Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. V IÐAMIKLAR forn- leifarannsóknir hafa staðið yfir að Hólum í Hjaltadal síðustu ár- in. Tugir manna hafa komið þar við sögu, sérfræðingar og nemendur, en verkinu stýrir Ragnheiður Traustadóttir forn- leifafræðingur. Undir Hólarann- sóknina hafa fallið rannsóknir við Kolkuós og á Hofi og árin 2002 og 2003 var líka rannsakaður kirkju- garður í Keldudal í Hegranesi sem uppgötvaðist við jarðrask þegar byggingaframkvæmdir stóðu þar fyrir dyrum. Margt hefur komið upp úr dúrn- um við Hólarannsóknina, nú síðast myndarlegur leðurskór, en fundist hafa yfir 30 þúsund munir, um 500 kg dýrabein, þar af hafa um 19 þúsund dýrabein verið greind, 500- 700 prentstafir úr Hólaprenti, bók- arspennsl, krítarpípur, leirker, margs konar vefnaður, hnappar og smáhlutir auk skordýra og plantna sem allt er skráð og varðveitt með skipulegum hætti. Vilyrði um styrki til fimm ára Hólarannsóknin hófst árið 2001 með forkönnun og í desember það ár veitti Kristnihátíðarsjóður 11 milljóna króna styrk til rannsókn- anna sem hófust sumarið eftir. Nú stendur yfir fjórða rannsóknar- sumarið og segir Ragnheiður styrki hafa fengist áfram en vilyrði fengust fyrir styrkjum til fimm ára. „Við sækjum til sjóðsins á hverju ári og gerum grein fyrir árangri liðins árs og á hvað leggja eigi áherslu næsta ár en það má segja að í byrjun hafi menn litið svo á að þetta yrði langtímaverkefni og styrkur yrði veittur til fimm ára,“ segir Ragnheiður þegar hún er spurð um fjármögnun verksins. Þá hefur Rannís styrkt verkefnið með fé til tækjakaupa og auk beinna styrkja hafa háskólar í Noregi, Danmörku og Svíþjóð lagt fram vinnu sérfræðinga sinna, bæði á Margfeldisáhrif í byg Ragnheiður segir að sem þetta hafi ýmis m áhrif í byggðinni, 45 man þar sumarlangt við verke þýði aukna veltu og ums leifarnar séu með öðru arafl ferðamanna sem h vilji staðinn og aukið sam við Byggðasafnið í Skaga sé aðili að verkefninu. Fornleifarannsóknir í staðnum og með rannsóknum og greiningu á sýnum og munum sem fundist hafa. Segir Ragnheiður þessa vinnu sérfræðinganna metna á um 8 milljónir króna. Auk sjálfra fornleifarannsókn- anna er hluti verkefnisins að sinna nemendum í fornleifafræðinámi. „Við erum hér með 23 nemendur í vettvangskennslu, bæði byrjendur og lengra komna, íslenska og er- lenda, og við sjáum fyrir okkur að hér verði áfram fornleifaskóli á sumrin. Ég vona að menn beri gæfu til að halda þessum rann- sóknum áfram, að við getum fjár- magnað þetta verkefni í önnur fimm ár og helst mun lengur,“ segir Ragnheiður, enda sé margt óunnið sem ekki verði lokið á fimmta sumrinu á næsta ári. Ragnheiður Traustadóttir (t.v.) stýrir Hólarannsókninni. Með henni er Helena Femö frá Svíþjóð. Leðurskór, prentst bein og allt skráð í tö Fjöldi muna tekinn til nánari skoðun Um 45 manns, sérfræðingar og nemendur, ís- lenskir og erlendir, starfa við fornleifarannsóknir að Hólum í Hjaltadal. Ragnheiður Traustadóttir, stjórnandi rannsóknanna, fræddi Jóhannes Tómasson um gang mála. Á þessari grunnmynd má s við rannsóknirnar. Milli 500 og 600 prentstafir hafa fundist við