Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2005 21 MINNINGAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj, s. 691 0919 árum, til að kynna hana fyrir stóru systur og fjölskyldu. Við urðum strax stórhrifin af þessari glæsilegu og fallegu konu og afar stolt fyrir Gunnars hönd og þarna bundust vinarbönd sem aldrei bar skugga á. Sigurbjörg var afskaplega vina- mörg og lagði mikið upp úr því að rækta sambandið við vini sína og fjölskyldu og gleymdi þá engum. Við Óli áttum margar góðar stundir með þeim Gunnari og Sigurbjörgu og var þá oft glatt á hjalla. Urðum við systkinin gjarnan að snúa bökum saman til að verjast ómældri stríðni þeirra Óla og komu þá ósjaldan ætt- artærnar við sögu og fleira sem þeim þótti bitastætt. En allt var þetta í góðlátlegu gríni og við vörð- umst hetjulega. Fyrir um tveimur árum seldu þau húsið sitt í Hæðarseli og keyptu sér fallega íbúð í Grafarholtinu. Var það mikið ánægjuefni fyrir okkur hjónin að fá þau í nágrennið og voru þeir ófáir göngutúrarnir sem við fórum í kaffi og spjall hvor til annarra. Síðustu ár fengum við öll ómæld- an áhuga á golfi og gátum endalaust talað um golf, við sögðum stundum í gamni að ef árangurinn mældist eft- ir því þá yrði nú skorið aldeilis frá- bært. Ógleymanlegar verða allar heim- sóknirnar í sumarbústaðinn þeirra í Kiðjaberginu og á golfvöllinn þar. Alltaf var tekið á móti okkur eins og um höfðingja væri að ræða og ekk- ert til sparað í veitingum og öðrum velgjörningi. Fyrir um 15 árum greindist Sig- urbjörg með mein það sem að lokum náði yfirhöndinni. Hún barðist eins og hetja og vann marga lotuna á al- veg ótrúlegri bjartsýni og dugnaði og nokkur góð ár átti hún á milli stríða. Aldrei nokkurn tímann heyrði maður hana kvarta, heldur var ætíð viðkvæðið „Æ, það hafa það svo margir miklu verra.“ Já- kvæðni hennar og lífsvilji smitaði alla sem í kringum hana voru og mildaði allar áhyggjur svo að oft vildi það gleymast hve baráttan var hörð. Samband þeirra Gunnars og Sigurbjargar var einstaklega fallegt og kærleiksríkt. Þau voru miklir fé- lagar og vinir og allt sem þau tóku sér fyrir hendur var gert í samein- ingu og með hagsmuni hvers annars að leiðarljósi. Það er því mikill missir fyrir Gunnar að sjá á eftir eiginkonu sinni og besta vini og synirnir góðri móð- ur sem vakandi og sofandi hélt verndarhendi sinni yfir þeim. Elsku Gunnar minn. Ég bið góðan Guð um að vera með ykkur á þess- um erfiða tíma og gefa ykkur styrk. Ég kveð þig nú kæra vinkona mín og mágkona og hafðu þökk fyrir allt og allt. Ástrós. Elsku frænka, kallið er komið og langri baráttu lokið, hugur minn er á reiki og minningarnar hrannast upp í hugann enda af mörgu að taka. Lífsgleði þín, krafturinn og baráttuviljinn einkenndi þig og það var ekkert svo stórt að þú gætir ekki reddað því eða þekktir ein- hvern sem gæti það. Nánast allir hlutir urðu „ekkert mál,“ enda varst þú rík af fjölskyldu, vinum og kunn- ingjum og ávallt hrókur alls fagn- aðar. Elsku Gunnar, Ingi Þór, Steini, Einar, Inga amma. Ámundi afi, Ísak Örn og Lovísa Ósk, missir ykkar er mikill og megi góður Guð vera ykk- ur stoð á erfiðum tímum. Margt er í minninga heimi mun þar ljósið þitt skína, englar hjá guði þig geymi við geymum svo minningu þína. (Höf. ók.) Elsku frænka, ég kveð þig með sárum söknuði. Elín Snorradóttir.  Fleiri minningargreinar um Sig- urbjörgu Ámundadóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Guðrún, Ásta og Brynjólfur, Sigurbjörg, Guðbjörg, Gyða, Svana og Þura, Ás- laug Sigurðardóttir, Ásta Malm- quist, Fyrrum samstarfskonur í Háaleitisútibúi Landsbankans, Arn- þrúður og Jón Albert. ✝ Þorbjörg GuðnýAradóttir fædd- ist í Reykjavík 23. september 1938. Hún lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 20. