Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2005 19 annað og meira en að grafa í jörð og skafa mold og sigta til að leita að fornmunum. Þær eru að tals- verðu leyti orðnar tölvuvæddar. Fornleifafræðingar skafa vissulega í jarðlögin og sigta og leita en um leið skrá þeir í lófatölvu hvar unn- ið er, hvað finnst og í hvaða jarð- lagi ásamt öðru. Allt fer þetta síð- an í gagnagrunn í tölvuveri verkefnisins þar sem upplýsing- arnar eru flokkaðar frekar í sér- hönnuðum hugbúnaði og þannig getur hver sérfræðingur um sig skoðað og rannsakað hvað er að koma fram og sett það í samhengi. Þannig verður smám saman til gagnagrunnur með kortum þar sem sjá má ætlaða húsaskipan á viðkomandi rannsóknarstað og allt sem tengist munum sem fundist hafa. Auk þessa eru munir teikn- aðir. Þar fyrir utan er verkið ljós- myndað reglulega, bæði á filmu- vélar og stafrænar, og stafrænu gögnin eru hluti af tölvugagna- grunninum. Ragnheiður segir það gjörbreyt- ingu að hafa fengið slíkan tölvu- búnað til að nota við verkið, til þessa hafi menn orðið að teikna allt upp á vettvangi á tímafrekan hátt og mun flóknara sé að vinna áfram úr upplýsingum af blöðum en úr tölvugögnum. Verkefnið seg- ir hún vera þverfaglegt og auk vettvangsrannsóknar og greining- ar og rannsóknar á munum sé mikið verk fólgið í rannsóknum á heimildum sem stutt geti þann lærdóm sem draga megi af forn- leifunum sjálfum. Bylting í íslenskum fornleifarannsóknum „Það hefur í raun orðið bylting í íslenskum fornleifarannsóknum síðustu árin bæði með meira fjár- magni sem fengist hefur og með nýrri tækni og þetta hefur aukið áhuga á greininni,“ segir hún og vonar að sá áhugi haldist áfram og að allir fái störf á þessu sviði sem eftir því sækjast. Hún segir Ís- lendinga nú orðið standa framar- lega í fornleifafræði. Í náminu taki allir ákveðinn grunn í fornleifa- fræði en síðan segir hún menn sér- hæfa sig á ýmsum sviðum, skor- dýrum, plöntum, beinafræði manna eða dýra og svo mætti áfram telja. Sjálf segist hún hafa áhuga á rannsóknum á þróun bú- setu, valdakerfi og lagahliðinni og undirbýr hún doktorsnám á því sviði. Þá eru allmargir þeirra sem starfa að Hólarannsókninni að skrifa um ákveðna þætti, BA-rit- gerðir, meistararitgerðir og tveir skrifa doktorsritgerðir sínar tengdar verkefninu. Hólarannsóknin hefur leitt í ljós búsetu að Hólum í aldaraðir og segir Ragnheiður að á bæjarhóln- um, þar sem meginuppgröfturinn fer fram, hafi verið fjölmörg hús, langhús, skólahús, prenthús og fleira og ljóst sé að þau séu frá ýmsum tímum. Hún segir úttektir hafa verið gerðar við hver bisk- upaskipti og unnt sé að nota þær heimildir að vissu leyti til stuðn- ings við rannsóknirnar. Hún segir líka ljóst að húsagerðir að Hólum hafi ekki verið eins og títt hafi ver- ið um venjulega bæi því að meira hafi verið í þau lagt. Þannig hafi t.d. prenthúsið verið flísalagt, þar hafi verið ofn og gler komið snemma til skjalanna. „Hér hafa fundist yfir 30 þús- und munir og kannski eru um 10 þúsund þeirra ekkert sérlega merkilegir – en allir segja þeir sína sögu. Þetta eru m.a. keramik- brot, járngripir, naglar, leikföng, hnappar og prentstafirnir og ný- lega fundum við leðurskó sem ég giska á að sé nr. 43. Hann sendum við til forvarða Þjóðminjasafnsins til að verja hann skemmdum og svo fáum við hann aftur til frekari rannsókna. Okkur virðist hann geta verið frá því um 17. öld.