Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2005 29 MENNING 5. sýn. lau. 6/8 kl. 14 sæti laus 6. sýn. sun. 7/8 kl. 14 sæti laus 7. sýn. fim. 11/8 kl. 19 sæti laus ÍSLENSK og ensk þjóðlög og kvæðalög verða í forgrunni á tón- leikum í Listasafni Sigurjóns í kvöld. Þar munu Bára Grímsdóttir, söng- og kvæðakona og kjöltu- hörpuleikari, og Chris Foster, söngvari og gítarleikari, leika þjóð- lög í eigin útsetningum, en saman mynda þau dúettinn Funa. Leiðir Báru og Chris lágu saman árið 2000, þegar þau kynntust á þjóðlagahátíð í Devon á Englandi. Upp úr því hófst blómlegt samstarf þeirra á milli sem staðið hefur síð- an. Bára segir tónlistarstíl Chris nokkuð sérstakan, þar sem leikið er á gítarinn í mismunandi opnum stillingum, og hafi nokkrir enskir gítarleikarar af hans kynslóð þróað með sér svipaða nálgun að tónlist- inni. „Honum fannst þessi íslensku lög sem hann heyrði hjá okkur í Emblu, sem vorum í Devon um ár- ið, geta fallið vel að því sem hann er að gera. Við byrjuðum að spinna saman íslensk lög við þennan stíl og höfum gert síðan,“ segir Bára. Dúettinn Funi hefur síðan gefið út einn geisladisk sem heitir einfald- lega Funi og kom út í fyrra við góðar undirtektir, og ferðast víða um heim og leikið. Komin af kvæðamönnum Á tónleikum kvöldsins í kvöld verða þó ekki eingöngu íslensk þjóðlög á efnisskránni. „Við leikum ensk og íslensk þjóðlög og kvæða- lög, sem er einn hluti af íslenskum þjóðlögum. Það eru ekki margir sem eru að kveða núorðið, einna helst er það Steindór Andersen sem er þekktur fyrir það,“ segir Bára sem ólst upp meðal kvæða- manna, því bæði foreldrar hennar og afi og amma voru kvæðamenn og félagar í Kvæðamannafélaginu Iðunni eftir að þau fluttu á mölina, eins og það er orðað. Bára segist ennfremur leggja nokkuð upp úr textum, og hefur orðið sér úti um fleiri erindi nokk- urra þjóðlaga sem Funi flytur. „Þau lög sem ég hef til dæmis fundið í Þjóðlagasafni Bjarna Þor- steinssonar eru oftar en ekki bara með einu erindi. Þannig að ég hef haft fyrir því að leita að fleirum og legið á bókasöfnum – hef meðal annars þurft að handskrifa upp úr bók sem ekki mátti ljósrita upp úr,“ útskýrir hún. Hún segir það sérkenni á ís- lenskum þjóðlögum, að oft sé vitað hverjir höfundar textanna við þau séu, þótt eiginlegir höfundar lag- anna séu oft ókunnir. Það sé hins vegar sjaldgæft í enskum þjóð- lögum, þar sem oftast er hvorki vitað um tilurð texta né lags. Vakning í þjóðlagasöng Bára segist hafa reynt að velja saman efnisskrána þannig að hún væri sem fjölbreyttust. „Það eru til dæmis sálmalög á efnisskránni, sem eru mjög falleg og róleg,“ seg- ir hún. „En síðan erum við líka með hressari lög, til dæmis drykkjulög. Ég reyni líka að beita röddinni á ólíkan hátt – stundum koma fyrir fallegir háir tónar en öðrum stundum er raddbeitingin groddalegri. Það fer eftir því hvað hæfir hverju sinni.“ Bára er aðalsöngvari Funa, en segir að Chris taki oft undir í við- lögum og síðan séu einnig lög á efnisskránni sem sungin eru í tví- söng. Nokkur vakning hefur verið meðal tónlistarfólks á íslenskum tónlistararfi að undanförnu og seg- ist Bára ekki hafa farið varhluta af því. Hún nefnir Þjóðlagahátíðina á Siglufirði sem dæmi um áhrifavald í þeim efnum. „En annars vita Ís- lendingar ekki mikið um íslensk þjóðlög. Ef fólk hefur heyrt þau hafa þau verið sungin af einsöngv- ara við píanóundirleik eða af kór. En nú er að koma meiri fjölbreytni í þetta, held ég,“ segir Bára Gríms- dóttir að síðustu. Tónlist | Íslensk og ensk þjóðlög og kvæðalög í Sigurjónssafni Sálmar í bland við drykkjuvísur Morgunblaðið/Jim Smart „Við leikum ensk og íslensk þjóðlög og kvæðalög, sem er einn hluti af ís- lenskum þjóðlögum,“ segir Bára Grímsdóttir um tónleika Funa í kvöld. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Tónleikar Funa hefjast í Listasafni Sigurjóns í kvöld kl. 20.30. KUNNUGLEGIR hörpuhljómar heilsa þegar ný plata Bjarkar, DR, er sett á fóninn. Platan er hljóðrás við mynd Matthews Barneys, Drawing Restraint 9, en í fyrstu viðkynningu hljómar hún sem beint framhald af Medúllu sem kom út fyrir um tveim- ur árum. Kunnuglegir hörpuhljómar, jú, en hér þó ýmislegt nýtt og frá- brugðið. Selestan, slagharpa himn- anna, hefur bæst við, semball, klukkuspil af ýmsum gerðum, nýtt slagverk, þar á meðal fingramálm- gjöll og jafnvel blásarar, en líka hið stórskemmtilega japanska munnor- gel, sho. En spurningin sem sjálfsagt brennur heitast á hörðum Bjark- araðdáendum er vafalítið sú hvaða Björk sé hér að finna. Björk hefur gengið í gegnum endurfæðingar af ýmsu tagi í tónlist sinni, verið úthverf og rokkuð, innhverf og heimilisleg, og farið allra þeirra ferða sem hana hefur lyst í tónlistinni. Það er óhætt að segja að þótt nýja platan minni um margt á Medúllu, og þar geti að heyra ýmislegt sem þar heyrðist, þá sé hér í boði enn ný listreisa, fersk og framandi. Svo enn sé borið saman við Medúllu, þá er stíllinn hér markaðri og ákveðnari og að mörgu leyti hreinni. Matthew Barney er skrif- aður fyrir níunda laginu á plötunni, Holographic Entrypoint, japönsku ævintýri sem flutt er af Shiro Nom- ura og Shonosuke Okura og hljómar eins og sprottið úr fornri japanskri frásagnarkvæðalist. Andspænis því er annað lag plötunnar, Pearl, eftir Björk, byggt á grænlensku hálssöng- leikjahefðinni sem grænlenska söng- konan Taqaq flytur af mikilli kúnst við meðleik Mayumi Miyata á sho. Þegar horft er á þessi tvö lög, sem bæði eiga svo sterkar rætur í etnískri tónlist, og laganna sem standa utan þeirra, þ.e. númer eitt og númer tíu, þar sem harpan og selestan eru í að- alhlutverki, má lesa ákveðið form út úr verkinu sem heild, form sem á ensku kallast pillar structure og lýsir tónverki sem er uppbyggt eins og bogabrú; – brúarstöplarnir eru þætt- ir sem bera sama svipmót, – hér ef til vill hörpuna og selestuna og hljóðfæri þeim skyld, en á milli þeirra eru kafl- ar (brúargólfið sjálft), sem bera ann- an svip, eins og etnísku lögin gera hér. Lög númer þrjú og sex eru eins konar stöplar, þriðja lagið er Am- bergis March, fyrir sembal, ættingja hörpunnar og selestunnar, og klukkuspil, en það sjötta, Shime- nawa, fyrir sho og hörpu. Fimmta og sjöunda lagið eru sterkar brassfant- asíur, Hunter Vessel og Vessel Shimenawa. Ef til vill hefur þessi brúarpæling ekkert verið í huga Bjarkar og Matthews Barneys þegar þau sömdu verk sín, tónlist og mynd, en mér finnst hún marka tónlistinni ákveðin tengsl við tónlistarsöguna. Bach var meistari þessa forms og Mattheusarpassían er sjálfsagt kunnasta verk tónlistarsögunnar byggt samkvæmt tónlistarverkfræði brúarsmíðinnar. En einmitt vegna þessarar form- festu er líka erfitt að brjóta plötuna niður í einingar og heyra hana sem safn ellefu laga; – hún er einfaldlega eitt verk, kaflaskipt, með sterku risi og hnígandi, ferðalag, – sjóferð um Bjarkarhöf. Tónlistin er ekki einföld, en þó spör. Hún gæti virkað fábrotin og minimalísk á ytra borðinu, hljóð- færin fá og línurnar einfaldar, en í innviðunum er alltaf mikið um að vera, endalausir litir og blæbrigði í því smáa. Þetta er plata sem þarf að hlusta á með opnum huga og af ein- beitingu; tónlistin er krefjandi og hennar verður ekki notið meðan ver- ið er að sinna öðru. Hápunktur verksins er lagið Storm, wagnerískur sjávarháskat- ryllir, þar sem rödd Bjarkar svífur hátt eins og hornfirskur múkki yfir boðaföllum óveðursins. Það þarf ekki að spyrja að hljóð- færaleik á þessari plötu frekar en á fyrri plötum Bjarkar. Hér er valin manneskja í hverju rúmi og engar málamiðlanir þar. Björk hefur lag á að velja saman fólk með ólíkan bak- grunn í tónlistinni til að skapa eitt- hvað nýtt og ómótstæðilegt og það tekst henni fullkomlega hér sem