Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýráðinn útvarps-stjóri Ríkisút-varpsins, Páll Magnússon, sagði við fjöl- miðla fyrir helgi að hann teldi farsælast að RÚV hyrfi af auglýsingamark- aði. „Að því gefnu að því yrðu tryggðar þær tekjur sem töpuðust með öðrum hætti, já, þá væri það betra fyrir stofnunina sjálfa og hún væri betur í stakk bú- in til að uppfylla skyldur sínar ef hún væri ekki á auglýsingamarkaði,“ sagði Páll í samtali við Morgun- blaðið. Tekjur Ríkisútvarpsins af aug- lýsingum og kostun í fyrra námu 912 milljónum króna og hækkuðu um 7% milli ára. Það er því ljóst að grípa þarf til róttækra ráðstafana ef stofnunin verður svipt þessum tekjum. Páll vill raunar að ef þessi leið verði farin verði RÚV bættur tekjumissirinn með einhverjum hætti. Ákvörðun um þetta verður að- eins tekin af stjórnmálamönnum því lögum samkvæmt er RÚV heimilt að afla sér tekna með aug- lýsingum. Margir hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag og m.a. bent á að BBC í Bretlandi er ekki á aug- lýsingamarkaði. Í reynd engin samkeppni í auglýsingum án RÚV Í skýrslu starfshóps um endur- skoðun á útvarpslögum frá 1996 kom fram sú tillaga frá meiri hluta starfshópsins að Ríkisútvarpið hyrfi alveg af auglýsingamarkaði. Var augljóslega á því byggt í skýrslunni, að því er sjónvarps- stöðvar varðar, að í vændum væri mikil samkeppni milli einkarek- inna sjónvarpsstöðva. Í frumvarpi um Ríkisútvarpið sem mennta- málaráðherra lagði fram á síðasta þingi er hins vegar ekki gerð til- laga um að RÚV hverfi af auglýs- ingamarkaði. „Ef sjónvarp Ríkisútvarpsins hyrfi af auglýsingamarkaði við nú- verandi aðstæður yrði í reynd eng- in samkeppni um auglýsingafram- boð í sjónvarpi. Það yrðu nánast tveir aðilar sem eftir yrðu á aug- lýsingamarkaði í sjónvarpi (365 ehf. með Stöð 2 og Sýn annars veg- ar og Íslenska sjónvarpsfélagið hf. með SkjáEinn hins vegar). Hver sem þróunin kann að verða í fram- tíðinni þykir ekki rétt að leggja það til nú að hætt verði auglýs- ingum í sjónvarpi Ríkisútvarps- ins,“ segir í greinargerð með frumvarpinu, en sem kunnugt er lauk Alþingi ekki umræðum um frumvarpið á þinginu. Í greinargerðinni segir að önnur sjónarmið komi hins vegar til álita um auglýsingar í hljóðvarpi en eigi við um auglýsingar í sjónvarpi. „Á hljóðvarpssviðinu er veruleg sam- keppni, en hún er hins vegar að mestu leyti bundin við þéttbýlis- svæði. Hljóðvarpsstöðvum hefur yfirleitt ekki tekist að byggja upp dreifikerfi sín þannig að þær nái til landsins alls, trúlega vegna þess að auglýsingatekjur þeirra hafa ekki leyft slíkar fjárfestingar. Í þessu frumvarpi er ekki gerð til- laga um að Ríkisútvarpinu sf. verði bannað að afla tekna með auglýsingum í hljóðvarpi. Kemur þar fyrst og fremst tvennt til. Í fyrsta lagi þarf að taka slíka ákvörðun með góðum fyrirvara svo að þeir aðilar, sem fyrir eru á markaðnum, og aðilar, sem við breyttar aðstæður gætu haft hug á að fara inn á markaðinn, hafi næg- an tíma til þess að laga sig að nýju umhverfi. Í öðru lagi hefur hljóð- varp Ríkisútvarpsins svo mikla út- breiðslu að ótækt þykir að svipta viðskiptalífið og allan almenning svo öflugum auglýsingamiðli án þess að gerðar hafi verið aðrar ráðstafanir sem líklegar séu til þess að bæta upp þann missi – og þá með það einnig í huga að búið verði í haginn fyrir samkeppni á þessum markaði. Eins og málum er nú háttað verður naumast hjá því komist að líta á auglýsinga- þjónustu í hljóðvarpi Ríkisút- varpsins sem þátt í opinberu þjón- ustuhlutverki þess.“ Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að það sé ekkert náttúrulögmál að Rík- isútvarpið sé á auglýsingamark- aði. Hins vegar sé ekki fýsilegur kostur að hækka afnotagjöldin eða nefskattinn um 30% svo hægt verði að kippa RÚV af auglýsinga- markaðnum. Hún bendir einnig á að ekki sé svo einfalt að bera sam- an RÚV og BBC. Ríkisútvarpið hafi frá upphafi verið á auglýs- ingamarkaði en BBC aldrei. Hún segir jafnframt að markaðurinn hér á landi sé annars eðlis en í Bretlandi; hér sé samkeppnin m.ö.o. ekki eins mikil. Hún tekur þó fram að hún skilji þá hugsun sem Páll er að setja fram. „Hann er fyrst og fremst að undirstrika menningar- og frétta- hlutverk Ríkisútvarpsins og ég fagna því.