“ Af hverju Hólar? En með fornleifarannsóknum má líka fá vitneskju um fleira en bara hvernig hús voru, hvað var í þeim og hvað menn áttu og nefnir Ragnheiður að lokum ákveðið svið sem hún er að skoða nánar. „Það sem ég hef áhuga á að grafast fyrir um er af hverju menn völdu Hóla sem biskupssetur. Sumir hafa sagt að það sé tilviljun en ég trúi því ekki. Voru valda- miklir höfðingjar hér sem vildu fá þetta yfirvald eða hvaða pólitík lá hér að baki? Við höfum ekki enn fengið svar við þessu en leitin heldur áfram.“ ggðinni verkefni argfeldis- nns dvelji efnið sem svif, forn- aðdrátt- eimsækja mstarf sé afirði sem dag eru Morgunblaðið/jt tafir og ölvugrunn nar í Hólarannsókninni sem nú er á fjórða ári sjá húsaskipan eins og hún hefur komið í ljós Morgunblaðið/jt imsækja Hóla og margir koma við hjá fornleifa- ir til að greina frá starfi sínu. joto@mbl.is Morgunblaðið/jt Skórinn góði sem fannst á dögunum. Hann verður nú sendur í forvörslu og síðan rannsakaður nánar á Hólum. Morgunblaðið/jt Fedir Andscuck frá Úkraínu kann- ar hvort eitthvað fornvitnilegt leynist í moldinni. TVÖ háskólanámskeið hafa í sum- ar verið haldin í tengslum við Hólarannsóknina. Hafa bæði ís- lenskir og erlendir námsmenn komið þar við sögu. Ragnheiður Traustadóttir, stjórnandi rann- sóknarinnar, segir ætlunina í framtíðinni að byggja upp á Hól- um rannsóknartengt háskólanám á sumrin. Þá segir Ragnheiður ekki síður mikilvægt að stór styrkur fékkst frá Norfa til að stofna til tengslanets fyrir ís- lenska fræðimenn og erlenda. Er það m.a. fólgið í því að geta stefnt þeim saman á ráðstefnur, vinnu- fundi og málþing. Styrkurinn er þrjár milljónir króna í ár, sama upphæð næsta ár og aftur árið 2007. Alls sóttu 85 aðilar um styrk og 19 fengu úthlutað. Um næstu helgi verða 100 manns á ráðstefnu um fornleifarannsóknir og á næsta ári verður viðamikil al- þjóðleg ráðstefna í ágúst haldin á Hólum. Tengslanet fyrir íslenska og erlenda fræðimenn FORMAÐUR Samfylkingarinn- ar hefur farið mikinn í fjölmiðlum að undanförnu og gagnrýnt meint tengsl forstjóra Símans við nýja eig- endur fyrirtækisins. Það er eðlilegt að stjórnarandstaðan gagnrýni verk ríkisstjórnar og sjálfsagt að horfa gagnrýnum augum á hæfi fólks í hinum ýmsu málum. Í þessu tilfelli gerði Brynjólf- ur Bjarnason hið eina rétta og sagði sig úr varastjórn fyrirtæks- ins Bakkavarar og tveggja annarra fyr- irtækja áður en út- boðsferli við sölu Símans var ákveðið. En það er kannski ekki það athyglis- verðasta í þessu máli. Það sem vekur sér- staka eftirtekt hér er að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skuli efast um hæfi fólks þegar það tekur ákvarðanir. Ingi- björg var fyrir ekki svo löngu borg- arstjóri og þá lét hún vanhæfi og tengsl ekkert trufla sig þegar stórar ákvarðanir voru teknar sem vörð- uðu mikla hagsmuni borgarinnar. Til dæmis þótti Ingibjörgu Sólrúnu ekkert athugavert við það þegar að borgin samdi við fyrirtæki sem ekki er lengur til en hét Lína.net um tengingar við grunnskóla borgar- innar að stjórnarformaður Lín- u.nets væri jafnframt formaður stjórnar Innkaupastofnunar. Sá borgarfulltrúi vék ekki einu sinni af fundi á meðan málið var afgreitt þrátt fyrir að fleiri fyrirtæki byðu í verkefnið. Einnig þótti Ingibjörgu Sólrúnu ekkert athugavert við það þegar Lína.net samdi við Orkuveituna um milljarðaviðskipti að sömu aðilar sætu í stjórn Orkuveitunnar og stjórn Línu.nets. Margt fleira mætti nefna en fyrr- nefndur stjórnmálamaður hefur m.a.:  Staðið fyrir milljarðafjárfest- ingum í fyrirtæki sem átti að kosta Orkuveituna að há- marki 200 milljónir. Fyrirtækið skilaði aldr- ei hagnaði þrátt fyrir loforð þar um og ekki er enn lokið fjáraustri í þetta ævintýri.  