Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BÆJARRÁÐ Garðabæjar sam- þykkti nýverið að auka verulega þjónustu við yngstu börnin í bæn- um, stuðla að fjölgun dagforeldra og lækkun á kostnaði foreldra vegna þjónustu dagforeldra með auknum framlögum með hverju barni. Þær breytingar sem voru samþykktar eru framhald á þeirri stefnu sem áður hefur verið mótuð um valfrelsi barna og foreldra í Garðabæ. Dagforeldrar – raunveruleg- ur valmöguleiki fyrir ung börn Nýjar reglur varðandi greiðslur með börnum sem eru í vistun hjá dagforeldrum taka gildi 1. september nk. Forsendur nýju reglnanna eru þær að gera dvöl barna hjá dagforeldrum að raunhæfum valkosti fyrir ung börn. Vistun hjá dagforeldri eða vistun í leikskóla eru ólíkir kostir en aðeins með því að jafna kostnað foreldra get- ur þjónusta dagfor- eldra orðið raunveru- legur kostur við leikskóla. Því var ákveðið að ganga út frá því að foreldrar greiði sömu upphæð fyrir vistun barns hjá dagforeldri og fyrir vist- un barns í leikskóla. Foreldrar geta þannig valið þann kost sem þeir telja að henti sínu barni best óháð kostnaði. Á það við um börn sem náð hafa eins árs aldri. Einn- ig verður tekinn upp systk- inaafsláttur á milli ólíkra þjón- ustuleiða. Foreldrar fá þannig systkinaafslátt fyrir barn á leik- skóla eigi barnið systkin sem er í vistun hjá dagforeldri. Starf sem dagforeldri í heima- húsum felur í sér spennandi og krefjandi verkefni með litlum börnum. Um 92% þeirra sem svör- uðu könnun um viðhorf sitt til dagvistunar barna hjá dagfor- eldrum í Garðabæ segjast ann- aðhvort vera ánægð eða mjög ánægð með vistina. En það vantar fleiri dagforeldra til starfa í Garðabæ. Garðabær býður upp á gott starfsumhverfi fyrir dagfor- eldra. Greitt er fyrir grunn- námskeið, dagforeldrum er veittur frír aðgangur að leikfangasafni og geta m.a. fengið þar lánaðar fjöl- burakerrur og matarstóla. Einnig er dagforeldrum veittur aðgangur og afnot af gæsluvelli í Garðabæ. Verið er að þróa samstarf við leik- skóla í Garðabæ, m.a. með því að bjóða dagforeldra velkomna á lóð leikskóla með börnin sín. Dagfor- eldrum stendur til boða að taka þátt í þeirri fræðslu sem starfsfólk leikskóla stendur fyrir á skipu- lagsdögum og í athugun er sam- vinna varðandi matarinnkaup. Greiðslur til einkarekinna leikskóla Greiðslur til einkarekinna leik- skóla eru einnig hækkaðar í sam- ræmi við aukinn kostnað við rekstur skóla vegna verð- lagsþróunar og nýlegra kjara- samninga. Þar er stóra breytingin sú að greiðslurnar hefjast frá 12 mánaða aldri í stað 18 mánaða. Ættu for- eldrar ekki að vera að greiða hærri gjöld í einkareknum skólum en í bæjarskólum með tilkomu þeirrar hækkunar. Leikskólar í Garðabæ Börnum sem náð hafa 18 mánaða aldri í september ár hvert stendur til boða vist- un í leikskólum í Garðabæ. Börn og foreldrar geta valið um átta leikskóla. Fimm þeirra eru reknir af Garðabæ, en þeir eru Bæjarból, Hæðarból, Kirkjuból og Sunnuhvoll. Auk þeirra eru leikskólinn Ásar sem rekinn er af Hjallastefnunni sam- kvæmt samningi við Garðabæ, leikskóladeild í Barnaskóla Hjalla- stefnunnar fyrir fimm ára börn, leikskólinn Kjarrið sem er lítill einkarekinn skóli og að lokum má geta þess að