fyrr. Zeena Parkins er galdrakona í hörpuleik og íslensku flytjendurnir, Jónas Sen á selestu og Guðrún Ósk- arsdóttir á sembal, gefa henni ekkert eftir. Valgeir Sigurðsson hljómborðs- leikari á svo sinn þátt í því fallega svipmóti sem platan ber. Ég sagði Medúllu enn eitt meist- araverk af hendi Bjarkar, þegar hún kom út. DR er í senn annar kapítuli þess meistaraverks og nýtt, ferskt og framandi ferðalag um undraheima tónlistar Bjarkar. Í sjávarháska Bjarkar Bergþóra Jónsdóttir TÓNLIST Plötur Tónlist: Björk, Matthew Barney og fleiri. Flytjendur: Björk, Valgeir Sigurðsson, Zeena Parkins, Jónas Sen, Mayumi Miyata, Guðrún Óskarsdóttir, Taqaq, Shiro Nomura og Shonosuke Okura, blás- araflokkur, barnakór og fleiri. DRAWING RESTRAINT 9 Morgunblaðið/Einar Falur „… hér í boði enn ný listreisa, fersk og framandi“, segir um plötu Bjarkar. ÖRTRÖÐ myndaðist við inn- göngudyr Hallgrímskirkju síðustu mínútur fyrir hádegistónleikana á fimmtudag. Mátti jafnvel halda að einhver heimsfrægur rappari væri í boði, hefði ekki þroskaður með- alaldur áheyrenda eytt þeim grun. Enn kyndugra var að velta fyrir sér hvað íslenzk ættjarðarlög hefðu yf- irhöfuð að segja þeim útlendingum er að vanda hádegistónleika skip- uðu meirihluta hlustenda, jafnvel þótt ósungin væru, enda virtust kynningar (eingöngu á íslenzku) einkum miða við innlenda públík. Frjálslegar og að hluta spunnar út- setningar á slíku efni hlytu, skyldi maður halda, fyrst og fremst að höfða til áheyrenda með frumgerð laga og texta geirneglda fyrir í vit- und sér. Að ekki sé minnzt á löngu liðna söguumgjörð nýfengins þjóð- frelsis þegar kjörorðið var „Íslandi allt“. En líklega voru þetta bara þröng- sýnir fordómar, eins og aðsókn og undirtektir báru með sér, þó svo að upphaflegt inntak og tilefni laganna hlytu að fara forgörðum hjá flestum ferðalöngum í fjarveru tónleika- skrár á alþjóðamáli. Segir það e.t.v. sitt um músíklegt erindi Sigurðar Flosasonar og Gunnars Gunn- arssonar við þessi viðkvæmu þjóð- ardjásn frá fyrri hluta 20. aldar. Enda var meðferð þeirra í heild bæði ljóðræn og smekkleg og hafði – án þess að grípa til óviðeigandi djasssveiflu – talsverðu við að bæta. Ólíkt þegar saxófónspuni Jans Garbarek gerði að mínu viti lítið annað en að trufla endurreisn- arpólýfóníuna, þegar hann lék hér fyrir tíu árum með Hilliard Singers. Félagarnir léku fimm lög og eitt í uppklappi, og voru öll af hljómdiski þeirra frá í fyrra, Draumalandinu. Fyrstu tvö voru eftir Sigfús Ein- arsson, Til Fánans á djúplægu kyrrstætt óræðu upphafi og Draumalandið, þar sem altsaxinn blandaðist orgelinu sérlega dún- mjúkt og dreymandi í hinu síðara. Léttara var yfir sjómannamarsi Emils Thoroddsen, Íslands Hrafn- istumenn, og í Lýsti sól (Jónas Helgason) leysti sópransaxinn alt- inn af hólmi í trompetskærri há- legu. Loks var hið tignarlega göngulag Úr útsæ rísa Íslands fjöll með frjálsum fantasíuinngangi, þar sem Sigurður færði samspilið í aukna þrívídd af eftirminnilegri dulúð á hægu vafri sínu um hliðargöng og kirkjugólf, unz lagið jókst að styrk með korrandi spænskum tromp- etröddum, þykkum klasahljómum og loks voldugu organo pleno. Aukalagið var hið ekki síður tign- arlega Land míns föður Þórarins Guðmundssonar; líkt og fyrri atrið- in útsett, spunnið og túlkað af heillandi músíkölsku næmi í undra- góðu jafnvægi við frumgerðina. Heiðríkur ættjarðar- spuni Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Hallgrímskirkja Íslenzk ættjarðarlög. Sigurður Flosason altsaxófónn, Gunnar Gunnarsson orgel. Fimmtudaginn 28. júlí kl. 12. KAMMERTÓNLEIKAR Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, 105 Rvk. www.lso.is - lso@lso.is Þriðjudagstónleikar 2. ágúst kl. 20:30 Funi Bára Grímsdóttir og Chris Foster flytja íslensk og ensk þjóðlög og kvæðalög í eigin útsetningum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.