Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Salou Súpersól 19. og 26. ágúst frá kr. 39.995 Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • sími 591 9000 Akureyri • sími 461 1099 • www.terranova.is Terra Nova býður síðustu sætin til Salou í ágúst á ótrúlegum kjörum. Salou er fallegur bær á Costa Dorada ströndinni, sunnan Barcelona. Þar er Port Aventura, glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Salou skartar stórkostlegum ströndum, fjölbreyttri afþreyingu og litríku næturlífi. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Kr. 49.990 í 5 daga kr. 59.990 í 12 daga M.v. 2 fullorðna. Súpersól tilboð, 19. og 26. ágúst. Netverð á mann. - SPENNANDI VALKOSTUR Kr. 39.995 í 5 daga kr. 49.995 í 12 daga M.v. 2 fullorðna og 2 börn. Súpersól tilboð, 19. og 26. ágúst. Netverð á mann. „ÞAÐ hafa verið mistök að taka ekki tillit til alls þessa vaktavinnufólks sem vinnur á hjúkrunarheimilum og er ekki nærri stofnleiðum,“ segir Björk Vilhelmsdóttir, stjórnarfor- maður Strætó bs., en í Morgun- blaðinu á laugardaginn kom fram gagnrýni frá heilbrigðisstofnunum á nýtt leiðakerfi fyrirtækisins. Björk segir að tekið verði tillit til ábend- inga heilbrigðisstarfsfólks en stjórn Strætó bs. fundar í þessari viku. „Okkur hefur verið bent á þetta en stjórnin hefur ekki fengið erindi eins og kom fram í frétt Morgunblaðsins á laugardaginn. Hins vegar fengum við athugasemdir frá Eflingu varð- andi það að breytinga væri þörf til hagræðis fyrir þá sem vinna vakta- vinnu og þá sérstaklega þar sem stofnleiðir eru ekki nálægt. Ég ræddi þetta við framkvæmdastjóra Strætó og við vorum sammála um það að koma þyrfti til móts við þess- ar þarfir. Ég reyndar taldi að það hefði verið gert strax en svo hefur greinilega ekki orðið,“ segir Björk og ítrekar að fullur vilji sé til þess að koma til móts við vaktavinnufólk hvað þetta varðar. Vilja láta reyna á kerfið Björk segir að enn sé verið að taka á móti athugasemdum varðandi nýja kerfið og verið að vinna úr þeim. Ekki sé hins vegar ljóst hvenær þeirri vinnu verði lokið. „Það er rétt að við höfum orðið vör við töluverða óánægju margra við- skiptavina en sem betur fer eru hins vegar margir sáttir við þetta nýja kerfi. Við viljum láta reyna á kerfið áður en við förum nokkuð að hrófla við því nema þegar svona augljós- lega þarf að koma til móts við sér- stakar þarfir eins og þeirra sem vinna á hjúkrunarheimilunum. Hins vegar eru margar þeirra athuga- semda sem okkur hafa borist byggð- ar á misskilningi og munu detta upp fyrir þegar fólk fer að læra á kerfið.“ Bagalegar breytingar Breyting verður á þjónustu Strætó á stofnleiðum í þessari viku. Á álagstímum á virkum dögum, að undanskildum mánudegi, mun verða ekið á 20 mínútna fresti í stað 10 mínútna og á laugardag verður ekið með 30 mínútna fresti í stað 20 mín- útna. Ástæða þessara breytinga er meðal annars sú að skortur er á mannskap. Björk segir það mjög bagalegt að ekki sé hægt að keyra á auglýstri áætlun þegar breytingar á kerfinu standa yfir. „Ég hefði haldið að þetta ætti að liggja fyrir og sem stjórnarformaður er ég ósátt við þetta.