Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Séreignalífeyrissparnaður lands- manna nam samanlagt 110,5 millj- örðum króna um síðustu áramót. Stærstur hlutinn, eða tæpir 68 millj- arðar króna, var í vörslu lífeyris- sjóða sem áður störfuðu sem sér- eignasjóðir, en í vörslu banka og sparisjóða og samtryggingarlífeyr- issjóða var viðbótarlífeyrissparnað- ur að upphæð tæpir 43 milljarðar króna og hefur sá sparnaður marg- faldast síðustu árin. Viðbótarlífeyrissparnaður í vörslu banka, sparisjóða og líftrygginga- félaga óx um 12,3 milljarða króna á síðasta ári og nam 28,6 milljörðum króna í árslok. Sparnaðurinn hefur fjórtánfaldast frá árslokum 2000 þegar rúmir tveir milljarðar króna voru í vörslu banka og sparisjóða vegna viðbótarlífeyrissparnaðar. Stærstur hluti sparnaðarins eða rúmir 21,5 milljarðar króna var í vörslu banka, tæpur 5,1 milljarður var í vörslu sparisjóðanna og 2 millj- arðar í vörslu líftryggingafélaga. Þriðjungsaukning í fyrra Viðbótarlífeyrissparnaður í vörslu samtryggingarlífeyrissjóða nam tæpum 14 milljörðum króna um síð- ustu áramót og óx um 4,5 milljarða króna á árinu. Rúmlega 91 þúsund manns átti meiri eða minni rétt vegna séreign- ar- eða viðbótarlífeyrissparnaðar og fjölgaði þeim um rúmlega 18 þús- und milli ára. Í skýrslu fjármálaeftirlitsins um rekstur lífeyrissjóðanna á síðasta ári kemur fram að uppsafnaður séreignasparnaður hefur vaxið að meðaltali um 21% á ári frá árinu 1999, en jókst í fyrra um 33% eða þriðjung. Um síðustu áramót námu heildar- eignir lífeyrissjóðanna 977 milljörð- um króna. Eignirnar hafa vaxið hratt síðustu mánuðina. Í lok maí voru þær komnar upp í 1.046 millj- arða. Séreignalífeyrissparnaður nemur 110,5 milljörðum Tæplega 43 milljarðar króna í viðbótarlífeyrissparnaði landsmanna Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is                          !     ## $" " %#& TUTTUGU og tvær hrefnur hafa nú veiðst við Íslands- strendur en alls verða 39 dýr felld í vísindaskyni í júlí og ágúst. Halldór Sigurðsson ÍS hefur veitt sjö hvali, Njörður KÓ fimm og Dröfn RE hefur fellt tíu skepnur. Að sögn Davíðs Tómasar Davíðssonar, starfs- manns hvaladeildar Hafrann- sóknastofnunar, ganga veið- arnar samkvæmt áætlun en veðurskilyrði hafa þó ekki verið hagstæð. Góð skilyrði þarf til veiða á hrefnu því erfitt er að koma auga á hana ef vatnsborð er gárað af vindi. Aðspurður segir Davíð að samskipti við hvalaskoðunar- fyrirtæki hafi verið góð að und- anförnu. Búið er að veiða 22 hrefnur af 39 FONS, félag í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhann- esar Kristinssonar, hefur fest kaup á tæplega 11% hlut í sænska lágfargjaldaflugfélaginu FlyMe, sem er stærsta lágfargjaldaflugfélag Svíþjóðar. Þeir Pálmi og Jóhannes eiga fyrir, eins og kunnugt er, lágfargjaldaflugfélögin Sterling, Maersk, sem sam- einað hefur verið Sterling, og Iceland Express. