Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2005 17 UMRÆÐAN MÉR blöskrar málatilbúnaður mót- mælenda við Kárahnjúka og ég vil kalla þá Íslendinga sem stefna hing- að erlendum spellvirkjum til að trufla framkvæmdir, sem hafa feng- ið lögformlega afgreiðslu í anda þess lýðræðis sem við búum við, land- ráðamenn. Ég las í einhverju blaði að það skorti lagaheimildir til að vísa þrem- ur erlendum spellvirkjum, sem handteknir hafa verið, úr landi. Mér þykir alveg vafalaust að þau mót- mæli sem felast í skemmdarverkum og töfum á framkvæmdum séu ský- laus lögbrot. Mér þykir alveg nóg að við þurf- um að auka löggæslu til að hafa hemil á þessum skríl, þótt við förum ekki líka að fæða þá í íslenskum fangelsum. Þess vegna legg ég til að ríkisstjórnin komi strax saman og setji bráðabirgðalög, sem heimili okkur að losa okkur við þessa óværu. Ég er viss um að þeir níu þingmenn, sem greiddu atkvæði gegn virkjuninni, eru mér sammála, annars eiga þeir betur heima við Kárahnjúka en á þingi. ÞÓRHALLUR HRÓÐMARSSON Bjarkarheiði 19, Hveragerði. Landráða- menn og er- lendur skríll Frá Þórhalli Hróðmarssyni: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÉG UNDIRRITAÐUR get ekki lát- ið vera að tjá mig um skemmtilegar móttökur sem við hjónin fengum í sumarfríi á Akureyri 8.-13. júlí sl. Þannig var að við höfðum velt fyr- ir okkur að skipta um bíl. Einn dag- ur var sólarlaus. Því var ákveðið að fara og skoða bílakaup. Akureyr- ingar tóku okkur mjög vel en þó al- veg einstaklega hjá Toyota- umboðinu. Tekið var á móti okkur með bros á vör, svörin skýr og ein- föld, við verðmetum bílinn ykkar og eftir það getum við átt viðskipti. Markaðsstjórinn Ellert Guðmunds- son stóð við allt sem talað var. Hann bauð upp á að við gætum sótt nýjan bíl til Toyota í Kópavogi eftir ½ mánuð (óskaliturinn var ekki til). Þar tók á móti okkur Guðmundur H. Friðbjarnarson með ljúfu viðmóti og afgreiddi bílinn á skemmtilegan hátt með góðri kynningu til okkar hjóna. Eftirfylgni Ellerts var þannig að hann hringdi og spurði hvort allt væri eins og um var talað. Svona þjónusta er frábær og ber að þakka og er hér með gert. GÍSLI S. EINARSSON, Esjubraut 27, Akranesi. Frábær þjón- usta Toyota – skemmtileg framkoma Frá Gísla S. Einarssyni: mbl.is smáauglýsingar MARÍA Markan söngkona var sá listamaður sem bar hróður Íslands hvað víðast. Hún hlaut þó ómildar viðtökur hjá embættismönnum Rík- isútvarpsins á ferli sínum og ekki síður nú er 100 ár voru liðin frá fæð- ingu hennar. Boðaður samtalsþáttur hennar og Sveins Einarssonar, fyrrverandi þjóðleikhússtjóra, var ekki fluttur á Rás 1. Þess í stað voru flutt sópr- anverk þar sem karlmenn sungu fyrsta hálftímann. María komst fyrst af stað um kl. 11:30. Ég átti á sínum tíma viðtal í þætti sem fluttur var í sjónvarpi. Þá bað María um að fá að syngja 2–3 lög. Kvaðst ekki hafa haldið kveðjukons- ert. Hún fékk Ólaf Vigni Albertsson til að leika. Flygill var á staðnum. Óskar Gíslason tók ljósmynd þessa í virðingarskyni. María fékk ekki af- not af hljóðfærinu svo ekkert varð af söng hennar. Pétur Pétursson þulur. 100 ár frá fæðingu Maríu Markan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.