Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LEGGJA TIL SAMEININGU Stjórnir Burðaráss hf., Lands- banka Íslands hf. og Straums Fjár- festingarbanka hf. hafa samþykkt að leggja fyrir hluthafafundi félaganna sameiningu Burðaráss við Lands- bankann annars vegar og Straum Fjárfestingarbanka hins vegar. Gert er ráð fyrir að nafn félagsins verði Straumur-Burðarás Fjárfesting- arbanki hf. Þetta er í fyrsta skipti sem skráð félag í Kauphöll Íslands sameinast tveimur félögum. Mark- miðið er að mynda enn stærra og öfl- ugra fjármálafyrirtæki, að því er fram kemur í tilkynningu til fjöl- miðla. Kaupa hlut í FlyMe Fons, félag í eigu Pálma Haralds- sonar og Jóhannesar Kristinssonar, hefur fest kaup á tæplega 11% hlut í sænska lágfargjaldaflugfélaginu FlyMe, sem er stærsta lágfargjalda- flugfélag Svíþjóðar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins ráða Fons og félaginu vin- veittir fjárfestar, eins og Cognition, nú yfir um 30% atkvæða í FlyMe, sem er með áætlunarflug innan Sví- þjóðar og flýgur auk þess til Helsinki í Finnlandi, Lundúna og Nice í Frakklandi. Skaftá enn í vexti Skaftárhlaup er enn í vexti, nokk- uð hægum þó. Sverrir Óskar Elefsen hjá Vatnamælingum Orkustofnunar segir erfitt að spá fyrir um hvenær hlaupið nái hámarki en það kom fyrst fram á mælistöðinni við Sveinstind seint aðfaranótt sunnudagsins. Odd- steinn Kristjánsson, bóndi í Hvammi í Skaftártungu, segir að mikið hafi verið í ánni og býst hann við að hlaupið verði stærra en síðast. Bush setti Bolton í embætti George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur sett John Bolton í embætti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sam- einuðu þjóðunum. Bolton hóf þegar störf í gær. Hann hefur ekki enn hlotið náð fyrir augum öldunga- deildar Bandaríkjaþings vegna emb- ættisins en Bush notaði tækifærið til að setja hann tímabundið í embættið nú þegar þegar þingið er í sum- arleyfi. Fadh konungur látinn Fadh konungur í Sádi-Arabíu er látinn, talið er að hann hafi verið 84 ára gamall. Abdullah krónprins, sem í reynd hefur stýrt landinu sökum veikinda Fahds síðustu tíu árin, hef- ur verið útnefndur arftaki hálfbróður síns. Útför Fadhs fer fram í dag. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Bréf 17 Úr verinu 10 Minningar 20/23 Viðskipti 11 Dagbók 28 Erlent 13 Víkverji 26 Úr Vesturheimi 15 Velvakandi 27 Daglegt líf 14 Staður og stund 27 Menning 29 Menning 29 Umræðan 16/17 Ljósvakamiðlar 34 Forystugrein 18 Veður 35 Staksteinar 35 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráð- herra segir að ferðin til Manitoba í Kanada um helgina hafi verið gagn- leg. Forsætisráðherra Kanada hafi lýst því yfir að lokið yrði við fríversl- unarsamninginn við EFTA og lofað að greiða fyrir loftferðasamningi milli Íslands og Kanada. Paul Martin, forsætisráðherra Kanada, kom gagngert til Winnipeg til að hitta íslenskan starfsbróður sinn. ,,Það var mjög gagnlegt að hitta Paul Martin, forsætisráðherra Kan- ada,“ segir Halldór Ásgrímsson. ,,Það sem fyrst og fremst kom út úr þeim fundi var yfirlýsing hans um að ljúka fríverslunarsamningnum við EFTA. Það hefur staðið á Kanadamönnum í því máli og við höfum gengið mikið á eftir þeim en ég tel að þessi yfirlýsing sé það afdráttarlaus að farið verði í að ljúka málinu.“ Að sögn Halldórs Ásgrímssonar hafa íslensk stjórnvöld lagt áherslu á að fá loftferðasamning við Kanada. ,,Hann [Paul Martin] lofaði að greiða fyrir því máli,“ segir Halldór. Fyrir fundinn með Paul Martin átti Halldór Ásgrímsson fund með Gary Doer, forsætisráðherra Manitoba. ,,Mér finnst ánægjulegt hvað hann hefur mikinn áhuga á að efla sam- skiptin milli Íslands og Kanada. Það er auðvelt að gera það á menning- arsviðinu og í samskiptum Íslendinga og fólks í Manitoba. Jafnframt á sviði menntunar og vísinda, bæði að því er varðar háskólana og samstarf eins og á sviði vetnismála. Hvað varðar við- skiptin þá eru þessir markaðir langt hvor frá öðrum en ég varð var við það í Gimli að þar telja menn sig geta lært mikið af okkur í sambandi við sjávar- útveginn og sérstaklega á tæknisvið- inu. Mér fyndist mjög ánægjulegt ef við gætum komið þeim til aðstoðar á því sviði vegna þess að frystitæknin sem þekkist á Íslandi í dag kom í reynd með Íslendingi sem kom héð- an. Þeir urðu fyrri til að taka upp þessa tækni en við.