rannsóknina. Fjölmargir ferðamenn hei fræðingunum sem eru fúsi VERZLUNARMANNAHELGIN Þegar þetta er skrifað seint ámánudagskvöldi lítur allt útfyrir að verzlunarmannahelgin hafi gengið stórslysalaust fyrir sig. Út af fyrir sig ætti kannski ekki að vera nein ástæða til að þakka sérstaklega fyrir það. Reynslan af þessari mestu ferða- og skemmtanahelgi ársins hef- ur hins vegar ýmis undanfarin ár verið með þeim hætti að fólk varpar öndinni léttar þegar helgin er að verða liðin án þess að frétzt hafi af alvarlegum um- ferðarslysum – jafnvel banaslysum – nauðgunum og líkamsárásum. Óskandi er að það mikla starf margra stofnana, félagasamtaka og einstaklinga, sem hefur verið unnið í því skyni að fá fólk til að hugsa sinn gang fyrir þessa helgi og haga sér með ábyrgum hætti, hafi borið þennan ár- angur. Auðvitað er ekki hægt að segja að allt hafi verið slétt og fellt um helgina; ölvun var víða mikil og tugir fíkniefna- mála komu upp. Það er því miður birt- ingarmynd vandamáls, sem er engan veginn einskorðað við verzlunar- mannahelgina; að þar sem fólk kemur saman til að skemmta sér eru vímu- efni iðulega höfð um hönd. Og ekki er hægt að ganga út frá því sem vísu að engin kynferðisbrot hafi verið framin um helgina. Fórnarlömb slíkra af- brota tilkynna þau iðulega ekki fyrr en löngu eftir að þau eru framin. Kannski er tiltölulega róleg verzl- unarmannahelgi ekki sízt því að þakka að allar útihátíðir helgarinnar voru auglýstar sem fjölskylduskemmtanir. Það hefur ekki sízt verið á unglinga- skemmtunum, þar sem þúsundir ung- menna skemmta sér sólarhringum saman án eftirlits foreldra sinna, að allt hefur keyrt um þverbak. Hins vegar er enn eitthvað um það að unglingar yngri en 18 ára fái að fara án foreldra sinna á útihátíð. Bent hefur verið á að þetta sé hópurinn, sem er í hvað mestri hættu að verða fyrir áföllum á slíkum samkomum; þannig beinist helmingur kynferðis- brota um þessa helgi gegn stúlkum yngri en 18 ára. Flestum er enn í fersku minni það skelfilega ástand, sem ríkti á Eldborgarhátíðinni sem haldin var sumarið 2001, en þar voru tilkynnt á annan tug kynferðisbrota- mála. Nefnd, sem Sólveig Pétursdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, skipaði til að gera tillögur til úrbóta eftir verzlunarmannahelgina 2001, lagði fram ýmsar tillögur, sem flestar hafa komizt til framkvæmda. Nefndin klofnaði hins vegar í afstöðu sinni til þess hvort leyfa ætti unglingum yngri en 18 ára að fara án fylgdar foreldra sinna á útihátíð. Sumir mótshaldarar um verzlunarmannahelgina settu slíka reglu sjálfir; t.d. ákváðu yfirvöld á Akureyri að hátíðin Ein með öllu væri ekki opin eftirlitslausum ung- lingum. En engar almennar reglur hafa verið settar um þetta efni. Það liggur auðvitað fyrir, að for- eldrar bera ábyrgð á börnum sínum til 18 ára aldurs. En hópþrýstingurinn á unglinga er mikill. Því miður treysta ýmsir foreldrar sér ekki til að banna börnunum sínum að fara ein á útihá- tíð, þótt margir myndu segja að það ætti að vera skylda þeirra. Það er því ástæða til að ítreka það, sem Morg- unblaðið hefur sagt áður; að þeim for- eldrum, sem vilja rækja þessar skyld- ur