opnuð verður leik- skóladeild í Sjálandsskóla fyrir börn frá 18 mánaða aldri og mun hún verða rekin af Nýsi og verður Hjallastefnan þar við lýði. Leikskólar eru fyrsta skólastig barna Daglegt starf þeirra er miðað við þroska og getu hvers ein- staklings. Dagskipulag er misjafnt eftir leikskólum og fer það meðal annars eftir aldri barnanna og samsetningu hópsins. Unnið er á ýmsan hátt í skipulögðum og frjálsum leikjum, með lestri bóka, frásögnum og samtölum, mynd- sköpun, tónlist, hreyfingum, leik- rænni tjáningu, söng og vett- vangsferðum. Í leikskólum er lögð áhersla á skapandi starf og leik barnsins. Leikskólafræðin leggja áherslu á leik barna sem náms- og þroskaleið og í leikskóla á að veita börnum viðfangsefni og aðstöðu sem hæfir þroska þeirra, áhuga og getu. Leikskólar í Garðabæ hafa allir samið skólanámskrá þar sem gerð er grein fyrir uppeldis- og náms- áætlunum skólans. Þar kemur einnig fram sérstaða skólans, en skólarnir búa við mismunandi að- stæður í félagslegu og land- fræðilegu tilliti. Þróunarstarf hef- ur verið unnið í Garðabæ milli leik- og grunnskólastiga og eru börn í leikskóla vel undir það búin að hefja nám í grunnskóla þegar þar að kemur. Fyrir dyrum stend- ur þróunarvinna hvað varðar yngstu börn leikskólans og hvern- ig leikskólinn getur sem best mætt þörfum þeirra. Þar skiptir stöðugleiki í starfsmannahópnum miklu máli, en umönnun og tengslamyndun eru afar mik- ilvægir þættir í lífi ungra barna. Í leikskólum í Garðabæ starfar metnaðarfullur hópur fólks með margvíslegan bakgrunn. Hlutfall fagfólks hefur verið um 40% og margir starfsmenn með langan starfsaldur. Það er stefna Garða- bæjar að hækka þetta hlutfall. Vel er tekið á móti nýliðum í starfs- mannahópa leikskóla í Garðabæ. Fyrstu árin mikilvæg Fjölmargar rannsóknir sýna að aðbúnaður, örvun og umhyggja sem börn njóta fyrstu árin skiptir verulega miklu máli með tilliti til félagslegrar, líkamlegrar og and- legrar heilsu síðar á lífsleiðinni. Þessi staðreynd er sem betur fer að ná eyrum æ fleiri. Í þessu sam- hengi er í Garðabæ lögð áhersla á að koma sem best til móts við hvern einstakling meðal annars með því að gefa foreldrum raun- verulegt val um dvöl barna sinna. Nýr áfangi í valfrelsi fyrir börn og foreldra í Garðabæ Gunnar Einarsson fjallar um valfrelsi foreldra í Garðabæ ’Vistun hjá dagforeldrieða vistun í leikskóla eru ólíkir kostir en að- eins með því að jafna kostnað foreldra getur þjónusta dagforeldra orðið raunverulegur kostur við leikskóla.‘ Gunnar Einarsson Höfundur er bæjarstjóri í Garðabæ, faðir og afi. SÓLEY, hvað hefurðu farið oft til útlanda? Þetta er spurning sem yngsta systir mín spurði mig einu sinni og er hún ekki sú eina sem hefur gert það. Á mínum yngri ár- um stundaði ég keppnisíþróttir og fékk þess vegna að fara út fyrir land- steinana nokkuð reglulega. Helsta áhyggjuefnið þegar ég hætti í íþróttum var hvernig ég ætti að fara að því að komast til útlanda þar sem mér hefur alltaf liðið vel í þessum ferðum mínum er- lendis. Nú gætu ein- hverjir spurt hvert vandamálið sé, hvort það sé nokkurt mál að stökkva upp í flug- vél og halda af stað. Fyrir flestum er það sem betur fer ekki svo mikið mál, en þegar