“ Stjórnarformaður Strætó bs. segir að komið verði til móts við vaktavinnufólk „Mistök að taka ekki tillit til vaktavinnufólks“ Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is Morgunblaðið/Árni Torfason „VIÐ teljum að margt af því sem verið er að benda á hafi þegar verið framkvæmt og að þetta séu athuga- semdir sem eigi við um tíma sem er liðinn,“ sagði Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi flugmálastjórnar, um skýrslu sérstakrar rannsóknar- nefndar um flugslysið í Skerjafirði. Heimir Már segir að flugmála- stjórn hafi frá 1990 unnið að því að færa sig frá bandarísku umhverfi í flugöryggismálum yfir í evrópskt umhverfi. „Á þessum tíma unnum við náið með litlu flugfélögunum til að færa þau yfir í evrópskt umhverfi. Því var síðan lokið fljótlega upp úr 2000. Við teljum að margt af því sem verið er að benda á eigi ekki við leng- ur. Það er allt annað umhverfi í flug- heiminum eftir að búið er að innleiða JAA-reglur ([flugöryggissamtaka flugmálastjórna Evrópu] á öllum sviðum.“ Heimir Már segir að flugmála- stjórn hafi fengið mjög góðar niður- stöður í úttekum sem gerðar hafa verið af Flugöryggissamtökum Evr- ópu og Alþjóðaflugmálastofnuninni. Athugasemdir eigi við um liðinn tíma ÞORMÓÐUR Þormóðsson, rann- sóknarstjóri Rannsóknarnefndar flugslysa, kveðst ánægður með skýrslu hinnar sérstöku rannsóknar- nefndar, hún sé faglega unnin, vel rökstudd og uppbyggileg að því er varði tillögur um að bæta störf RNF. Þá fagnar hann því einnig að ferli þessa hörmulega slyss skuli nú lokið. „Við höfum þegar hrint í fram- kvæmd nokkrum þeirra atriða sem sérstaka rannsóknarnefndin leggur til, svo sem að RNF hefur nú fengið flugskýli til að geyma flök og hluta þeirra og við höfum fyrir nokkru sett okkur þá reglu að afhenda ekki hluti nema með samþykki rannsóknar- stjóra og nefndarinnar sjálfrar,“ segir Þormóður. Þá segir hann að bæði hann og Þorkell Ágústsson vararannsóknarstjóri hafi setið nám- skeið um mannlega þáttinn varðandi flugslys. „Ég er einnig sáttur við niðurstöð- ur nefndarinnar, hún er í öllum meg- inatriðum samhljóða því sem fram kom í lokaskýrslu RNF sem kom út árið 2001 um að eldsneytisskortur hafi verið meginorsök þess að hreyf- ill vélarinnar stöðvaðist. Í skýrslu sérstöku nefndarinnar er einnig vik- ið að útgáfu lofthæfisskírteinis en í skýrslu RNF var tilgreint að Flug- málastjórn hefði átt að kalla eftir frekari gögnum varðandi ástand flugvélarinnar og viðhaldssögu hennar áður en lofthæfisskírteinið var gefið út,“ segir Þormóður einnig. Í samræmi við niðurstöður nefndarinnar BREYTING verður á þjónustu Strætó á stofnleiðum í þessari viku. Á álagstímum á virkum dögum, að undanskildum mánudegi, mun verða ekið á 20 mínútna fresti í stað 10 mínútna og á laugardag verður ekið með 30 mínútna fresti í stað 20 mínútna. Leiðabókin gildir að öllu leyti nema hvað álagstíma stofn- leiða varðar. Þetta kemur meðal annars fram í fréttatilkynningu frá Strætó bs. en þar segir jafnframt: „Alla virka daga í þessari viku […] verður sú breyting að vagnar á stofnleiðum munu aka á 20 mínútna fresti en ekki 10 mínútna eins og leiðakerfið gerir ráð fyrir á álags- tímum, þ.e. kl. 7–8:30 og kl. 15:30– 18. Þá munu vagnar á stofnleiðum aka á 30 mínútna fresti allan laug- ardaginn, 6. ágúst, en ekki á 20 mínútna fresti á milli kl. 11 og 17 eins og leiðabókin segir til um.