Varið leynikaup á eignalausu fyrirtæki, sem átti enga framtíð fyrir sér, fyrir 250 milljónir. Engar skýr- ingar hafa verið gefnar á því hvers vegna farið var út í þessa fjárfest- ingu, sem allir vissu að var vonlaus, enda kom á daginn að hver ein- asta króna sem sett var í þetta fyr- irtæki tapaðist og aðrar 200 millj- ónir að auki.  Komið í veg fyrir opinbera rannsókn á fyrrnefndum málum og málum þeim tengdum.  Farið í boðsferð í boði Mitsu- bishi til Japans, en það fyrirtæki er stór viðskiptavinur Orkuveitunnar og hefur fengið tvisvar fengið risa- samninga við Orkuveituna eftir út- boð. Í bæði skiptin hafa útboðin ver- ið kærð og í bæði skiptin var niðurstaða kærunefndar að ekki hefði verið farið rétt að í útboðinu.  Staðið fyrir risarækjueldi.  Staðið fyrir byggingu hörverk- smiðju.  Staðið fyrir byggingu Orku- veituhúss sem fór milljörðum fram úr áætlun þrátt fyrir að annað hefði verið fullyrt af forystumönnum hennar stjórnmálaafls. Það er mikilvægt að stjórnarand- staða veiti málefnalegt aðhald og bendi á það sem betur má fara en það liggur fyrir að núverandi forysta Samfylkingarinnar skuldar borg- arbúum skýringar á framferði sínu. Hver eru van- hæfisviðmið Ingibjargar? Eftir Guðlaug Þór Þórðarson ’Það sem vekur sér-staka eftirtekt hér er að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skuli efast um hæfi fólks þegar það tekur ákvarðanir.‘ Höfundur er alþingismaður og borgarfulltrúi. Guðlaugur Þór Þórðarson „NÁTTÚRUSIÐFRÆÐIN verður rauði þráðurinn,“ segir Jón Aðal- steinn Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum, en dagana 12.–14. ágúst verður Hólahátíð haldin á Hólum í Hjaltadal. Heiðursgestur hátíðarinn- ar verður Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. „Náttúrusiðfræðin er aktúelt þema og mjög í umræðunni og ég veit að Vigdís er mjög áhugasöm,“ segir Jón ennfremur. Dagskrá Hólahátíðar hefst með opnu mál- þingi í Auðunarstofu föstudags- kvöldið 12. ágúst. Frummælendur þar verða Einar Sigurbjörnsson, Sól- veig Anna Bóasdóttir, Jón Á. Kal- mansson og Þorvarður Árnason. „Kirkjan vill efla þessa umræðu,“ segir Jón og nefnir í því sambandi virkjunarframkvæmdir við Kára- hnjúka og samskipti kirkjunnar og mótmælenda. Mikilvægt sé að undir- strika að siðfræði náttúrunnar sé ákaflega brýn „til umhugsunar við ákvarðanatöku og að gera sér grein fyrir hvaða ábyrgð við berum gagn- vart náttúrunni“. „Laugardagurinn helgast af göng- um, pílagrímsgöngum sem ég vil gjarnan undirstrika og hvetja fólk til að taka þátt í.“ Um er að ræða dags- ferðir og gengið úr tveimur áttum, annars vegar yfir Heljardalsheiði austan úr Svarfaðardal en þangað verða rútuferðir á laugardags- morgninum. Hins vegar verður gengið frá Flugumýri í Blönduhlíð um forna biskupaleið. „Heljardals- heiðin er gamla þjóðleiðin og ýmsar sögur til, m.a. um Guðmund góða sem lenti þar í hrakförum á sinni tíð,“ segir Jón sem gjarnan vill efla pílagrímagöngurnar. Tekið verður á móti göngufólki í dómkirkjunni en stefnt er að því að göngunum ljúki fyrir klukkan sex þegar tíðasöngur er sunginn í kirkj- unni. „Þetta eru göngur fyrir alla þótt auðvitað geti reynt eitthvað á, eins og í brekkum á leið frá Flugu- mýri. En það verður farið rólega yf- ir.“ Einnig verður gengið upp í Gvendarskál, sem heitir eftir Guð- mundi góða. Í Gvendarskál verður sungin pílagrímamessa, sem er stutt helgiathöfn, við altari Guðmundar góða. Á laugardeginum er einnig boðið upp á tónleika í dómkirkjunni og grillveislu í Lautinni ef veður leyfir. Sunnudaginn 14. ágúst verður hátíð- arguðsþjónusta í dómkirkjunni.6 Náttúrusiðfræði og pílagrímsgöngur Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.