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ari Þorgilsson for- stjóri, f. 19. febrúar 1900, d. 13. nóvem- ber 1971, og Gunn- þórunn Helga Jóns- dóttir, f. 27. september 1902, d. 19. mars 2004. Þorbjörg giftist 1957 Sigurði Björnssyni, f. 3. maí 1936. Þau skildu eftir stutta sambúð. Þorbjörg giftist 23. júlí 1960 Steinþóri Ingvarssyni, bónda og síðar oddvita í Gnúpverjahreppi, f. 23. júlí 1932, d. 16. febrúar 1995. Foreldrar hans voru Ingvar Jóns- son bóndi í Þrándarholti í Gnúp- verjahreppi, f. 8. september 1898, d. 25. ágúst 1980, og Halldóra Hansdóttir, f. 14. ágúst 1905, d. 22. júlí 1197. Börn Þorbjargar eru: 1) Helga Sigurðardóttir, f. 9. janúar 1956, sambýlismaður Chris Mayo. Börn Helgu eru; Ross Þór, Nic- hola, Phillip Davíð og Freyja Paige. 2) Anna Dóra Stein- þórsdóttir, f. 6. apríl 1960, gift Matthíasi Valdimarssyni. Börn þeirra eru Steinþór Rafn og Heiða Hlín. 3) Ari Freyr Steinþórsson, f. 6. september, kvæntur Oddnýju Teitsdóttur. Dætur þeirra eru Erna Guðný, Írunn Þorbjörg, Katla Margrét og Hrefna Steinunn. 4) Þröstur Ingvar Steinþórsson, f. 29. júní, sambýliskona Khadija Yahyaoui. Þorbjörg bjó lengstan hluta ævi sinnar á Þrándarlundi í Gnúp- verjahreppi. Síðastliðin tíu ár bjó Þorbjörg í Akralandi 3 og starfaði á Löggildingarstofunni í Reykja- vík. Útför Þorbjargar fer fram frá Skálholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Jarðsett verð- ur í Stóra-Núpskirkjugarði. Vefðu mig nú vinarörmum þínum, værð og rósemd gefðu huga mínum. Þú ert þreyttum sætur þessar löngu nætur, þér í faðmi býr þú öllu bætur. Allt of fáir þakka þó sem skyldi þína hvíld og unaðsríku mildi. Ef þú oss ei gistir, erum vér brotnir kvistir, laufin fölnuð, lífsins kraftar misstir. Ó hve heitt þið þráið ellin þunga. Þú ert líka vörður barnsins unga, þitt er því að sinna, það – er værð skal finna – njóta verður náðarhanda þinna. Lífsins fortjald dýrðarheima dylur, dána vini líkams augum hylur. En þeim Edens – lundum upp þú lýkur stundum. Opnar hlið að ástvinanna fundum. (Halla Lovísa Loftsdóttir.) Þökkum þér fyrir samfylgdina. Innilegar samúðarkveðjur til barna, tengdabarna og barnabarna. Guð veri með ykkur. Systkinin frá Þrándarholti og makar. Nú er lífsgöngu Bubbu frænku lokið. Hún ákvað að minnka við sig vinnuna um mánaðamótin febrúar- mars sl. þar sem henni þótti hún vera orðin þreytt. Ætlunin var að slaka á og njóta sumarsins, en annað kom í ljós. Stuttu síðar fannst illkynja mein við heilann. Bubba tók tíðind- unum með ótrúlegu æðruleysi en við tók afar erfiður tími. Alltaf þegar ég kom í heimsókn til hennar á spítal- ann tók hún þó brosandi á móti mér. Það má með sanni segja að það hafi verulega kvisast úr frændsystkina- hópnum síðustu árin, sem er dapurt fyrir þá sem eftir lifa. En svona er lífið! Ég þakka frænku minni sam- ferðina og megi hún hvíla í guðs friði. Ég bið fyrir börnum hennar, barna- börnum og tengdabörnum. Gyða. Um árabil bjuggum við fjölskyld- an að Skarði í Gnúpverjahreppi og áttum þá Þrándarholtsfjölskylduna að næstu nágrönnum. Þá kynntumst við því og nutum þess að eiga slíkt grannfólk sem sýndi það að þau voru og vildu vera vinir okkar með öllu sínu látbragði, orðum og gjörðum. Þar var fólk sem engin svik voru í. Ingvar, gamli bóndinn, sá ljúfi höfð- ingi, kom gjarnan á hesti sínum ef hann vissi að Rannveig væri ein heima með börnin, rétt til að kanna hvort ekki væri allt í lagi. Móttök- urnar