“ Um leið og beðist er velvirðingar á þessum tímabundnu breytingum er tekið fram í tilkynningunni að þær eigi sér tvær meginskýringar: „Í fyrsta lagi er um að ræða skort á mannskap, sem skýrist af sum- arfríum vagnstjóra og því að ekki tókst að ráða nógu marga til sumarafleysinga. Í öðru lagi hefur stöðugildum vagnstjóra fjölgað við tilkomu hins nýja leiðakerfis vegna bættrar þjónustu við almenning.“ Til að auðvelda farþegum að nota strætó er þeim boðið að hringja í þjónustunúmer Strætó bs., 800- 1199. Færri strætóferðir á álagstíma HLAUPIÐ í Skaftá var enn í vexti síðla dags í gær og segir Sverrir Óskar Elefsen hjá Vatnamælingum Orkustofnunar erfitt að segja til um hvenær það nái hámarki. Hlaupið kom fyrst fram á mælistöðinni við Sveinstind, um sautján kílómetrum frá upptökum árinnar, um klukkan fimm aðfaranótt sunnudagsins. Síð- an hefur það verið í hægum en stöð- ugum vexti. Rennsli Skaftár við Sveinstind klukkan hálffimm í gær var 620 m3/s og hafði það aukist um 70 m3/s frá því klukkan hálfátta um morguninn. „Það kom smáhik í það [á sunnu- daginn] en það náði sér fljótt á strik aftur,“ segir Sverrir en hann telur að dægursveifla eigi nokkurn hlut að máli varðandi vatnsrennslið. Sumar- vatn og leysingar geti haft áhrif á hlaupið. Skaftárkatlarnir eru tveir og hlaup koma úr hvorum þeirra á tveggja til þriggja ára fresti. Sverrir segir að ekki sé ennþá vitað hvaðan hlaupið komi nú. „Mér finnst samt mjög ólíklegt að þetta komi úr báðum. Þá væri þetta miklu meira,“ segir Sverrir. Hann telur að ekki stafi hætta af hlaupinu eins og er. „En það er ekkert komið í ljós hvað þetta verður stórt. Ef þetta myndi hætta núna og fara aftur í eðlilegt ástand væri þetta lítið hlaup,“ segir Sverrir. Skaftá hljóp síðast síðla árs 2003 en hlaupið þá var ekki stórt. Heldur hærra var orðið í vestari katlinum núna, en þó lægra en í hlaupunum 2000 og 2002. Varasamt gas við jökulinn Steinunn S. Jakobsdóttir, deildar- stjóri eftirlitsdeildar Veðurstofu Ís- lands, segir að uppi við jökulinn, þar sem hlaupið komi undan, geti orðið mikið af varasömu gasi sem rjúki úr vatninu. „Í verstu tilfellum er það banvænt í stórum skömmtum og vægra eitrunareinkenna getur orðið vart ef fólk er alveg við jökulinn þeg- ar hlaupið brýst fram,“ segir Stein- unn. „Fólk ætti að hafa vara á sér ef það er nálægt upptökunum á meðan hlaupvatnið er að koma út.“ Steinunn þorir ekki að segja til um hvort vegum stafi hætta af hlaupinu en þar sem það vaxi hægt sé síður hætta á að vegir fari í sund- ur. „Ísskjálftarnir eru heldur að minnka og það bendir til þess að leiðin undir ísinn sé að verða nokkuð greið fyrir vatnið. Mótstaðan er að minnka og því gæti vel hugsast að hlaupið nái fljótlega hámarki sínu,“ segir Steinunn. Oddsteinn Kristjánsson, bóndi í Hvammi í Skaftártungu, sagði í gær- kvöldi að vel sæist í hlaupið frá byggðinni. Hann sagði að hlaupið hefði vaxið hratt og sennilega yrði það stærra en síðasta hlaup. „Það er það mikið vatn, og það var mikið í ánni fyrir.“ Ekki er ljóst úr hvorum sigkatlinum jökulvatnið í Skaftárhlaupi kemur Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is Hlaupið í hægum vexti                                                   !   " Morgunblaðið/ÞÖK Sigurlaug Hauksdóttir og Guðmundur Brynjar Þorsteinsson fylgdust með hlaupinu ásamt hundunum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.