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins ráða Fons og fjárfestar vinveittir félaginu, eins og Cognition, nú yfir um 30% atkvæða í FlyMe, sem er með áætlunarflug innan Svíþjóðar og flýgur auk þess til Helsinki í Finnlandi, Lundúna og Nice í Frakklandi. Boðað hefur verið til hluthafafundar í FlyMe hinn 15. ágúst nk. vegna þessara kaupa Fons og á þeim fundi munu þeir Einar Þór Sverrisson lög- maður, fyrir hönd Fons, og Björn Olegaard, fyrir hönd Cognition, taka sæti í stjórn félagsins. Greint hefur verið frá því hér í Morgunblaðinu að Burðarás keypti í byrjun maímánaðar um 6% hlut í FlyMe fyrir 60–70 milljónir króna. Samkvæmt því er hér um fjárfestingu að ræða hjá Fons upp á 120 til 130 milljónir króna. Pálmi Haraldsson vildi ekkert segja um það, þeg- ar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær, hver áform hans og Jóhannesar með þessari fjár- festingu væru. „Það er seinni tíma mál, hver okkar áform eru með þessari fjárfestingu, en við erum vissulega ánægðir með að vera komnir inn á sænska markaðinn með þessari fjárfestingu og ekki síður ánægðir með að í samvinnu við vinveitta fjár- festa komum við til með að ráða yfir um 30% hlut í félaginu,“ sagði Pálmi og benti um leið á að sá hlut- ur sem Fons og Cognition hefðu keypt, tæp 11% hvor, væru allt A-bréf félagsins, sem eru rétthærri bréf en svokölluð B-bréf. Þeir hefðu keypt öll A- bréf félagsins. FlyMe er ungt flugfélag, með fimm Boeing 737- 300-vélar í rekstri, sem hver um sig tekur 136 far- þega. Fons ehf. kaupir tæplega 11% í flugfélaginu FlyMe  Eigendur Fons ráða núna, með vinveittum fjárfestum, um 30% í félaginu  Boðað hefur verið til hluthafafundar hjá FlyMe um miðjan mánuðinn eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is EIN stærsta útihátíð helg- arinnar fór fram innan borg- armarkanna en átta þúsund manns á öllum aldri sáu Stuðmenn spila á laug- ardagskvöldið. Upprunalegir meðlimir sveitarinnar hófu leikinn með gömlum slög- urum á borð við Honey Will You Marry Me og She Broke My Heart, sem Long John Baldry söng með Stuðmönn- um. Hann lést á dögunum og voru tónleikarnir helgaðir minningu hans. Hér sést Val- geir Guðjónsson brýna raust- ina með félaga sínum Agli Ólafssyni.Morgunblaðið/ÞÖK Valgeir með Stuð- mönnum MARGT hefur komið upp úr dúrn- um við fornleifarannsóknir á Hólum í Hjaltadal, sem staðið hafa yfir síð- ustu árin. Nú síðast fannst mynd- arlegur leðurskór, í skóstærð nr. 43. Alls hafa fundist yfir 30 þúsund munir. Má þar nefna prentstafi úr Hólaprenti, krítarpípur, leirker, margs konar vefnað, hnappa og smáhluti, auk skordýra og plantna. Ragnheiður Traustadóttir forn- leifafræðingur segir að á bæjar- hólnum þar sem meginuppgröftur- inn fer fram hafi verið fjölmörg hús, langhús, skólahús, prenthús og fleira. Hún segir líka ljóst að mikið hafi verið lagt í húsin. /18 Morgunblaðið/Einar Falur Yfir 30 þús- und munir ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF- LÍF, var kölluð út seint í gærkvöldi til að sækja áhöfn íslensku skútunn- ar Svölunnar sem var í vandræðum um 130 sjómílur út af Suðaustur- landi. Samkvæmt upplýsingum Gæslunnar voru fjórir um borð, allt Íslendingar. „Skútan missti segl í allhvössum vindi og var orðin olíu- lítil,“ sagði Dagmar Sigurðardóttir, fjölmiðlafulltrúi Landhelgisgæsl- unnar. „Ástandið var orðið þannig að áhöfnin óskaði eftir því að þyrlan sækti þau.“ Þyrlan lagði af stað frá Reykjavík um korter fyrir ellefu og var áætlað að hún yrði komin á vettvang um hálftvöleytið í nótt. Þá var áætlað að hún yrði komin til baka til Reykja- víkur um klukkan fjögur til hálffimm í nótt. Skútan var á leið frá Fær- eyjum. Þyrlan sækir fjögurra manna áhöfn ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.