“ Hún segir að Páll ætli sér greinilega að taka til hendinni „og ég mun að sjálfsögðu skoða all- ar tillögur sem hann leggur fyrir mig.“ Innt eftir því hvort hún muni leggja frumvarpið um Ríkisút- varpið sf. óbreytt fram á Alþingi í haust segir hún: „Við skulum láta það koma í ljós. Markmiðið er að breyta rekstrarfyrirkomulaginu,“ en það hefur verið eins frá upphafi. Fréttaskýring | Nýr útvarpsstjóri vill að RÚV fari út af auglýsingamarkaði Ekkert nátt- úrulögmál „Auglýsingaþjónusta í hljóðvarpi RÚV þáttur í opinberu þjónustuhlutverki“ Páll Magnússon vill að Ríkisútvarpið fari út af auglýsingamarkaði. Tekjur RÚV af auglýsingum og kostun um 912 milljónir  Á síðasta ári námu tekjur Rík- isútvarpsins af auglýsingum og kostun 912 milljónum króna og hækkuðu um 7% milli ára. Aug- lýsingatekjurnar námu 27% af heildartekjum RÚV sem er svip- að hlutfall og árið 2003. Í árs- skýrslu RÚV fyrir árið 2004 seg- ir að þessar auknu tekjur af auglýsingum og kostun í fyrra megi teljast góður árangur „þeg- ar horft er til stöðugt harðnandi samkeppni.“ Eftir Egil Ólafsson og Örnu Schram Í NÝLEGRI grein á vefritinu Deigl- an.com skrifar Jón Steinsson, dokt- orsnemi í hagfræði við Harvard, um málefni Íbúðalánasjóðs og bendir á að hægt hefði verið að fara aðra leið en farin var til þess að tryggja að sjóðurinn tapaði ekki á upp- greiðslum íbúðalána. Segir Jón að sjóðurinn hefði í stað lánasamninga við banka og sparisjóði frekar átt að kaupa sín eigin íbúðabréf, sem hann gefur út. Forsaga málsins er sú að í kjölfar þess að bankarnir komu inn á íbúða- lánamarkað minnkaði hlutdeild Íbúðalánasjóðs á markaði og fjöl- margir lánþegar greiddu upp lán sín við sjóðinn og fóru í staðinn yfir til bankanna. Eins og fram hefur komið notaði sjóðurinn meirihluta þess fjár sem hann fékk í uppgreiðslur til að gera lánasamninga við banka og sparisjóði þar sem sjóðurinn lánaði þeim alls um 80 milljarða gegn því að fá afborganir af húsnæðislánum banka og sparisjóða. Sækja vatn yfir lækinn Jón segir að með þessu hafi sjóð- urinn í raun verið að sækja vatn yfir lækinn og í grein sinni segir hann m.a.: „Því miður virðist stjórnendum Íbúðalánasjóðs hafa yfirsést mun einfaldari leið sem í senn er rökrétt framhald af uppgreiðslu húsbréfa í húsbréfakerfinu, felur ekki í sér að sjóðurinn fari út fyrir starfsvið sitt með neinum hætti og lágmarkar áhættu sjóðsins betur en nokkur önnur leið. Sjóðurinn hefði getað (og hefði átt að) kaupa íbúðabréf á mark- aði fyrir það fé sem streymdi inn í hann vegna uppgreiðslna. Starfsemi Íbúðalánasjóðs er mjög einföld. Hann gefur út og selur íbúðabréf og notar peningana sem fyrir þau fást til þess að veita fólki húsnæðislán. Þegar eftirspurn eftir húsnæðislán- um eykst selur hann fleiri íbúðabréf. Þegar hins vegar eftirspurn eftir húsnæðislánum frá sjóðnum minnk- ar liggur beinast við að hann verji peningunum sem honum tekst ekki að lána fólki til húsnæðiskaupa til þess að greiði upp hluta af skuldum sínum.“ Hefði gefið lakari ávöxtun Jóhann Jóhannsson, hagfræðing- ur hjá Íbúðalánasjóði, segir að vel hefði mátt fara þá leið sem Jón sting- ur upp á og sjóðurinn hafi vitað af þessum möguleika. Hins vegar hafi sú leið gefið um 0,60% lakari ávöxtun en fæst með því að gera lánasamn- inga við banka og sparisjóði. Þá hafi útgáfa íbúðabréfa sjóðsins frá 1. júlí 2004 til 30. júní sl. hafi numið 52,2 milljörðum króna og því hefði þessi leið ekki dugað til þess að koma öllu fjármagni út aftur. Hefði sjóðurinn átt að kaupa eigin íbúðabréf? Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is ÞAÐ var slegið með orfi og ljá á Árbæjarsafni um helgina, en einu sinni á sumri sýnir safnið gömul handbrögð sem notuð voru á hverjum bæ á Íslandi allt fram eftir síðustu öld. Nú er orðið fátítt að notast sé við orf og ljá. Vélorf er svo gott sem að útrýma síðustu sláttumönnunum. Enn eru þó til margir sem kunna gömlu vinnubrögðin og þeir stóðu sig vel á Ár- bæjarsafni um helgina. Brýnið er ómissandi þegar slegið er með orfi og ljá því það er mikilvægt að vel bíti. Um næstu helgi fer fram stórmót í skák á Árbæj- arsafni, auk hefðbundinnar dagskrár. Morgunblaðið/ÞÖK Sláttumenn að störfum á Árbæjarsafni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.