Í anddyri Hyrnutorgs hefur undanfarið verið hægt að gera sannkölluð reyfarakaup, en þar eru til sölu gamlir reyfarar og alls kyns bækur frá Héraðsbókasafni Borgarfjarðar. Þetta eru bæk- ur sem til eru í mörgum eintökum og þarf að losna við. Verðið gerist ekki betra því stykkið kostar 100 krónur og ef keyptar eru fimm fást tvær í kaupbæti. Margir hafa nýtt sér tækifærið og gripið með sér lesefni í sum- arfríið. Ef menn hafa séróskir má hafa samband við Héraðsbóka- safnið og láta athuga hvort hægt sé að uppfylla þær. Krakkar úr ung- lingavinnunni hafa skipst á að selja bækurnar, en nú er hún Bergrún Sandra Húnfjörð tekin við og verður næstu tvær vikurnar. Aðra bók- sölubása er að finna á Hvanneyri og á Indriðastöðum í Skorradal. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Bækur Bergrún Sandra Húnfjörð í sölubásn- um á Hyrnutorgi. Bókasafnið selur bækur VESTURLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.