maður situr í hjólastól getur málið vandast allnokkuð. Reyndar er ég, sem betur fer, alin upp við þá trú að ég geti allt sem ég vil. Það auð- veldar manni lífið mikið. Árið 1997 var kom- ið á fót Hjálparliðasjóði Sjálfs- bjargar með aðstoð Rauða kross Íslands og átti þessi sjóður að að- stoða fatlaða til að komast í ferða- lög hvort heldur er innanlands eða utan með styrkveitingum og að halda utan um skrá yfir sjálf- boðaliða sem eru tilbúnir að að- stoða á ferðalögum. Ég þekki þó- nokkra sem hafa notað sér þennan sjóð og líkað vel. Sjálf hafði ég ekki tök á að notfæra mér hann. Og svo í fyrra þegar ég var tilbúin að fara til útlanda var sjóðurinn tómur – týpískt. Ég lét það ekki á mig fá og fór út – ein. Reyndar fór ég til borgar sem ég hef oft komið til áð- ur og var nokkuð viss um að geta bjargað mér þar og með góðri skipulagningu tókst það. Í 3 daga lék ég lausum hala í Köben, en ég fann að það var margt sem ég vildi gera en gat ekki eða treysti mér ekki til að láta á reyna af því að ég hafði engan mér til aðstoðar. Núna á ég mér þann draum að sjóðurinn geti tekið til starfa aftur, þá ætla ég að fara út aftur og gera það sem ég gat ekki í þessari ferð. Það eru margir sem ekki geta gert það sem ég gerði vegna fötlunar sinnar. Þetta er fólk sem þarf að treysta á að fjölskyldan eða einhver annar góðhjartaður hjálpi því ef það lang- ar að ferðast. Auðvitað er alltaf best að geta treyst á sjálfan sig og frábært að hafa svona úrræði eins og Hjálparliðasjóðinn að leita til. Sumarið 2003 barst mér til eyrna að það ætlaði maður að róa á ára- báti hringinn í kringum Ísland, ég hélt fyrst að fólk væri að grínast. En þetta var fúlasta alvara, Kjartan Jakob Hauks- son lét úr höfn í Reykjavík í ágúst það ár. Eins og alþjóð veit fékk hann ekki sem bestan byr í þessari at- lögu og endaði uppi í fjöru í Rekavík. Og nú er vinur Sjálfsbjargar lagður af stað aftur og ætlar að láta draum sinn um að róa í kring- um landið rætast. Þeg- ar þetta er skrifað er hann lagður af stað í erfiðasta kaflann með suðurströndinni. Þetta er erfiðasti kaflinn vegna þess að hann hefur ekki marga staði um að velja að koma í land til hvíldar eða að dytta að bátnum. Einnig þarf hann að róa nokkuð langt frá ströndinni vegna sjáv- arfalla. Ég get ekki sagt ykkur hvað ég dáist að fólki sem lætur drauma sína rætast, tala nú ekki um þegar draumarnir eru svona stórir eins og draumurinn hans Kjartans og fyrir hönd Sjálfs- bjargarfélaga er ég honum af- skaplega þakklát fyrir að vekja á svona áhrifaríkan hátt athygli á möguleikum fatlaðra til að ferðast. Þeir sem vilja fylgjast með ferðinni geta farið inn á heimasíðu Sjálfs- bjargar: sjalfsbjorg.is og farið þar inn á frelsi. Þar eru myndir, dag- bók og aðrar upplýsingar. Þar er einnig hægt að leggja söfnuninni fyrir hjálparliðasjóðinn lið. Söfn- unin hefur einnig söfnunarsíma sem hægt er að hringja í, 908-2003 og þá skuldfærast 1.000 kr. með næsta símreikningi. Að lokum vil ég biðja alla að fylgjast vel með hvenær von er á honum í Reykjavíkurhöfn aftur og fjölmenna til að taka á móti honum, það er það minnsta sem við getum gert. Ég fer í fríið Sóley Björk Axelsdóttir minnir á átak Kjartans Jakobs Hauks- sonar sem rær hringinn í kring- um landið til styrkar Hjálp- arliðasjóði Sjálfsbjargar Sóley Björk Axelsdóttir ’...er ég honum afskaplega þakklát fyrir að vekja á svona áhrifaríkan hátt athygli á mögu- leikum fatlaðra til að ferðast.