Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2005 11 FRÉTTIR Mörkinni 6, sími 588 5518. Stórútsalan hófst 30. júlí Yfirhafnir í úrvali Mörg góð tilboð 20-50% afsláttur Stuttkápur Heilsárskápur Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 10-16 VIÐSKIPTI HEILDARVELTA viðskipta með hlutabréf í Kauphöll Íslands í júlí nam ríflega 59,1 milljarði króna og var hún 60,43% hærri en í júlí í fyrra en þá var veltan tæplega 36,9 millj- arðar. Mest velta í mánuðinum var með bréf FL Group og nam hún ríflega 12 milljörðum króna. Fyrsta dag mán- aðarins skiptu bréf í FL Group fyrir alls 11,5 milljarða um eigendur og voru viðskipti með bréf félagsins því dræm það sem eftir var mánaðarins. Næst mest velta var með bréf KB banka, tæplega 11,5 milljarðar, og svo kom Actavis, 9,8 milljarðar. Rúmlega billjón? Velta með hlutabréf í Kauphöll Ís- lands það sem af er ári nemur ríflega 462 milljörðum króna og hefur hún aukist um 43,69% frá sama tímabili í fyrra. Fari svo að velta ársins verði 43,69% hærri en velta síðasta árs mun heildarvelta ársins nema um 1.037 milljörðum króna, eða rúmri billjón króna. Ómögulegt er að spá nákvæmlega um það hvort þetta verði þróunin en velta síðustu mán- aða síðasta árs var mjög mikil, alls um 400 milljarðar á síðustu fimm mánuðum ársins, þar af um 355 milljarðar á síðustu fjórum mánuð- unum. Erfitt er að segja fyrir hvort velta síðustu fimm mánaða þessa árs verði meiri en svo en í ljósi hinnar miklu veltuaukningar sem nú þegar er orð- in á árinu er það þó ekki ólíklegt. Ef gert er ráð fyrir að veltan það sem eftir er árs verði sú sama og á síðustu mánuðum síðasta árs verður heildarvelta ársins um 862 milljarðar króna. Heildarvelta síðasta árs var 721,4 milljarðar króna og yrði því um 19,5% veltuaukningu að ræða. Ekki er víst að svo fari en engu að síður stefnir allt í nýtt veltumet. Ríflega 60% veltuaukning í Kauphöllinni Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is Velta hlutabréfa í júlí 59,1 milljarður WIM Duisenberg, fyrrverandi bankastjóri seðlabanka Evrópu, fannst látinn í sundlaug við heimili sitt í suðausturhluta Frakklands á sunnudag. Hann hafði drukknað eft- ir að hjarta hans hafði gefið sig, að sögn BBC. Duisenberg, sem var sjötugur er hann lést, var fyrsti bankastjóri Seðlabanka Evrópu og átti stóran þátt í sköpun sameiginlegs gjaldmið- ils tólf Evrópulanda og var því gjarn- an kallaður „faðir evrunnar“. Hann settist í helgan stein árið 2003, hafði þá verið seðlabankastjóri frá árinu 1998. Duisenberg var Hollendingur og gegndi embætti fjármálaráðherra í heimalandi sínu 1973-1977 og gat sér síðan gott orð sem bankastjóri hol- lenska seðlabankans um ellefu ára skeið. „Faðir evrunnar“ fannst látinn Wim Duisenberg seðlabankastjóri. MIKIL vinnutörn hefur verið hjá húsbændum í Flatey á Skjálfanda undanfarna daga þegar húseig- endur í eynni ákváðu að sameinast um miklar og bráðnauðsynlegar bryggjuviðgerðir. Flytja þurfti heil 50 tonn af efni frá Húsavík út í Flatey og var Hríseyjarferjan feng- in til efnisflutninganna en í viðgerð- irnar fóru um 20 rúmmetrar af steypu. Efnið var flutt út í ey í þremur ferðum mánudaginn fyrir verslunarmannahelgina og gátu framkvæmdir því hafist af fullum krafti á þriðjudeginum. Björtustu áætlanir gerðu ráð fyr- ir að framkvæmdum yrði lokið að kvöldi föstudagsins en þegar upp var staðið og búið var að slá frá urðu framkvæmdalok sólarhring á undan áætlun. Menn voru því allir mjög sælir og þreyttir í lok vinnu- tarnarinnar enda skapaðist um verkið mikil og góð samstaða í eynni. Allir þeir sem vettlingi gátu vald- ið og eiga hús í eynni tóku þátt í viðgerðunum í sjálfboðavinnu. Flat- eyjarhöfn, sem er lífhöfn sjófar- enda, heyrir undir Húsavíkurhöfn sem veitti smá styrk til efniskaupa. Þá hyggst landbúnaðarráðuneytið koma með einhverjum hætti að uppbyggingu í Flatey. Yfirumsjón með framkvæmdunum höfðu Hilm- ar Marínósson, húsasmíðameistari á Bjargi, og Kristinn Hrólfsson, múr- arameistari á Sæbergi. Eftir að við- gerðir á bryggjunni voru í höfn bættu Flateyingar um betur og efndu til hreinsunarátaks á laug- ardaginn með þátttöku stórra sem smárra. Dansað undir harmónikuleik Eyjaskeggjar mættu síðan góð- glaðir að mikilli brennu sem búið var að byggja upp í grunni gamla kaupfélagshússins og kveikt var í á laugardagskvöldinu. Að því búnu var arkað upp í samkomuhús eyja- skeggja þar sem efnt var til árlegs dansleiks undir harmónikuspili þar sem yngsti ballgesturinn var tveggja mánaða. Mikla atvinnu var að hafa í Flat- ey hér á árum áður og var þá oft fjörugt í kringum höfn og bryggju þegar fiskurinn var verkaður í hverjum skúr, en nú eru þeir reyndar sumir horfnir og aðrir orðnir fremur hrörlegir útlits. En nú stendur til að byggja upp, bæta og fegra og hafa verið skipaðar sér- stakar nefndir í því skyni. Nefna má hafnarnefnd, umhverfisnefnd og menningarnefnd. Flatey á Skjálfanda fór í eyði árið 1967 er síðustu fjölskyldurnar fluttu í land. En fyrir um 30 árum fóru eyjaskeggjar að huga að húsum sín- um í eynni með þá sýn að gera upp og nýta eignirnar sem sumarhús. Nú lætur nærri að um tíu hús hafi verið gerð upp og njóta bæði gamlir Flateyingar og afkomendur þeirra verunnar í eynni á hverju sumri. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Fjölmargir hjálpuðust að við bryggjuviðgerðir í Flatey. F.v: Guðmundur A. Hólmgeirsson, Hilmar Marinósson, Kristinn Hrólfsson, Sölvi Jónsson, Gunnar Gunnarsson, Sævar Guðbrandsson, Ingvar Sveinbjörnsson, Jóhannes Jóhannesson, Gunnar Jóhannsson, Ómar Ingimundarson, Sigurður Kristjánsson og Hermann Ragnarsson. Flateyingar sameinuðust um viðgerð á bryggjunni Mikil samstaða ríkti meðal manna í Flatey á Skjálfanda þegar þeir tóku í sínar hendur steypuviðgerðir á bryggjunni í eynni. Jóhanna Ingv- arsdóttir, húseigandi í Flatey, fylgdist með körlunum í vinnuham. Mikið var um að vera þegar Flateyingar gerðu við bryggjuna. Traktor var notaður til að knýja hrærivélina, enda ekkert rafmagn í boði. join@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.