heima á bæjunum Þrándar- holti og Þrándarlundi voru líka þannig að við hlökkuðum til að koma aftur. Tengsl okkar við ungu hjónin í Þrándarlundi, þau Þorbjörgu Ara- dóttur og Steinþór Ingvarsson urðu náin enda vorum við sjálf og börn okkar á líku reki. Heimili þeirra, fal- legt og vel búið, var griðland öllum þeim mörgu sem þangað leituðu til fyrirgreiðslu og uppörvunar. Þau hjónin voru óvenjulega aðlaðandi fólk, sérlega fríð sýnum, glaðvær og hlý í viðmóti, gjöful á tíma sinn og krafta. Ekki dró það úr ánægjunni að hitta foreldra Þorbjargar, Bubbu, eins og hún var gjarnan kölluð, þau elskulegu hjón Helgu og Ara sem oft voru þar í heimsókn. Ungmennafélag sveitarinnar setti gjarnan upp leiksýningar af og til og eitt árið, líklega 1968, var það George Dandin eftir Moliere og Bernharður átti aðild að. Þau hjónin léku bæði með, Steini lék elskhug- ann glæsilega en Bubba vinnukon- una glettnu með ráð undir rifi hverju, og æfingarnar fóru fram í stofunni þeirra. Þar var sífelld veisla, veitingar jafnt sem samfélag- ið, enda vel mætt á allar æfingar og vináttuböndin styrktust. En minn- ingarnar um þessa glöðu daga eru ljúfsárar, af leikurunum átta, sem þá voru ungir eru nú fjögur látin, Obba á Móum, Björn í Skarði og þau hjón- in bæði í Þrándarlundi. Steini lést fyrir 10 árum og nú er blessuð Bubba horfin okkur. Á þessum tíma skiptist sveitin í svæði sem mótuðust af sameiginleg- um símalínum. Konurnar á okkar símalínu voru með eigin saumaklúbb og fólkið á hverri símalínu sá um þorrablót og aðra félagslega atburði í sveitinni til skiptis. Hópurinn á frambæjarlínunni varð þannig ná- tengdur og það veitti okkur mikla gleði og öryggi að vera þar með. Bubba, svo félagslynd og fús til starfa var auðvitað lykilmanneskja í þessu félagslega starfi sem er svo mikilvægt, ekki síst í dreifbýlinu. Bubba var borgarbarn í sveit, hún hafði lifandi áhuga á öllu umhverfi sínu, á lífinu í heild og kunni vel að njóta þess. Hins vegar var sveitaum- hverfið henni á köflum erfitt, hún var með ofnæmi fyrir heyi og gat þess vegna ekki tekið fullan þátt í bú- skapnum. En þar sem Steini var síð- ustu tuttugu árin sín oddviti hrepps- ins, í raun sveitarstjóri eins og það kallast nú, axlaði Bubba margvísleg- ar skyldur sem því tengdust og fór létt með það, svo gestrisin, greind og skemmtileg sem hún var. Sökum langdvala okkar erlendis urðu samskiptin afar takmörkuð eft- ir að við fluttum að austan, en böndin sem við bundum voru slík að þegar við loksins hittum Bubbu af og til var sem við hefðum kvaðst í gær. Vænt- umþykjan streymdi frá henni, tryggð hennar óbrigðul og við fórum allaf glöð af hennar fundi. Við söknum Bubbu sem brá svo björtum litum yfir mikinn hamingju- tíma í lífi okkar og þökkum af alhug allt sem hún var okkur. Minningar okkar að austan tengjast henni og fjölskyldu hennar á margvíslegan hátt. Þær eru ríkidómur sem við get- um ausið af ef tíðin gerist drungaleg. Við þökkum henni afar ljúfa sam- fylgd á lífsveginum og biðjum góðan Guð að umvefja fjölskyldu hennar með blessun og bera þau í faðmi sér um hinn dimma dal sorgarinnar Rannveig Sigurbjörnsdóttir og Bernharður Guðmundsson. Hvunndagshetjur íslenskra bók- mennta eru oft landsbyggðarfólk sem brugðið hefur búi og flust á möl- ina. Í þessum sögum mætir lands- byggðin hrokafullu borgarlífi en vinnur sigur að lokum. Minna hefur hins vegar verið skrifað um hvunn- dagshetjurnar úr borginni, oftast konur, sem giftust bændum og fluttu í sveitina. Konur sem reyndu að að- lagast menningarheimi sem var þeim minnst álíka framandlegur og borgin var sveitafólki. Ef