Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR RÆKJUBÁTURINN Sæþór EA 101 frá Ár- skógssandi landaði á Húsavík nú í vikunni. Sæ- þór leggur jafnan upp hjá Samherja, Strýtu. Þar er nú sumarfrí og munu einhverjir þeirra báta sem leggja þar upp landa á Húsavík í þessari viku. Að sögn Heimis Hermannssonar, stýri- manns á Sæþóri, voru aflabrögðin léleg eða um 15 tonn eftir þrjá sólarhringa. Þrír bræður eru á Sæþóri, auk Heimis skip- stjórinn Arnþór og loks Guðmundur, en þeir eru synir Hermanns Guðmundssonar, útgerð- armanns á Árskógssandi. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Lélegt á rækjunni Á FYRSTU fjórum mánuðum ársins 2005 var aflaverðmæti ís- lenskra skipa af öllum miðum 25,9 milljarðar króna sam- anborið við 24,9 milljarða á sama tímabili 2004. Aflaverð- mæti hefur því aukist um 4,1% frá fyrra ári eða um 1 milljarð króna. Frá þessu var greint á heima- síðu Hagstofu Íslands. Verð- mæti botnfiskaflans var rúmir 18,6 milljarðar og jókst um ríf- lega 530 milljónir króna (2,9%). Verðmæti þorsks var tæpir 10,9 milljarðar og dróst saman um tæplega 1,2 milljarða króna (-9,7%). Verðmæti ýsuaflans nam 3,5 milljörðum króna og jókst um tæpar 770 milljónir (28%). Verðmæti karfa var 2,3 milljarðar króna og er það aukning um tæpar 610 milljónir frá fyrra ári (36%). Meira fyrir loðnuna Lítið var veitt af loðnu í apr- ílmánuði enda vertíð í raun lok- ið. Verðmætið á loðnuvertíðinni nam rúmum 4,7 milljörðum króna sem er rúmlega 1,1 millj- arði meira miðað við sama tíma- bil í fyrra (32%). Aflaverðmæti kolmunna jókst á milli ára um rúmar 100 milljónir króna og nam tæpum 350 milljónum á tímabilinu janúar til apríl 2005 (43%). Þá var verðmæti skel- og krabbadýraafla tæpar 240 millj- ónir en var rúmlega 670 millj- ónir á sama tímabili 2004. Meira fryst um borð Verðmæti afla í beinni sölu útgerða til vinnslustöðva var tæpir 12,3 milljarðar króna en það er nánast sama verðmæti og fékkst í slíkum viðskiptum á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2004 (-0,3%). Verðmæti sjó- frysts afla var tæpir 7 millj- arðar króna en nam ríflega 5,9 milljörðum 2004 og hefur því aukist um tæp 18% á milli ára. Töluverð aukning var einnig í útflutningi á ferskum fiski í gámum, en flutt var út fyrir tæpa 2,4 milljarða sem er 18% aukning frá fyrra ári. Dregið hefur hins vegar úr verðmæti þess afla sem seldur er á mark- aði til vinnslu innanlands, það var 3,9 milljarðar 2004 en 3,7 milljarðar króna 2005 (-5%). Á Suðurnesjum var unnið úr afla að verðmæti 5 milljarðar króna sem er samdráttur um 105 milljónir eða 2% frá fyrra ári. Á höfuðborgarsvæðinu námu verðmætin 4,2 milljörðum króna sem er 613 milljóna króna aukning frá árinu 2004 (17%). Á Suðurlandi varð mesta aukningin milli ára, 611 millj- ónir eða 26%. Mesti samdráttur var hins vegar á Vesturlandi, 680 milljónir króna eða sem nemur 37%. Aflaverðmætið hefur aukizt um 4,1% Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Fiskveiðar Verðmæti fiskaflans jókst á fyrstu 4 mánuðum ársins. ÚR VERINU Áreiðan- leikinn ræður úrslitum Úr verinu á morgun „HÉR var rosaveiði í síðustu viku,“ sagði Fannar Freyr Bjarnason, leið- sögumaður við Selá í Vopnafirði. „Hollið var með 250 laxa á sex dög- um.“ Um mánaðamótin höfðu þannig veiðst um 650 laxar í Selá, sem er mun meira en á sama tíma í fyrra, þegar um 350 laxar höfðu veiðst. Þá var metveiði í ánni, veiddust tæplega 1.700 laxar. Fannar Freyr sagði veiðimenn ekki hafa séð mikið af fiski en mikið væri samt af honum í ánni. „Mjög mikið veiðist á hits, þetta síðasta holl veiddi þannig ekkert á túpur, þetta kom allt á smáar flugur – mjög skemmtileg veiði. Síðustu dagar hafa gefið aðeins minna, við bíðum eftir næstu göngu. Í gær veiddust sex laxar við efri foss- inn, þar af einn lúsugur. Það er ferð á þessum fiskum, þetta eru einir 30 km. Þeir bruna þetta í einum grænum.