“ Heimsókn Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í Kanada Kanadamenn tilbúnir að ljúka frí- verslunarsamningnum við EFTA Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ræðir við Robert T. Kristjanson fiskimann, Peter Bjornson, menntamálaráðherra Manitoba, og Gary Doer, forsætisráðherra Manitoba, en Halldór hefur verið í heimsókn í Kanada. Eftir Steinþór Guðbjartsson steg@mbl.is SJÖ voru handteknir við Kára- hnjúka í gær eftir að þeir fóru í óleyfi inn á stíflusvæðið og hengdu þar upp borða. Að sögn lögreglunnar á Egils- stöðum er vitað að hinir handteknu tilheyra hópi mótmælenda sem stað- ið hafa fyrir aðgerðum við virkjunina að undanförnu. Hópurinn var í haldi lögreglu í gærkvöldi en ekki var bú- ist við því að honum yrði haldið í nótt. Þá átti lögregla ekki von á að löggæsla yrði aukin eða hópnum gert að færa sig enn frekar, enda væri hann nú í um 100 kílómetra fjarlægð frá virkjuninni. Að sögn sjónarvotta var enginn texti á borðanum sem mótmælendur strengdu upp á stífluvegginn en á hann var teiknuð lína sem vísaði nið- ur á við og er talið að myndin hafi átt að vera af sprungu. Mótmælendum var vikið af tjald- stæði við Kárahnjúka á miðvikudag- inn í síðustu viku og færðu þeir sig þá um set yfir á bæinn Vað í Skriðdal sem er skammt frá Egilsstöðum. Hópurinn sló upp tjaldbúðum í túninu á Vaði. „Á sömu bylgjulengd“ Gréta Ósk Sigurðardóttir mynd- listarkona er búsett á Vaði og hefur ásamt manni sínum, Guðmundi Ár- mannssyni, gefið hópnum leyfi til að tjalda í túninu. Í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi sagðist Gréta styðja málstað umhverfisverndar- sinna. „Við erum á sömu bylgjulengd með að vilja vernda þetta svæði þarna upp frá.“ Hún sagði um 30–40 manns vera í tjaldbúðunum og að lögregla hefði daglegt eftirlit með þeim, keyrði meðal annars upp að bænum og sneri svo við. Aðspurð hvort þau hjónin styddu aðgerðir hópsins sagði Gréta að erf- itt væri að ná eyrum ráðamanna á annan hátt. Þegar meint eignaspjöll sem aðilar í hópnum eiga að hafa unnið voru borin undir hana sagðist hún ekki hafa séð hópinn vinna hin meintu eignaspjöll en sagðist hins vegar hafa heyrt að verkamönnum á svæðinu væri stundum svo uppsigað við yfirmenn sína að þeir færu sjálfir og ynnu spjöll á eignum. Sjö handteknir fyrir að fara í óleyfi inn á virkjanasvæði Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Morgunblaðið/Árni Torfason Mótmælendur hafa mótmælt byggingu Kárahnjúkavirkjunar í sumar. Sjálfstæðisflokkurinn er með 48% fylgi í Reykjavík, R-listinn 47% fylgi og Frjálslyndi flokk- urinn tæplega 5%, ef marka má niðurstöðu Gallup-könnunar á fylgi flokkanna í Reykjavík dag- ana 6. til 27. júlí sl. Þetta er í fyrsta sinn sem fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík mælist meira en R- listans í þeim Gallup-könnunum sem gerðar hafa verið frá síð- ustu borgarstjórnarkosningum 2002. Þess ber þó að geta að vikmörk í könnuninni eru 2 til 5%. Fylgi flokkanna í Reykjavík hefur breyst umtalsvert frá því Gallup kannaði það síðast í nóv- ember 2004. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur bætt við sig sex pró- sentustigum og R-listinn tapað sex prósentustigum. Fylgi Frjálslynda flokksins stendur nánast í stað frá síðustu mæl- ingu Gallups. Úrtakið í könnun Gallups í júlí sl. var 1.219 Reykvíkingar á aldrinum 18 til 75 ára. Svarhlut- fall var 60%. R-listinn fékk 8 borgarfull- trúa í síðustu kosningum, Sjálf- stæðisflokkurinn fékk 6 og F- listinn einn mann. Fylgi flokkanna nánast jafnt í Reykjavíkurborg JARÐSKJÁLFTAHRINA varð um sextán kílómetra austur af Grímsey í gærmorgun. Skjálftarnir byrjuðu á sunnudagskvöldið en mest var virknin á milli klukkan fimm og sjö um morguninn. Stærsti skjálftinn mældist rúmlega 4 á Richter og varð hann um klukkan hálfsjö. Næst- stærstu skjálftarnir voru um 2,8 á Richter og urðu kl. rúmlega fimm. Steinunn S. Jakobsdóttir, deild- arstjóri eftirlitsdeildar Veðurstofu Íslands, sagði í gær að ennþá mæld- ust skjálftar en virknin hefði dregist mikið saman. Hún sagði að hrinur yrðu oft á þessu svæði og að hún byggist ekki við neinu sérstöku í framhaldi af þessari. Skjálftahrina við Grímsey EINN hlaut minniháttar meiðsl þegar tveir bílar skullu saman til móts við Ásvelli á Reykjanesbraut á sjöunda tímanum í gær, að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði. Aðrir sem í bílunum voru sluppu án meiðsla, að sögn lögreglu. Ann- ar bíllinn endaði utan vegar. Bíl- arnir skemmdust töluvert. Árekstur við Ásvelli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.