Þórbergur Þórðarson rithöfundur, vinur Þor- bjargar Guðnýjar Aradóttur, var sjálfgefinn fulltrúi sveitamanna sem fluttu á mölina var Þorbjörg Guðný verðugur fulltrúi fyrir hinn hópinn. Þorbjörg Guðný var nefnilega ein af þessum borgarkonum sem giftust upp í sveit. Konum sem neituðu að segja skilið við sitt borgaralega upp- eldi og umhverfi þótt örlögin flyttu þær úr borginni. Konum sem ruddu brautina fyrir nýja lífshætti og lífs- sýn til sveita á Íslandi. Auðvita urðu þær að aðlaga sig sveitinni ekki síður en sveitafólkið þurfti að aðlaga sig borginni og þær færðu margar fórn- ir. En þær sterkustu og einbeittustu neituðu að gerast sveitamenn og héldu áfram að vera borgarbörn í sveit. Þannig var Þorbjörg Guðný. Hún elskaði sveitina sína og var af- skaplega stolt af henni. En hún var ekki síður stolt af húsinu sem hún lét byggja og hefði sómt sér í hvaða ein- býlishúsahverfi sem var í Reykjavík. Hún var stolt yfir stofunni sinni og þeim lífsstíl sem hún hélt ótrauð áfram að lifa í umhverfi sem átti ekki alltaf samleið með henni. Hún var stolt yfir að vera borgarbarn. Mikið hefur breyst til sveita á síð- ustu áratugum og í dag er víðast varla mikill munur á lífsstíl sveita- fólks og borgarfólks. En á þeim tíma þegar Þorbjörg Guðný flutti í sveit- ina var annar tíðarandi. Það voru Þorbjörg Guðný og stallsystur henn- ar, hvunndagshetjurnar af mölinni, sem drifu þessa þróun af stað. Þú varst hetja Þorbjörg Guðný. Hetja í baráttunni við lífið og hetja í barátt- unni við dauðann. Samúðarkveðja frá mér til barna þinna og barnabarna. Ásgeir R. Helgason. Hún stendur á sviðinu og ekki eitt þurrt auga í salnum. Leikritið er Glerdýrin eftir Tennessee Williams: Amanda: – Lára, komdu hérna og horfðu á tunglið og óskaðu þér. Lára: – Tunglið? Amanda: – Svolítil silfurrönd af tungli. Líttu yfir vinstri öxlina og óskaðu þér. Lára: – Hvers á ég að óska mamma? Amanda: – Hamingju. Gæfu. Þetta augnablik ásamt svo fjölda- mörgum öðrum ógleymanlegum augnablikum á leiksviðinu gaf hún mér af ríku hjarta og ómældum list- rænum hæfileikum. Guð blessi hana fyrir það og styrki ástvini hennar nú þegar tjaldið er fallið í hinsta sinn. Halla Guðmundsdóttir. Nú í miðri heiðríkju sumarsins bárust okkur samstarfsfólki Þor- bjargar fréttir af andláti hennar eftir stuttan en erfiðan tíma á sjúkrahúsi. Með haustinu hugðist hún láta af störfum og njóta lífsins sem hún sannarlega hefði átt skilið eftir langa og farsæla starfsævi innan og utan heimilisins síns. Yfir minningu Þor- bjargar er mikil birta og hlýja. Þor- björg starfaði í afgreiðslu stofnunar- innar og tók á móti þeim er hingað áttu erindi með sínu bjarta brosi. Hag stofnunarinnar bar hún ávallt fyrir brjósti og sagði að hér væri hennar annað heimili. Við sem hér störfum skynjuðum einnig mjög vel þetta viðhorf hennar til vinnustað- arins og fannst hún oft á tíðum líta á okkur sem fjölskyldu sína fremur en samstarfsfólk. Þorbjörg hafði góða kímnigáfu og var hrókur alls fagn- aðar þegar starfsmenn komu saman á skemmtunum eða öðrum tímamót- um. Við erum þakklát fyrir sam- fylgdina og allar þær góðu minning- ar sem við eigum um Þorbjörgu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.B.) Börnum hennar, tengdabörnum og öðrum aðstandendum sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. F. h. starfsfólks á Neytendastofu, Tryggvi Axelsson. ÞORBJÖRG GUÐNÝ ARADÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Þor- björgu Guðnýju Aradóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Krist- jana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.