Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG hef sjaldan séð eins mikla samkennd í að klappa upp band,“ sagði Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir tónlist- arnemi í samtali við Morgunblaðið, aðspurð um stemmn- inguna hjá hljómsveitinni Blonde Redhead á sunnudags- kvöldið. Sandra var ein þeirra fyrirhyggjusömu sem keyptu miða á innihátíð allra (a.m.k. margra) Reykvíkinga í tæka tíð en margir þurftu frá að hverfa þar sem miðarnir á þetta tveggja daga tónleikamaraþon þóttu ódýrir og dagskráin skotheld. Innipúkinn var sumsé haldinn í fjórða skiptið um verslunarmannahelgi en hátíðin byrjaði sem lítið partí borgarbúa sem ekki nenntu á útihátíð. Þá var hún haldin í Iðnó en var nú færð á NASA og orðin að veglegum tón- listarviðburði þar sem Blonde Redhead var aðeins eitt númer af mörgum stórum. Í ár stóð hátíðin yfir laug- ardag og sunnudag en dagskráin hófst klukkan þrjú báða dagana og stóð stuðið langt fram á nótt. Svo dæmi sé tekið úr stemmningunni mun sjarma- tröllið Jonathan Richman hafa plantað stjörnum í augu allra gesta, en flestir þekkja hann líklega sem syngjandi gaurinn uppi í tré í kvikmyndinni Something About Mary. Síðust á svið í gærmorgun var hljómsveitin Trabant sem að sögn fékk svitann til að renna og bleytti þar að auki í „krádinu“ með því að hella kampavíni yfir liðið. Að því búnu sameinuðust innipúkar útipúkum bæj- arins og þeim sem ekki fengu miða – en tryggja sér hann örugglega næst. Rennsveittur Innipúki á NASA Morgunblaðið/Eggert Jóhanna Helga Þorkelsdóttir, Kolbrá Bragadóttir, Birna Bryndís Þorkelsdóttir og Sara Axelsdóttir. Morgunblaðið/Sigurjón Guðjónsson Gríðarstemning meðal áhorfenda. Morgunblaðið/Sigurjón Guðjónsson Blonde Redhead spilaði á Íslandi í þriðja sinn. Óttar Proppé, sögvari Dr. Spock, sem kom fram á sunnudag. Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is Morgunblaðið/Sigurjón Guðjónsson   Sýnd bæði með íslensku og ensku tali.       Létt og skemmtileg rómantísk gamanmynd með óskarsverðla- unaleikkonunni, Kim Basinger og hinum kynþokkafulla John Corbett úr „Sex and the City þáttunum.“ með ensku tali DARK WATER kl. 5.50 - 8 og 10.15 b.i. 12 Madagascar enskt tal kl. 6 - 8 og 10 Elvis has left the building kl. 8 og 10 Batman Begins kl. 6 og 8.30 b.i. 12 Voksne Mennesker kl. 5.45 MEÐ ÓSKARSVERÐLAUNAHAFANUM JENNIFER CONNELLY MAGNAÐUR OG SÁLFRÆÐILEGUR DRAUGATRYLLIR FRÁ MEISTARALEIKSTJÓRANUM WALTER SALLES (MOTORCYCLE DIARIES) -KVIKMYNDIR.IS  -Steinunn/Blaðið  ÞAU VORU EKKI FÆDD Í ÓBYGGÐUM... ÞAU VORU FLUTT ÞANGAÐ -S.V. Mbl.  -KVIKMYNDIR.IS  SUMAR RÁÐGÁTUR BORGAR SIG EKKI AÐ UPPLÝSA I I FRÁ JOEL ZWICK LEIKSTJÓRA ´MY BIG FAT GREEK WEDDING´ Nýjasti teiknimyndasmellurinn frá höfundum og framleiðendum „Shrek“ og „Sharktale“ Ekki missa af einni skemmtilegustu mynd sumarsins. Sýnd með ensku tali. Nýjasti teiknimyndasmellurinn frá höfundum og framleiðendum „Shrek“ og „Sharktale“ Ekki missa af einni skemmtilegustu mynd sumarsins. MAGNAÐUR OG SÁLFRÆÐILEGUR DRAUGATRYLLIR FRÁ MEISTARALEIKSTJÓRANUM WALTER SALLES (MOTORCYCLE DIARIES) ÁTTA ÞÚSUND manns „Stuðmenntu“ í Laugardalinn á laugardags- kvöldið til að berja augum Stuðmenn í ýmsum myndum en farið var „um- hverfis Stuðmannasöguna á 80 mínútum“. Stuðmennirnir Hildur Vala, Eyþór, Ásgeir, Egill, Tómas, Þórður og Jakob komu fram ásamt Val- geiri Guðjónssyni sem Rytmakónginum Lars Himmelbjerg, Gylfa Krist- inssyni sem Elvis Eyþórssyni og Ragnari Danielsen sem Leó Löve. Hinir upphaflegu meðlimir Stuðmanna, Valgeir Guðjónsson, Gylfi Kristinsson, Ragnar Danielsen og Jakob Frímann Magnússon hófu leik- inn áður en núverandi hljómsveitarmeðlimir komu fram, með Egil Ólafs- son og Hildi Völu fremst í flokki. Óhætt er að segja að fólk á öllum aldri hafi skemmt sér hið besta í útihátíðarstemmningu en vitað var til þess að einhverjir hefðu tjaldað í garðinum. Undir lok tónleikanna tilkynnti söngvarinn Egill Ólafsson að liðsaukans væri óskað á Þjóðhátíð í Eyjum þar sem stuðið væri einfald- lega ekki nóg. Mannskapurinn tók þeirri hugmynd fagnandi og söng há- stofum undir með Valgeiri Guðjónssyni í lokalaginu „Popplag í G-dúr.“ Útihátíð í Fjölskyldugarðinum | „Umhverfis St Engin leið að hætta Áhorfendur voru af öllum stærðum og gerðum og tóku vel undir með Stuðmönnum í þekktari lögunum. JIMI Hendrix kom sér hjá her- skyldu með því að ljúga því til að hann væri samkynhneigður, ef marka má nýja ævisögu um kappann sem væntanleg er í næsta mánuði. Samkvæmt þessu tjáði Hendrix sálfræðingi hersins að hann teldi sig ástfanginn af einum herbergisfélaga sinna og fékk hann fljótlega lausn frá frekari herskyldu. Fimm árum síðar náði hann lagi inn á vinsælda- lista. Hendrix var einungis 19 ára þegar þetta var. Þegar hann hlaut lausn frá hernum tók hann á ný til við tón- listariðkun, sem hann hafði lagt nið- ur þegar hann var kvaddur í herinn. Hann náði lagi inn á vinsældalista fimm árum síðar. Ævisagnahöfundar Hendrix hafa hingað til greint frá því að hann hafi fengið lausn frá frekari herskyldu eftir að hann braut ökkla við fallhlíf- arstökk. Charles Cross, höfundur nýju ævisögunnar, sem heitir Room Full of Mirrors, segir hins vegar að læknaskýrslur bandaríska hersins Hendrix sagðist samkynhneigður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.