‘ Höfundur er félagi í Sjálfsbjörg og Halaleikhópnum. UMRÆÐA um mótmæli er nú brýnni en oftast áður. Hryðju- verkamenn hafa enn látið til skar- ar skríða og að því er látið liggja að annað hvort séu þeir í árás á siðmenningu hins kristna heims eða að þeir séu að þrýsta á um aðgerðir nema hvort tveggja sé sem líklegast er. Við Kárahnjúka hafa friðsöm mót- mæli snúist upp í skemmdarverk og ógnir. Vörubílstjórar sem ekki njóta stuðnings neinna formlegra samtaka sammælast um að hindra umferð um verslunarmannahelgina og bera því við að ekki sé annar kostur. Á þá sé ekki hlustað og heyri menn ekki nú þá megi guð hjálpa þeim! Það er sannarlega ástæða til að staldra við og hugsa svolítið sinn gang. Það er sjálfsagður réttur manna að láta skoðanir sínar í ljós, og það má margt kalla smekksatriði hvað aðferðir varðar. En þegar aðgerðir spilla eigum manna, stefna öryggi manna í hættu eða beinast að saklausum aðilum þá snýst málið ekki lengur um smekk. Þá er mót- mælandinn orðinn brotamaður við sam- félag sitt og grundvall- argildi þess. Það er dapurlegt og í reynd hættulegt lýð- ræðinu þegar menn telja sig tilneydda til að beita ofbeldi til þess að koma skoðunum sín- um á framfæri. Það er heldur engin afsökun til fyrir ágengar aðgerðir hafi menn látið undir höfuð leggjast að berjast fyrir skoðunum sínum á lýðræðisvettvangnum. Lýðræðið skuldbindur okkur til að sætta okkur við niðurstöður sem fengar eru eftir leikreglum þess eins og við höfum skilgreint þær á vett- vangi. Við getum vel talað um skoð- anakannanir og almennar at- kvæðagreiðslur og aðferðafræði lýðræðisins en við verðum að þróa, vernda og styðja það með öllum ráðum, einkum þó með þátt- töku okkar og því að sætta okkur við niðurstöðurnar. Það var haft eftir Mahatma Ghandi að brýnt væri að meðul okkar vanhelguðu ekki tilganginn. Það hefur margsinnis hent að öfgamenn hafi spillt góðum mál- stað og það er sorglegt og hætt er við að það sé að gerast í öllum þeim tilfellum sem hér hefur verið vikið að. Jesús Kristur sagði að þeir sem beittu sverði mundu fyrir sverði falla og að með þeim mæli sem við mældum öðrum yrði okk- ur einnig mælt fyrr eða seinna. Þetta hefur sannast og gleðilegt að IRA skuli svona mörgum mannslífum síðar hafa komist að raun um að best sé að leggja áherslu á hinar lýðræðislegu að- ferðir. Þær hafa líka dugað okkur Ís- lendingum vel og eru í raun frá öndverðu upphaf og grundvöllur þeirrar aðferðar sem hefur tryggt okkur sífellt batnandi kjör. Vert er að minnast Jóns Sigurðssonar forseta í því sambandi. Notum lýðræðisvettvanginn, öfl- um okkur sannfæringar og sýnum skoðunum hvers annars virðingu. Grípum aldrei til ofbeldis. Mótmæli og lýðræði Jakob Hjálmarsson fjallar um mótmæli ’En þegar aðgerðirspilla eigum manna, stefna öryggi manna í hættu eða beinast að saklausum aðilum þá snýst málið ekki lengur um smekk.‘ Jakob Hjálmarsson Höfundur er prestur. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.