Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 14
Það er komiðað tískusýn-ingu ábryggjuhá- tíðinni á Drangsnesi. Anna Gunnarsdóttir hönnuður lítur yfir hópinn sinn og lagar til þurrkaða andafætur sem skreyta hár einnar sýning- ardömunnar. Sýningarpallurinn við frystihúsið er í miðju pláss- inu og fjöldi gesta bíður eft- ir sýningunni sem fór fram skömmu eftir fiskiveisl- una. Lítill engill í kjól úr þæfðri ull stelur athyglinni til að byrja með. Svo bætast fleiri stúlkur við sem sýna gestum al- íslenskan fatnað sem er hannaður og saumaður af Önnu Gunnarsdóttur. Strembin vinna en gefandi „Ég hef unnið í handverki í yfir tuttugu ár. Upphaflega byrjaði ég að sauma minjagripabuddur sem amma mín og afi höfðu gert og ég vildi nýta tækjakostinn sem þau áttu og prófa. Þetta er á hinn bóginn nokkuð ein- hæf vinna og mig langaði að fást við eitthvað skapandi á hverjum degi. Mig langaði líka að læra meira svo ég byrjaði á því að fara í hönnun og textíl í Verkmenntaskólanum á Ak- ureyri. Eftir það lá leiðin til Dan- merkur þar sem ég lærði leðurhand- saum og síðar þæfingu.“ Í byrjun sumars opnaði Anna ásamt graf- íklistakonunni Sveinbjörgu Hall- grímsdóttur vinnustofu og galleríið Svartfugl og Hvítspóa í bakhúsi við Brekkugötuna á Akureyri. „Þetta er vinna dag og nótt en mjög gefandi. Ég hef líka verið að selja sjölin mín í Mónu á Laugaveg- inum í Reykjavík og þarf því að sjá til þess að þau fáist þar.“ Anna hefur undanfarið verið að hanna jakka úr þæfðri ull sem eru með silki á bakvið og brydd- ingu á hálsmáli og ermum úr laxaroði. Jökkunum má svo snúa við. „Það er mikil vinna í þessum jökkum og það eru bæði Íslendingar og útlendingar sem hafa keypt. Þessir jakkar hafa verið vinsælastir hjá mér núna en einnig jakkar þar sem ég þæfi ullina á mynstri á silki.“ Ljósskúlptúrar úr íslenskri ull Önnu finnst skemmtilegast að vinna með ullina og þessa dagana er hún að undirbúa sýningu sem hefst 6. ágúst í Árbæjarsafni en þar sýnir hún ljósskúlptúra úr íslenskri ull. „Ég hef verið að þróa ljósin í tvö ár og nú er samsagt komið að því að sýna afraksturinn.“ Hún segir að grunnliturinn í ljósskúlptúrunum sé hvítur en svo blandi hún saman við hrosshári, torfi, kamelhárum, grasi og ýmsu öðru. Anna notar ýmis efni í hönnun sína; fiskroð, þurrkaða andafætur, selskinn, hreindýraskinn, fisk- hreistur og jafnvel nautsmaga sem hún lenti reyndar í vandræðum með að nota í fyrstu. „Ég lenti í erfiðleikum þegar ég var að súta nautsmaga fyrir sýningu. Þá var ég með handsaumað ljós og mig langaði til að hafa skerminn úr nautsmaga. Lyktin var á hinn bóg- inn alveg skelfileg og það tók mig heillangan tíma að verka himnurnar og finna flöt á því að ná burt lykt- inni.“ Það tókst þó með þrautseigj- unni og nautsmaginn var strekktur á ramma þar sem hann þornaði og hlaut nafnið magapína. Ný lína úr lituðu lambaskinni En er fleira á dagskrá með haust- inu? „Já, núna er ég að lita lamba- skinn sem búið er að súta fyrir mig og í haust ætla ég að kynna nýja línu úr þessum skinnum sem ég nota í pils, jakka og aðrar flíkur. Ég verð líka með sýningu á Græn- landi á haustmánuðum ásamt Svein- björgu sem rekur með mér vinnu- stofuna og galleríið og Önnu Nuuka sem er grænlenskur fatahönnuður og var um tíma nemi hjá mér í leð- urhandsaumi og vinnslu á fiskiroði. Þá mun ég kenna þæfingu í Eng- landi í október og svo var verið að velja töskur sem ég hanna og eru eins og fiskar í laginu á sýningu í Daggendorf í Þýskalandi.