“ 761 lax í vikunni Gríðargóð veiði er áfram í Eystri- Rangá, en í hádeginu í gær höfðu veiðst 1.785 laxar. „Síðasta vika gaf 761 lax, sem er al- gjört met hérna,“ sagði Einar Lúð- víksson. „Til þessa var besta veiðin á þessum tíma árið 2000, þá komu upp 544 – og það var eftir að áin var óveið- andi fyrir gruggi. Göngurnar voru ótrúlega stífar í síðustu viku, 110 til 120 laxar veiddust á dag, eða um sex laxar á stöng, sem er býsna góð með- alveiði.“ Einar sagði frá svissneskum feðg- um sem veiddu á þessum tíma, þeir hafa veitt í ánni frá 1998 og þekkja hana vel; þeir fengu nú 110 laxa á tvær stangir á sex dögum. „Þeir voru mjög duglegir en veiðin er annars ótrúlega jöfn, milli stanga og milli svæða, þótt yfirleitt séu ein- hver svæði aðeins betri en önnur.“ Einar segir ána hiklaust stefna í 3.500 laxa með þessu áframhaldi ef veður verður sæmilegt og fáir grugg- dagar koma með haustinu. Ytri-Rangá er heldur hægari til þetta sumarið. Þar hafa veiðst rúm- lega 800 laxar en nú eru teknir að veiðast 25 til 50 á dag. Bara smápöddur sem gefa „Veiðin datt alveg niður í gær, þá veiddust ekki nema þrír laxar, en svo kom gott skot í morgun og bjargaði málunum, þá komu 18 upp,“ sagði Gunnar Örn Petersen, leiðsögumaður við Laxá í Leirársveit, en þar hafa nú veiðst 550 laxar. „Það er betra en í fyrra. Hollið fyr- ir tveimur vikum veiddi 170 laxa, í síðustu viku komu upp 85 en þetta verður alltaf erfiðara, vatnið er orðið lítið. En við sjáum mjög mikið af laxi, Laxfoss og Miðfellsfljótið eru pökkuð af fiski. Það verður veisla þegar rign- ir.“ Hann sagði veiðina alla vera á örsmáar flugur, í stærðum 12 til 16. „Fyrir tveimur vikum var mikið á hitsið en þegar lækkar svona í ánni verður það hálfgroddalegt ef menn kunna það ekki mjög vel. Það eru bara smápöddur sem gefa núna og fínleg veiðimennska.“ Laxá í Kjós hefur gefið 640 laxa og ágætisgangur er í veiðinni, um alla á, að sögn heimildamanns. Frést hefur af mjög góðri veiði í Miðá í Dölum í sumar, en hún hefur nú gefið um 130 laxa á stangirnar þrjár. Þá hafa komið upp um 200 bleikjur. Um 120 laxar hafa veiðst í Fnjóská og vó sá stærsti 18 pund. Veiðimenn sem veiddu svæði I og II í Stóru-Laxá um helgina náðu níu löxum á tveimur vöktum. Rétt eins og dagana áður, þegar vel hafði veiðst, komu flestir upp í Gvendardrætti, Námustreng, Stekkjarnefi og við Laxárholt, sem hefur gefið marga fiska síðustu daga. Flestir tóku litlar rauðar Frances-keilur. Svæðið er nú komið með 105 laxa sem er afar gott á þessum tíma. Laxinn er samt smærri en margir eiga að venjast í Stóru- Laxá. „Þetta er hálfgerð hörmung,“ sagði bóndi einn úr sveitinni sem fylgdist með blaðamanni landa fjög- urra punda laxi í Laxárholtshylnum; ekki vanur að sjá svo smáa laxa í ánni. Lengi í gang Á sama tíma og vel veiðist í Stóru- Laxá er rólegra yfir Soginu. Þó ekki eins rólegt og við greindum frá fyrir helgi, að fjórir laxar væru komnir úr ánni; fyrir mistök í vinnslu fréttarinn- ar féll út að það væri á veiðisvæðinu við Syðri-Brú, þar sem veitt er á eina stöng. Samkvæmt heimildum veiðive- fjarins votnogveidi.is er ekki einleikið hvað áin er lengi í gang þetta sum- arið, þótt hún sé síðsumarsá. Fyrir helgi voru komnir upp 43 laxar, þar af 35 af Ásgarðssvæðinu. Full ástæða er til að minna á fisk- ræktarátak SVFR og veiðifélaga í Stóru-Laxá og Sogi, en reyna á að ná sem flestum löxum í kistur og efla snemmgenga stofninn. Aðeins fjórir Sogslaxar hafa verið fluttir í klak- húsið en ellefu úr Stóru-Laxá, en við veiðihúsin eru rör undir fiskana sem veiðimenn geta haft með sér að veiði- stöðum og ef þeir setja í laxa, og sér- staklega hrygnur, eru þeir hvattir til að koma þeim í klak. Stjórn SVFR verðlaunar þá veiðimenn sem koma hrygnum í klak með veiðidegi á sama svæði og fiskurinn veiddist á. Rosaveiði í Selá Morgunblaðið/Einar Falur Helgi Þorgils Friðjónsson þreytir lax í Fornastreng í Flekkudalsá. STANGVEIÐI Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Stefán Þórsson með þrjá laxa sem hann veiddi á svæði I og II í Stóru- Laxá á dögunum. veidar@mbl.is Kristján Þ. Davíðsson, fram- kvæmdastjóri Iceland Sea- food International, í viðtali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.