sínar, er ekki gert auðveldara fyrir með því að ríkisvaldið játi uppgjöf sína í málinu. NÝR ÚTVARPSSTJÓRI Páll Magnússon, sem skipaður hefurverið nýr útvarpsstjóri, hefur mikla reynslu af rekstri ljósvakamiðla. Hann á að baki starf bæði hjá Ríkisútvarpinu en einnig hjá Stöð 2. Hið óvenjulega við starfsreynslu Páls Magnússonar á sviði ljósvakamiðlunar er, að hann hefur starfað bæði á hinni ritstjórnarlegu hlið ljósvakamiðla, sem fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar og áður sem fréttamað- ur hjá Ríkisútvarpinu en einnig á rekstrarhlið ljósvakamiðlunar hjá Stöð 2. Það er óvenjulegt að sami einstak- lingur hafi setið beggja vegna borðs að þessu leyti en í því felst að sjálfsögðu nánast ómetanleg starfsreynsla. Í þessu ljósi er sú ákvörðun Þorgerð- ar Katrínar Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra að skipa Pál Magnússon í embætti útvarpsstjóra skiljanleg. Sá sem gegnir því embætti ber ábyrgð á báðum þáttum í starfsemi RÚV, hinni rekstrarlegu hlið sem og fréttaflutningi og dagskrárgerð. Það er löngu tímabært að rækilegur uppskurður verði gerður á rekstri RÚV. Hann þarf ekki sízt að snúa að rekstr- arhlið stofnunarinnar. Hins vegar er ljóst að lagaleg umgjörð stofnunarinnar er orðin úrelt. Fyrir liggja ákveðnar hugmyndir um breytingar þar á. En jafnframt er ljóst, að RÚV þarf að gera meiri kröfur til sjálfs sín í fréttaflutn- ingi en gert hefur verið um skeið. Á þeim kröfum hefur slaknað en væntanlega er það tímabundið ástand. Páll Magnússon hefur lýst þeirri per- sónulegu skoðun sinni, að til greina komi að RÚV fari af auglýsingamarkaði, en bent á, að það sé ákvörðunarefni ann- arra en útvarpsstjóra. Þegar þær hugmyndir komu fram fyrir allmörgum árum var augljóst, að í þeim fólst einokun Stöðvar 2 á sjón- varpsauglýsingum þar sem ekki var um aðrar sjónvarpsstöðvar að ræða. Á því hefur orðið breyting og þess vegna hlýt- ur þessi spurning að koma til umræðu á ný. Morgunblaðið hefur ítrekað lýst þeirri skoðun, að selja eigi Rás 2. Það eru engin rök fyrir því, að ríkið reki af- þreyingarstöð í samkeppni við aðrar slíkar á markaðnum. En jafnframt hlýtur að koma til greina að beina sjónvarpsstarfsemi RÚV í annan farveg en nú er. Íslenzkt þjóðfélag þarf á því að halda, að á boð- stólum verði sjónvarpsefni, sem hafi eitthvert menningarlegt gildi í víðri merkingu þeirra orða. Ameríska ruslið, sem einkastöðvarnar bjóða upp á til af- þreyingar, er orðið svo yfirgengilegt að það er orðin þjóðfélagsleg nauðsyn að skapa þar eitthvert mótvægi. Það á eftir að koma í ljós hvaða stefnu hinn nýi útvarpsstjóri mun marka þess- ari gömlu og merku menningarstofnun. En enginn getur haldið því fram, að þar sé ekki á ferð maður, sem hefur alla þá faglegu kosti, sem hægt er að gera kröfu til. Og tæplega verður Páll Magnússon sakaður um að hafa verið sérstakur stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar eða stjórnarflokkanna. Að því leyti til er ákvörðun menntamálaráðherra athygl- isverð og forvitnileg og kannski vís- bending um nýja tíma í opinberum emb- ættisveitingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.