“ o HÖNNUN | Notar þurrkaða andafætur, hlýraroð, hreindýraskinn, selskinn og fiskhreistur í flíkur og skraut Englar við frysti- húsið Ungmeyjarnar á bryggjuhátíðinni á Drangsnesi svífa um frystihúsaplanið í þæfð- um ullarkjólum, silki- jökkum og selskinns- pilsum. Svartfugl og Hvítspói Brekkugötu 3a Akureyri Morgunblaðið/GRG Að lokinni tískusýningu kvöddu stúlkurnar með stæl. Pils og sjal úr silki með þæfðu blómamunstri. Undir pilsinu er pils úr tæsilki, en það er hægt að vera í hvaða lit sem er undir. Toppurinn er einnig úr tæsilki. Anna notar gjarnan þurrkaða andafætur í hárskraut. Í þæfðum engla- búningi. Svala er með silfurvír í hárinu og á honum eru þæfðar ullarkúlur og fiskhreistur. Eftir Guðbjörgu R. Guðmundsdóttur gudbjorg@mbl.is 14 ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF JAPANIR eru á góðri leið með að þróa vélmenni sem eiga að geta séð um umönnun aldraðra og auðveldað þeim lífið samkvæmt því sem kemur fram á vefritinu MSNBC.com. Árið 2015 er talið að fjórði hver Japani verði eldri en 65 ára. Þegar er farið að bera á skorti á starfsfólki til að annast aldraða með minnkandi vinnuafli og hækkandi meðalaldri þjóðarinnar. Skorturinn gæti einnig, að mati Takashi Gomi, formanns gervigreindarfyrirtækisins Applied AI systems Inc., stafað af því að „Japanir leyfa ekki ódýrt, erlent vinnuafl í eins miklu magni og tíðk- ast í Bandaríkjunum og Evrópu“. Fyrirtæki hans hefur hannað frum- gerð af „greindarhjólastól“ sem get- ur hreyft sig sjálfur og skynjað hindranir til að forðast þær. Gomi telur ólíklegt að þetta eigi eftir að breytast á næstu 20–30 árum og því séu „vélmenni eina lausnin“. Í lok árs 2003 var að finna 40% af þeim rúmlega 800 þúsund vélmenn- um sem til voru í heiminum í Japan. Flest þessara vélmenna eru nú notuð í verksmiðjum en aukin eftirspurn hefur verið eftir vélmennum sem hægt er að nota á heimilinu, á skrif- stofum, spítölum og á hjúkr- unarheimilum. Skýrsla frá jap- önskum yfirvöldum, sem kom út í maí á þessu ári, telur að eftirspurn eftir vélmennum til annarra nota en í verksmiðjum muni ná sem svarar um 634 milljörðum króna árið 2015. Hátt verð Japanskur vísindamaður, Yos- hiyuki Sankai er einn af þeim sem telja að umönnunarvélmenni séu framtíðin. Hann hefur þróað sér- stakan vélbúnað sem auðveldar eldra fólki með veikbyggða vöðva að hreyfa sig. Búnaðurinn er eins og hvít brynja sem viðkomandi setur á hendur, bak og fætur og er tengdur tölvu sem skynjar taugaboð til heil- ans. Þegar tölvan skynjar taugaboð um að hreyfa limi gefur hún viðkom- andi vél skilaboð um að hjálpa til við hreyfinguna. Til stendur að setja vélbúnaðinn, „HAL5 (sem stendur fyrir „hybryd assistive limb“ – eða blandaðir stuðningslimir) á markað síðar á þessu ári og ætti hann að auka og styrkja getu mannslíkam- ans hjá öldruðum og fötluðum. Reyndar hafa vélmenni sem hjálpa til við hreyfingar hjá öldr- uðum og fötluðum verið framleidd frá árinu 2000, en það sem stendur helst í vegi fyrir almennri notkun er væntanlega verðið. Svipaður vélbún- aður og HAL5 er nú seldur á um tvær milljónir króna og eru því ekki nema um 5–6 slíkir seldir á hverju ári.  TÆKNI | Japanir þróa vélmenni til að sjá um umönnun aldraðra Vélmenni eina lausnin Reuters Vélbúnaðurinn er hannaður með það í huga að aðstoða aldraða við að hreyfa sig og sinna öllum venjulegum daglegum störfum. Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.